Tíminn - 23.01.1964, Side 2

Tíminn - 23.01.1964, Side 2
MIÐVIKUDAGUR, 22. jan. NTB- Dar-Es-Salaam. — Juli- ! i Nyerere, forseti Tanganyika ' k í dag um götur höfuðborgar- nar. Mikill mannfjöldi safn- iist að forsetanum, og hann vatti íbúana tii þess að hefja jnnu á nýjan leik. NTB-Oslo. — Fimm Norð- ' ienn- ætla að klífa 7.692 metra áan fjallstind í Himalayafjöll • m einhvern tíma í ágúst n. k. Yfirmaður leiðangursins . erður Arne Nöss, prófessor, NTB-Djakarta. — Robert 'iennedy, dómsmáiaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, eft- v viðræður sínar við Sukarno ndónesíuforseta, að samkomu- U ig hefði náðst í megindráttum . Malaysíudeilunni. NTB-Washington. ,— Lester Pearson, forsætisráðherra Kan- >da, átti í dag fund með John- rota forseta Bandaríkjanna. NTB- Lusaka. — Kenneth Ka unda var í dag útnefndur forsætisráðlierra Norður-Rhód- esíu„ eftir að flokkur hans, UN iP, gekk með sigur af hólmi í 'iingkosningunum í gær. NTB-Belgrad. — Tito, forseti Júgóslavíu, og Palmiro Togli- atti, leiðtogi ftalskra kommún- ista, hafa.lokið vikulöngum við- ræðum sínum í Belgrad. NTB-Bonn. — Hans Kruger, flóttamálaráðherra V.-Þýzkal., hefur verið leystur frá störf- um, á meðan rannsökuð verður fortíð hans innan Nazistaflokks ins á Hitlerstímanum. NTB-London. — Utanríkisráð herra Ítalíu, Giuseppe Saragat, hefur dvalið einn dag í London, þar sem hann ræddi við R. Butler, utanríkisráðherra Breta. NTB-Belgrad. — Noregur hef ur ákveðið að veita Júgóslavíu lán að upphæð 3 milljónir doll ara. Mun það einkum notað til lijálpar því fólki, sem missti allt sitt í jarðskjálftunum í Skoplje í fyrra- NTB-Þórshöfn. — Stjórnmála maðurinn og rithöfundurinn Rikard Long verður 75 ára á morgun. Hann var lengi ráð- | herra í landsstjórninni í Fær- eyjum. NTB-Genf. — Afvopnunarráð stefnan í Genf, sem hófst í gær, 'ræddi í dag tillögur Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna í af- vopnunarmálum. NTB-Addis Abeba. — Karl Babor, fyrrum SS-læknir í Grossrosenfangabúðunum, — fannst dauður í á einni í Eþí- ópíu. Hann starfaði sem hirð- læknir við hirð Haile Selassie, keisara. NTB-París. — De Gaulle, forseti Frakklands, mun fara í opinbera heimsókn til Brazilíu í nóvember n. k. Jafnt menn, konur og börn eru drepin í ægilegum fjöldamorðum í Ruanda: 12000 WA TUJSÍMENN DAUÐIR NTB-Usumbura, Ruanda, 22. janúar. Fjlöldamorðin á mönnum, konum og börnum af Wafufsi-ættbálknum í Ruanda halda áfram og óstaöfestar fregnir herma, að tala dauðra nálgíst nú 12.000. Evrópskir sjónarvottar segja, að hrannir tíauðra manna fljóti enn þá í ám landsins. Stjórnin í Ruanda heidur því þó fram, að óeirðirnar milli ætt- bálkanna hafi eínungis kostað 30 mannslíf. Forsaga fjöldamorðanna er sú, að Watutsimenn, sem þekktir eru fyrir stærð sína, gerðu fyrir nokkru árásir á Hutu-ættbálk- inn í norðurhluta Ruanda. Hutu- fólkið, sem er 80% af íbúum lands ins, náði völdum af Watutsí-mönn um, þegar landið varð sjálfstætt árið 1962, en þá höfðu Watutsí menn um langan tíma verið aðals stétt í landinu og kúgað Hutu- menn þannig, að næstum var um þrælahald að ræða. í fyrrahaust hófu Watutsi-menn sem flúið höfðu til nágrannaríkis ins Burundi, ’ránsferðir inn í landamærahéruðin í Ruanda. Eft- ir nokkrar slíkar árásir, tóku Hutu menn til sinna ráða, og óstaðfestar fréttir herma, að þeir hafi drepið alla þá, sem þeir náðu í karla, konur og börn. Herflokkar ríkis- stjórnarinnar tóku einnig þátt í hefndarráðstöfunum þessum. Trúboðar segja, að margir þeirra sem drepnir voru, hafi verið Wat- utsi-menn í þjónustu ríkisins, sem enn þá bjuggu í Ruanda, og höfðu samvinnu við Hutu-ættbálkinn. — Meðal þeirra, sem saknað er, er fyrrverandi forseti Þjóðþingsins, Amandin Rugiga, og foringi eins helzta stjórnmálaflokksins, Jóseph Gitera. Fjöldamorðin hafa komið harð- ast niður á Watutsí-mönnum, sem búa í Kikomgoro-héraðinu, og er talið, að Hutumenn séu staðráðnir í að útrýma öllum þeim Watutsí- mönnum, sem enn þá búa í Ru- anda. Evrópubúi nokkur segir, að hann hafi eitt sinn séð 48 dauða menn fljóta í ánni Sabarongo. í nágrenni Bugesera réðust her- menn ríkisstjórnarinar á fólkið með sprengjum, og yfirvöldin voru marga daga að slæða slík upp úr ánni Ruzizi, sem myndar landamærin á milli Burundi, Ru- anda og Kongo. Fjöldamorðin hafa komið af stað stórfelldum flóttamanna- straumi, 6000 Watutsí-menn eru komnir til Uganda og 4000 til Burundi. í Ruanda leitaði fjöldi manns hælis í kaþólskum trúboðs stöðvum, en var vísað þaðan sam- kvæmt skipun ríkisstjórnarinnar. Talið er, að alls hafi um 150.000 Watutsí-menn flúið til nágranna- ríkjanna. Heilbrigðisyfirvöldin í Ruanda hræðast nú, að farsóttir brjótist út vegna fjöldamorðanna, og hefur ríkisstjórnin snúið sér til belgísku stjórnarinnar og beðið hana að senda belgíska fallhlífarhermenn til landsins til þess að hjálpa til, Einnig er búizt við að Rauði Kross inn sendi nefnd til Ruanda, til þess að rannsaka ástandið. -lón Garðar Framnaid at 1 siðu. — Voruð þið löngu hættir að háfa? —Já, við höfðum fengið um 1700 tunna kast í gærkvöldi, og tókum inn af því 1100 tunn- ur, en slepptum hinu. Síðan sigldum við af stað til Eyja kl. 20 mínútur fyrir eitt í nótt. Þegar líða tók á nóttina lét ég keyra með hálfri ferð til þess að færi betur á bátinn, því það var dálítil vindkvika og aðeins sjór undir. — Hvar var .sjdpshöfnin, þegar skipið lagðist á .hliðina? — Þrír menn voru uppi , á vákt, en hinir voru frammi í lúkar. Við létum báða björg- ^IGURÐUR BRYNJÓLFSSON -- blágrýtisballestin á 5. tonn. unarbátana út, en fórum síð- an allir í stærri bátinn. Hamra- vík hafði verið um 2 mílur í burtu, þegar við sendum út neyðarkallið, og kom og náði okkur upp eftir að við vorum búnir að vera í bátnum í 10 mínútur. — Telur þú, að Jón Garðar hafi verið valtur? — Nei, ekki undir venjuleg- um kringumstæðum. Við vor- um með blágrýtisballest á 5. tonn í bátnum. Sigurður hefur verið skip- stjóri á Jóni Garðari frá því í haust, og var báturinn búinn að vera á síldveiðum í þrjá mánuði. Áður var Sigurður Brynjólfsson með Freyfaxa. Þeir Björgvin Hilmarsson, fyrsti vélstjóri, og Felix Jóhannesson, háseti, voru á vakt í brúnni, þegar báturinn lagðist skyndilega á hlið- ina og ber þeim saman um það, að enga aðra ástæðu sé hægt að færa fyrir veltunni en snarpa vind hviðu. Veðrið var frekar hvasst, sex vindstig, og þegar skarpur hnútur skall á bátnum, lognaðist hann út af. Björgvin gerði strax viðvart og hófst handa um að ná í gúm- björgunarbátana, en Felix óð sjó- inn aftur í lúkar upp í mitti, þar sem tveir félagar hans sváfu. Þeir vöknuðu við vondan draum og þustu úr kojunum á nærklæðun- um einum. Öll var skipshöfnin á nýjum sk'óm, því þeir fóru allir skólaus- ir frá borði. Sumir þeirra voru mjög fáklæddir, og höfðu fengið sér peysur og buxur í Vestmanna eyjum. Á flugvellinum var Dóra Garð- arsdóttir systir eins skipverjans Geirs Garðarssonar úr Sandgerði. Faðir þeirra systkina var Jón Garð ar Guðmundsson frá Rafnkelsstöð um, og hét báturinn eftir honum. Dóra er gift Ögmundi Magnússyni stýrimanni á Víði II. og var hún með lítinn son þeirra Jón Garðar að taka á móti Geir bróður sínum. —Við vissum ekkert að þeir voru að koma, héldum að þeir mundu fara til Þorlákshafnar, en ég er svo ánægð að sjá þá alla hérna. Magnús Bergmann skipstjóri á Hamravíkinni, sem bjargaði áhöfn inni á Jóni Garðari sagði í dag: — Við vorum skammt frá bátn- MAGNÚS BERGMANN fundu Jón Garðar strax. JÓN GARDAR GK 510. um, innan við tvær mílur í burtu. Þegar ég heyrði neyðarkallið í tal- stöðinni vissi ég vel hvar bátur- inn var, því ég var nýbúinn að heyra Sigurð skipstjóra tala við bróður sinn, sem er skipstjóri á Lóminum. Snerum við þá strax á bátinn og fundum hann fljótt, því þeir höfðu blys uppi. — Björgunin gekk vel, því veðr ið var ekki sérlega slæmt. Ekki sagðist Magnús hafa bjarg að mönnum úr sjávarháska fyrr, en hann hefur verið með Trésmiðadeilan leyst KJ-Reykjavík, 22. janúar. í KVÖLD lauk trésmiðaverkfall- inu, sem staðið hefur í 6 vikur og náð til 600 trésmiða. Á sáttafundi í gærkveldi náðu samninganefndir deiluaðila samkomulagi fyrir sitt leyti, sem lagt var fyrir félags- fundi deiluaðila í kvöld. Mörgum húsbyggjandanum mun létta því nærri algjör stöðvun hefur verið í byggingariðnaðinum frá því verk fallið hófst. ' Á fundum Trésmiðafélags Rvík- ur og Meistarafélags húsasmiða í kvöld var síðan samþykkt samn- ingsuppkast þar sem ákveðin var 15% kauphækkun á alla kauptaxta og samið um að skipa rannsóknar- nefnd með sinn fulltrúann frá hvor um aðila auk hlutlauss aðila frá Iðnaðarmálastofnuninni. Nefndin á að taka fyrir óeðli- lega háa eða lága útkomu í ákvæð- isvinnu. Hamravíkina frá því hún kom hing að til lands í vor, áður var hann með Bergvíkina. Þessir eru skipsbrotsmennirnir: Sigurður Brynjólfsson skipstjóri, Þorsteinn Erlingsson, stýrimaður, Björgvin Hilmarsson 1. vélstjóri, Þorsteinn Þórðarson, Tyrfingur Þorsteinsson, Ólafur Sveinsson, Felix Jóhannesson, Sigmundur Baldvinsson, Baldvin Jónsson, Geir Garðarsson. í GÆRKVÖLDI var tefld 7. umferSin í Reykjavíkurmót- inu og eru úrslitin þessi: Guðmundur — Tal Magnús — Friðrik 0:1. Wade — Arinbjörn 1:0. Johannesen — Trausti 1:0. Gligoric — Nona 1:0. Ingvar — Ingi biðskák. Jón Kr. — Freysteinn biðsk. Eftir sjö umferðir eru þeir Tal og Friðrik efstir með 6V2 vinning hvor, Giigoric er 3. með 6 vinninga og Johanne- sen þá með 4 vinninga og bið- skák. I 2 TÍMINN, fimmtudaginn 23. janúar 1964.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.