Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐltí r i4 Föstudagur 19. október 1951 I Framhaldssagan 26 JEG EÐA ALBERT RAND? EFTIR SAMUEL V. TAYLOR nóttina í húsi við Howard Street. i>rjátíu og fimm sent fyrir rúmið og fimmtíu sent fyrir herbergið. Það var nógu gott fyrir mann, sem lifði á lánsíje. Aðalatriðið Var að fá að vera í einrúmi og nota Ijósið frá tuttugU og fimm watta perunni, sem hjekk úr loft ánu. Það var kominn tími til þess að fara að líta í blöðin. Jeg keypti kvöldblöðin. Jeg lagði þau á rúmið ásamt frakk- anum og fór fram í baðherbergið til að þvo af mjer lýsólið. Þegar jeg kom aftur inn í herbérgið, cá jég að þar hafði verið gestur á ferð. Frakki Walts var horfinn. A dyrunum stóð skillti þar sem á stóð: Engin ábyrgð tekin á far- angri. Skiljið eftir verðmaeta muni hjá afgreiðslumanninum. Mjer datt í hug, hvort afgreíðslu maðurinn sæi um að láta gestun- uœ koma það í koll, ef þeim yfir- sást að lesa á spjaldið. Gesturinn minn hafði þó skilið cftir blöðin. Og til hvers þarf maður svo sem að eiga frakka í veðurblíðunni í Californíu? Jeg læsti dyrunum, afklæddi mig, og þegar jeg var búinn að grannskoða rúmfötin, lagðist jeg upp í rúmið. í „The Cronicle" var frásögn af öllu málinu. Albert Rand hafði tekist að komast undan með skuldabrjef- in og enginn vissi hvað orðið hafði af honum. Hann var full- trúi í bankanum og honum hafði verið trúað fyrir tveím milljón- um dala í stríðsskuldabrjefum ríkisins. Peningarnir voru í tösku ©g taskan var fest um úlnlið hans með læstri stálkeðju. — I íylgd með honum var vopnaður vörður, en aðalöryggið var í því fólgið að hvorugur átti að vita hvað í töskunni var. Rand átti ekki að vita það. Hann hafði far- ið margar slíkar ferðir með stór- fje, en venjulega var fjeð í brjéf- um, sem ekki var hægt fyrir ó- viðkomandi að notfæra sjer. Síðar hafði þó komið í ljós að Rand hafði fengið vitnesku um hvað var í töskunni. Við yfir- heyrslu viðurkenndi gjaldkerinn, H.R. Alexander, að hann hafði sagt Rand það kvöldið áður og brýnt það fyrir honum að vera varkár. En gjaldkerinn treysti Rand, þar sem Rand var trúlof- aður dóttur gjaldkerans. Þetta skýrði hina erfiðu að- gtæðu Rands gagnvart Dolly og bróður hennar. Rand þurfti nauðsynlega að komast í nánari kynni við gjaldkerann og það gerði hann í gegnum dótturina. f „The Examiner*' var sagt frá stúlkunni, Aliciu Alexander, sem Rand hafði verið trúlofaður. — Eftir myndinni að dæma, var hún þokkaleg stúlka. Hún hafði farið til Palm Springs, til að ná sjer eftir áfallið og losna við átroðn- ing blaðamanna. Með trúlofun sinni við dóttur gjaldkerans, fjekk Rand góðan aðgang að ýmsu, sem var hon- um nauðsynlegt til undirbúnings ins. Með því gat hann til dæmis fengið tækifæri til að skipta um fingrafara-spjaldið. Hann hafði fengið þessa stöðu, sem fulltrúi fyrir tilmæli gjaldkerans. Jeg blaðaði aftur í „The Cron- icle“. Þar sá jeg að hvorki Rand nje hinn vopnaði vörður, muiidu hafa verið einkennisklæddir. — Rand hafði verið kennt að láta frakkaermina hylja stálkeðjuna. Það var því ekkert óvenjulegt eða áberandi við þessa tvo menn, sem gengu eftir götunni. Leiðin, sem þeir áttu að fara var ekki löng. Stuttan spöl eftir Broadway og snúa síðan inn á S.iring. Skuldabrjefin voru í toskunni í bakaleiðinni. ' Verðinum varð skyndilega illt. Rand hjálpaði honum inn í vín- stofu og ljet ha.nn setjast þar á Stól. Hann stakk upp á því að sækja lælcni, en vörðurinn r.agði að þptta mundi i' } hjá, Ilanfr væri vanur að fá svona köst. (Síðari rannsóknir leiddu í Ijós, að hann var hjartveikur, en vildi ekki láta það vitnast af ótta við að missa stöðina). Rand bað um wisky-glas og sagðist ætla að fara inn í lyfjabúðina við hliðina til að ná í eitthvað styrkjandi. Vörðurinn mótmælti, en hann var orðinn mjög máttfarinn. Rand fór út. Og burt. Svo einíalt hafði það verið. Um leið og Rand fór út, hellti vörðurinn í sig wiskyinu og bjóst til að fara út á eftir Rand. En hann datt kylliflatur á gólfið. Afgreiðslumaðurinn á vínstof- unni hjelt að maðurinn væri drukkinn, og dró hann inn í bað- herbergi. Þar f jekk hann honum kaffibolla ög ljet hann drekka. Afgreiðslumaðurinn vissi auðvit- að ekki að maðurinn væri banka- vörður. Vörðurinn missti meðvitund- ina aftur. Hálftími leið og Rand kom ekki aftur, Afgreiðslumað- urinn náði í lögregluþjón og bað hann að sjá um að koma þessum drukkna manni burt. Lögreglu- þjónninn náði í bíl og ók verð- inum á lögreglustöðina. Þar sást á brjefum, sem hann var með í vasalium, hver hann var. Eigin- lega var vörðurinn nokkurskonar lögregluþjónn, þó að hann væri ekki í búningi svo að lögreglan reyndi eins og eðlilegt var að hjálpa honum. Þess vegna var bankanum ekki gert viðvart. — Þeir vildu ekki að vörðurinn missti stöðuna. Það var heppi- legt fyrir Rand, því með því fjekk hann lengri frest. Lögreglan kallaði í lækni til að vita hvort ekki mundi vera hægt að láta renna af manninum. Lækninn grunaði ekki fyrr en tilkynningin kom frá bankanum, að það hafði verið eitrað fyrir verðinum. Vörðurinn dó seinna um daginn af hjartaslagi, sem or- sakaðist af eitri. Það var álitið að Rand hefði gefið honum eitr- aðan brjóstsykur. Albert Rand fór út úr vínstof- unni með skuldabrjefin kortjer fyrir níu um morguninn. Klukk- an var orðin rúmlega 11, þegar það vitnaðist að hann var horf- inn. Rand hafði hringt til gjald- kerans og sagt honum að það mundi verða nokkur bið í hin- um bankanum á meðan verið væri að bera saman nokkur númer. Gjaldkerann hafði ekki grunað neitt. En þessi upphring- ing jók grunsemdirnar, þegar það dróst að Rand kæmi til baka. Eftir því sem stóð í „The Cron- icle“ hafði Rand sjest næst á heimili Charles Grahams í Red- wood City. Hann var einkenni- lega líkur Graham í útliti og hafði líklega hugsað sjer að drepa Graham og látast síðan vera hann. Jeg hljóp yfir þann frásagnarkafla, þar sem mjer fannst jeg vita nóg um hann. — Sagan sagði að Graham hefði orðið það til lífs að kunningja- fólk hans hafði verið statt hjá honum og að hundurinn hans hafði ráðist á aðkomumanninn. Rand hafði auðsjáanlega undir- búið allt vel. Hefði honum tekist að myrða Graham og konu hans, hefði honum tekist að komast burt undir hans nafni. En hvert svo sem áform hans hafði verið, þá hafði það mis- heppnast og hann hafði verið tekinn fastur af lögreglunni. — Hann hjelt því fram við lögreglu þjóninn, að hann væri James Pease, sölumaður, og þannig slapp hann aftur. Rand var því núna á lausum kili, hættulegur glæpamaður, sem vílaði ekki fyrir sjer að fremja hin verstu ódæðisverk. Þannig var sagan í blaðinu. Á annarri síðu inni í blaðinu, sá jeg myndir af Dolly og Curly. Fyrirsögnin var: Drepin af hund- um sínum. Hundarnir tveir, sem þeim þótti mjög ^ænt um, eftir því sem nágrannarnir sögðu, höfðu ráðist á þau um nóttina. Hundarnir höfðu verið drepnir og gerður á þeim heilaskurður til að rannsaka hvort um hunda- ARNALESBÓK uUowunlMððsins 1 Ævinfýri IVIikka I: Töfraspegillinn talandi Eftii Andrew Gladwyn Gamla konan tók spegilinn ofan af veggnum, lagði hann var- lega í mjúkan silkipoka og rjetti Mikka hann. — Ertu viss um, að mjer sje trúandi fyrir svona dýrgrip, spurði Mikki. — Jeg er alveg viss um það, góði minn. Því hefur líka verið spáð fyrir löngu. Hafmeyjadrottningin mælti svo um, að frá mjer færi spegillinn til ungs ævintýramanns og hann myndi síðan gefa speg- ilinn konungi, sem ætti í miklum erfiðleikum. Þú verður að taka spegilinn, hann var ætlaður þjer. — Auðvitað langar mig til að lenda í ævintýrum, tjáði Mikki. — En jeg er viss um, að jeg þekki engan konung, sem á í erfið- leikum. Jeg þekki meira að segja engan konung. Hvernig get jeg þá látið konung fá spegilinn? — Þú kynnist ábyggilega einhverjum konungi, sagði konan. — Taktu spegilinn og fylgi þjer blessun gamallar konu. Þú þarft ekkert að óttast. Mikki þakkaði henni innilega fyrir allar góðgerðirnar og hljóp aftur niður að ánni með töfraspegilinn undir handleggnum. Hann lagði spegilinn variega í bátinn. Svo settist hann á þóftina, ýtti frá landi og hjelt áfram ferð sinni niður eftir ánni. Að hugsa sjer annað eins. Töfraspegill um borð í bátnum. Ja, hvort hann gæti lent í ýmsum ævintýrum nú! Mikki tók inn árarnar og ljet Víkingaskipið reka niður ána og Ijet sig dreyma um það, hveutig hann gæti leikið sjer að töfra- speglinum. Hann hafði ekki farið langt, þegar hann heyrði hróp og köll skammt frá sjer, — Heyrðu þú þarna! Mikki hrökk við, leit í kringum sig og sá hávaxinn, aldraðan uann standa á bakkanum. BurrougKt BÚÐARKASSAR Ennþá nokkur stykki óscld. Burroughs Búðarkassinn er um leið samlagningavjek Einkaumboð fyrir: Burroughs II,Be NEDIKTSSON & Co I|"e •> , > ** irAFXAR H V O L L. R E Y KJ A V í I\ ** U p p b o ð " ■ • o : fer fram á skrifstofu embættisins i HafnarfirSi 30. okt. n.k. ; • ld. 10 f. h. og verða þar seld 10 hlutabrjef I Hraðfrysti- Z • húsinu ís h.f., Kópavogi, eign Ama S. Böðvarssonar, S j Klöpp, Seltjarnarnesi. Greiðsla við hamarshögg. • : : • Sýslumaðurinn í Gullbringii- og Kjósarsýslu 18. okt. 1951 5 Guðm. í. Guðmundsson. • ■ a ■ m ■ m 4ra herbergia íbúð • • ■ ■» • til sölu í Hlíðarhverfi. Lítil útborgun, Hagkvæm lán. — - ■ • ■' • Uppl. í síma 81989. ■ m ■ m m m ......................................... Nú eyði jes ANDREMMUNNI þeg- je* burwta TENNURNAK me» tannkremi Því oð tannlœknirinn oagSi mjer: GOLGATE tannkrem rr.yndar sjerstæða froðu. Hreinsar allar matarörð- ur er hafa festst milli tannanna. Colgate heldur rriunrunum hreLnum, tfmniinum hvitum, og vamar tannskemmdum. Nú fáanlegt í nýj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.