Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 15
Árnað heilla 70 ára er í dag Björg Gísladóttir, Hverfisgötu 67, Reykjavík. VlÐAVAHGUR (Framhald af 2. síðu). margir settu sakleysislegan kosningakross við íhaldið út á fölsk loforð — út á loforð, sem voru svikin svo herfilega, að lægst launaða fólkið þarf að vinna þrjár klukkustundir og 12 mínútur á hverjum virkum degi allt árið til að bæta sér upp skaðann af lífskjaraskerð- ingu ílialdsins. Sjötug Fr nald af 9 siðu ) og gróðri, trú erfðahlut sínum og uppeldi. Trjágróð'urinn kringum M.A. á henni margt hlýtt handtak að þakka. Og allur blómaskarinn, utanhúss og innan, átti þar um- hyggjusemi og ástríki að fagna, líkt og börnin hennar sjálfrar. Það var ánægjulegt að sjá frú Halldóru taka til hendi við hey- skap. Þar kunni hún líka til verka. Á sumrin mátti sjá hana þar á skólatúninu, hressa og glaða með hrífu í hönd, raka ljá, rífa flekki, raka í föng eða taka í sátur og bólstra. Það starf leysti hún cigi síður kunnáttusamlega af höndum en gestamóttökur og framreiðslu kræsinga. Frú Halldóra Ólafsdóttir er mifc- ilhæf skörungskona og vel mennt- uð. Það sópar að henni hvar sem hún fer. Hún vex við kynni, því að hún er drengur góður, hispurslaus, hreinskiptin og hjartalagið gott. „Hún reynist öllum vel er til henn- ar leita“, sagði umkomulítil kona um frú Halldóru, og mun það sann- mæli. Ég minnist margra ógleyman- legra stunda Á heimili þeirra hjóna í Menntaskólanum. Þar var stundum margt spjallað og oft glatt á hjalla. Og milli heimila okkar og skóla voru vinatengsl. Fáum var gagnlegra og betra að kynnast en Sigurði skólameistara og fáir reyndust mér betur er á móti blés. Fyrir það allt minnist ég þeirra hjóna með þakklátum hug. Og frú Halldóru sendi ég nú hjartanlegustu hamingjuóskir með þetta mer'kisafmæli og alla þá vel- vild og vinarþel, sem hún á í brjóstum fjölda samferðamanna sinna. Og ósk mín er sú, að henni megi allar stundir verða sem beztar. Snorri Sigfússon. Reykhólakirkja Framhaid aí 9 síðu minna en að yrkja eins og Matthí- as, þótt segja megi hins vegar að flestir vildu það kvæði kveðið hafa, eins og sagt var um Lilju. — Því er það, að eins og Matthías í kvæði sínu talar fyi'ir munn allra, sem átt hafa og eiga góðar mæð- ur, þamnig á skreyting Reykhóla- kirkju að verða minnisvarði um allar þær góðu konur, sem menn sjá ástæðu til að minnast á þann hátt að efla minningarsjóðinn við Reykhólakirkju, þótt nafn Þóru í Skógum standi þar fremst eins og í Ijóðinu. Allmargar gjafir bárust fyrst í stað í þennan sjóð og gáfu ýmsir til minningar um mæður sínar, en auk þess kom eitthvað af gjöfum öðruvísi, m. a. myndarleg gjöf frá kvenfélagasambandinu við Breiða- fjörð. Verið er nú að gera fallega minn- ingabók, sem í á að skrá nöfn allra þeirra mæðra, sem fólk vill heiðra og minnast á þennan hátt. Er ástæða til að vekja athygli á þessum sjóði nú, því nú líður senn að því að hann þurfi að fara að gegna hlutverki sínu. Ef það lán- ast að afla nægjanlegs fjár, mun verða reynt á komanda sumri að þoka innréttingu nýju kirkjunnar það langt áleiðis að hægt verði að fullgera hana fyrri hluta sumara 1963 og vígja hana þá. En sjóðurinn er enn svo lítill að því fer fjarri að hann dugi til að borga allan skreytingarkostnað hvað þá meira. Því eru þeir, sem hugsað hafa sér að gefa fil minningar uih mæð- ur sínar, vinsamlegast á það ininnt- ir að nú þarfnast sjóðurinn fjárins tilfinnanlega. Einnig skal á það minnt að senda með minningargjöfunum nöfn þeirra, sem gefið er í minningu um, og helztu æviatriði, sem skráð verða í minningabókina. Gjafir má senda til sóknarprests- ins á Reykhólum eða til séra Árelí- usar Níelssonar í Reykjavík. Þórarinn Þór. Djúpivogur Framhald af 8 síðu. inn um hendur okkar og hand- leggi, hvítu ferðaskyrturnar voru nú sjóblautar langt upp eftir. Þrátt fyrir þessa handskírn urðu þessir 4 strákar kunningjar, sem ávallt glöddust við góð kynni um langan ævidag. Karl er fæddur 9. sept. 1877 austur á Berufjarðarströnd, 'en fluttist barn með móður sinni og föður til Djúpavogs. Hefur dvalið þar jafnan síðan, að undanteknum 10 árum sem hann dvaldi í Noregi, ungur maður mest við sjósókn og siglingar á norskum skipum. Kom hann heim fullnuma í talmáli Norð manna og Dana. Gekk hann þá að eiga Björgu Árnadóttur Antíusson- ar frá Hnaukum, sem' orðlögð er fyrir dugnað og fórnfýsi. Hafa þau átt 14 börn og eru nú barnabörn þeirra mörg — gott fólk. Nýtur nú Karl umhyggju hinnar góðu konu sinnar og barna þeirra er með hon- um búa. Hann er mjög vel greindur mað- ur, og vel að sér af óskólagengnum manni. Reikningsglöggur og athug- ull. Um mörg ár var hann fiski- matsmaður á Djúpavogi og endur- skoðandi reikninga Kaupfélags Berufjarðar. Oft var Karl sá fyrsti, sem gestir tóku tali er þeir komu á Djúpavog. Hvort sem landleið var farin eða komið með skipi. Ýmist á bryggj- unni, í búðinni eða heima við hús- ið hans rétt við þjóðveginn. Góður var hann á að hitta, alltaf jafnfróð- ur og fús til frásagna. Hjá honum fékk maður oft fræðslu um gang málanna utanlands og innan, flutt án áróðurs og æsinga, og án ásak- ana á náungann. Mátti líkja því við góðan fréttatíma hins hlutlausa Rlkisútvarps nú á dögum. En und- iraldan var rík félagshyggja — málstaður hinna mörgu smáu, er þjóðfélaginu bæri að hjálpa til þroska og velmegunar. Karl var eins og flestir búendur við Beru- fjörð, bæði bóndi og sjómaður á smábátum. Þó átti hann um tíma vélbátinn Síðu-Hall að hálfu, og var þá skipstjóri með réttindum þótt aldrei hefði í skóla gengið. Kýr og kindur átti hann sem aðrir •bændur og þótti vænt um þær og var heppinn fjármaður. Hann er líka talinn bóndi með mynd sem kom í bókinni ísland, er Almenna bókafélagið gaf út 1956. Ég er ánægður með hann þar sem full- trúa okkar bænda, þakka honum samfylgdina og óska honum alls góðs á ævinnar kveldi. í hljómleikasal Framhald ct 8. síðu. var 'frú Sigurveig Hjaltested og söng hún allmörg lög, sem hún flutti af myndugleik og festu. Má þar nefna „Sumarimnning“ eftir söngstjórann, fallegt lag, svo og Mansöng F. Sehuberts, hvoru tveggja prýðilega sungin. Þá voru 4 sönglög eftir John. Brahms fyrir kvennakór með und irleik tveggja hornista og hörpu, allt mjög falleg Iög og vel sungin. Einleik á hörpu lék Mariluise Draheim. Einhvers konar sviðs- hræðsla virðist grípa ungfrúna þeg ar til hennar kasta kemur, og því erfitt fyrir hlustandann að gera sér nokkra hugmynd af leik henn ar. Karel Paukfert lék undir á píanó af öryggi og smekkvísi, og er auðheyrt að þar var á ferðinni undirleikari sem má treysta. Þeir Herbert Buchner og Wolfgang Miineh léku með á horn í Brahms- verkinu. Stjórnandi og einsöngvarar hlutu verðugt lófatak að lokum. U. A. Símanúmer okkar verður eftirleiðis 20390 BARNAVAGNASALAN Baldursgötu 39. 2. síSan hann leggur stund á abstrakt- málaralist. En honum leiðist að mála, og einn góðan veðurdag nennir hann því ekki lengur. Móðir Dinos, sem er forrik ekkja, býr í glæsilegri íbúð á Via Appia. Hún vill gjarnan, að hann flytji til hennar, en hon- um leiðist að búa hjá henni. Á afmælisdaginn hans ætlar hún að gefa honum rándýran sportbíl, en honum leiðfet að aka í rándýrri sportbifreið, hann vill heldur notast við -gömlu drusluna sina. Þannig er nú ástandið, þegar Dino kynnist Ceciliu. Hún hef- ur verið ástmær gamals, ósiðláts málara, þangað til hann dó í ein um ástaleiknum. Nú sofa þau Cecilia og Dino títt hvort hjá öðru, en þó að Cecilia sé hin bezta ástmær (Moravia lýsir því nákvæmlega í smáatriðum), þá leiðist Dino það heldur. Hann er einmitt að velta því fyrir sér að segja skilið við hana, af því ag hann er orðinn svo leiður á henni, þegar hann kemst a því, að hún er honum ótrú með leik ara. Cecilia skiptir sér réttlátlega á milli þessara tveggja manna En þó að Dino „hafi“ hana, eins og sagt er, annan hvorn dag, finnst honum, að hann hafi aldrei „átt“ hana, og er þar átt vi.ð eitthvað andlegt. Þag kvelur hann meira og meira, að hann skuli ekki geta Slitið sig frá henni, og að lokum biður hann hennar — út frá þeirri skynsam legu forsendu, að þegar þau verði orðin hjón, muni hann fljótlega verða svo leiður á henni, að hún muni hætta að verða til fyrir honum. En Cecilia neitar bónorðinu, og til þess að binda nú enda á þetta, ekur Dino gömlu drusl- unni sinni á tré. Hann lifir þó sjálfsmorðið af og kveður les- endur á sjúkrahúsinu, þar sem hann Iiggur í gipsi og hugs'ar um Ceciliu í leiðindum sínum. —0— Ag réttu lagi hefði maður átt að telja saman öll kynlífsatrið- in, sem Moravia lýsir svo ýtar- lega í bók sinni. Talan er að minnsta kosti svo há, að þess- ar lýsingar verða að yfirþyrm- andi tilbreytingarleysi, og þar hefur Moravia bugðizt bogalist in að krydda réttinn. Hann hef- ur um of reitt sig á fyrri frægð. Maður hefur á tilfinningunni, að ritvélin hans sé smám saman að taka af honum öll ráð og framleiði nú skáldsögur næstum án þess að Moravia sjálfur komi við hana. Carl Johan Elmquist. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð mér níræðri, vináttu, með hlýjum orðum, heimsókn- um, gjöfum, blómum, skeytum, símtölum og bréfum. Ég þakka hverja hlýja hugsun, og bið ykkur bless- unar Guðs. Sigrún Sigurðardóttir Alviðru, Ölfusi. VÉLABÓKHALD BÓKHALDSSKRIFSTOFA JÓN R. KJARTANSSON Sími 17333 Fisksbátar til sölu 57 rúml. bátur, mikið end- urnýjaður fyrir tveimur ár- um, með radar, tveim vökva drifnum spilum. Sérstak- lega hagstæðir greiðsluskil- málar. 60 rúml. bátur, umbyggður fyrir einu ári. Einnig vél endurnýjuð. Er með nýjasta síldveiðaútbúnaði. Útborg- un ekki mikil. 80 rúml. bátur, í mjög góðu ásigkomulagi, á sérstaklega hagstæðu verði, og með hóflegri útborgun. 58 rúmlesta bátur með ný- legri vél og öllum nútíma- siglingatækjum. 40 rúml. bátur í góðu á- standi, með nýrri vél. Góð áhvílandi lán. Bátarnir geta verið til af- hendingar í maílok. SKIPA- OG VERÐBRÉFA- SALAN SKIPA- LEIGA VESTURGÖTU 5 Önnumst kaup og sölu verðbréfa. Nylon hjólbarðar af flestum stærðum. Einnig margar stærðir með hvítum hliðum. Gúmmívinnustcfan h.f. Skipholti 35, Reykjavík. Sími 18955 Bílhappdrætti F.U.F. Umboðsmenn út á landi góðfúslega gerið skil, sem aiira fyrst Dregið 10. apríl Félag ungra Framsóknarmanna TÍMINN, Iaugardaginn 7. apríl 196?" 1F>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.