Morgunblaðið - 29.07.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1952, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júlí 1952 Út*.: H.f. Arvakur, Reykjavflc. Framkv.síj.: Sigfús Jónsson. Rjtstjðri: Valtýr Stefánsson (ébyrtiÁarrr,.) Lesbók: Arni óla, sími S045. Auglýsingar: Arni GarCar Kristtnaaoa. Ritstjóm. auglýsingar og afgreiCsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askrlftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakif. Gripið til örþrifaráös FRAMBOÐ Þorvaldar Garðars KristjánssoTlar í Vestur-ísafjarð- arsýslu hefur verið rætt af and- stæðingablöðunum með sama á- huga og jafnvel offorsi eins og gamall og rótgróinn flokksforingi hafi skipt um skoðun og flokk. Þessi miklu skrif andstæðinga- blaðanna bera auðvitað með sér, hve hættulegan andstæðing þau telja Þorvald Garðar vera, og er það út af fyrir sig sérstök með- mæli honum til handa. Það hefur raunar átt sér stað á íslandi sem annars staðar, að gamall og rótgróin flokksforingi hafi skipt um skoðun og flokk. En hér er um annað að ræða. Það er ungur maður sem hefur ekki fyrr komið fram á opinber- um vettvangi stjórnmálanna, sem nú hefur gefið kost á sér í fram- boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta verður Alþýðublaðinu tilefni til að reyna á mjög rætin hátt að telja mönnum trú um, að Þorvaldur Garðar hafi verið þeim skuldbundinn, gegnt margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu flokkinn, og því svikið hann í tryggðum. þeim flokki, sem hann þó hefur færst undan að starfa fyrir. Þeir menn, sem hafa rætt stjórnmál við Þorvald Garðar undanfarið, kom afstaða hans og framboð heldur ekki á óvart. En hafi það samt sem áður kofnið Alþýðuflokksmönnum á óvart, þá ber það einungis vitni því, að þéir hafa ekki haft það sam- band við Þorvald Garðar, sem þeir nú vilja vera láta í Alþýðu- blaðinu, og hann þá heldur ekki við þá. ★ Stefna Alþýðuflokksins er ekki ófögur á pappírnum og því eklfl óeðlilegt að ungir menn í skóla kunni að aðhyllast hana. En jafn eðlilegt er það, að ungir menn, sem hefja lífsstarf sitt fullir áhuga og vilja láta gott af sér leiða, fælist stefnuleysi og ráð- leysi íslenzka Alþýðuflokksins, eins og það hefur birzt mönnum i rauninni og enda hefur það líka valdið fylgishruni hans. Fegusrd og vizka Lií Sannleikurinn er sá, að Þor- valdur Garðar hefur aldrei tekið þátt í flokksstarfsemi Alþýðu- flokksins. Og þau atriði, sem á er bent til sönnunar sambandi hans við Alþýðuflokkinn eru harla lítilfjörleg og enda gömul. Seta í stúdentaráði (fyrir 6 árum) hefur hingað til ekkj þótt skuldbinda menn ákveðnum flokkum um aldur og ævi, enda ekki óalgengt að ungir menn í háskóla hneigist að pólitískum skoðunum, sem þeir segja skilið við, þegar út í lífið kemur. Tveggja daga fundarsókn á al- þjóðaþing jafnaðarmanna í Lon- don átti sér stað fyrir 3—-4 árum og bar þannig að garði, að kunn- ingi Þorvaldar Garðars, sem dvaldizt í London við nám eins og Þorvaldur, átti að sækja þing- ið fyrir íslenzka Alþýðuflokkinn, en stóð í prófum og bað því Þor- vald að mæta fyrir sig. Þá hefur það verið nefnt, að Þorvaldur Garðar væri varamað- ur Alþýðuflokksins í útgerðar- ráði Reykjavíkurbæjar. Það er til merkis um starfaðferðir og stjórn Alþýðuflokksins, að þetta var gert að Þorvaldi Garðari for- spurðum og hvorki fyrr né síðar hefur Alþýðuflokkurinn haft sam band við hann vegna þess starfs. I Kommúnistar eru kunnir að því j að reyna að gera þá menn tor- j tryggilega, sem segja skilið við þá, og eru slíkir menn mannorðs- skemmdir á allan hátt af komm- únistum, ef ekki er beinlínis set- ið um líf þeirra, eins og gerzt hefur erlendis. ' Mannorðsskemmdirnar, þá j þokkalegu iðju, ætlar nú Al- þýðublaðið að leika eftir ! kommúnistum. i Það skal nú bersýnilega vera síðasta örþrifaráð Alþýðuflokks- ins til að stöðva fylgishrunið, að sýna öllum, sem i einhverja snert ingu hafa komið við flokkinn, hvernig ráðist verður á þá, ef þeir 1 eru ekki þægir og auðsveipir. Á íslandi ríkir sem betur fer skoðanafrelsi, og æskan, sem kann að meta það og nýtur þess mest, lætur ekki slíkar starfsaðferðir segja sér fyrir verkum. Æskumenn munu raynda sér skoðun í samræmi við sann færingu sína án tillits til slíkra tilrauna til mannorðsskemmda og Alþýðublaðið fær sinn dóm. Dagbák Duclos Hér hefur þá allt verið upptal- ið, sem talizt getur grundvöllur undir skrifum Alþýðuflokksins um svik Þorvaldar Garðars við þann flokk. En því má bæta her við, að það má nokkrum getum að því leiða, að Alþýðuflokksmenn hafa marg oft reynt að fá Þorvald Garðar til virkrar þátttöku í flokks- starfseminni á undanförnum ár- um, ef þeir hafa talið hann sinn fylgismann og þar sem hann hef- ur getið sér sérstakan orðstý fyr- ir díignað sinn í félagsmálum. Af slíkri þátttöku hefur samt ekki orðið af hálfu Þorvaldar Garðars og skýtur því skökku við, þegar Alþýðublaðið telur hann hafa verið skuldbundinn ÞEGAR Duclos, franski komm- únistaforinginn, var tekinn fastur í óeirðunum á dögunum, hafði hann meðferðis dagbók sína, og frönsk blöð hafa nú birt útdrætti úr dagbókinni. Þar segir Duclos ifranska kommúnista m. a. vinna að ósigri franska hersins í Viet Nam, í Kóreu og Túnis. „Það 1 getur ekki verið um það að ræða að verja her, sem þjónar heims- veldisstefnu". Duelos kvartar einnig yfir minnkandi áhuga franskra verkamanna fyrir komm únisma, sem hann telur eiga rót sína að rekja lil hærri launa verkamanna, og baráttu núver- andi stjórnar gegn dýrtíðinni! I Það er engin furða, að franska blaðið Le Figaro taldi dagbókar- brotin fullnaðarsönnun svikráða kommúnista við Frakkland. Mörg um þótti nóg komið áður. EVA PERON er látin. Hin gáf- aða, glæsilega aiþýðustúlka, sem Oskubuskuörlög lyftu upp í veldisstól ríkrar þjóðar á suð urhveli jarðar, varð burtköll- uð á aðfarnótt sunnudagsins i blóma lífsins, við sorg hinnar fjölmennu þjóðar, er hún hafði unnið hug og hjarta. Það var ævintýri líkast líí hennar; hún reis úr hópi milljóna, úr lágri alþýðustétt til æðstu valda og það var sökum ástar á óþekktum liðs foringja, sem örlögin höguðu lífi hennar á svo furðulegan hátt. En Eva Peron var ekki unnin af þeim leir, er hún reis upp áf. í huga hennar var fólg inn máttur og tign þess, sem er fæddur til þess að stjórna. en hún var líka gædd því, sem flesta tiginborna þjóðhöfð ingja skortir, samúð og' hlut- deild í kjörum alþýðunnar, á- samt hrifnæmri íórnarlund j þágu smælingja lands síns. ★ . Það er svo sagt, að Eva Du- arte hafi Ijós þessa heims fyrst litið árið 1919, hinn 7. maí í litla þorpinu, Los Toledos skammt ut- an við borgarmúra Buenos Aires. Faðir hennar var snyrtilegur, smámunalegur jarðeigandi í nánd við Chivilroy. Hann átti fjögur börn með hinni svarteygðu konu sinni, Juönu, og hið yngsta þeirra var litla Eva. Faðirinn lézt þegar börnin voru enn öll í hinni megnustu ómegð og ekkjan stóð ein uppi með hópinn. Juan hafði verið meðlimur argentíska ihalds- flokksins, en ríkisbubbarnir, flokksbræður hans, áttu ekki skilding aflögu til þess að styðja hina fátæku fjölskyldu. Það var aftur á móti kunnur róttækur stjórnmálamaður, Cinderella, sem þá hljóp undir bagga með þeim og því gleymdi Eva aldrei. Dæt- urnar giftust og héldu á brott frá arni heimilisins, þegar þær kom- ust á legg, allar nema Eva. KVIKMYNDASTJARNA Hún var heilluð af kvikmyndæ- tímaritunum og engu öðru. Eva lagði á settum tíma leið sína til höfuðborgarinnar og var þar tvö ár við gagnfræðaskólanám. Hún var stríðlynd og skelegg að eðlis- fari, virtist ekki flíka hæfileik- um sínum framan í ókunnuga, en fékk nokkur smáhlutverk í kvikmyndum og við útvarpsstöð landsins. Og nú var það, sem hún lagði leið sína úr myrkri hinna óþekktu milljóna, er allar stórborgir byggja inn í ljósgeisla frægðar- innar, aðdáunar og öfundar, er brátt átti eftir að varpast um veröld alla. Það var kvöld eitt í júlímánuði 1943, fjórum mánuð- um eftir að hinir skapkviku hers- .höfðingjar Argentínu höfðu gert hljóðlausa stjórnarbyltingu með púðurskotum einum saman, að „Radio Belgrano" hélt veizlu í húsakynnum sínum. APs staðar moraði af stjörnum úr kvikmynd um og útvarpsheiminum, þar voru iðjuhöldar og verzlunar- jöfrar á hverju strái innan um glitrandi skóg heiðursmerkja herforingjanna. Meðal þeirra her manna, er viðstaddir voru mátti siá ekkjumanninn myndarlega, Juan nokkurn Peron, aðstoðar- ritara i hermálaráðunevtinu. — Þar var líka viðstödd Eva Du- artc, ný útvarpsstjarna. VAXANDI ÁST Þau sáu fátt annað aPt kvöldið, og siðar fóru þau saman til hins kárómantíska gistihúss við La Plata-ána. Það leið ekki langur tírni frá því, þar til Eva fór að koma akandi til vinnunnar á morgnana í bifreið hermálaráðu- ney tisins! Síðasta myndin, sem tekin var af Evu Peron. Árið 1944 var Peron höfuðs- maður orðinn voldugasti maður- inn í argentísku ríkisstjórninni. Eva hafði þá 35.000 pesos í laun við útvarpsstarf sitt og álíka upp hæð fyrir kvikmyndaleik sinn. Hún hafði tekið lúxusíbúð á leigu og við hlið hennar bjó nágrann- inn, Peron höfuðsmaður. Hann kallaði hana ávallt Evítu og hún hann Juancitó, og öll Buenos Aires-borg ræddi ekki um annað en þau hjúin og samlíf þeirra. Þrír liðþjálfar voru handteknir tvöld eitt, er þeir spýttu á tröpp- urnar, sem láu upp að dyrúm 3vu, en það hafði engin áhrif á dnsæ’dir þeirra og veg, sem ;ókst með hverjum deginum, scm úð. Peron var séður og snjall náungi, sem byggði ekki gjörvail ar fyrirætlanir sínar á veldi hers ins, sem hinir hers'nöfðingjarnir, er við stjórn landsins höfðu verið riðnir. va'tn ie;:g verk' vds'ns Hann vann mikið, gott 'og strangt starf í verklýðsmálaráðu- neyti Argentínu, sem enginn ann ar hæfileikamaður hafi lítitlækk- að sig við að staðnæmast í. — Þannig varð hann einkavinur verkalýðsins í landinu, eftir því sem misserin liðu og Eva fvlgdi í fótspor bans og snéri ásjónu sinni aftur til þeirrar moldar,' er hún var sprottin af í fyrstu. Eva lagði á ráðin um stórfelldar þjóð- félagsumbætur til handa lægstu stéttunum, varð yfirmaður út- varpssamsteypu landsins og hóf brátt að nefna samstarfsmenn sína „börnin mín“, sem frægt er orðið. En svo kom októbermán- uður 1945. Þá var Peron rekinn úr : ikisstjórninni. En brátt kom að þvi, að hann var aftur tekinn í sátt, og veldi hans óx enn jafnt og þétt og þar kom að augljóst var, að hann myndi bjóða sig fram til forseta- embættis landsins. — Enginn í Argentínu gat á þeirri tíð hugsað sér Evu sem forsetafrú landsins, Fraxnh. á hl« 8 Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGÆ MT Óvenjugóður liðsauki IFYRRADAG vigðust hvorki meira né minna en fimm nýir prestar, sem allir eru á förum út á land til að gegna þar presta- köllum. Muna menn ekki eftir svo mikilli vigslu í annan ííma, enda bregður nú svo við, að allir guðfræðingarnir frá í vor hefja þegar það starf, sem þeir hafa búið sig undir í námi sínu. Ekki er þó óalgengt, að einhverjir helt ist úr lestinni og snúi sér að öðr- um viðfangsefnum. Með þessu áíramhaldi ætti ekki að liða á löngu, þar til ÖIL- um landsmönnum verður séð fyr- ir sálusorgara, einnig þeim á út- kjálkuiíum. Kátíðleg vigsla í Dómkirkjunni ESSI vígsla var eins og vænta mátti með miklum helgibrag, og voru fyrir altari saman komn- ar ýmsar höfuðkempur þjóð- kirkjunnar. Enda fór það svo, að ekki Vantaði Shorfendur, því að Dómkirkjan var full út úr dyr- um. Það lætur að líkum að menn höfðu hægt um sig og fylgdust mcð athöfninni af miklum á- huga, en er líða tók á, fóru þó ýmsir að sýna á sér fararsnið. í annarlegTim. erindagerðum ENDA þótt menn sættu einkum "i að laumast út, þagar kór- inn hóf upp raddir sínar, þá gat þó ekki hjá þvi farið, að talsvert ónæði hlytist af brotthlaupsmönn unum. Fyiir nú utan það, þve það sprlti geðhrifum kirkjugöngunn- ar, 3 sjá fylkingar svo riðlast og lólkið týnast af bekkjunum, þegar menn þóttust hafa séð nægju sína. Öðru vísi verður þessi mikla heimfýsi varla skilin. S’íkir eru ekki kirkjugestir í gamalli og góðri merkingu þéss orðs, heldur miklu fremur eins og áhorfendur, sem bregða sér á markaðstorg. Bæjarprýðin AÐ blóm, sem Snorri Sturlu- son segir, að sé svo .hvítt sem brár Baldurs, hefir allt af þótt illgresi á íslandi, ef náð heíir að skjóta rótum í túni eður ann- arri nytjajörð. Reykjavík fer ekki varhluta af þessu blómi. Hér er það svo kvn- sælt, að þeir hólar og börð lög- sagnarumdæmisins, sem baldurs- bráin hefir ekki skotið á rótum, eru undantekningar. Áberandi á hólunum EN þó að baldursbráin sé ó- þokkasæl í sláttulandi bó id- ans, er hún sönn hólaprýði hér. Af því að hún vex sjálfsáin og án allrar fyrirhafnar þá gera menn sér varla fulla grein fyrir ágæti hennar, en mikið má vera, £‘f við söknuðum baldursbrárinn- ar síður en skrautblómanna, ef til kæmi. Því að tilvist hernar er að kalla eina líísmarkið hér á slóð- urn hrjósturs og berangurs. Teiknrrsnn í snœarleyfi EG veit, að lesendur Daglega Hfsins munu sakna teikning- anna. sem falla nú niður í nokkra daga. En eins og þúsundir manna i þcssum bæ hefir nú teiknarihn brugðið sér í, sumarleyfi. En ég ^get huggað ykkur með því, að i hann ann sér ekki langrar hvíld- * ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.