Tíminn - 23.01.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 23.01.1964, Qupperneq 3
TVÆR miðaldra systur hafa verlð ákœrðar fyrlr að reka hvíta þrælabúðir é landamærum Mexi- co og Bandaríkjanna. Sagt er, að konur og börn hafi verið hýdd til dauða eða svelt í hel, og á ein- um stað hafi fundlzt 29 kvenlík og lík nokkurra barna I fjölda- gröf. MYNDIN sýnlr konur, sem lokaðar voru Inni í þrælabúðum, benda á aðra systurina, sem á- kærð er. SÆMILEGASTA FISKIGENGD KI-Eskifirði, 22. janúar. FRÁ 13.—20. janúar að telja hafa eftirtaldir bátar lagt upp í heimahöfn: Vattarnes 20. lestir, Jón Kjartansson 30 lestir, Stein- grímur trölli 45 lestir, Seley 42 lestir og Guðrún Þorkelsdóttir 35 lestir. — Aflamagnið er miðað við slægðan fisk með haus. Mestur hluti aflans veiddist fyrir Suð-Austurlandi einkum í Mýrarbugt. Sjómenn telja fiski- gengd með sæmilegasta móti, en gæftir á suðausturmiðum hafa hamlað veiðum þar um slóðir að undanförnu. Fréttabréf úr Lóni TE-Lóni, 22. janúar. SÍÐASTLIÐIÐ ár var heldur í lakara lagi, hvað tíðarfar áhrær- ir, og varð uppskeran auðvitað eftir því. Hey hirtust þó vel, en há- aruppskera var léleg hér, eins og „HúsiSí skóginum' frumsýnt á sunnud. GB-Reykjavík, 22. jan. LEIKFÉLAG Kópavogs varð fyrst á þessu leikári til að flytja barnaleikrit, og á sunnudag var frumsýning á hinu langþráða leik riti ,,Húsið í skóginum“, eftir Ann- Cathy Vestly, undir leikstjórn Lár- usar Pálssonar. Sem áður hefur verið frá sagt hér í blaðinu, er þetta eitt af vin- sælustu barnaleikritum, sem kom- ið hafa fram á Norðurlöndum hin síðari ár, og hefur það að nokkru leyti verið kynnt hér í útvarpinu og eins og börnin vita, eru hlut- verk býsna tnörg og verða þau og leikendur ekki allir taldir að sinni. Hin helztu eru: Mons álfur Sveinn Haldórss.), Mogens álfur Björn Magnúss.), Amma (Auður Byggðir og bú ORÐSENDING frá Búnaðarsam- bandi Suður-Þingeyinga til búnað- arfélagsformanna og áskrifenda bókarinnar .Byggðir og bú“ — ald- arminningu Búnaðarsambands Suð ur-Þingeyinga. Sá dráttur, sem orðið hefur á afgreiðslu bókarinnar „Byggðir og bú“, aldarminningu Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga, til áskrif enda stafar af verkföllum bókbind ara í desecnber s. 1. Eru þeir, sem hlut eiga að máli beðnir afsökunar á því að afgreiðsla gat ekki farið fram nema að nokkru leyti á áður tilkynntum tíma. Þeim, sem ekki hafa enn fengið bókina afgreidda mun verða send hún seinni hluta þessa mánaðar. Búnaðarfélagsformenn, sem kunna að hafa áskriftarbsta undir höndum, með væntanlegum kaup- endum, eru vinsamlega beðnir að senda þá, eða hafa samband við undirritaðan fyrir lok þessa mán- aðar. Hermóður Guðmundsson, Árnesi. Jónsd.), Mamma (Gunnvör Braga) og Pabbi (Valgeir Óli Gíslason). Leikurinn er i tveim þáttum, en mörgum atriðum, sem fara fram til skiptis inni í húsinu, á hlaðinu fyrir framan húsið, eða í skóginum nálægt húsinu. Þýðandi leikritsins er Gunnar Sveinsson, leiktjöld eftir Hafstein Austmann, tónlist eftir Finn Luft, og undirleik annast Einar Logi Einarsson. víða annars staðar. Kartöfluræktin gekk erfiðlega, svo og kornræktin, en hún er töluverð og vaxandi. Þó fengu þeir, sem höfðu byggafbrigð ið ,,Mari“, yfirleitt góða uppskeru, miðað við árferðið. Kaupfélagið rekur kornþurrkunarstöð á Höfn og sér bænd'um fyrir mölun korns- ins. Fremur var lítið um bygginga- íramkvæmdir í hreppnum s. 1. ár. Fullgert var og flutt í nýtt íbúðar hús á Hlíð og hafin bygging ann- ars í Volaseli, en þar er um bæj- arflutning að ræða. Stór hlaða var fullgerð á Þorgeirsstöðum, votheys turn steyptur upp á Stafafelli og fjárhús endurbyggð í Hvainmi. — Víða skortir enn góðar og nægileg ar byggingar. Ræktun þokar áfram, og hafa einkum þeir, sem eiga sandlendur og aura, verið athafnasaimir á ár;. inu. Skurðgrafa frá Landnáminu var 'héí að storfum um máiiaðar- skelð. Gróf hún 5 km. langa skurði í landi Volasels. Fallþungi dilka reyndist hér víð ast hvar i meðallagi í haust, og þokar heldur fram á við árlega, Tómstundaiðja NÚ ER tómstundaiðjan að hefj- ast að nýju, eftir jólahlé. í Tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50 gefst unglingum kostur á þátttöku í þessum greinum: Ljósmyndaiðja, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 7 e. h., fyrir 12 ára og eldri. Leðurvinna á mánudögum kl. 7 e. h. fyrir 12 ára og eldri. Afli bátanna í Grindavík BO-Grindavík, 22. janúar. AFLI línubáta yfir 30 lestir er 444,990 kg. í 60 róðrum. Meðalafli í róðri 7,416. Afli minni báta er 41.640 kg. í 15 róðrum, meðalafli 2,776 kg. í róðri. Mestan afla hef- ur Þorbjörn, Grindavík með 38.580 kg. og þriðji Áskell frá Grenivík | með 35.430 kg., sem hann fékk í1 þremur róðrum. Mesti afli í róðri, 16.290 kg. fekk Áskell. Þorskafl- inn frá áramótum er alls 486.630 kg. 5670,80 tunnur síldar hafa komið á land frá áramótum. Hrafn Svein- bjarnarson III fékk 1400 tunnur síldar, sem hann landaði hér þann 14., af því fóru 940 tunnur til fryst ingar. Frímerkjaklúbbur á miðvikudög- um kl. 6 e. h. fyrir 9 ára og eldri. Bein- og hornavinna á miðviku- dögum kl. 8 e. h. fyrir 12 ára og eldri. Skák á fimmtudögum kl. 7 e. h. Kvikmyndasýningar fyrir börn (ýimsar fræðslu- og skemmtimynd- ir) kl. 5,30 e. h. á laugardögum. ,,Opið hús“ á laugardögum kl. 8 e h. Þá eru til staðar ýmis leik- tæki og spil, sýndar kvikmyndir og leikin hljómlist af plötum fyr- ir 12 ára og eldri. Sjóvinna. Námskeiðið hófst í nóv. s. I. og heldur áfram fram eft- ir vetrinum. Flugmódelsmíði fyrir 12 ára og eldri. Starfsdagar tilkynntir síðar. Upplýsingar og innritun verða í Tómstundaheimilinu að Lindar- götu 50 kl. 3—4,30 e. h. daglega og eftir kl. 7 á kvöldin frá og með 20. þ. m. hvað það snertir. í'vetur, sem leið, kom upp skæður faraldur af lungnadrepi í fénu að Þórisdal, og urðu bændurnir þar, Egill Bene- diktsson og Benedikt sonur hans, fyrir miklu tjóni af völdum þess. Nú í haust bar svo eitthvað á þessu — t. d. missti Skafti Benedikts- son í Hraunkoti 15 ær af völdum þessa vágests. Bólusett er gegn veiki þessari. í samgöngumálum þokar í átt- ina. Eru nú brýr komnar á allar aðalárnar, en nokkrir lækir leika enn lausir. í sumar var lokið við nýjan vegarkafla milli brúnna á Laxá og Gjádalsá og að mestu leyti milli Gjádalsár og að brúar- stæði á Brunná í Volaselslandi. — Búið er að mæla fyrir nýjum vegi vestan Þorgeirsstaðaár að Fjarðar áraurum, en sú leið er oft slæm að ^etrinum. Skólinn hér hefur verið farskólij. þar til í fvrra. að hann fékk jnni í fundarhúsi hreppsins. Það hús var byggt árið 1912 úr steinsteypu og þótti þá vegleg bygging. Það var orðið illa farið, en hreppsnefnd ir, gerði nú myndarlegt átak því til lagfæringar og bjó skólanum góð- an samastað. Sett var nýtt hitun- arkerfi í húsið og hreinlætistæki og það rnálað. TJngmennafélagið lagði til stóra ljósavél. Eftir er að betrumbæta húsið utan. Börnun- um er nú ekið til og frá skóla dag- lega. Kennari er Þorsteinn Geirs- son, Reyðará. Svipað má segja um sóknarkirkj una að Stafafelli. Hún er nú að verða aldargömul. Sóknarnefndin hefur látið lagfæra hana og mála og setja þar upp kosangasofna. — Framhald á 13. síðu. NY FRÍMERKI FB-Reykjavík, 22. jan. PÓST- og símamálastjórnin gaf út frímerki 17. jan. s.l. í tilefni 50 ára afmælis Eimskipafélags fs- iands. Á frámerkinu, sem er að verðgildi 10 krónur, er mynd af Gullfossi, stærsta skipi félagsins. Frímerkið er prentað hjá Courvoi- sier S/A, La Chaux de Fonds í Sviss. Olóðir piltar réðust á fðlk ÞRÍR ölvaðir menn réðust á heimilisfólkið að Lyngfelli í Vest- mannaeyjum aðfaranótt fimmtu- dagsins síðasta. Brutust þeir inn í hænsnahús í eggjaleit og fóru um með berserks gangi, en snéru sér síðan að íbúð- arhúsinu, þar sem fyrir voru öldr- uð hjón ásamt uppeldissyni sínum. Reyndi hann, Oddur Guðlaugs- son, að sporna við berserksgangin- um, en hlaut við það áverka á and- liti. Lögreglan kom á staðinn og handtók piltana og færði þá í gæzluvarðhald. Piltar þessir hafa áður komizt í kast við lögregluna í Vestmannaeyjum. Gamla konan var veil fyrir, og lézt hún á fimmtudagskvöldið. — Hún mun þó ekki hafa orðið fyrir neinu slysi af vöidum piltanna. Vottorð um stefnu- festu Mbl. Landbúnaðarpostuli Morgun- blaðsins, Gunnar Bjarnason, sem boðar birtingu heillar biblíu frá sinni hendi um al- ger stakkaskipti alls Iandbún- aðar á fslandi, upphefur kapí- tula sinn í Morgunblaðinu í gær, með þeim formála, að til- efni hans sé „skrif þeirra Pálma Einarssonar og Stefáns Aðalsteinssonar ekki sízt af þeim sökum, að Mbl. gerir mál- flutning þeiirra og sjónarmið að stefnu sinni, að minnsta kosti í tvo daga.“ Og enn segir Gunnar: „Sem betur fer, var ekki dvalið lengi i þeirri Paradís, því að 8. janúar tekur blaðið aftur upp stefnu framfaranna og birtirr leiðarann HAGNÝT- UM ÞEKKINGUNA sem var mjög tímabær herhvöt“. Gunnar gefur Mbl. sem sé það vottorð, að Mbl. hafi „sem betur fer“ ekki varið hinn rétta málstað bænda gegn flumbru- mönnum eins og honum, nema tvo daga' Þá hafi það snúið aft- ur við blaðinu. Þetta er hárrétt lýsing á bændaskrifum Mbl. Það reynir ef til vill að sýna bændum rétt læti í tvo daga, en snýr svo við blaðinu og bætir fyrir brot sitt með því að sýna þeim óréttlæti í málflutningi í hundrað daga. Tölur, sem tala Seyðfirðingur skrifar bréf.sem Hannes á horninu birtir í AI- þýðublaðinu í gær, og verður varla annað sagt, en þar séu athyglisverðar tölur, sem tala skýiru máli, og er rétt að birta bréfið: „Vegna skrifa þinna fyrir nokkru, um þær vinnudeilur, sem nú eru afstaðnar vil ég ieyfa mér að segja þetta til skýringar málstað okkar sem gengum að kjörborði í verka- mannafélögunum og gréiddum atkvæði með vinnustöðvun: Kjör verkamanna Þau hafa sennilega ekki um langan tíma verið Iélegri: Fyrsta verk núverandi stjórnar- flokka var að afnema vísitölu- uppbót á kaup og síðan hefur þessi margumdeilda vísitala hækkað og margvís'legar hækk- aniir aðrar orðið á vörum og þjónustu, sem ekki eru með í útreikningi vísitölu. Hins vegar hafa orðið lækkanir á ýmsum gull- og silfurmunum og luxus- vöru, sem ekki er líklegt að þeir lægst launuðu geti veitt sér. Háttlaunaðir starfshópar hafa fengið kjarabót, og að því afstöðnu verið bundið við kaup verkamanna, þannig að þeir fá kauphækkun um leið og verka- menn, sem þýðir í okkar augum að mismunurinn sé lögfestur. Kaupgeta atvinnu- Yeganna: Aðalrök andstæðinga verk- fal'isins eru þau, að atvinnuveg- irnir geti ekki borið meira kaup, þó sérstaklega sjávarút- vegurinn. íslenzkuir sjómaður fiskar 5 sinnum meira en norsk- ur og fær svipað kaup og hann og íslenzkur verkamaður fær svipað kaup fyrir 12 klst. vinnu og norskur fyrir 8 klst. íslenzka útgerðin fær álíka mikið í sinn hlut og sú norska. (Þetta get ég sannað ef þörf krefur með bréfi frá fiskimannasamband- Framhald á 15. siðu. pif- TÍMINN, fimmtudaginn 23. janúar 1964. — 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.