Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 12
[ 12 - Suez-skurðuiinn Framh. af bls. 8. Ræður voru fluttar og tapp- arnir í kampavínsflöskunum hófu kapphlaup við fallbyssuskotin. Flugeldar svifu um himinhvolf- ið og Ijósadýrðin var óviðjafnan- leg. Eyðimörkin stóð í ljóma. >etta var veisla, sem seint gleymdist. Við söngleikahöllifta í Kairó var hátíðasýning. Verdi hafði verið beðinn að smíða listaverk, er flutt yrði á vígsluhátíðinni, það var „Aida“. Það var dýrleg- asti söngleikur, sem Egyptar höfðu nokkru sinni sjeð. Ekkert var sparað til að sýningin gæti orðið sem glsesilegust. Konung- urinn og rikisfjehirsian borgaði brúsann. Jafnvel gimsteinarnir, sem söngvararnir báru á leik- sviðinu, voru ósviknir. NÝTT STÓRVELDI KEMUR Ttt, SÖGUNNAR En að hátíðahöldunum loknum komu virkir dagar. Lesseps upp- götvaði, að skurðurinn hans hafði ■orðið of dýr. Útgjöldin urðu hjer um bil helmingi hærri en áætlað var. Allt komst á heljarþröm, og Suez-skurðurinn var til sölu. — Lesseps vonaði, ao Bretar mundu kaupa, en þeir þóttust ekki hafa hug á þeim viðskiptum. Það var ekki fyrr en fjelagið, sern stc>ð að Suez-skurðinum, hafði komist úr kröggunum, að breskir stjórnmálamenn uppgötv uðu, að þeir höfðu látið óvenju- legt tækifæri ganga sjer úr greip um. En konungurinn kom þeim til hjálpar, önnur eins eyðsluhít og hann var. Því var hvíslað í Lundúnum, að hlutabrjef hans í Suez-fjelaginu væri til sölu, því að hann hafði uppgötvað, að ríkis íjehirslan var tóm. Og Disraeli hamraði járnið, meðan það var heitt. Þannig tókst Bretum að kraekja fingrinum í stjórnar- tauma fyrirtækisins, þó að Egypt ar og Frakkar hefði einir átt það til þessa. Nú ráða Bretar yfir 44 hundr- aðshlutum hlutafjárins, en stjórn fyrirtækisins er samt sem áður tneS aðsetur í París. í stjórnar- nofndinni ecu 19 Frakkar, 10 Bretar, 2 Egj-ptar og 1 Hollend- íngur. Þeir, sem sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins, eru flestir Frakkar, en á seinni árum hafa Egyptar gert kröfur um aukna hiutdeild og hefir verið farið nokkuð að vilja þeirra í þeim efnum. Arið 1888 var Suez-skurðurinn lýstur hlutlaus. Með samningi var t>ví slegið föstu, að hann skuli vera opinn verslunar- og her- skipum allra þjóða jafnt, hvort sem er friður eða stríð í heimin- WR. Þetta ákvæði hefir aldrei .verið fótum troðið. í Port Said stendur Ferdinand de Lesseps á stalli og rjettir út hægri hönd. Hann býður öllum þjóðum heims að sigla um skurðinn sinn, en hann er nú ekki annað en lík- neski. Suez-skurðurinn hefir enn re>mst leið til þrætu þjóða í milli. Necho, konungur, sem íorðum Ijet hefja skurðgröftinn milli NEar og Rauðahafs, ljet hætta fcví verki, er vjefrjett tjáði hon- ™, að útlendingar mundu nota bann til tjóns fyrir hann sjálfan og Egyptaland. Ef til vill hafa Egyptar enn hlerað hjá vjefrjttt- Snni í eyðimörkinni, að skurður- ínn muni verða notaður svo, að synir pyi-amidanna bíði hnekki vís. TOlf©(BEH(SI UOKGUNBLAÐit> FÖstudagiu’ 19. oktober 1951 Kvikmynd um fræga listamenn NÆSTKOMANDI sunnud. verða sýndar á vegum Listvinasalsins nýjar franskar kvikmyndir um þrjá af öndvegismeisturum í mynd list síðustu aldar, þá Vincent van Gogh, Henri de Toulouse Lautrec og Paul Gauguin. Sýningin verður í Stjörnubíó kl. 1,15 og er aðeins fyrir styi-ktaraðila Listvinasals- ins. Frakkar hafa gert talsvert af því undanfarið að gera kvikmynd- ir um helstu listamenn sína, og cru þessar þrjár á mc-ðal þeirra nýjustu og hafa hlotið mjög góða dóma í París. Að minnsta kosti tveir þessara listamanna eru orðn- ir nokkuð þekktir meðal almenn- ings hjer, van Gogh af þýðing- unni á bók Irving Stone, „Lífs- þorsti", og Gauguin af bók Maug- hams „Tunglið og tíeyringurinn“ og endurminningum hans sjálf3, „Nóa Nóa“, sem kom út í Lista- mannaþingsútgáfu Helgafells og varð mjög vinsæl. f kvikmyndinni um van Gogh er hin umbrotamikla ævi hans sögð á mjög einfaldan og snjallan hátt, — þ. e. a. s. ein- ungis í málverkum hans sjálfs. Æviþráður hans slitnar hvergi, allt frá því hann er fyrst að þreifa fyi'ir sjer heima í Hollandi, misskilinn og útskúfaður, París- arárin, síðan Arles, þar sem hann rnálaði stórkostlegustu myndir sín- ar, svo á geðveikrahælinu Saint Rémy, og að lokum eru sýndar síðustu myndir hans, sem eru mál- aðar dagana áður en hann frem- ur sjálfsmorð, aðeins 37 ára gamall. Myndinni fylgir mjög skýr enskur texti. Kvikmyndin um Ganguin er einnig byggð á rjettri tímaröð, fyrst eru sýnd tómstundamálverk hans, síðan Bretagne-tímabilið og að lokum Tahiti. Myndin er mjög stórbrotin og áhrifarík. Einna minnst munu menn kann- ast við teiknarann og háðfuglinn Lautrec. Lautrec var af einni elstu og ríkustu aðalsætt Frakklands, en krypplaður að því leyti, að fæt- ur hans höfðu ekki þroskast síð- an hann var drengur en hinn hluti líkamans hinsvegar eðlilega. Heimur Lautrec voi-u nætur- kabarettar og vændishús Mont- martre, sjerstaklega Moulin Rougc þar sem hann sat öllum stundum með hæðnisglott sitt og skarpydd- an blýant og festi líf og fólk þeesara staða ú blað. Snjallari teiknara hefur frönsk málaralist varla alið, enda hófst ný öld í myndaskveytingum og auglýsinga list með Lautrec. Myndin er þrung in fjöri, frægustu stjömur Mont- martrc, eins og Jane Avril, sem Lautrec elskaði mest, dansa út myndina undir músík þessara tíma. Bj. Th. Rjömsson listfræðing- ur flytur formálsorð með mynd- unttm.' Þessar kvikmyndir cru þær fyrstu, sem Listvinasalurinn sýnir í vetur, en fleiri munu eftir fylgja, svo sem ævisaga málarans Utrillo, og væntanlega kvikmynd um Matisse og Picasso. Þeir, sem hafa hug á að sjá þossar myndir en ekki em meðlim- ir geta snúið sjer til Listvina- salsins, sem er opinn daglega frá 1 til 7. ELokið máEarekstri vegna ivuilfoss’siyssins 1949 YíSrverkfræSlngurinn var dæsnur í 500 kr. sekf KAUPMANNAHÖFN — Nú hefir loks verið kveðinn upp úrskurð- ui’ varðandi Gullfoss-slysið, sem kostaði 5 mannslíf hjá Burmeist- er & Waiin fyrir hjer um bil 2 árum. Yfirumsjónarmaður við smíði skipsins, Börge Aage, verkfræðingur, hefir verið dæmdur í 500 kr. sekt. Slysatryggingarnar, ásamt fjelaginu, er hcfir tryggingar Burmeister & Wains, hafa greitt vensiamönnum hinna látnu um j IpO þús. krónur. &-----------------------® Einn þeirra, sem ljetu lífið í Gullfossi, var ókvæntur, én styrktarsjóður B. & V/. hefir, auk þess, sem framan getur, greitt ekkjunum fjórum um 1200 kr. jstyrk á ári. Frumvarp um rje“ fll kaupa á íikum LANDBÚNAÐARNEFND Efri deildar hefir lagt fram frv. til laga um rjett manna til kaupa á ítökum. í fyrstu grein frv., er skilgreint hvað kallast ítök skv. frv., en það er þegar jörð á rjett til landsnytja. Siðan eru taldar upp ýmiskonar landsnytjar svo sem slægjur, rjettur til beitar, svarðartekju, torfristu, iax- og silungsveiði, reka o. s. frv. Fjall- ar frv. um hvernig menn geti kevpt þessi rjettindi. I greinargerð segir, að þetta frv, hafi á síðasta þingi verið af- greitt frá neðri deild rneð rök- studdri dagskrá og þess óskað, að Búnaðarþing fengi málið til um- sagnar. Nú hefir Búnaðarþing at- hugað frv. og leggur til að það verði samþykkt. - Ríkishljómsveitin Framh. af bls. 9. laugardagseftirmiðciegi í Gamla bíó, þar sem hljcmhrindin er betri) Rekstur hljómsveitar er hvergi fjárhagslega mögulegur, nema að túlkunin sje svo fullkomin, að tón- leikamir þurfi að endurtakast a. m. k. einu sinni, enda hefur oftast geysileg vinna verið lögð í undir- •búninginn. Hvemig mundi það leikhús bera sig, sem Jjeki hvert leikrit að eins einu sinni? Reykjavik, 17. 10. 1951. Jón Lei(s. Dlagnúi £. SaldniMóc* úm+- n i«iiAUTO«imvciUi.us <t.V U1FTVK GETL’K ÞAft »•*■*> hj HVFR» Frámiag tii sjúkra- húsabygginga sjeaukið f GÆR var lagt fram í neðri deild frv. til laga þess efnis, að aftan við I. gr, laga um sjúkrahús komi nýr málsliður svohljóðandi: í kostnaði við að reisa sjúkrahús eða sjúkraskýli er innifalið and- virði nauðsynlegs húsbúnaðar, áhalda og lækningatækja. Flutningsmaður frv. er Pjetur Ottesen. FJE SKORTIR TIL SJÚKRAHÚSABYGGINGA í greinargerð fyrir frv. segir svo: Það hefir verið litið svo á, að skilja bæri ákvæðin í lögum um framlag ríkisins til sjúkrahús bygginga þannig, að þar komi eigi til greina annað en kostnað- urinn, sem leiðir af húsbygging- unni einni saman. Af þessu leiðir að ríkisframlagið tekur ekki að neinu leyti til þess kostnaðar sem leiðir af því að afla húsbúnaðar, áhalda og lækningatækja 1 sjúkra húsin. í nýtísku sjúkrahúsum er andvirði þessara áhalda allveru- legur hluti af stofnkostnaði sjúkrahússins. Bendir flutnings- maður á, að ef kleiít á að reynast að koma í framkvæmd nauðsyn- legustu aðgerðum á sviði heil- brigðismálanna, þá verði að auka framlag frá ríkinu til sjúkrahúsa bygginga. ÓVÍST UM ÁSTÆÐUNA 1 Hinn 21. desember 1949 varð mikil sprenging í hinu-nýstníð- aða farþegaskipi. Miklar rjettar- rannsóknir hafa verið gerðar til að komast að raun um, hvers sökin væri. Þess hefir verið get- ið til, að neistar frá rafmagns- útbúnaðinum hafi kveikt í eld- fimum vökva í skipinu, en ýmis- legt hefir þó bent til, að óleyfi- legar reykingar hafi valdið sprengingunum. EKKI MANNDRÁP AF GÁLEYSI ""Sn Þar sem þannig er óvíst um ástæðuna, hefir ákæruvaldinU ekki þótt fært að höfða mál vegna manndrápa af gáleysi. Hins vegar eru menn þeirrar skoðunar, að yfirverkfræðingur- inn beri ábyrgð á, að öryggis- skilyrði á vinnustað sjeu í lagi. Sfolið frá sofamH manni.... í FYRRINÓTT var farið inn í herbergi, þar sem maður svaf, og var stolið úr fötum hans 300 krónúm. í ' " Þettá gerðist í Bílabúðinni að Einholti 2. — Þjóíurinn komst inn í búðiíia gegnum glugga í snyrtiherbérgi, en inn af búðinni er litið herbergi og svaf þar mað ur. — Fötjn hafði hann skilið eftir á stóínum. Tókst þjófnum að stela 300 kr., sem í fötunum vorú, svo og rafmagnssuðuplötu, sem þar var, án þess að hinn sof- andi Vákfia'ðif Aðalafrið4ð að sa^eina frjálst ÞýskaSand BONN, 18. okt. — Yfirmaður Bandaríkjanna í Þýskalandi, Mc Cloy, lýsti þri yfir á fundi með frjettamönnum í dag, að Banda- ríkin hefði ekki breytt um stefnu í Þýskalandsmálunum og banda- ríkskt lið mundi verða í Evrópu, meðsn not væri fyrir það. Þá benti hann á, að stefna Bandaríkjanna væri sú, fyrst og fremst, að leiða frjálst Þýskaland til sætis á bekk með frjálsum þ.ióðum. Seinustu ár hafa Bandaríkin alls sent Rússum 14 orðsendingar, þar sem lagt er til, að Þýskaland verði sameinað. —Reuter-NTB. - Bæjarsfjómin Framh. af bls. 2 egi, ríktu miklir húsnæðis- erfiðleikar. Sú fullyrðing Guðm. Vigfússonar, að Reykjavík væri verr á vegi stödd í þessum -efn- um en allar aðrar höfuðborgir Evrópu, væri þessvegna gjörsam- lega út í bláinn og sýndi best” hversu yfirborðskenndur mál- flutriingur kommúnista' væri. luiiiiHiimimtmirrmtttnHtmMinMinsn ■ atimtintm»Mmi«n«i «iM*il«ltM«"->'*tlH«tltll«lII11111«IIIIIHIIII•IHMII||||||tt||||(||imtktM*> •»•••• Markús MlllltlMlintlMIM YE3, DAPN3Y, THI5 15 MARK/ SURE 'EM... I'M BRIN&fNG TO THE SHERIFF RIGHT AWAY THAT WAS GARM&Y OLDGATE AT THE FlSH ANiD W'LDLIFE 5EPVICE... HE SAYS THESE TRAMP5 HAVE SOLD TULARtMÍA-INFECTED DEER ALL 0\'ER THE COUNTRY/ A.____^---------------N I “ ri OM, M ARK, J D FORGOTTEN TO TELL YOU/ V'OU MUST HURRY AND TRY TO GET THAT MEAT EEFORE IT'S EATEN / RIGHT CHERRY, SOON A5 I SAY"WELLO" TO YGUR DAD / Eftir Ed Dorfd BETTER , STILL^ DOC, OUR GIRL IS WALKfNG 1) — Já, Bjarni, þetta er Mark- ús. Jú, jeg klófesti þá þrjótana. Jeg afhendi þá lögreglustjóran- um þegar í stað. 2) — Þetta var Bjarni hjá dýrafriðuninni. Hann sagði mjer þær fregnir að þessir þrjótar hafi selt sýkt dýrin út um allt. — Já, Markús, jeg hafði gleymt að. segjá þjer.. .. 3) — Þú verður að flýta þjer og leita uppi hvert ketið hefur verið selt áður en nokltur borðar það. — Já; jég legg strax af stað. En I fyrst ætla jeg að heilsa upp á pabba þinn. 4) —- Guði sje lof, að þú ert: kommn aftur, Markús. — Og það sem er ennþá betra. Sirrí getur gengið. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.