Tíminn - 23.01.1964, Síða 9

Tíminn - 23.01.1964, Síða 9
I Ólafur Ólafsson, kristniboði: BIBLÍAN - orð hins eilífa lífs Berggrav Óslóarbiskup var í 20 ár formaður Hins norska Biblíufélags. Hann fékk — jafnvel hér á landi — orð fyr- ir að vera maður frjálslyndur, og var það í þess orðs bezta skilningi. Það sem hann skrif aði allra síðast, áður en honum féll penni úr hönd, var beiðni um stuðning almennings við Biblíufélagið. Þar segir: „Þau eru mörg stóru og góðu málefnin, sem við verðum að biðja söfnuðina að styrkja. En þetta málefni, útbreiðsla Bibl- íunnar til allra þjóða og þjóð- flokka heims, hefur forgangs- rétt, — af því að það varðar grunnmúra kristindómsins". Eidem, erkibiskup Svía, lagði á það ríka áherzlu, oftar en einu sinni, að náið samband hafi ávallt verið milli trúar- og starfslífs kristinnar kirkju og útbreiðslu og notkunar Biblí unnar. Hann reit: „Saga Biblí- unnar er um leið saga kirkj- unnar, af því að hún er lífslind hennar." Það mun vera almenn skoð- un hér á landi, að Biblían sé bók, sem fáir lesa. Fjarri er að svo sé. Aldrei hefur Biblían verið útbreiddari né heldur meira lesin í heiminum en nú, á vorum dögum. Sl. sumar birti eitt dagblað- anna í Reykjavik frétt, sem bendir til þess, að ætla mætti að hafi vakið athygli þeirra hinna mörgu hér heima, sem illa hefur verið kennt að lesa og meta Biblíuna. En fréttin var á þessa leið: „Á hverjum virkum degi sendir Hið brezka og erlenda Aiblíufélag (BEBF) frá sér 6 tonn af fullgerðum Biblíum. 60 þúsund skipssendingar og stakir bögglar með Biblíum, voru á síðast liðnu ári (1962) afgreiddar til 80 landa. Aðra hverja mínútu hins almenna vinnudags, verður nú Biblía tii hjá félaginu." — Þetta út af fyrir sig tal- w sínu máli. Venjan er að út- gáfa eða framleiðsla bóka sé, líkt og hvers konar annarrar vöru, í hlutfalli við notkun og þar af leiðandi eftirspurn. Biblíufélög víða um heim, hafa svipaða sögu að segja. Þannig eykst útgáfustarfsemi Ameríska Biblíufélagsins (ABF) ár frá ári. Það er næst stærst eftir BEBF. Einnig það gefur út Biblíuna og einstök rit hennar á mörg hundruð tungumálum. Fyrir tíu árum kom á mark- aðinn endurskoðuð afar vönduð og dýr útgáfa amerísku Biblí- unnar. Sjö fyrstu mánuðina seldust yfir tvær millj. eintaka, — (2,168,000). Óvíða er Biblí- an jafn mikið lesin og í evang- eliskum söfnuðum í Bandaríkj- unum. í ský-’slum UNESCO 1961, yfir þýðingar bóka á framandi tungur, er Biblían, eða einstök rit hennar, efst á blaði. Næst henni koma þýðingar á ritum eftir Lenin. — Annar eru þýð- ingar Biblíunnar allrar samtals orðnar 228, Nýja testamentisins eins 285, en einstakra rita 689, — eða alls þýðingar á 1202 tungumál. 3. Sé um það spurt, hvers vegna Biblían sé nú útbreiddasta bók í heimi, kemur margt til greina. Skömmu eftir fyrri heims- styrjöld fór að gæta nýs við- horfs til Biblíunnar. Karl Barth frægasti guðfræðingur sem nú er uppi, og síðar fleiri merkir guðfræðingar, rísa gegn nei- kvæðri afstöðu nýguðfræðinn- ar og sýna fram á, að Biblíu- fræðin væri á villigötum. Al- rangt sé að lesa Biblíuna sem sögulegt rit aðeins. Höfundar hennar hafi alls ekki ásett sér að semja sögurit í venjulegum skilningi. Fyrir þeim hafi vak- að boðun fagnaðarerindisins og fá menn til að taka afstöðu til þess. Þetta varð upphaf biblíulegr ar endurnýjunar. En hennar hefur einkum gætt tvo síðustu áratugi. Þess varð vart svo spurnir fóru af, á nazistatímabilinu í Þýikalandi. „Biblían er bók Gyðinga en Mein Kampf okkar“ sögðu nazistar. Sá hluti evang- eliskrar kirkju í Þýzkalandi, sem var fastheldnastur við fagn aðarerindið, stóð af sér flóð- bylgju nazismans. Niemöller las Biblíuna við ljósglætu fanga- klefans. Biblían gaf mönnum siðferðilegan þrótt til baráttu gegn ofurvaldi Hitlers, þó að kostaði ofsóknir, misþyrmingar og dauðg. Svipuð saga gerðist í her- numdu löndunum. Sagt var í Noregi, að Biblían væri bók dagsins. „Biblían var það eina, sem nazistum tókst ekki að hrifsa frá þjóð vorri“, var sagt í Hollandi. í fangabúðum her- numinna landa, sátu hundruð þúsundir manna. Biblía eða Nýja testamenti var svo eftir- sótt lestrarefni hjá þeim, að Biblíunni, eSa — í langflestum tllfellum einstökum ritum hennar hefur veriS snúlS á flelrl tungumál I Afríku en I nokkurri hlnna heimsálfanna. það gerði sitt til að birgðir þrutu og farið var að tala um „Biblíu-hungur“. Þannig efldist Biblíu-vakning á tímum upplausnar og örygg- isleysis. 4. Eitt fyrsta alþjóðlega mótið, sem haldið var að stríðslokum, var alþjóðlegur fulltrúafundur Biblíufélaga í London 1946. Útgáfa Biblíurita hafði taf- izt mjög stríðsárin. Hún stóð í stað með 25 millj. eintaka á ári hverju, en hefði þurft að vera helmingi meiri, svo að unnt yrði að íullnægja eftir- spurn. Á þessum fundi var stofnað Heimssamband Biblfufélaga, í þeim tilgangi að samræma starf semi og framtíðaráform hinna mörgu félaga. Árangur þess kom glöggt í ljós eigi löngu síðar. Útgáfa Biblíunnar, eða/og einstakra rita hennar, varð 29 millj. eintök árið 1959, — 35 millj. 1960, — 40 millj. 1961, — 51 millj. 1962. Þrátt fyrir það fer fjarri að fagnaðarboðskapur Heilagrar ritningar hafi náð til alls al- mennings, að fáum löndum und anteknum- Enn er ástæða til að spyrja: Hvað er þetta handa svo mörgum? Fólksfjölgun er nú svo ör í heiminum, að líkt er við spreng ingu. Um næstu aldamót verð- ur mannkynið ferfalt fjölmenn ara en það nú er. Þar til kemur, að lestrar- kunnátta eykst hlutfallslega meira en nemur fólksfjölgun. Um áramótin 1962—’63, var á- ætlað að í heiminum væru 500 KlrkiuhöfSlngi frá NorSur-Eþfópfu, meS skrauteintak Hellagrar. rltnlngar frá 16. öld, á kfrkjumáll (gheei), sem englnn skilur nú framar. . : ->i;; oí;t; : o; miHj- manna ólæsir. Fyrir at- beina UNESCO er áætlað að þeim fækki á næstu fimm ár- um niður í 150 millj. Nú hlýtur öllum að vera ljóst, að framtíð þjóða heims veltur ekki hvað sízt á því, hvers konar lestrarefni kom- andi kynslóðir fá í hendur — hvers konar lestrar- og útvarps efni þær eiga við' að búa. Til dæniis um þá baráttu, sem nú er háð um sálirnar á þeim vettvangi, nægir að nefna, að 1962 voru send frá Moskvu 70 tonn áróðursrita á mánuði hverjum til Afríku. 5 Síðasti fundur Heimssam- bands Biblíufélaga, var haldinn í Tokyo uim hvítasunnu s.l. Þar var einróma samþykkt, að Biblíufélögin skyldu vinna að því sem eitt félag, að þrefalda útgáfustarfsemi sína á næstu þremur árum. Fundurinn sendi beiðni og áskorun til allra kirkjufélaga mótmælenda þess efnis, að stuðla að því með fyr- irbæn og fjárframlögum. Sem aðili Heimssambandsins hefur íslenzka Biblíufélagið fyrir sitt leyti orðið við þeim tilmælum. Á þinginu var rætt um „Biblíu-hungur" og orsakir þess. Mennirnir eru teknir að óttast þær framfarir vísinda og tækni, sem þeir áður dáðu mest og voru hreyknastir af. Á sama tíma og þær framfarir hafa orð ið mestar, hefur siðferðisþroska manna hnignað. Til þeirrar takmarkalausu orku, sem mjög svo ófullkomn ir menn hafa nú á valdi sínu, er hugsað sem voðalegasta Framhald á 13 siðu T í M I N N , fimmtudaginn 23. janúar 1964. — 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.