Morgunblaðið - 09.01.1953, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1953, Blaðsíða 4
IH O RGU N B L A*n * Föstudagur 9. jan. 1953 9. dagur ársins. ÁrdegisflæSi kl. 11.15. SíSdegisflæði kl. 23.35. Næturlæknir er í læknavarðstof- ■unni, sími 5030. INæturvörður er í LyfjaBúðinni Iðunni, sími 7911. Rafmagnstakmörkunin: Álagstakmörkunin í dag er á 5. bg 2. hverfi frá kl. 10.45—12.30 og á 3. hverfi frá kl. 18.15—19.15. Á morgun laugardag er rafmagnið skammtað á 1. og 3. hverfi frá kl. 10.45—12.30 og á 4. hverfi kl. 18.15—19.15. D ag bók Björnsson, vélvirkjanemi. Heimili þeirra er að Fróðasundi 4, Akur- eyri. — I.O.O.F. 1 134198% = -□ • Veðrið • 1 gær var háeg austan átt um allt land, lítilsháttar snjó- koma á Norður- og Austur- landi. — í Reykjavík var hit- inn 1 stig kl. 15.00, 1 st. frost á Akureyri, 1 st. frost í Bol- ungarvík og 1 st. frost á Dala- ; tanga. Mestur hiti hér á landi í gær kl. 15.00, mældist á Loft- i sölum og Vestmannaeyjum, 3 • stig, en minnstur hiti 5 st. ; frost í Möðrudal. — 1 London . var hitinn 5 stig, 0 stig í ílöfn ; og 0 stig í París. o--------------------□ • Brúðkaup • Þessi brúðhjón voru nýlega gef 5n saman í hjónaband á Akureyri: Stefania Ármannsdóttir og Baldur Sigurðsson, sjómaður, Dalvík. — •Þórdís Gísladóttir, Hátúni og Andrés Bergsson, sjómaður, Sæ- borg. — Ásta Kristinsdóttir frá . Öngulsstöðum og Sigurhjörtur Frí • mannsson, sjómaður frá Nesi, Ak- jureyri. — Kristín Tómasdóttir og Ámi Árnason, forstjóri. Heimili þeirra er að Gilsbakkavegi 13, Ak- úreyri. — Áslaug Jónsdóttir og Búi Snæbjörnsson, ílugvélavirki. Heimili þeirra er fyrst um sinn að Þórunnarstræti 39, Akureyri. — Jósefína Halldórsdóttir og Guðjón Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína á Akureyri Þórlaug Júlíusdótt ir (Péturssonar), hárgreiðslumær, Akureyri og Rósmundur Guð- mundsson, Reykjavík. Ásta Pét- ursdóttir frá Gautlöndum, ráðs- kona að Laugaskóla og Hlöðver Hlöðversson,, bryti að Laugum. Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólöf Magnúsdóttir, Merkisgerði 4, Akranesi og Ingólf ur Ágústsson, Sólmundarhöfða, Akranesi. — í fyrradag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigrún Stefánsson, Sunnuhvoli, Sandgerði og Óli Garðar Halldórsson, sjómaður frá Reykjavík. Á jóladag opinberuðu trúlofun sína Vilborg Vilmundardóttir, Króki, Garðahverfi og Þorsteinn Gíslason, Krókvelli, Garði. • Afmæli • Sextíu ára varð Ármann Hall- dórsson skipstjóri, Hofteigi, Akra- nesi, 31. des. Hann er kvæntur Margréti dóttur Sigurðar Jónsson ar og Sigríðar Árnadóttur frá Innra-Hólmi. Ármann byrjaði snemma að stunda sjó og gerðist ungur formaður á vélbátum. Hann hafði og skipstjórn á Fagranesinu þegar það var í förum hér syðra. Ármann er drengur hinn bezti. — O. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Stykkishólmi Aðalfundur íslenzkra radia aaiaföra verður haldinn 15. þ. mán. kl. 20,30 í Oddfellowhúsinu, uppi. Stjórnin. 5 herbergja íbúð ásamt bílskúr í Hlíðahverfinu til sölu. — Skipti á 3 her- bergja íbúð á hitaveitusvæðinu æskileg. Nánari upplýsingar gefur málaflutningsskrifstofa Lárusar Fjeldsted, Th. B. Líndal & Ágúst Fjeldsted, Lækjargötu 2. Aðaifundur Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði heldur áðal- fund sinn að Strandgötu 29, þriðjudaginn 13. jan. 1953, klukkan 8,30 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffidrykkja og félagsvist. Konur, mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN Húsmæðurnar sem vilja s p a r a kaupa Pýramid Borðsalt í gærdag til Keflavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 3. þ. m. til New York Goðafoss fór frá Reykjavik í gærkveldi þil Vestmannaeyja og austur og norður um land. Gull- foss er í Kaúpmannahýfn. Lagar- foss fer frá Gdynia 10. þ.m. til Kaupmannahafnar og Gautaborg- ar. Reykjafoss fór væntanlega frá Hamborg í gærdag til Rotterdam og Antwerpen. Selfoss fór frá Ilúsavík síðdegis í gærdag tii Ak- ureyrar. Tröllafoss kom til Reykja víkur 3. þ.m. frá New York. Ríkisskip: Hekla kom til Reykjavíkur í gær kveldi að austan úr hringferð. Fsia er væntanler til Reykíavíkur í dag að vestan úr hringferð. — Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Þyrill er norðanlands. Skaftfellingur fer frá Revkjavík í dag til Vesúnnnnaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gærkveldi til Grundarfjarðar og Stykkishólms. Skipadeild S^S: TTvooonfpU ]os«r timbur í Rvík. Arnarfell kom til Helsingfors 6. þ.m. með síld. Jökulfell fór frá Akranesi 5. þ.m., áleiðis til New York. — Pennavirmr Blaðið hefur verið beðið að birta eftirfarandi: •— „Belgískur herforingi óskar að skrifast á við íslending. Einnig óskar sonur hans, skólapiltur, að skrifast á við jafnaldra og skiptast á frímerkjum. Utanáskrift: Colo- nel Becauevort, 45 nie de l’App- lication, Andergem, Bruxelles". m Spilakvöld Sjálfstæðisfél. í Hafnarfirði verður í kvöld í Sjálfstæðishús- inu kl. 8.30. Spiluð verður félags- vist og verðlaun veitt. Hestamannafélagið Fákur heldur skemmtifund í Þorskaffi í kvöld. Hallgrímskirkja Biblíulestur í kvöld kl. 8.30. — Sigurjón Árnason. Happdrætti Háskóla íslands Viðskiptamenn happdrættisins hafa forgangsrétt að fyrri númer um sínum íjdag og á morgun, en síðan er ufiiboðsmönnum heimilt að selja þálöðrúm. Þar sem um- boðsmenn Hafa nú þegar enga heila og. hálfa miða til þess að selja nýjum'kaupendum, en mjög mikil eftirspurn er eftir þeim, eiga menn á hættu að missa númer sín eftiir helgina. Sólheimadrengurinn Áheit í bréfi kr. 70,00. Áheit í bréfi kr. 5,00. Veiki maðurinn N. krónur 50,00. — Gamla konan N. krónur 30,00. — Hallgrímskirkja í Saurbæ Áheit í bréfi krónur 5,00. — Iðnnemar Almennur iðnnemafundur verð- ur haldinn laugardaginn 10. jan., í Edduhúsinu við Lindargötu. — Fundurinn hefst kl. 5 e. h. g verð ur þar m. a. rætt um: Laun og kjör iðnnema. Framsögumenn verða Skúli B. Ágústsson og Haukur Guðjónsson. • Útvarp • Föstudagnr 9. janúar: 8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veður fregnir. 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 (Veðurfregnir. 17.30 íslenzku- kennsla; II. fl. — 18.00 Þýzku- kennsla; I. fl. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Frönskukennsla. 19.00 Tón- leikar: Harmonikulög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Guðbrandur Jónsson prófessor flytur erindi; — Um uppruna íslenzks rímnaskáld- skapar. b) Kvæðalög. c) Dr. Björn Karel Þórólfsson talar um Sýnis- bók íslenzkra rímna, útgefna af Sir William Craigie. d) Kvæðalög og rímnalestur. 22.00 Fréttir og | veðurfregnir. 22.10 Upplestur: — „Mannvit gegn milljóna her“, saga eftir Carl Stephenson; III — sögu lok (Haukur Óskarsson leikari). 22.30 Dans- og dægurlög: Frankie Laine o. fl. syngja (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Erlendar útvarpsstöðvar: Noregur: — Bylgjulengdir 202.2 m., 48.50, 31.22, 19.78. Danmörk: — Bylgjulengdir: 1224 m., 283, 41.32, 31.51. Svíþjóð: — Bylgjuiengdir 25.47 m„ 27.83 m. England: — Fréttir kl. 01.00 — 03.00 — 05.00 — 06.00 — 10.00 — 12.00 — 15.00 — 17.00 — 19.00 — 22.00. — íJbh rnarqwózaffinu/ — Draumur ísbjörnsins. ★ Ungur lögfræðinemi var að verja mál sitt fyrir réttinum og hafði fengið til meðferðar mál bónda nokkurs, sem hafði misst 24 svín sín í bílslysi. Var hann að reyna að hafa áhi if á kviðdóm- endurna, og sagði : — Dömur mín ar og herrar, hugsið ykkur bara, 24 svín drepin fyrir bóndanum. Þau vóru helmingi fleiri héldur en þið, sem sitjið þama í stúkunni. ★ Umferðabókasali: — Þessi bók mun vinna hálft verk yðar. — Allt í lagi, ég ætla að fá tvær! Innheimtumaðurinn: i'K er hérna með reiknióg fyrii' afborgun á fomu húsgögnunum yðar. Húsráðandinn: — Ég hef aldrei keypt nein forn húsgögn upp á afborganir. Innheimtumaðurinn: .— Þau hafa nú kannski ekki verið forn, þegar þér keyptuð þau. Frúin; — Hvemig stendur á því, að þér hafið ekki nein meomæli? Nýja matréiðslukonan: — Vegna þess, frú mín, að ég hef alltaf verið á hverjum stað, þang- að til húsbændurnir hafa verið dánir. ★ Pétur litli var að leika sér heima hjá Jóa, og þegar kvöldmat urinn var tilbúinn, og Pétur átti að fara heim, var komin úrhellis rigning. Móðir Jóa vildi þá klæða Pétur í regnkápu og vaðstígvél af Jóa, en Pétur sagði: — Kæra frú, þér skuluð ekki vera að hafa svona mikið fyrir mér. — Heldurðu ekki, Pétur minn, sagði móðir Jóa, —að hún móðir þín hefði- gert annað eins og þetta fyrir hann Jóa, ef hann hefði núna verið heima hjá þér? — Nei, sagði Pétur, — hún hefði ekki gert þetta, hún hefði gert miklu meira, því hún hefði br.ðið Jóa að borða með okkur kvöldmat. — □- -□ íslenzkur iðnaður spar- ar dýrmætan erlendan gjaldeyri, og eykur verðmæti útflutnings- ins. — □----------------------n Skrifsiofuslúlka óskasf frá 1. febrúar næstkomandi. Þarf að kunna vélritun. Tilboð er greini menntun, fyrri störf og kaupkröfu, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. janúar, merkt: Siðprúð —667. Vélbátur til solu 45 tonna vélbátur með nýlegri 150 hestafla June j ■ Munktel vél, til sölu. — Upplýsingar gefur Landssamband \ íslenzkra útvegsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.