Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 1
Helgi Bergs um efnahagsmálin á fundi FUF í fyrrakvöld: Ríkisstjórnin má ekki skjóta sér undan ábyrgð á verðlagsþróuninni Valt á hlið og sökk á örstuttri stundu FB, HF, KJ-Reykjavík, 22. janúar Rétt fyrir klukkan 5 í morg- un fékk sfldarskipið Jón Garð- ar GK 510 á sig hnút, þar sem það var statt 16 sjómflur suð- austur af Hjörleifshöfða á leið með sfldarfarm til Vestmanna- eyja og sökk hann á 7—10 mín- útum. Tíu manna áhöfn var á Jóni Garðari og björguðust allir. Eru nú þrjú íslenzk fiski TYRFINGUR ÞORSTEINSSON skip farin í þessum mánuði, tvö þeirra svo til ný, en Jón Garð- ar var stálskip smíðaður í Zaandam í Hollandi árið 1960. Hann var 128 lestir og eigandi hans Guðmundur Jónsson út- gerðarmaður á Rafnkelsstöð- um í Garði. Skipbrotsmenn komu til Reykjavikur kl. rúmlega þrjú síðdegis og hafði Tíminn þá tal af þeim. Hamravík frá Keflavík bjarg aði skipshöfninni á Jóni Garð- ari, en skipið var statt um 2 sjómílur frá þeim stað, sem Jón Garðar sökk, þegar neyð- arkallið kom. Áhöfnin á Jóni Garðari fór um borð í björg- unarbát og eftir tíu mínútur vroru allir mennirnir komnir heilu og höldnu um borð í Hamravíkina. Sjópróf fara fram hjá ' sýslumanninum í Hafnarfirði, og hefjast þau kl. 1 á morgun. — Þetta gerðist um klukkan 5 í morgun, sagði Sigurður Brynjólfsson skipstjóri á Jóni Garðari, þegar við hittum hann úti á Reykjavíkurflugvelli og spurðum hann um skipstapann. — Við vorum staddir 16 sjó- mílur suðaustur af Hjörleifs- höfða á leið til Vestmannaeyja með 1100 tunnur af sild. — Hvernig var veðrið? — Það var bræla, ein 5 vind- stig á suðvestan, þegar bátur- inn lagðist allt í einu á hliðina. og þá var ekki um annað að gera en fara í björgunarbátana. Við vorum með 1000 tunnur af síld í lest og þar að auki um 100 tunnur á dekki. Framh. á 2. síðu k nærfötunum í gúmbátinn TYRFINGUR ÞORSTEINSSON matsvelnn á Jónl Garðarl var grelnilega í spánnýjum fötumþeg ar hann kom með flugvélinni til Reykjavíkur í dag, svo við sner- um okkur að honum: - Ég var steinsofandi, þegar þetta gerðist og datt ekkl í hug, að nokkur hætta værl á ferðinni, svo ég fór ég ekki að klæða mig Ég varð þvi að fara út I björgun- arbátinn eins og ég stóð, á nær- fötunum elnum saman. — Hefurðu lent í svipuðu áð- ur? — Nei, aldrei nokkurn tíma, en ég færi strax á sjó aftur í dag, ef ég kæmist, sagði Tyrfing- ur. sem hafði verið á Jóni Garð- ari frá því í haust. IGÞ-Reykjavik, 22. januar Á þriðjudagskvöldið hélt Félag ungra Framsóknarmanna fjölmennan fund í félagsheimilinu í Tjarnargötu, þar sem umræðuefnið var „Endurreisn efnahagslífsins". Helgi Bergs, alþingismaður, var frummælandi. Hóf hann mál sitt á þvf að lýsa efnahagsástandinu eins og það er nú, eftir fjögurra ára „viðreisn". Hann sýndi fram á, að viðreisnin hefði verið framkvæmd með allt öðrum hætti en til hefði staðið í upp- hafi, samkvæmt málflutningi stjórnarliða. Leiddi hann að því rök, að eins og viðreisnin var í upphafi áætluð, hefði hún leitt til meiri samdráttar en raun varð og jafnvel atvinnu- leysis, en eins og hún var framkvæmd, hlaut hún að leiða til óðaverðbólgu og vaxandi vandræða svo sem nú er raun á orðin. Þá sýndi ræðumaður fram á með ýmsum dæmum, að ríkis- stjórnin hefði einnig gerzt sek um afglöp og sinnuleysi í stjórnarat- höfnum, sem hefðu flýtt fyrir þess ari niðurstöðu. Síðan sneri ræðu maður sér að viðfangsefnum næstu framtíðar. Hann minnti á, að þegar kaupbindingarfrumvarp ið var til meðferðar í haust, hefði ríkisstjórnin haldið því mjög á loft að kaup gæti ekki hækkað meira en þjóðartekjurnar, því meira væri ekki til skipta. Þetta væri neikvæð afstaða. Jákvæða af staðan væri að álykta að þá yrði að auka þjóðartekjurnar og þjóð- arframleiðsluna. í framhaldi af því sagði Helgi Bergs 1 framsögu ræðu sinni: Við eigum að fara jákvæðu leið ina. Beina því fjármagni, sem er til ráðstöfunar til fjárfestingar í þjóðfélaginu, til framleiðsluaukn ingar og taka tillit til, þegar valið er milli fjárfestingarmöguleika, hvor leiðir til mestrar framleiðni aukningar. Jafnframt verður að auka fræðslu- og ráðunautastarf í verktækni og vinnuvísindum. Við verðum að beina afthygli okk ar að því, að koma upp fullkomn ari neytendaiðnaði á grundvelli sjávarafurðanna. Úr síldinni verð- um við að búa til manneldisvörur og gefa þá einnig gaum þeim að- ferðum, sem nú er verið að full- komna út um heim, til þess að framleiða fiskimjöl til manneldis. Enn fremur verðum við að fram- leiða fullkomnari vörur úr síldar- lýsinu með þvi að koma upp herzluverksmiðju. Þá verðum við ekki síður að beina athygli okkar að iðnaðar- uppbyggingu á grundvelli landbún aðarins og þá eigum við ekki bara að hugsa um ull og skinn, sem okk ur er tíðræddast um nú, heldur skulum við minnast þess, að hin mikla dagsbirta vordaganna gerir okkar land sérstaklega fallið til grasræktar og fóðuröflun til út- flutnings er því hugmynd, sem gefa verður fylista gaum. Fyrir þessar vörur allar ber okkur að leita sem traustastra markaða í Vestur-Evrópu fyrst og frermst, en einnig víðar, með eðlilegri sam- vinnu við þessar þjóðir, en gæta ber þess vel, að leggja ekki snefil af sjálfsforræði eða fullveldi okk- ar með í þau kaup. Ríkisstjórnin hefur nú sótt um bráðabirgðaað- ild að-almenna alþjóðlega tolla- og viðskiptasamningnum og er það skref í rétta átt, þó að engu skuli spáð um það, hvaða samningar kunna að nást á þeim vettvangi. Hefur þar með verið lagt inn á tollasamningaleiðina, sem Fram- sóknarmenn mæltu með í umræð- unum um EBE. Framhald é 15. sf8u. HELGI BERGS, alþingismaSur, aS flytja raaSu sína um endurreisn efnahagslífsins, á fundi FUF í fyrrakvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.