Tíminn - 23.01.1964, Page 14

Tíminn - 23.01.1964, Page 14
ÞRIDJA RIKID WILLIAM L. SHIRER 268 ers, því þeir gátu sálfir séð hverjir höfðu gert árásina á pólsku landamærunum. í margorðri yfir- lýsingu til þýzka landhersins 1. september, sagði foringinn: Pólska ríkið hefur neitað að gera friðsamlega samninga og hefur gripið til vopna. . . . Fjölmargar árásir á landamærunum, sem stór- veldi getur ekki þol'að, sýna fram á það, að Pólland vill ekki lengur virða landamæri Ríkisins. Til þess að binda endi á þetta brjálæði, hef ég ekki um annað að velja en mæta ofbeldi með of- beldi upp frá þessu. Aðeins einu sinni þennan dagi sagði Hitler sannleikann. — Ég fer ekki fram á neitt það við nokkurn Þjóðverja (sagði hann í Reichstag), sem ég hef ekki þeg- ar í fjögur ár verið reiðubúinn til þess að gera sjál'fur. . . . Héðan í frá er ég hermaður nr. 1 í Þýzka rfkinu. Enn einu sinni hef égí íklæðzt kápunni, sem var mér svo kær, og svo heilög. Ég mun ekkij fara úr henni fyrr en sigurinn erj tryggður, að öðrum kosti mun ég ekki lifa endalokin af. í þetta eina skipti og að lokum, átti hann eftir að standa við orð sín. En elcki einn einasti Þjóðverji, sem ég hitti í Berlín þennan dag tók eftir því, að það, sem foring-j inn var að segja berum orðum, var, að hann gæti ekki horfzt í augu við né þoiað ósigur, ef hann kæmi. í ræðunni útnefndl Hitler Gör ing sem eftirmann sinn, ef eitt- hvað ætti eftir að koma fyrir hann sjálfan. Hess, bætti hann við, kæmi þar næstur. ,,Komi eitthvað fyrir Hess“, sagði Hitler, „þá verð- ur Senatið kallað saman, lögum samkvæmt, og það mun velja þann úr sínum hópi, sem verðastur er — það er að segja, þann hugrakkasta — sem eftirmann." Hvaða lög? Hvaða Senat? Hvorugt var til: Hin fremur hægláta framkoma Hitlers í Reichstag breyttist í ann- að og ljótara skap, þegar hann var kominn aftur til kanslarahallar- innar. Hinn hlýðni Dahlerus, sem Göring kom með í eftirdragi, hitti Hitler í „fram úr hófi æstu og óró- legu“ ástandi. ,—- Hann sagði rm.í (bar sænski milligöngumaðurinn síðar), að hann hefði alla tíð grunað, að Eng- land vildi styrjöld. Hann sagði mér enn fremur, að hanh myndi leggja Pólland í rúst og innlima allt landið . . . Hann varð æstari og æstari, og byrjaði að veifa handleggjunum um leið og hann æpti framan í mig: ,,Ef England vill berjast í eitt ár, þá skal ég berjast við það í eitt ár. Ef England vill berjast í tvö ár, berst ég í tvö ár . . . “ Hann þagnaði augnablik og öskr- aði svo ,og rödd hans var orðin skræk og handleggirnir sveifluðust æðislega til og frá. „Ef England vill berjast í þrjú ár, þá skal ég berjast i þrjú á.r . . “ Nú byrjaði líkaminn að hreyfast í takt við handleggina, og þégar hann áð lokum öskraði: „Und wenn er erforderlich ist, will ich zehn Jahre kampfen“ („Og ef nauð syn krefur, rhun ég berjast í tíu ár“) steytti hnefann og beygði sig niður svo að hann nam nær því Við gólfið. En þrátt fyrir allan sinn æsing var Hitler alls ekki viss um, að hann yrði að berjast við Bretland. Nú var komið fram yfir hádegi, og vopnáðar sveitir Þjóðverja voru komnar nokkra kílómetra inn í Pólland og sóítU hratt fram, ög varpað hafði verið sprengjum á allflestar borgir í Póllandi, þar á meðal Varsjá, og töluvert mann- fali hafði orðið meðal óbreyttra borgara. Engar fréttir höfðu þó borizt frá Lundúnui.u eða París um, að Bretland og Frakkland væru neitt að flýta sér að standa við gefin loforð. Stefna þeirra virtist greinileg, en Dahlerus og Henderson gerðu það, sem þéir gátu, til þess að rugla hana. Klukkan 10,30 um morguninn sendi brezki sendiherrann skeyti til Halifax. — Mér skilst (sagði hann), að Pólverjar hafi sprengt í loft upp Dirschau-brúna í nótt, og að bar- dagar háfi geisað í Danzig. Þeg- ar Hitler bárust þesar fréttir gaf hann skipanir um, að Pólverjar yrðu reknir burtu frá landamæra línunni og Göring fékk skipun um að eyða pólska flughernum með- í'ram landamærunum. Og það var ekki fyrr en í lok orðsendingarinnar. að Henderson bætti við: Þessar upplýsingar koma frá Göring sjálfum. Vel getur verið, að Hitler vilji hitta mi.g, eftir að hann hefur hald- ið ræðu sína i Reichstag, til þess að í síðasta únn. að reyna a* bjai’ga íriðini'in. Hvaða friði? Friðinum fv Bretland? í sex klukkustundi höfðu Þjóðverjar háð styrjöld — með öllum sínum herstvrk — gegn bandamanni Breta. Hitler gerði ekki boð eftir Hend- ( ersoh að lokihni ræðunni í Reichs- ! tag, og sendiherrann, sem hafði . sont lygar Görings um, að Pólverj ar hefðu hafið styrjöldina, áleiðis til Lundúna fór að missa kjarkinn — en þó ekki algjörlega. Klukkan 10,45 um mor.guninn hringdi Hend- ersoh og flutti Halifax frekari skilaboð. Nýrri hugmynd hafði skotið upp kollinum í hinum frjó- sama en ruglaða heila hans. — Ég tel það skyldu mína (sagði hann í skýrslunni) þótt ef til vill séu ekki miklir möguleikar á fram kvæmd þess, að skýra frá þeirri skoðun minni, að eina vonin nú til þess að friður megi haldast er, að Smigly-Rydz marskálkur tilkynni að hann sé reiðubúinn til þess að koma þegar í stað til Þýzkalands til þess að ræða þar sem hermað- ur og samningamaður allt málið við Göring marskálk. | Það vir^ist ekki hafa hvarflað að þessum einkennilega brezka sendiherra, að Smigly-Rydz mar- skálkur hefði nóg að gera við að hrinda á bak aftur þessari miklu þýzku árás, sem gerð hafði verið, án þess að til hennar hefði verið ' egnt, eða ef hann nú kæmi til Berlínar sem ,,samningamaður“ myndi það undir þessum kringum- ' stæðum þýða sama og uppgjöf. Það gat vel verið, að Pólverjarnir yrðu fljótlega yfirbugaðir, en þeir myhdu ekki gefast upp. Dahlerus var jafnvel enn fram- takssamari en Henderson þennan fvrsta dag eftir árás Þjóðverja á Pólland. Klukkan 8 um morguninn ' -fði hann farið til þess að hitta I '• "ing, sem sagði honum, að yrjöldin væri skollin á, þar sem Pólverjar hefðu ráðizt á útvarps- stöðina í Gleiwitz og sprengt í loft upp brúna í nánd við Dirschau". Svíinn hringdi samstundis til ut- anríkisráðuneytisins í London og sagði fréttirnar. „Ég skýrði einhverjum frá því“, sagði hann seinna við réttarhöld- in í Niirnberg, ,,að samkvæmt upp lýsingunum, sem ég hefði fengið hefðu Pólverjar gert árás, og þá íurðaði á því, hvað væri orðið að mér, þegar ég skýrði frá þessu“. En það fór þó svo að sendiherra hans hátignar í Berlín hringdi s.iálfur nokkrum klulckustundum síðar. Leyniskýrsla í brezka utanríkis- ráðuneytinu skýrir frá símahring- ingu Svíans klukkan 9,05 um morg uninn. Og hann apaði eftir Göring og hélt því fram, að „Pólverjar væru að eyðileggja allt“, og hann hefði „sannanir fyrir því, að þeir hefðu aldrei ætlað sér svo mikið sem reyna að semja“. Klukkan hálf eitt var Dahlerus 57 Já,- hvíslaði hún. Og ég sé eldingar líka — þarna — hjá bóka skápnum. Fallegt . . . FJÓRTÁNDI KAFLI. Móðir Min lézt skyndilega þenn- an vetur, svo að við giftum okkur ekki, fyrr en á páskucn. Page lang- aði til að halda veizlu fyrir okkur, og við vorum auðvitað ánægð með það. Það átti ekki að vera neitt stórkostlegt, en það var nú samt mikill viðburður í lífi okkar fjög- urra. Öúis Brady-fjölskyidunnar var ' selt, og Brady fór til sonar síns, sem bjó langt í burtu. Min leigði sér herbergi í miðbænum. Við giftumst í kirkju og síðan var veizla hjá Page og Phil. Min bjó hjá Page og Phil í viku fyrir brúð kaupið, meðan allt var undirbúið. Min var óróleg og taugaóstyrk svo að hún jafnvel hló að því sjálf. — Brúðkaup mitt, sagði hún við Page, meðan hún færði hana í brúðarskartið, er skreytt svört- ustu efasemdum og ótta. — Ó, Min, sagði Page. Það er heimskulegt. Whit er svo dásam- legur. — Vissulega, samsinnti Min fús- lega. Það er nú einmitt þess vegna, sem alla efasemdirnar og óttinn þjakar mig. Ef til vill særi ég þennan dásamlega mann. Hún starði dapurlega niður á brúðarkjólinn sinn. — Hlustaðu nú á, Min, sagði Page festulega. Manstu, þegar þú ráðlagðir mér að minnast fyrri daga, þegar Phil kyssti mig í fyrsta skipti o. s. frv.? — Já, sagði Min. Bleikar nellik- ur. — Af hverju reynir þú ekki það sama í dag? Ef þú hugsar nú um gamla daga — minnist tilfinninga þinna, þegar hinn maðurinn elsk- aði þig . . . Rödd Page dó út, og stúlkurnar 14 tvær.istörðu hvor ó aðra, önnur vandræðajega,. hin undrandi. Til- hugsunin urn það, að Min skyldi nota minninguna um samband hennar við flugmanninn glæsilega, var svo fjarstæð og lýsti svo miklu barnalegu sakleysi Page, að Min fór að skellihlæja. Og hún skalf enn af hlátri, þeg- ar hún gekk inn kirkjugólfið að alt- arinu til mín. En við komumst að þeirri niðurstöðu síðar, að það væri ekki verra en hvað annað að ganga hlæjandi upp að altarinu til móts við brúðguma sinn. Og það kom líka á daginn, því að — Min til mikillar furðu — þá reyndist hún fullkoimlega ham- ingjusöm í hjónabandinu. Ég hafði ekki verið haldinn neinum efasemdum; og hamingja mín kom mér ekkert á óvart. Ég vissi, að ég elskaði hana. Ég vissi, að ég vildi eiga hana fyrir eigin- konu. En Min — sérhver sönnun hamingju hennar vakti undrun hennar og ánægju. Ef hún steikti eggið mitt, svo að mér líkaði, var það jafn mikill sigur fyrir hana og þegar hún í fyrsta skipti svaraði útkalli til mín að næturjagi. Hún hafði sett símann sín megin við rúimið og hún tók niður nafn sjúklingsins, hversu mikið veikur hann væri, hitinn, allt, sem ég mundi vilja vita, áður en ég á- kvæði, hvort mér bæri nauðsyn til að yfirgefa hlýtt og notalegt rúm- ið. — Þú ert mjög góð lækniskona, sagði ég, og hún andvarpaði af hamingju við lofi mínu. Hún var sannarlega góð eigin- kona — fyrir lækni og fyrir hvaða mann sem var. Hún annaðist mig dásamlega á allan hátt. Fyrir brúð kaup okkar hafði hún tilkynnt mér, að hún vildi halda áfram starfi sínu, eftir að við værum gift. Hún taldi sig ekki mundu bafa svo mikið að gera sem hús- ÁSTER LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT móðir, að hún gæti ekki unnið með því. Ég bar ekki fram neinar mótbárur. Ef henni fyndist hún þurfa að leita sér viðfangsefna ut- an heimilisins, þá ætlaði ég ekki að skipta mér af því. Það gladdi mig hins vegar mjög, þegar hún ákvað að hætta starfi sínu við blaðið þegar á fyrsta mán uði hjónabands okkar. — Ég er of önnum kafin, sagði hún afsakandi, eins og hún byggist við mótmælum frá mér. — Ég hefði aldrei trúað, að heimilisstörf væru svona flókin. Drottinn minn, hvað ég skammast mín, þegar ég hugsa um öll' merki- legheitin í mér gagnvart vesalings Page — mér datt aldrei í hug, að það tæki allan þennan tíma og fyrirhöfn að undirbúa þrjár mál- tíðir á dag og halda húsi hreinu. Jafnvel í litlu nýju húsi er það mikið verk, Whit. Ég er bara önn- um kafin allan daginn. Ég glotti til hennar. — Þetta er eitt af brögðum mannsins til þess að eiginkonan stökkvi ekki í burtu, sagði ég. Hún sat og horfði hugsandi út um gluggann. Þakið á húsi Phils glóði í morgunsólinni, himinninn var fagurblár, og trjátoppana prýdda ungum laufblöðum vors- ins, bar í blámann. — Eitt af áhrifamestu brögðum mannsins, sagði hún alvarlega, er. að koma okkur konunum til að finnast við þýðingarmiklar. Ég teygði mig eftir kaffikönn- unni og Min gaf mér auga. — Finnst þér ótrúlegt, að ég hafi svonq mikið að gera? — Húsið er náttúrlega ekki stórt — Húsið og þú og máltíðirnar eru aðeins hluti af öllu saman. Ég þarf einnig að taka tillit til þjóð- félagsstöðu okkar. Ég gat ekki varizt hlátri. — Vissulega, sagði hún áköf. Allt það fólk, sem hefur hringt í mig undanfarinn mánuð. Það var mest af forvitni, en það er sama. Það var formaður kvenfélagsins, formaður safnaðarfélagsins — og svo auðvitað þessi snarvitlausa Lois . . — Min, elskan, talaðu ekki svona. — Ég tala, eins og mér sýnist. Hugsaðu þér, Whit, þessi mann- eskja var við brúðkaup okkar! Hafa hin heilögu bönd hjónabands- ins ekkert gildi í hennar augum? Ég stóð á fætúr. — Þú bullar, Min. — Ég buila ekki. Konan sú arna hefur haft á þér augastað frá því hún steig fyrst út úr lestinni hér í Berilo. En ef hún heldur, að hjóna-' band okkar sér bara eins konar til- j raunahjónaband — þá skal hún að mér heilli og lifandi komast að raun um annað. — En hvað það var dásamlegt, stríddi ég, að vita tvær fallegar konur keppa um hylli manns. Ég þekki bara ekki gamla Whit aftur. Hún kyssti mig og þurrkaði egg úr munnviki mínu — Þegar þessi Thornhill hefur komizt að hinu | sanna, þá verður aðeins ein falleg kona í þínu lífi, Rómeó. Auðvitað kitlaði það hégóma- girnd mína að vera kallaður Ró- meó. Og ég hafði satt að segja haft talsverðar áhyggjur út af því. að hjónabandið mundi ekki full- nægja athafnaþrá Min. Þess vegna gladdi það mig mjög, að hún hafði ákveðið að hætta blaðamennsk- unni, af því að hún hefði svo mikið að gera í hjónabandinu. Hún hélt áfram að hafa mikið að gera, og hún hélt áfram að vera hamingjusöm, og hún hélt áfram að fyllast undrun yfir ham- ingju sinni. Við og við féllust henni hendur við verk sitt, hún sneri að mér og horfði hugsandi á mig — Ég á svo bágt með að skilja þetta, sagði hún. Ég var hvorki móðgaður né særður. Ég þekkti mína Min og vissi, hvað hún hafði í huga. En hún varð að útskýra það fyrir Page og Phil, kvöld eitt, þegar þau sátu saman úti í garðinum hjá Phil Phil var búinn að koma upp eins konar eldhúsi í horninu milli húss og girðingar, þar sem voru hlóðir og allt tilheyrandi. Nú átti að vígja „eldhúsið“ með því að grilla nokkr ar kjötsneiðar. Ég hafði tafizt á sjúkrahúsinu, hafði fengið þreyt- andi sjúkling á síðustu stundu, gamla hefðarkonu, sem hafði svo margt að segja um sjúkdóma sína, að ég hélt ekki, að dagurinn mundi nægja. En þau þrjú ákváðu að bíða eftir mér, svo að ég gæti verið viðstaddur þennan mikla atburð. Þau horfðu iengi þögul á hið stórkostlega útsýni, sem blasti við þeim þarna ofan af hæðinni í kvöldsólinni, skógi vaxnar hlíðar dalsins, bugðótta ána eftir honum miðjum, og borgina sjálfa, Ijóm- andi í litaskrúði sumarsins. Og þau TÍMINN, fimmtudaginn 23. janúar 1964. — /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.