Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1951, Blaðsíða 7
\1 O R G V N B L A ÍH #> 7 í Tíistudagur 19. október 1951 Lýsír sfuðningi vi5 sfjérnina Persakeisari ljet álit sitt lengi ekki í ljós í sambandi við olíudeilu Persa og Breta. En í hásætis- ræðu sinni, er hanu setti persneska þingáð, lysti hann yfir fulliun Stuðningi sinum við' þj(>ðnýtingu olíuiðnaðarins í landinu. — Myndin er tekin við það tækifæri. ión Björnsson skrifar um: BÓKMEIMMIR FÆREYSKAR SAGNIR OG Æ\ANTÍFvI Pálmi Hannesson og Theo- dóra Thoroddsen sneru á ís- lensku, — Bókaútg. Norðri FÆREYINGAR eru sú af nor- rænu ft ændþjóðunum, sem okk- ur er næst og nákomnust. .Ætla mætti því að liáin samskipti hefðu jafnan verið milli þessara þjóðn, þar sem svo margt er líkt með þeim í atvinnuháttum og menningu. Því fer þó fjarri, að 'svo hafí verið. Allur almenningur hjer á iandí hefur haft sáralííil kynni af þessum frændum okkar. Þeirra er sjaldan getið í þlöðun- um, og þeir eru víst teljandi, sem hafa nokkra hugmynd um hvern- ig stjórnarháttum í Færeyjum er varið. Þá sjaldan blöðin hafa flutt fregnir þaðan, hafa þær venju- lega komið frá Danmörku, og að því er stjórnmálum viðvíkur, hafa þær oftast verið mótaðar af ‘dönskum viðhorfum. Svúpuðu imali gegnir um þekkingu okkar á færeyskum bókmenntum. Að vísu hafa tvær eða þrjár skáld- isögur eítir Færeyinga komið í islenskum þýðingum á síðustu árum. En það er hvergi nærri nóg. Færeyingar hafa átt mörg góð ljóðskáid, og nægir að nefna foræðurna Djurhuus, sem báðir eru í röð besíu Ijöðskalda. Eins og kunnugt er líkist færeyskan íslensku svo mjög, að hver maðal greindur maður skilur hana á bók. Það er því undarlegra að ekki skuli vera unnt að ná í eina einustu færeyska bók í bókabúð- um hjer. Er það tæplega vansa- laust fyrir aðrh eins bókmennta-; þjóð og við crum. Fære.vingar eru sjötta norræna þjóðin, þó að þeir hafi verið amt í Danmörku fram á síðustu ár, er þeir fengu takmarkaða heima- stjóm. Þeir eiga ekkert sameigin- legt með Dönum framar öðrum Norðurlandaþjóounum. Þetta hafa ýmsir víðsýnir menn í Dan- mörku skilíð, og talað drengilega máli þeirra hjá þjóð sinni. En því minnist jeg á þetta, að mjcr kom í hug dagskrá-Norrænu fje- laganna í útvarpinu á dögunum, þar sem Færeyingar voru ekki neíndir á nafn, fremur en þeir væru alls ekki til, Hvers eiga þeir að gjalda? Er það ekki einmitt aðalhlutverk þessa fjelagsskap ar, að stuðla nð gagnkvæmum kynnum Norðurlandaþjóðanna? Ríkistengsl ættu ekki að skipta niáli í því sambandi. Manni kern ur rjett sem snöggvast til hugar; að eitthv-að muni kannske vei>a hæft í tali þeirra svartsýnu manna, sem svo mjög var deilt á i útvarpsdagskrá þessari, að full jnikið bæri á skálaræðum í þess- um fjelagsskap! Hjer er ekki tækifæri til að rekja orsakir þess áhugaleysis, sem ríkjandi er hjer á landi um menningu og málefni frænda okkar í Færeyjum. En ekki væri það vansalaust, ef rjett skyldi vera, það sem einstaka illkvitn- ar sálir hafa haldið fram, að við liðum af „stórveldiskompleksi“ gagnvart þeim þjóðum, sem minni eru en við! En það er ein- mitt smæð hinnar færeysku þjóð- ar, sem verður til þess, að það gengur kraftaverki næst, að henni tókst að halda tungu sinni og sjerstæðri menningu. gegnum aldirnar. Færeyingar áttu enear skráðar bókmenntir á máli sínu. Kirkjumálið var danska, laga- málið sömuleiðis, og kennslan í skólunum fór mest megnis fram á dönsku fram á næst síðasta áratug. Færeyskt ritmál værð í raun rjettri ekki til fyrr en á nítj- ándu öld. Hjer voru því öll skil- yrði til staðar, til þess að þessi fámenna þjóð glataði þjóðerni sínu. Hvað var það þá, sem fleytti hertni yfir alla þessa örðugleika? Því er fljótsvaráð. Þaö eru hinar þjóðlegu bókmenntir. sem lifou á vörum fólksíns öld fram af öld, — danskvæðin. Þar scm Fær evingar koffla saman til gleðskap ar þykir sjáifsagt 'að dansa. Og þjóðdans Færeyinga er alveg cin stakur í sinni röð. Færeyingar eiga ósköpin öl! af danskvæðum. Sum þeirra eru meira að seg.ja um íslensk efni, svo sem Guanarskvæði, o. fh Ljómur Jóns biskups Arasonar liefur borist til Bæreyja tiitölu- leéa snemma, og er notaður þar sem danskvæði. Mörg af kvæð- um þessum i’oru gefin út af Jó- hannesi Patursson. Flest þeirra eru geysilöng, mörg hundruð er- indi, en eigi að síður kuflnu marg ir þau utanbókar. — Auk. þjóð- kvæðanna lifði urmull af þjóð- sögnum á vörum fóiksins. Sagn- imar eru ílestar tengdar við raenn og viohurði fyrri alda, en sumt er æviiitýri af erlendum uppruna. Hinn góðkunni færeysj fræðimaður, dr. ‘Jakob Jakobs- son, safnaði þjóðsögnum úr eyj- unum og gaf þær út á dönsku um aldamótin. Nú hafa þau Pálmi Hannesson rektor og frú Theodóra Thoroddsen V'alið um 70 sögur úr safni Jakobsens og þýtt á íslensku. Bókin er nýlega komin á markáðinn og er um 200 siður í stóru broti. Henni cr skipt í tvo höíuðhluta. í hinum fyrri eru þjóðsögurnar, og íer langsam lega mest fyrir þeim. Seinni hlut inn er safn af ævintýrum. Fram- an við bókina er ítarlegur fcr- múli eftir Pálmá Hannesson. F.r þar geið grein fyrir helstu ein- kennum í þjóðlífi Færevinga, sögu þeirra og bókmenntum. For málinn er hinn íróðlegasti, eins og vænta mátti, og allur frágang- ur bókarinnar til íyrirmyndar. Eins og getið er í formála, má segja, að hinar færeysku þjóð- sagnir sjeu fremur fábreyttar í samanburði við íslenskar þjöð- sögur. Þar vantar í raun og veru heila flokka af sögum, sem al- gengar eru hjer á landi. Flestar sögurnar -eru um afreksmenn og konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þarna eru nokkrar sögur frá Tyrkjaráninu í Færeyjum. í þessu safni mun og vera að finna sögnina, sem Jörgen Frants Jakobsen notaði sem uppistöðu í hina frægu skáldsögu sína Bar- bara, sem út kom á dönsku 1938 og varð þegar ein víðlesnasta skáldsaga á Norðurlönduin. Það er fengur að þvi, að hafa fengið úrval þefta á íslensku. Sögurnar gefa góða mynd af lífi færeysku þjóðarinnar, eins og það var fyrrum, og jeg trúi ekki öðru, en að íslenskir lesendur hafi ánaigju af að kvnna sjer þcnnan þátt í menningarlifi þess arar nánustu frændþjóðar sinnar. AÐ VESTAN Sagnaþættir og sögnr I. Árni Bjarnason bjó til prent- unar. Bókaútgðfan Norðri. Það er. orðið mikið að vöxtum, sem Vestur-íslendingar hafa lagt til íslenskra bókmennta. En hjer heima munu Ijóðskáldin þeirra hafa átt mestutn vinsældum að fagna, og svo suð\itað skáid- sagnahöfundurinn góðltunni, Jóh. Magnús Bjarnason. Áhugi landa okkar vestanhafs á þjóðlegum fræðum hefur einn- ig yerið míkfll, en fæstum mun þó hafa verið kunnugt tun, að svo mikið lægi eftir þá á þessu Sviði og safrt þetta' ber vott um, og er það þó áðeins eití bindi af mörgum. Lartgflestir af sagna- þáttum þessum hafa áður vcrið prentaðir á við og dreif i blöð- um og tímaritum vestra, og eru því í fárra manna höndum hjer á landi, avo að full þarf var á að safna þeim í eina heiid. í bindi þessu er fjöldi sagna- þátta um nafnkunna mcnn frá fyrri öldurn. Um suma þeirra er áðui" skrifað af öðrum, en í þátt- um þessum er eigi að siður rnargt nýtt. Svo er til dæmis um þátt E! S. Wiums af Þonleifi skáldi Þórðarsyni (Galdra-Leifa). Aðrir þættir fjalla uxn sjerkennilega menn. Skemmtilegastur finnst mjer þáttur Otúels Vagnssonar, cr Jón Kristjánsson færði i lctur. Otúel var hraust.rnenni mikið ug nokkuð forneskjulegur. Er því ekki undarlegt, að sögur haíi Framh. á bls. II, Brjef: Hvuð em Hr. ritstjóri! í MJÖG skilmerkiiegum ritdómi, sem dr. jur. Einar Arnórsson rit- aði i Morgunbiaðið 13. þ. m. Sim Samtíð og sögu, V. bindi af safni háskólafyrirlestra, ræðir hann m.a. um fyrirlestur, sem jeg á í safninu um „Vísindalegt þjóð- fjelag“. Fellst hann á þá niður- stöðu fyrirlestursins, að ekkert þjóáfjelag geti verið „vísinda- legt“, en telur hins vegar rjett að skilgreina hugtakið „vísindi“ með nokkuð öðrum hætti en jeg gerði. Þar eð hjer er um að ræða atriði, sem máli skipta til rjetts skilnings á grundvallaratriðum varðandi hvers konar fræði og ekki er ólíklegt, að ýmsir hafi gaman að velta fyrir sjer, langar mig til að fara úm þau fáeinum orðum til viðbótar. Jeg hafði skilgreint hugtakið „visindi'* þannig, að þau væru kerfisbundin viðleitni við að svara spurningum, sem óyggi- andi svar er eða á að vera til við, þ.e. svar, sem verður sannað eða afsannað með reynslu eða rök- rjettri'hugsun, Nákvæmari skii- greming — en eins að efni til — er, að vísindi sjeu kerfisbundin, gagnrýnin og hlutlæg ramtsókn á hlutum, hugmyndum eða fyrir- brigðitm í leit að staðreyudum, sem gTundvalla megi á rökrjetta ályktuti, er leiði til niðurstöðu um sameigmlegt emkenni, reglu eða lögmál. Dr. Einar vill hins vegar telja,' a'ð um ,,vísindi“ geti verið að ræða, þótt sannleiksleitin sje ekki ,,kerfisbundin“, og kerfis- bundin sannleiksleit geti verið „vísindi'/,' þótt ekki -verði ætlað, að hún leiði til óyggjandi svars. Síðan segir hann: „Viðleitnin ein. leitin að sannleika, er ekki vísindi, heldur sannleikurinn, sem leitin kann að leiða til“. Ekki áðeins síðan á dögum Pílatusar, heldur allar götur frá því, að mannkvnið tók að hugsa áf skynsemi, heíur það greirtt á um, hvað sje sannieikur. Mönn- um er fyrir löngu orðið Ijóst, hvers vegna skóðanir geta vérið Skiptar um það .efni. Hugtakið „saimleikuf“ hefur nefnilega ver ið notað bæði um þær stað- hæfingar, sem eru háðar skyn- semisrökum. og hinar, sem grund vallast á tilfinningamati. Það héfur jöfnum hondum verið sagt „satt“, að tvisvar sinnum tvcir sjeu fjórir og að Njáll hafi verið vitrari c-n Gunnar. Hugtakið „vísindi“ er miklu yngra en hug- takíð ..sannleikur-', og væri á- stæðulaust og meira að segja ó- heppilegt'að taka einnig að nota orðið „vísindi" um sannleika, jafnvel þótt það væri takmarka'ð við þann sannIeik;L, sem lei-táð hefur verið með rökrjettri hugs- un bg er sannanlegur, enda væri þá þorf á einhverju öðru orði íil að tákna þá starfsaðferð, sem beitt er við lausn vissra viðfangs- efna ög samlcomulag er nú um meðal heimspekinga að nefria vísindi. Ef skiigreiningu dr. Einars væri fylgt, yrði að telja allar rjettar eða sannar staðhæfingar „vísindi", og allar sannaðar eða sarmanlegar staðreyndir væru þá éinni'g „vísindi“, hvernig svd sern, að þeim hefði verið komist. Sú staðhæfing, að strætisvagni hafi verio ekið af Lækjartorgi kl. 3 i morgun væri „vísindi", Verkamáður, sem væri að grafa grunn áð húsi og fyndi þar forn- leif.ar af tilvitjun, væri „vísinda- nru-.ður“. Er augijóít, að slík notkun á þessum orðum væri ekki heppileg. Dr. Einar teliu' ,.vísindi“ geta fc-ngist við úrlausn spurninga, sem ekkert óyggjandi svar sje til við og rökstyður það með dæm- um rnn rannsóknir, sem vissu- lega eru visindi, en hafa þó ekki leitt til niourstoðu, svo sem rann- sóknir nornenufræðinga á upp- runa rúnaieturs 0g aldi i og heim kynni Eddukc æða. Iíjer má auð- vitað ekki blanda saman því, hvort óygg.iandi svar heiur fur.d- ist eða jafnvel, hvort líklegt sje,. að það muni nokkurn tíma íinn-- ast, og hinu, hvort slíkt svar sjo til eða hugsanlegt. Getur nokkur verið í vafa um, að annaðhvort sje rúnaletrið leitt af öðru staí - rofi éða ekki og að niðurstaðart væri sannanleg með reynsl-u eðr* rökrjettri liugsun, ef hún fynd - ist? Getur nokkur verið i vafa mn, að Eddukvæðin sjeu úpp- runnin einhvers staðar, og hljót v þau ekki að hafa verið ort ein- hvcrn tíma, fyrst þau eru til, svo að einhver hlýtur aldur þeirrrw að Vera? Þessum spurningunv verður auðvitað að svara rieit • andi, og emmitt vegna þess eriv kerfisbundnar rannsóknir i. þessu sviði vísindi. Við spuming - unni um uppruna rúnaleturs og aldur og heimkynni Eddukvæð.'v- hlýtur m.ö.o. að vera til óyggj- andi og sannanlegt svar, hvort sem það finnst nokkurn tima eð:v aldrei. Þess vegna er skipuletf leit að slíku svari vísindi. VifF fjölmörgum öðrum spurningunv. er hins vegar ekki til slíkt svar^. svo sem spurningum um, hvort rúnaletrið sje „fagurt“ eða siða- reglur Hávamála „góðar“. Þeg- ar fjaiiað er uni þau efni, er ekk v verið á sviði vísinda, heldur sið- íræði og fagurfræði. Niðurstað*. um það getur verið ,.sönn“ i subjektivum skilningi, en húrv getur ekki verið svo í objekrivii merkingu, þ.e. þannig, að húiv. hljóti að vera sönn iaugum allra. Tvö hugtök cru kjarni þcs.-.w máls: Annars vegar „sannleik- ur“ og hins vegar ..kerfisbundirv leit að sannleika, er verði sann- aður eða afsannaður með reynsl v eða rökrjettri hugsun". Jeg vjek að því að framan, áð óheppilegt væri áð taka upp annað heiti, þ. e. „vísindi", á ,,sannleíká“, end:*. er sanrilérkur margs konar. Hitt hugtakið héfur hins vegar þurft að skíra og það hefur hlotii? nafnið „vísindí*4. Ýmsir láta heit- íð að vísu einnig tákna niður- stöðurnar, en mjer er óhætt a-5 fullj’rða, áð í þeim grundvallar- atriðum nútíma heimspeki, serrv nú eru kennd við háskóla í ná- lægum löndum, sje það aldrek nótáð til að tákna þær einar. Vísindi 'tákna þannig Tarm- sóknir, tilraunir, ef þær hafsw þessi tvö einkerrni: 1) að ver% kerfisbundnar með. einhvei-junv hætti, þ.e. Tannsóknimar er.v ekki vísindi, ef þær eru gerðar samkvæmt einhverri happa- og giappaaðfcrð, jafnvel þótt sú að- ferð leiði í ljós einhvem sann- leika. Það eru ekki vísindi a'F geta úpp á lausn á gátu, þótt svo iengi megi geta, að neínd sja- rjett 1-ausn. Franskur heimspek- ingur hefur sagt, að þótt vísindi fialli um staðrevndir, sje safrv staðreynda ekki fremur vísindi en hrúga af steinum hús, þótt hús megi hlaða úr steinum. 2ý að fjalla um viðfangséfni. senw óyggjandi svar cr-éða á að vera. til við, þ.o. svar, sem ekki á aS geta verið ágreiningur utn meðaA sky'nsamra og dómbærra manna, þegar það er íundið. Rannsóknir verða ekki að vísindurri við þaS: eitt að vera kerfisbundnar og gerðar með rökriettum hætti, e£ þær í.ialla um viðfangsefni. sem visindaleg lausn er ekki til á (siðgæðisvandamál), eða uia fjarstæður. Allar spurningar, sem svarað er með þvi að beita siðgæðismati, breytnireglu eða trúarntæiikvarða, eru utan við svið vísinda. Niðurstoður ví.-.inda, — hvort scm menn ncfna þær cimiig vís- indi eða ftkki — eru að því leytj frábrugðnar niðuv-stöðum sið- fræði og allra þáíta hennar, aS vísindimið-rstaðan er sannanlcg og algild, en siðfræðiniðurstaö- fn. háð inati eSa trú. Vísindi cru í eðli sinu andhngnýt, gildislaua (apraktisk). Niðurstaða þeiri:*. getur verið, hvort sem er, gagxr- lcg eða gagnslaus, og hún getur ýmist eflt hið góða eða illa. E siðfræði er hms vegar fjallað unx Framh. á bis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.