Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriOi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs ingastjóri: Egili Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar. 18300—18305 Au-*'-'-ingasimi 19523 Afgreiðsluslmi 12323 Áskriftaj-gj kr nnanl. f lausasölu kr. 3 eint - P. _n Edda h.f. - Skattar Ingólfs Fmmvarp rikisstjórnarinnar um lánasjóði bænda hef- ur hlotið afgreiðslu efri deildar, þar sem það var fyrst lagt fram, og var til 1. umr. í neðri deild í fjtrradag. Við umræður um málið í efri deild, fór landbúnaðarráðherra hinar mestu hrakfarir fyrir þeim Ásgeiri Bjarnasyni, Gunnari Guðbjartssyni og Páli Þorsteinssyni og hefur ráð- herrann ekki sízt kvartað undan þeirri ádrepu, sem Ás- geir veitti honum. Ekki tók þó betra við hjá ráðherran- um, þegar málið kom til 1. umræðu í neðri- deild. Þar deildu þeir Ágúst Þorvaldsson, Ingvar Gíslason og Hall- dór E. Sigurðsson mjög hart á frumvarpið og landbúnað- arstefnu ríkisstjórnarinnar yfir höfuð. Ráðherrann tók þann kostinn sem beztur var að svara þessum ádrepum engu. Það hafði hann lært af umræðunum í efri deild. í ræðu sinni vék Ágúst sérstaklega að þeirri miklu skattaaukningu, sem þetta frv. gerir ráð fyrir, að lögð verði á bændur, bæði með hinum nýja 2% launaskatti og stórhækkuðum vöxtum frá því, sem var fyrir tíð „við- reisnarinnar“, en gert er ráð fyrir að útlánsvextir verði nú 6—6V2% í stað 3—4% áður. í greinargerð sei 'ylgir frv, er m. a. áætlun um væntanlegar tekjur sjóðanna næstu 14 árin eða til 1975, miðað við núv. verðlag. Þar er gert ráð fyrir að tekjur þeirra af 2% launaskattinum muni nema 133 millj. kr. og tekjur af vöxtum 485 millj. kr. Samtals greiða bændur þannig í sjóðina 618 millj. kr. á 14 árum. Þetta er 300—350 millj. meira en bændur myndu greiða, ef vextir héldust hinir sömu og fyrir „viðreisnina" og launaskattur væri ekki lagður á fremur en þá var. Það er vitanlega fjarri öllu lagi að ætla bændum að greiða þessar átórauknu álögur og halda jafnframt uppi nauðsynlegri fjárfestingu, sem er nú orðin allt að helm- ingi dýrari en fyrir „viðreisnina". Hinn stóraukni kostn- aður við allar framkvæmdir gerir það einmitt enn nauð- synlegra en áður, að vaxtakjörin séu hagstæð og ríkið tryggi það með framlögum sínum, en að öðru leyti verði landbúnaðarsjóðum séð fyrir nægilegum hluta af sparifé þjóðarinnar til ráðstöfunar. Þetta var gert í stjórnartíð Framsóknarflokksins og þetta er erm hægt að gera, ef vilji er fyrir hendi. Það er von að landbúnaðarráðherrann sem í hjarta sinu mun landbúnaðinum ekki óvinveittur, gefist upp við að rökraöða þetta mál við andstæðinga sína á Alþingi. Hann verður hér sem fyrr að vinna það til metorðanna að beita sér gegn hagsmunum þeirra, sem hann sennilega viil þó vinna fyrir. Vissulega er þetta ömurlegt hlutverk og brjóstum- kennanlegt. Og ekki verður hlutur ráðherrans betri, þegar vitað er. að hann hefur það fyrir augum, að í blómlegum sveitum í kjördæmi hans, eru bændur nú að yfirgefa góðjarðir, sem engir fást til að taka við. Hólræður og veruleiki Stjórnarliðið felldi á Alþingi í fyrradag tillögu frá Þór- arni Þórarinssyni þess efnis, að það skuli tryggt við lög- skráningu á skip, að hver skipverji hafi verið lif- og slysatryggður fyrir minnst 200 þús. kr. Áður hafði stjórnarliðið fellt svipaða tillögu frá Hanni- bal Valdimarssyni og Geir Gunnarssyni, er þeir höfðu borið fram sem breytingu á almannatryggingalögunum. Þessi afstaða stjórnarliðsins samrýmist illa þeim ræð- um, sem forustumenn þess flytja á sjómannadaginn eða við svipuð tækifæri. Það sannast hér, að sitthvað eru hólræður og veruleiki. Birni Guðmundssyni þökkuð forstjórn Ábnrðarsölu ríkisins Ummæli úr nokkrum bréfum sem honum hafa borizt Skærustu Blaðamaður frá Tímanum átti samtal við Björn Guð- mundsson og fékk hjá hon- um útdrátt úr nokkrum bréfum, sem honum höfðu borizt. Hann bað blaðið að færa öllum viðskiptavinum Áburðarsölu ríkisins undir hans stjórn, beztu þakkir fyrir sérstaklega ánægjuleg viðskipti og samstarf, gagn- kvæmt traust, velvilja og vinsemd, sem seint mun gleymast. Einnig bað hann fyrir einlæg- ar þakkir til allra, sem hefðu sýnt honum margháttaða vin- semd og traust, síðan breyting var ráðin á Áburðarsölunni, sem komið hefur fram í viðtölum með bréfum og í samþykktum á fjölmennum bændafundum og í búnaðarfélögum og nú síðast á Búnaðarþingi. Hér fara á eftir nokkur um- mæli úr bréfum til Björns Guð mundssonar, eftir að ráðið var, að hann léti af störfum sem framkv.stjóri Áburðarsölu rikis- ins, en honum var tilkynnt með eins dags fyrirvara í okt.mán- aðarlok 1961, að Áburðarverk- smiðjunni h.f. væri falið að reka Áburðarsölu ríkisins frá og með 1. nóv. 1961: BJÖRN GUÐMUNDSSON ánægju minni fyrir alveg sér- staklega góða þjónustu á undan- gengnum árum, og hef ég per- sónulega gildar ástæður til að þakka þér fyrir góðan skilning á högum okkar og ánægjulegt samstarf... mér er vel ljóst að betra getur það aldrei orðið með þessari ofstækisfullu ráðagerð. Hafðu kæra þökk okkar allra.“ í sumar veröur danska garð- yrkjufélagið 75 ára og hyggst í til- efni af afmæli sínu halda norræna blómasýningu í Forum í Kaup- mannahöfn. íslenzkum blómafram- leiðendum hefur verið boðið að taka þátt í þessari sýningu, en kostnaður við hana verður mjög mikill. Talað hefur verið um 20 þúsund krónur fyrir hvem þátttak anda. Þrátt fyrir það munu blóma framleiðendur hér hafa mikinn á- huga fyrir að taka þátt í sýning- unni, og munu reyna að verða sér úti um nauðsynlegt fé til þess. Á sama ári verður síðan hald- in geysimikil blómasýning í Pflan ten und Blumen í Hamborg, og er blómaframleiðendum úr öllum löndum heims boðin þátttaka í henni. íslendingar munu einnig hafa áhuga fyrir að taka því boði, en enn er óvíst hvort það verður hægt, fjárhagsins vegna. Vitað er þó, að litir blóma ræktaðra a ís- landi, eru skærari og fegurri en víðast annars staðar, og íslenzk blóm vekja hvarvetna erlendis at- hygli og aðdáun. Nóbelsskáld i nyju Bjosi Kaupfélagsstjóri á Suður- landi segir í jan. 1962: „Þegar viðskipti við traust og góð fyrirtæki. sem numið hafa milljónum okkar á milli, er allt í einu horfið. er eins og gamall og góður starfsmaður sé allt í einu frá manni tekinn. Við viljum taka alveg sérstak- lega fram, að okkur finnst hér mjög ómaklega að farið.... Langt og traust samstarf um Iiðin ár, viljum við alveg sér- staklega þakka.“ Kaupfélagsstjóri í stóru hér- aði norðanlands, í des. 1961: „Vér viljum ekki láta hjá líða — á þessum tímamótum — að þakka yður, hr. forstjóri, mjög ánægjulegt og gott samstarf um langt árabil. Minnumst vér með miklu þakklæti margrar fyrir- greiðslu og lipurðar frá yðar hendi, sem vér þökkum alveg sérstaklega nú, þegar þér hverf- ið frá því starfi. sem þér hafið innt af höndum með frábærri samvizkusemi og dugnaði.“ Annar kaupfélagsstjóri norðanlands, í des. 1961: „Þótt ég, og mér er óhætt að fullyrða, allir bændur og aðrir. sem notað hafa tilbúinn áburð. séum algjörlega á móti þeirri ráðagerð ríkisstjórnarinnar, að leggja niður Áburðarsölu ríkis- ins, verða allir aðilar að bíta í það súra epli. En ég vil nota í þetta tækifæri til að lýsa yfir Kaupfélagsstjóri vestanlands, í jan. 1962: „Samskipti mín við Áburðar- söluna undir þinni stjórn, hafa verið þannig, að ég hygg að á betra verði ekki kosið. ... Þér persónulega þakka ég ágætt sam starf, góða kynningu og marg- háttaða fyrirgreið-lu fyrr og síð ar, þakka þína traustu vináttu og ábyggilegheit í öUu. , Búnaðarfélagsformaður á Suðurlandi, í des. 1962: „Þegar ég lít til baka yfir lið- in ár, vil ég færa þér mínar beztu og innilegustu þakkir fyr- ir samskiptin. Þó að þetta séu mínar persónulegu þakkir til þín, þá veit ég að sami andi rík ir almennt meðal bænda hér í sveit. Hafðu vinur handtak mitt hugur fylgir máli. Því traust var jafnan tillag þitt og trúmennskan úr stáli.“ Búnaðarfél.formaður á S.-Vesturlandi í jan. 1962 (ágætur Sjálfstæðisfl.maður): „Eg flyt þér þakkir frá okkur öllum í búnaðarfélaginu, sem um mörg ár höfum notið þinnar góðu og miklu fyrirgreiðslu, bæði hjá GR og enn lengur hjá Áburðarsölu ríkisins, og svo sannarlega erum við allir hér óánægðir með þá ráðstöfun á Áburðarsölunni, sem orðin er, og svo er um allt land það ég til veit og hef sannar fregnir af.“ Undir eins og ég frétti um út- gáfu rits þessa, flýtti ég mér að ná í eitt eintak. Þessu olli annars vegar nafn höfundarins Kunnátta hans í meðferð efnis, - ’errar teg- undar sem er, hefur enn þá brugðizt mér. Hin áste var efn- ið, sem ritið fjallar uu. — Nýju ljósi varpað yfir Nóbelskáld — vitaskuld okkar Nóbelskáld. Það hlaut að vera vert þess að eyða tíma í að lesa það. Ég varð ekk' fyrir vonbrigðum. Það er langt síðan ég hef lesið nokkuð, sem heldur manni jafn vel við efnið. Hinn þróttmikli og breytilegi stíll ber lesandann með sér, og rökþunginn er ósvikinn, þegar höfundurinn er að ræða um þakkarskuldina, sem íslenzka þjóð- in standi í við Halldór Laxness. Eg hef ekki vitað fyrr að séra Pétur væri svona fimur að beita háði Hann gerir það svo sjaldan í ritum sínum. Séra Pétur tekur i þessu riti sínu ekki bara Halldór Laxne^s til bæna heldur -einnig almen’ niðurrifs stefnu nútímans bæði ikmennt- um og listum. er ha telur svo háskavænlega, einkun vrir æsk- una. Allir foreldrar og aðrir. sem starfa að uppeldi barna og ung- linga, ættu að lesa þetta rit. Ritið á líka áreiðanlega erindi til ungra íslenzkra rithöfunda og listamanna. Það er ýmislegt í því. sem þeir myndu hafa gott af að hugleiða. Brýnast erindi á ritið þó til Hall- dórs Laxness Meðal annars hefur það að geyma ráðleggingu. sem hann gerði sennilega rétt í að skrifa á bak við eyrað Það þarf enginn að óttast að hann sofni yfir ritinu Allra sízt mun Halldór Laxness þurfa að óttast það. Gunnar Jónsson. ^TWINN, Taugardaghin 7. apríl 1968 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.