Tíminn - 23.01.1964, Page 15

Tíminn - 23.01.1964, Page 15
HELG! BERGS Framhald af 1. síSu. Þá ber okkur enn fremur að leiða athygli okkar að nýjum iðn- greinum. Mikið er rætt um að byggja upp stóriðnað á grundvelli orkunnar, sem við eigum hér í landi. Við verðum að gæta okkar vel í samskiptum okkar við er- lend auðfélög, sem kunna að hafa áhuga fyrir íslenzku vatnsafli, en við megum heldur ekki óttast þau svo mjög að við skjótum strax loku fyrir þann möguleika, sem getur átt drjúgan þátt í að skila oldcur fram á leið í atvinnumál- um. Stóriðnaður, ef til vill með aðstoð útlends áhættufjármagns, getur verið eðiilegur þáttur í at- vinnuuppbyggingu okkar, en það er ástæða til þess að vekja athygli á því, að einmitt um þessar mund ir er um það rætt, að taka við- reisnarsamdráttinn upp aftur, kýta saman atvinnuvegi okkar með meiri fjárbindingu og lánsfjár- höftum. En jafnframt er talað um að byggja upp stóriðnað með út- lendingum í landinu. Þetta væri rangt að farið. Okkur liggur ekki svo á að byggja upp stóriðnað að til þess að gefa honum rúm, þurfi að kýta saman atvinnuvegi okkar. Það getur orðið örlagaríkt, ef við ætlum að fara þannig að, og vand- séð, hvernig núverandi atvinnu- vegir okkar eiga sér þá eðlilega þróunarmöguleika síðar. Það er rétt að gera sér það ljóst, að til"þess að takast megi að fram kværfla þá hluti, sem hér hefur verið lýst og sem við verðum að framkvæma, án þenslu og dýr- tíðar í landinu, þá verðum við að raða fjárfestingarverkefnum okk- ar. Við verðum að ráðast í þá fjár- festinguna fyrst, sem mest ríður á og svo koll af kolli. Stjórnlaus verðbólgufjárfesting, eins og verið hefur að undanförnu leiðir ekki að þessu marki, heldur verður hún eingöngu til þess að gera dýrtíðina óviðráðanlegri. Vinnufriður kostar verðtrygqinau kaups Alvarlegasta vandamálið, sem við horfumst í augu við núna, er ó- friðurinn á vinnumarkaðinum. Hann hefur sífellt verið að fær- ast í aukana síðustu árin. Áður var yfirleitt samið til tveggja ára og nokkur ár liðu í milli, að verk fallsbarátta væri háð, Nú eru kjarasamningar yfirleitt gerðir til fárra mánaða. Ástæðan til þessa er kannske ekki sízt sú, að í upp- hafi viðreisnarinnar skaut ríkis- stjórnin sér undan ábyrgðinni á verðlagsþróuninni með því að banna að kaupgjald skyldi fylgja vísitölu. Auðvitað hlutu launþegar að finna aðrar leiðir til þess að reyna að verja sig áföllum dýrtíð- arinnar og þetta hefur leitt til þess að samningstíminn hefur sí- fellt verið að styttast. Til þess að koma aftur á vinnufriði og fá lengri samninga en nú tíðkast, er óhjákvæmilegt að verðtryggja launin með einhverjum hætti. Rík isstjórnin verður að hafa hitann í haldinu og ábyrgð á verðlagsþró- uninni, en á undanförnum árum hefur hún þvert á móti gengið á undan í því að spenna verðlagið upp. Gleggsta dæmið þess, er vísi talan, sem reiknuð var út eftir ágústmánuð s.l., en þá hækkaði hún um 5 stig á einum mánuði, sem nær eingöngu átti rót sína að rekja til aukinna álagna ríkis og bæja. Rikisstjórnin verður að taka í sínar hendur aftur ábyrgðina á verðlagsþróuninni og beita raun- hæfum ráðstöfunum s. s. hreyfan- legum tollum og niðurgreiðslum og e. t. v. væri rétt að hafa sér- stakan verðjöfnunarsjóð til að koma. í veg fyrir sveiflur vöru- verðs. Af sömu ástæðum verður að stilla vaxtafæti í hóf og fara í þess stað inn á þá braut að verð- tryggja spariféð. Verðbólgudraugurinn er skrít- in skepna, sem er þeirrar náttúru, að ala sig sjálf. Trúin á hann er aflgjafi dýrtíðarinnar. Þegar fólk trúir því að aukin dýrtíð sé fram- undan, þá ráðstafar það fé sínu í samræmi við þá trú, en slík ráð- stöfun fjár kyndir aftur undir verðbólgunni. Það verður þess vegna ekki ráðið við dýrtfðina með peningaaðgerðum eingöngu, ef ekki tekst að skapa þá trú hjá almenningi í landinu að nú muni takast að hefta dýrtíðina. Hvers vegna hefur gengið svo illa að und anförnu að skapa þessa trú? í tíð viðreisnarinnar virðist mér að að- alástæðurnar séu tvær: í fyrsta lagi skaut ríkisstjórnin sér und- an ábyrgð af verðlagsþróuninni með því að slíta kaupgjald úr tengslum við verðlagið með lög- um. Þar með var launþegunum sagt, að þeir skyldú búa við ó- breytt kaup, hvernig sem verðlags þróunin yrði í landinu. Við þetta gátu launþegar að sjálfsögðu ekki sætt sig. Svo er það kallað á- byrgðarleysi af þeim þegar þeir reyna að fyrra sig afleiðingum dýrtíðarinnar með því að krefjast hækkaðs kaups. Hitt atriðið er það, að með viðreisninni var rask- að stórlega hlutföllunum milli stofnkostnaðar og fjármagnskostn aðar annars vegar og launa og at- vinnutekna hins vegar. Þessi rösk un var svo stórfelld, að það lá í augum uppi, að án verðbólgu mundi flestum ekki takast með eðlilegum hætti að greiða niður óhjákvæmilegan stofnkostnað sinn. Dæmin eru augljós. Ung hjón, sem hafa 100 þús. króna árs- tekjur fá sér íbúð, sem ekki kostar minna en 5—6 hundruð þúsund Það er augljóst, að til þess að þau geti borgað þetta verður verð- bólgan að koma til. Bóndi, sem er að hefja þúskap, hefur stofnkostn að upp á aðra milljón króna. Fólk festir einfaldlega ekki trúnað á, að stöðugt verðlag geti haldist, þegar þessi hlulföll hafa raskast svo stórlega^ Eða tökutn dsgjni. af mapwf. penr "fæa . sér* bát og það ber að sama brunni. Þess vegna er það svo nauðsynlegt að Iækka stofnkostnaðinn og fjármagns- kostnaðinn, en þá er það auðvitað enn nauðsynlegra, sem ég gat um áðan, að koma á eðlilegri stjórn á fjárf estingarmálin. Við verðum í framtíðinni að temja okkur nýtízkuleg vinnu- brögð á öllum sviðum. Við verðum að gera fullkomnar áætlanir um efnahagsframvindu næsta árabils. Slík áætlanagerð á að hafa það sem höfuðmarkmið, að hjálpa okk ur til þess að ná sem örustum og varanlegustum hagvexti. Áaetlan- irnar eiga að kanna það hvaða skilyrði þurfi að skapa hjá þjóð- inni og í efnahagslífi hennar til þess að markmiðin, sem sett eru, náist. Notum nútíma vinnubrögð Við vérðum að skipuleggja full komlega alla byggð landsins. Ný- býlaræktunin er að nokkru leyti skipulögð af nýbýlastjórn. Kaup- staðir og þorp eru að nokkru leyti skipulögð af skipulagi ríkisins. í báðum tilfellum er skipulaginu þröngur stakkur sniðinn og við- fangsefnin sundurslitin og tekin til meðferðar í bútum. Við þurf- um að skipuleggja allt landið í heild með það fyrir augum í fyrsta lagi að stuðla að sem fullkomn- astri nýtingu allra landsins gæða, í öðru lagi að efla þéttbýli sem víðast, þar sem skilyrði eru fyrir hendi, í þriðja lagh að auðvelda bændum samstarf og samhjálp með því að miða dreyfingu byggð arinnar við það, og í fjórða lagi, að tryggja það, að á hverjum stað komi upp atvinnugreinar sem eru við hæfi og njóta þar sérstakra skil yrða til að blómgast. Eg nefni þetta sem dæmi þess, að við verð- um að taka upp fullkomnari vís- indaleg vinnubrögð á öllum svið- um. Til þess að það megi verða kleift í vaxandi mæli, þarf að efla skóla og fræðslukerfi í landinu og miða það við þarfir vélvædds nú tímaþjóðfélags. Enn fremur eigum við að efla öryggi allra þegnaþjóðfélagsins með fullkomnum tryggingum. Við þurfum að stofna lífeyrissjóð fyr- ir alla landsmenn og nota það fé sem í þann sjóð safnast til þess að stuðla að lausn húsnæðismála. Framtíðarlandið Málefnaaðstaða Framsóknar- flokksins nú er alveg óvenjulega góð. Auðvelt er að sýna fram á, hvernig stefna andstæðinga okkar hefur leitt til þess vandræða- ástands, sem við horfumst í augu við. Það er auðvelt, að sýna fram á, að við höfiim haft á réttu að standa í dægurmálabaráttu undan- farinna ára og að óhjákvæmilegt og nauðsynlegt er að sveigja nú fyrr en síðar stefnu inn á þær leiðir, sem við höfum bent á. En þetta er ekki nóg. Stjórnmálaflokk ur verður einnig að eiga sér fram- tíðarsýn, og hann verður að eiga sér köllun. Framtíðarsýn okkar Framsóknarmanna er ísland í lok 20. aldarinnar, og köllun okkar er að vinna að því, að það verði með þeim farsældarbrag, sem við ósk um afkomendum okkar til handa. í framtíðarsýn okkar sjáum við tvöfalt fjölmennari þjóð en nú með 5—7 falt verðmætari fram- leiðslu. Þjóðin veiðir kannski ekki miklu meiri fisk en hún gerir nú, en það eru færri menn, sem að því vinna, og hún vinnur úr aflanum fullkomnar neytendavörur. Við landbúnað starfar nokkru fleiras fólk, en nú gerir, en í stað þess, að hafa 50 þúsund kýr, hefur það kannski 150 þús. kýr, og í stað þess að hafa 800 þúsund fjár, hefur það milljónir fjár, sem ekki ganga fyrst og fremst upp um fjöll og heiðar, heldur á túnum og valllendi þeirra svæða, sem nú eru forarmýrar. Margvíslegan ann an dandbúnað stundar þjóðin þá, ’ogíSuin'fæSir og kíæðir,’ ekki báraj sjálfa sig, heldur einnig hluta af Vestur-Evrópu sem skortir land- rými til nægrar ræktunar, Við sjáum þorp og bæi um allt land, þar sem fólk býr framleiðslu vörur okkar í hendur neytenda í myndarlegum verksmiðjum. Öll verk eru unnin með fullkomnustu tækni og sívaxandi fjöldi fólks get ur því snúið sér að hverskonar þjónustu til þess að auka þægindi meðborgara sinna. Á hverasvæðunum er risinn upp iðnaður, einkum efnaiðnaður af því tagi, þar sem varmakostnað- urinn ræður úrslitum. Við sjáum nokkur stóriðjufyrir- tæki, sem þá verða komin á ís- lenzkar hendur þó þau hafi kannske í upphafi verið byggð í samvinnu við útlendinga. Öll þessi miklu atvinnutæki eru í eigu alls þorra almennings gegn- um samvinnufélög og önnur fjölda samtök. Þetta ríki, sem við sjáum í okk- ar framtíðarsýn er velferðarríki. Við sjáum starfsglaða þjóð, sem lifir á vinnu sinni, en tryggir ör- yggi sitt með fullkomnu trygginga- kerfi. Öllum er tryggð sú mennt- un og skólaganga, sem hugurinn Kýr til sölu 4 kýr, miðsvetrarbærar, til sölu- Upplýsingar gefur eig- andi Magnús Helidórsson, Ánastöðum, Hraunhreppi, Mýrasýslu Sími um Arnarstapa. SATTAFUNDUR BÍLSTJÓRADEILU KJ-Reykjavík, 22. janúar. Á MORGUN verður sáttafundur i bílstjóradeilunni, og falla því ferðir á milli Reykjavíkur og Hafn arfjarðar niður eftir hádegi. — F.kki er víst að ferðir á milli Kefla víkur og Reykjavíkur hefjist þrátt fyrir samkomulag í bílstjóradeil- unni, því bílstjórarnir í Keflavík halda fast við þá sjálfsögðu kröfu sína að komast á launasamþykkt hjá Keflavíkurbæ. Eins og skýrt var frá í blaðinu.í gær voru áætl- unarbílar Bifreiðastöðvar Keflavík ur teknir af skrá og því ekki útlit fyrir að sámningar takist þar syðra í bráð. KLAKI Framhala ai 16. síðu. rétt, að Mosfellssveitarvegurinn væri ekki sem beztur yfirferðar, en unnið væri af kappi við að lag- færa hann. — Vegurinn er blaut- ur, sagði vegamálastjóri, og stafar það af því, að klakinn er að fara úr honum, — mjög óvenjulegt nú á þessum árstíma í byrjun þorra. Verið er að aka hraunsalla sunnan úr Hafnarfjarðarhrauni í veginn til þess að þurrka hann og slétta. Annars eru vegir færir um mest allt landið en víða eru þeir blautir og þungir yíirferðar, og má búast við holklaka í þeim eins og á vor- degi, ef hlákan helzt eitthvað að ráði. Fr^ fé, sem þeir verða að fá fyrri- hluta árs. Eysteinn sagðist ekki vilja fara út í stælur út af því, hvort sjávarútvegurinn fengi hærri afurðalán en landbúnaðurinn, en hitt væri víst, að fyrirtæki sjávarút vegsins hafa átt auðveldara með að útvega sér viðbótarlán en fyrirtæki landbúnaðarins. ;il;;Ágúst; Þorvaldsson * sagðist vilj a í sambandi <við flokkaskiptingu ráðherrans á bændum eftir tekjum greina frá athugun, sem hann hefði gert í sveit einni sunnan- lands, þar sem hann væri mjög kunnugur málum, á tekjum og af- komu bænda. f verðlagsgrundvell- stendur til, og menntunin er ekki bara til þess að geta að gumað af að við eigum mikið af mennta- mönnum, heldur v.erður menntun- in fyrir lífið og starfið. Þjóðin hefur tekið þekkingu og vísindi í þjónustu sína í hvívetna. Að lokum sagði Helgi Bergs: Það er skylda okkar, sem áhuga- manna um stjórnmál og starfandi stjórnmálamanna að eiga slíka draumsýn og það er köllun okkar og ekki sízt ykkar ungu mann- anna að gera hana að veruleika. I SAUMLAUSIR NÆLON- SOKKAR — Kr. 25.00 Mik'atorgi inum 1962 var gert ráð fyrir, að meðalbóndinn hefði 211 þús. króna tekjur brúttó, en kaup hans væri 86 þús. krónur. í þessari sveit voru 1962, 38 bændur og meðal'- tekjur þeirra brúttó það ár voru 290 þús. krónur að meðaltali, en gjöldin voru hins vegar 211 þús- und, þar með talin vaxtagjöld og fyrningar af húsum. Eftir voru því 80 þús. krónur í kaup bóndans. Þannig er nú ástandið þarna, og er þetta ein bezta og mesta fram- leiðslusveit á Suðurlandi. Við- skiptahættirnir eru orðnir þannig, og ýmis útgjöld hafa vaxið svo mikið, að þetta er útkoman. Þá sagði Ágúst varðandi útborganir til danskra bænda, að hann hefði heimildir sínar frá stofnun, sem reynzt hefði mjög áreiðanleg í þessum málum. Björn Pálsson taldi að orðalag tillögunnar mætti vera skýrara. # Ekki mætti mega misskilja í tillög- unni, að aðrir at- vinnuvegir en landbúnaðurinn þyrftu ekki á auknu rekstursfé að halda. Það væri furðulegt, hvað ríkisstjórnin hefur lítinn skiln- ing á rekstursfjárþörf atvinnuveg- anna. Það væri gaman að sjá ráðherrana reka frystihús t.d. Ráðherrarnir spyrðu, hvar Seðla- bankinn ætti að taka féð. Það á að takmarka innflutning á bílum og skipurn í svip og skera niður vörukaupalánin. Það verða engin vandkvæði leyst með því að reka öll innanlandsviðskipti í hnút, en leyfa hömlulausan og eftirlitslaus- an innflutning. Fyrirtæki land- búnaðarins væru nú í hinum gíf- urlegustu erfiðleikum vegna skorts á rekstursfé. Þau reyndu að greiða bændum út, hvað þau gætu, en yrðu með því að ganga alltof nærri rekstrinum. Þá taldi Björn, að aukning landbúnaðarfram- leiðslunnar ætti fremur að verða í sauðfjárræktinni en mjólkurfram leiðslunni. Víðivangur in í Aalcsund) og að lokum selja fslendingar sinn fisk á sörnu mörkuðum og þeir norsku og maðuir hlýtur að á'líta fyrir sama' verð. Síldarplönin borg- uðu fyrir verkfall upp í 40 kr. á tímann og frítt fæði. Bygg- ingaiðnaðurinn í Reykjavík borgar verkamanni upp í 60 kr. á tímann. Og aS lokum Skýrsla danska utanrikis- málaráðuneytisins um kaup í Evrópulöndum 1960, prentuð í Politikens Hvem? Hvad? Hvor? 1963 bls. 233. Svíþjóð kr. 9,40, Danmörk kr. 6,91, Noregur kr. 6,89, England kr. 6,10, Vestur- Þýzkaland kr. 5,94, Belgía kr. 5,54, Frakkland kr. 5,33, Hol- Iand br. 4.69, Ítalía kr. 3,92. Allt í dönskum krónum. Árið 1960 var kaup íslenzkra verka- manna innan við 20 kr. eða um 3,30 kr. danskar, og þar með lægst af þessum löndum öll- um.“ ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð mér vin- áttu með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Eyjólfsdóttir, Eiðum Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum sem minntust mín á sjötugsafmælinu hinn 11. janúar s.l. með heim- sóknum, gjöfum og kveðjum. Friðrik Oddsson, Felli, Þórshöfn TÍMINN, fimmtudaginn 23. janúar 1964. — 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.