Morgunblaðið - 29.07.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1952, Blaðsíða 2
i MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. jú!í 1952 Mcins þrjú skip í síidarflotan 3! og iMursimar Síldarlaust að heiia má í s.!. viku SÍÐASTLIÐNA viku mátti heita síldarlaust á miðunum við Norður- J3nd. í vikunni var saltað í 8.414 tunnur, en 814 mál fóru í bræðslu auk 2.100 mála af ufsa. — Síðastliðinn laugardag á miðnætti var bifið að salta í 25.607 tunnur, en á sama tíma í fyrra nam söltunin 47,700 tunnum. Bræðslusíldaraflinn var 19.403 mál, en rösk 200 pús. mál á sama tíma í fyrra. Dagný, Siglufirði, 498 Einar Hálfdáns, Bolungarv. 953 Einar Ólafsson, Hafnarfirði, 475 Einar Þveræingur, Ólafsf., 566 Fagriklettur, Hafnarfirði, 926 Fanney, Reykjavík, 738 Flosi, Bolungarvík, 1079 Grundfirðingur, Grafarnesi, 700 Guðm. Þorlákur, Rvík, 948 Gylfi, Rauðuvík, 863 Hagbarður, Húsavík, 561 Haukur I, Ólafsfirði, 952 Heimaskagi, Akranesi, 544 Ingvar Guðjónsson, Ak., 1448 Jón Guðmundsson, Keflav., 903 Jón Finnsson, Garði, 769 Kcilir, Akranesi, 677 Nanna, Reykjavík, 745 Njörður, Akureyri, 875 Páll Pálsson, Hnífsdal, 846 Pétur Jónsson, Húsavík, 844 Rifsnes, Reykjavík, 537 Smári, Hnífsdal, 559 Smári, Húsavík, 798 Snæfell, Akureyri, 855 Stígandi, Ólafsfirði, 917 Súlan, Akureyri, 841 Sæfari, Keflavík, 546 Særún, Siglufirði, 545 Von, Grenivík, ' 722 Vörður, Grenivxk, 906 1727 Ægir, Grindavík, 780 504 Tvö þessara skipa hafa landað 527 ufsa til bræðslu, Dagný, frá 510 Siglufirði, 1531 mál og Einar Ól- 905 afsson frá Hafnarfirði. HÆSTU SKíPíN Þannig hljóðar hið vikulega yfirlit Fiskifélags íslands um gang síldarvertíðarinnar við Norðurland, er það birti í gær- kvöldi. Þar segir ennfremur að aflahæsta skipið sé nú Akraborg frá Akureyri, sem er með 1727 xnál og tunnur síldar, annað liæsta skipið er Ingvar Guðjóns- son einnig frá Akureyri og þriðja hæst er Flosi frá Bolungarvík’ með 107.9 mál. Þar með eru líka upptalin þau skip í síldveiðiflot- anu.m, sem aflað hafa yfir 1000 mál og tunnur. Síðan segir í síld- veiðiyfirliti Fiskifélagsins: Aðeins 6 skip komust yfir 500 mál og tunnur til viðbótar í vik- unni og hafa 39 skip náð þessu marki. SKIPIN 39 Skipin eru þessi: BHTNVÖRPUNGAR Mál og tunnur Jörundur, Akureyri, 703 Tryggvi gamli, Reykjavík, 529 MÓTORSKIP Akraborg, Akureyri, Ásbiörn, Isafirði, Asgeir, Reykjavík, iBjarmi, Dalvík, Björgvin, Keflavík, sfræfisvagnan í RÆÐU þeirri er Eiríkur As- geirsson, forstjóri Strætisvagn- anna flutti, er hann sýndi gestum hinn nýja vagn fyrirtækisins á laugardaginn var, sagði hann -mörg vandamál SVR bíða úr- lausnar, en mest aðkallandi Þeirra væri bygging verkstæðis og skýlis fyrir vagnana, sem nú verða að standa úti allan ársins hring. Sagði forstjórinn, að nú væri svo ástatt í þessum málum, að segja mætti að verið væri að spara eyririnn, ‘en kasta krón- unni, með því að láta jafn dýr tæki og strætisvagnana standa úti allan ársins hring. NÝJA VAGNA Hann taldi og nauðsynlegt að veita hið bráðasta leyfi til kaups á nýjum vöngum. ella geti svo Tarið, að fækka verði leiðum, í sta ðþess að fjölga þeim, sem lika er aðkallandi. FJÁRHAGURINN I»á upplýsti forstjóri SVR, að fyrirtækið standi nú undir dag- legum rekstrarkostnaði, þó ekki sé um verulegan hagnað að ræða, en við hæþkun fargjalda sem átíi ,sér stað í júní 1952 nam heildar- Þækkunin aðeins 34%. Hraðferðargjöld hækkuðu þó ckki og eins voru barnagjöld lát- in haldast óbreytt. Á sama tíma hefur orðið hækkun á rekstrar- jkostnaði. FORSTJORí I EITT AR Um þessar mundir ér liðið ár settur forstjóri fyrirtækisins 03 gerður forstjóri fyrirtækisins og hefur á þeim tíma verið lögð megináherzla á að bæta ástand vagnanna og koma á ýmsum breytingum varðandi rekstur fyrirtækisins.__________ Egypíaland Fraroh. af bls. 1 menn í Lundúnum telja, að í hinu nýja embættísbréfi Stevensons, sendiherra, í Kairó, verði skipun hans takmörkuð við Egyptalands konung, en samkvæmt alþjóða- venju verða allir sendimenn er- lendra ríkja að afhenda ný um- boðsbréf innan viku frá slíkum þjóðhöfðingjáskiptum. Stévehson sendiherra, lagði í dag af stað flugleiðis frá Lundúnum til Kaíró. ____ Barthe! frá Luxembourg kemur fagnandi í Tnark :í 1500 rfi felauþim? á Ó1 ysuyhíSe'ik-in> 110 s.t. latigar- dag. Loksins tókst fnlltrúa smáþjóðar að sig'ra í við ireigninri við hhia ,.stóni“. — Lejtg-ii i-i víwstri er Bandaríkjainaðurinn McMillan og Þjóðvei jinn Ln eg til hægri. — .4 bak við Bírthd sésí í Ei Mabronk og Bannistcr, en lengst til hægri fyrir aftan er Þjó’vcrjinn Lambers og Svíaurir tveir Aírerg og Bengtsson. og Zalopek mara Framh. af bls. 1 sig sjálfur hvort hann breytti þar eftir. VÍÐTÆKARA SAMSTARF Á ráðstefnu þessari var sam- þykkt að stofna til nánari sam- vinnu um þetta vandamál þjóða j í milli, einkum að því er varðar j rannsóknir á orsökum þessarar geigvænlegu þróunar og skýrslu- öflun sem víðast að. 1 Einkaskeyti til Morgunblaðsins. HELSINGFORS, 27. júlí: — í dag í lok frjáisiþróttakeppni Ólympíuleikanna vann Ernii Zatopek það afrek, sem til þessa hefir ekki verið talið á færi nokk urs manns. Hann sigraði glæsi- lega í maraþonhlaupinu, en hafði áður unnið guilverðiaunin í 5 og 10 km hlaupi. Á öllum vegalengd unum setti hann nýtt Ólympíu- met. — Samanlagt hljóp ivnn 62,2 km í Ileisingfors. ÓVÆNT ÚRSLIT í 1500 M HLAUPI 1500 m. hlaupið á laugardag var eitthvert það jafnasta og harðasta, sem háð hefir verið. — Sést það gleggst á því, að átta menn hlupu undir óiympíumet- inu, sem var 3.47,8 mín. Þjóð- verjarr.ir Lueg og Lamars höfðu forystuna mest allt hlaupið. — í síðustu beygjunrxi var Lueg 6—8 metrum á úndan næsta manni, en er kom á beinu brautina höfðu Englendingurinn Bannister og Frakkinn E1 Mabrouk nær náð honum. Þá bar hið óvænta við. Barthel frá smáríkinu Luxem- bourg þaut fram — og það var hann, sem sleit snúruna. Amer- íkumaðurinn McMillan kom einn ig til skjalanna og tókst að rífa sig fram fyrir Þjóðverjann, Eng , lendinginn og Frakkann — og( hlaut sama tíma og sigurvegar- inn, 3.45.2 mín. 3. Lueg 3.45.4 mín., 4. Banninster 3.46.0 mín., 5. E1 Mabrouk 3.46.1) mío., 6. Lam- bers 3.48.8 mín., 7. O. Áberg 3.47.0 mín. og 8. I. Ericsson 3.47.6 mín. YFIRBURÐIR xVIATIIIAS MIKLIR Bob Mathias vann túgþrautina auðveldlega á nýju Ólympíumeti, hlaut 7.887 stig. Hann var nær 1000 stigum á undan næsta manni, landa sínum Campbell, sem hlaut 6.975 stig. Þriðji var einnig Bandaríkjamaður, Simm- ons, með 6.788 stig. Þar næst komu: Rússinn Volkov, Þjóðverj- inn Hipp og Svíinn Widenfeldt. SIGURVEGARINN f MARAÞONHLAUPINU Zatopek lét lítið á sér bera fyrst í maraþonhlaupinu, en er líða tók á síðari hluta þess, var hann kominn í hóp hinna fyrstu og var þá þegar sýnt, hvernig fara myndi. Hann var fölur og þreyttur, er hann kom inn á völl- inn, en kraftar háns voru alls ekki að þrotum. Honum var fagn- að ógurlega, enda var nægur tími til þess, þar til annar maður, Corno frá Argentínu, hljóp inn á Barihe! frá iuxem siprvspri í vöiiinn. Svíinn Jansson kom á hæla honum, en fjórði vár Kór- eu-maðurinn Choi. Fimmti var Finhinn Karvonen og 6. Óíým - píumeistarinn frá 1948, Argen- tínumaðurinn Cabrera. — Tími Zatopeks var 2 klst. 23.02,2 mín. — nýtt Ólympíumet. JACKSON ENN Ástralíustúlkan Jackson vann 20 m hlaupið, en tími hennar í úrslitunum varð ekki 'eins góður og í undanrás vegna þess hve brautin var nú þurig. Hún hljóp á 23,7 sek. Brower, Ilollandi, varð önnur á 24,2 sek. og Knykina, Rússl., þriðja á sama tíma. KÚLTJVARP OG HÁSTÖKK KVENNA Dalina Zybina frá Rússlandi vanxr kúluvarp kvenna með yfir- burð'um og setti heimsmet, varp- aði 15,28 m. Þýzku stúlkunni Marianne Werner tókst að kom- ast fram fyrir hinar tvær rúss- nesku stúlkurnar, með 14,57 m. Klavdija Tochenova varpaði 14,50 m og Tamara Tysjekevitsj 14,42 m, 5. var Gertrud Kille, Þý7,kal. og 6. Yvette Williams, Nýja-Sjálandi, sem vann lang- stökkið. Ungfrú Brand frá Suður- Afríku vann hástökk kvenna, stökk 1,67 m. Önnur var Cer- v/ill, Bretl., 1,65 og 3. Chudina, Rússl., 1,63 m. MISSTU AF GULLI OG HEIMSMETI Áströlsku stúlkurnar urðu af gullverðlaununum í 4x100 m boð- hiaupi vegna þess óhapps, að Marjorie Jackson missti nær kefl ið við síðustu skiptingu og tafð- ist það mikið að hún kom 5. í mark. Annars höfðu þær ástr- j ölsku verið á undan frá upphafi. — Ólympíumeistarastigin féllu því í skaut fjögurra þeldökkra \ Bandaríkjastixlkna. Og því fylgdi. einnig nýtt Ólympíumet og heims . met, 45,9 sek. — Þýzku stúlk-J urnar urðu áðrar á sama tíma og brezkar í þriðja sætí. RÚSSAR ÓGNUÐU USA I 4x100 M Bandaríska boðhlaupssveitin í 4x100 m hlaupi karla fékk óvænt harða keppni. Rússneska sveitin hafði einnig fullan hug á gull- inu. Bandaríkjamennirnir unnu á 40,1 sek., eh Rússax’«ir voru aðrir á 40,3 sek. Ungverjar þriðju á 40,5, Ðretar fjór'ðu á 40,íí og Frakkar 5. á 40,9 sek. Fram á síðUstu stundu var ekki gerlegt að segja fyrir um, hvern- ig einvíg'inu í 4x400 m hlaupinu milli Jamaica-manna og Banda- ríkjanna lyki. Ólympíumeistarir.n. í 400 m hlaupi, George Rhoden, hljóp síðasta sprettinn fyrir Jam- aica, en Ólympíumeistarinn í 800 m hlaupi, Mei Whitfield, fyrir Bandaríkin. Þeir fengu keflið nær samtímis, og hiupu sem þeir máttu. Á síðari .beinu brautinní voru þeir báðir að þrotum komn- ir, en Rhoden rann í markið á undan. — Heimsmetið stóðst slík átök að sjálfsögðu ekki. — Tími Jamaica-manna var 3.03,6 mín., en Bandaríkjamanna 3.04,0 mín. Þýzka sveitin varð þfiðja á 3.08,6 mín. Þá sú kanadiska, brezka og franska. sms HÚSAVÍK, 28. júlí: — Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaupfélag lands ins, hélt í gær hátíðlegt 70 ára afmæli sitt með fjölmennri sam- komu í Húsavík. Kari Kristjáns- son alþingismaðui', formaðux- kaupfélagsstjórnar, setti samkom una og stjórnaði henni. Ræðu flutti Vilhjálmur Þór forstjóri. Afhjúpaði hann stand- mynd af Jakobi Hálfdánarsyni, fyrsta kaupfélagsstjóra hér á iandi. Mynd þessi. cr gjöf frá SIS til kaupfélagsins. Aðrir ræðu- menn voru: Þórhaliur Sigtryggs son bóndi, Ysíafelli og' Þórir Frið geirsson, gjaldkeri, HúsavíkJ Frumsamin kvæði fluttu KetiJi, Indriðason og Páil H. Jónsson. Kveðjur fluttu frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, Finnur Kristjáns son, kaupfélagsstjóri og frá Kaup félagi Norður-Þingeyinga, Pétur Siggeirsson formaður félagsstjóm ar. — Auk þess bárust ýmsar kveðjur í símskeytuxn. — Á millr ræðnanna skemmti Lúðrasveit Akureyrar og Karlakórinn Þrym- ur. — Meðal .gestanna voru þrjá x* dætur Jakobs Hálfdánarsonar, Aðalbjörg, Herdís og Jakobína. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.