Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 4
Leikfélag Reykjavíkur hefur beBið blaðið að vekja athygli fðlks á þvf, að sýningin á gamanleiknum „Tauga- stríð tengdamömmu" í dag hefst kl. 4 í Iðnó. — Þetta er gert vegna þess að mikið hefur verið um það beðið, að hafa sýningar á þessum tíma dags fyrir fólk, sem á erfitt með að komast að heiman á kvöldin. — Eftir undirtektum á sýningum að dœma úti á landi og hér í bænum vlrðist fóik skemmta sér forkunnarvel. Myndin er af Arndísi Biörnsdóttur, Auroru Halldórsdóttur, Þóru Friðriksdóttur og Sigrfði Hagalín í hlutv. sfnum. Frá Hlþinsi Framhald af 7. síðu. skiptir alveg um frá stefnu Fram sóknarmanna, sem vilja styðja landbúnaðinn í landinu með því að veita í hann fé, en ekki eins og nú á að gera, taka af honum fé til þess að lána honum aftur með háum vöxtum. „Sfs$ myndarlega átak“ Þegar framlag bændanna sjálfra er frádregið, verður ár- legt framlag til s^óðanna ekki nema um 9 milljónir eða svipað og árleg höfuðstólsaukning á tímabili Framsóknarmanna. Beri menn framlögin saman og beri saman við þáverandi verðlag og hæð fjárlaga, sést glögglega, hve miklu minna er hér lagt af mörkum til stuðnings landbún- aði en áður var gert. Sfefna FramsékRarmanna Framsóknarmenn vilja, að á- fram verði' fylgt þeirri stefnu, sem svo happadrjúg hefur reynzt landbúnaðinum og þjóðinni í heild, að þjóðfélagið styðji að íramförum í landbúnaði með því að sjá honum fyrir lánsfé með hagkværúum kjörum, og vaxtátap og halli á rekstri sjóð- anna sé greitt af sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar. Og hvaða rök mæla með því að landbún- áðurinn megi ekki fá sinn eðli- lega hluta af sparifjármyndun- inni í landinu? Er hægt að rök- styðja það, aö ekki megi lána út nokkra milljónatugi til uppbygg ingar og framleiðsluaukningar í landinu, þegar búið er að safna innstæðum í Seðlabankann, seðlapakkhús ríkisstjórarinnar, á fjórða hundraö milljónum. Þeg ar skiptin á þessu fé verða gerð milli fjárfestingar- og rekstrar- fjár, þá á landbúnaðurinn að fá sinn eðlilega hlut eins og hver annar atvinnuvegur í þessu landi. Það á að halda áfram stefnu þeirri, sem ríkti á stjórn artímabili Framsóknarmanna. Á því tímabili var veitt 300—400 milljónum í lánum til landbún- aðar. Þessi lán voru með 2Vi prósent til 4 prós. vöxtum og þau voru til 25 til 42 ára. Nú eiga bændur að fá að lání fé, sem áður hefur verið af þeim tekið og þeir eiga að borga 6 og 6 hálft prós. vekti af þessu fé. Lánstímann á að stytta. — Þeir eiga að auki sjálfir að taka á sig gengisáhættu af þeim er- lendu lánum, sem sjóðirnir kunna að verða látnir taka. 4 FJöldamorð (Framhald af 3. síðu). an fann einnig herbúnað, herklæði og mikilvæg OAS-skjöl. Daglega lífið í Algeirsborg fær- ist með hverjum deginum í eðli- legra horf. Götuhreinsarar hafa hafið vinnu og verzlanir eru fam- ar að opna, þótt hryðjuverkin haldi stöðugt áfram. Það er greinilegt, að fulltrú- ar FLN, þjóðernissinnastjórnar Serkja, eiga þessa dagana fullt í fangi með að róa hina serknesku íbúa borganna. Þeir vilja koma í veg fyrir, að OAS takist að æsa Serki til gagnaðgerða, þvi þá er hætta á, að franski herinn geti að einhverju leyti snúizt á sveif með OAS. Miklar æsingar hafa verið í Serkjahverfunum undanfarna daga vegna stórum hrikalegri hryðju- verka OAS, er þeir t.d. réðust inn í sjúkrahús á þriðjudaginn og myrtu sjúklingana í lúmunum. Síldin (Framhaid af 1. síðu). hér upp. í dag var veiðin treg, síldin stygg og erfitt að höndla hana. Hringver kom þó með tæp ar 300 tunnur. Aðkomubátar á síldveiðum fá ekki löndun hér í kvöld, þar sem tækin hjá Lifra- samlaginu eru upptekin við lifrar- bræðslu. Hæstu línu- og netabátar 4. þ.m. voru Eyjaberg með 557 tonn, Halkion 532, Björg SU 523, Gull- v@r MS 503 og Gullborg 497. Heild araflamagnið um mánaðarmótin var rúm 20 þúsund tonn. Þá hafði Lifrarsamlagið tekig á móti 1210 tonnum af lifur, en á sama tíma árið 1959 hafði það tekið á móti 1400 tonnum, en þá var metár. i S.K. Engin sild hefur borist til ann arra verstöðva undanfarna daga. Knatfspyrnufréttir Framhald af bls. 12. Ipswich, skoraði fyrsta markið, en síðan Flowers, Úlfunum, úr víta- spyrnu. í síðari hálflejk skoraði Roger Hunt, Livérpool, þriðja mark Englands, en mark Austur- ríkis skoraði miðherjinn Buzek. — Vegna undanúrslitanna í Evrópu- bikarkeppninni léku leikmenn frá Tottenham ekki í enska landslið- inu, en þeir Smith og Greaves voru valdir í liðið, sem leikur gegn Skot landi í dag. — Á sunnudag léku Holland og Belgía landsleik í knatt spyrnu. Belgir sigruðu með 3—1. Sama dag sigraði búlgarska lands- liðið brazilíska liðið Gremo með 1—0 í leik í Sofíu. Togaraverkfall (Framhald af 16. síðu). 3. í ágústmánuði 1961 hækkun á aflaverðlaununum af sölum er- lendis, sem nam 13—14%. Við það hækkuðu aflaverðlaun um 165.6% vegna þessara tveggja gengisbreyt inga, þ.e. miðað við 15. febr. 1960. (Hækkun sterlingspundsins úr kr. 45.55 í tæplega kr. 121,00). Á sama tíma og togarasjómenn fengu þær kauphækkanir, sem að framan er getið, fengu aðrar stétt ir engar kauphækkanir eða höfðu fengið frá því í ársbyrjun 1959, þangað til s.l. sumar. Hins vegar eru þessar kauphækk anir togarasjómanna s.l.'2 fr skýr- ingin á þeim tiliölulega góðu laun um, sem þeir höfðu árið 1961, þrátt fyrir hinn geigvænlega afla- brest á því ári. Göngin (Framhald af 16. síðu). tilheyrandi hafa kostað um 100 millj. króna, og kringum 1000 verkamenn hafa unnið að þessum vegabótum í tæp fjögur ár. 8 útskot, viðgerðarpláss, sterk lýsing og loftræsting Á 8 stöðum í jarðgöngunum eru útskot, þar sem m.a. yerður hægt að gera við bílana. Útskotin eru 48 m. löng og 6,75 m. breið. Með 245 m. millibili verða höggnar raufar inn í veggina, þar sem kom ið verður fyrir slökkvitækjura, sím um o.fl. tækjum til þæginda og öryggis, en göngin verða lýst upp með hundruðum 40i watta sterkra flurosentljósa, sem éru scrstaklega sterk, þar sem ekið er inn í göng in og út úr þeim, svo að munur dagsbirtunnar og birtunnar inni í göngunum verði ekki alltof mikill og óþægilegur. Þrefalt loftræsting arrör uppi undir lofti í göngun- um sér fyrir nægilegri loftræst- ingu, sem er sérstaklegá nauðsyn- leg í svona göngum vegna kolsýr- ings frá bílunum. — Akbrautirnar í göngunum eru 7,5 m. á breidd, og sitt hvoru megin eru 88 cm breið stétt. Göngin eru 4,5 m. há, en þar ofan við eru loftræstirörin, svo að í allt mun hæðin vera um 6 metrar. Tveir ítalskir og einn sviss neskur verkfræðingur hafa starf- að að þessari vegarlagningu í sam ráði við starfsmenn ítölsku Fiat- verksmiðjanna. Það kostar eflaust skilding að aka gegnum göngin fullbúin, en það er fljótlegt og ævintýralegt. — Á tveim öðrum stöðum í Ölpunum er nú unnið að því að gera svipuð jarðgöng og þessi. Vauxhall (Framhald af 16. síðu). efnum, sem mynda ryðvarnarhúð, og segir svo: Áðrir bílar, t.d. frá General Motors, eru meðal annars ryðvarnir með olíum, sem hrinda frá sér vatni. Olíunni er spraut- að inn í hvert einasta holrúm í stellinu og í hvern krók og kima. Olían hefur þann eiginleika, að hún þrengir sér í allar rifur og sauma, og hrindir frá sér því vatni, sem þar kann að finnast. ---------Þar að auki er sprautað þykkari olíu á allan undirvagninn, þar þornar hún og verður að seigri varnarhúð. Einn þeirra bíla, sem Stigö skrif- ar dóm um, er Vauxhall 4. Segir hann meðal annars: Vauxhall 4 er endurnýjun á Vauxhall Victor. Útlitið er allt annað, en tæknilega séð eru breytingamar mjög litlar. — Þetta er fjölskyldubíll í hærra verðflokki. Bíllinn liggur prýðisvel í akstrí, en leggst fullmikið í beygjum, því fjaðrirnar eru mjúkar. Bezti hraðinn fyrir þennan bíl er 70— 00 km. á klst. þá er hann mjög ægilegur bæði fyrir ökumann og farþega. Það er hægt að ferðast langt í þessum bíl án þess að þreytast um of. Mótorinn gengur hljóðlega og án titrings. Bíllinn er stefnuviss og ekki sérlega næmur fyrir hlið- arvindi. Hámarkshraði er 125 km/ klst, og viðbragðið frá 0—100 km/klst. tekur um 30 sek. Eftir að bíllimn hefur verið settur í gang á köldum morgni, gengur mótörinn ójafnt, og kæfir á sér, ef maður er of fjörugur í fætin- um, sem stjómar benzíngjöfinni. Nokkur stund líður, þar til mótor- inn er nægilega heitur, en eftir það gengur hann mjög vel. Að sinni látum við þetta nægja um Vauxhall, en þeim, sem vilja kynnast honum nánar, skal bent á það, að umboðið fyrir Vauxhall hér á landi er í höndum Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, og umboðið mun halda sýningu á Vauxhall í dag og áimorgun í ný- byggingu Véladeildar SÍS í Ar- múla 3. _________ ■ j ’ • . 'bróttir Framhald af bls. 12. Hjartarson og Helgi Jóhannsson, sem jafnframt er landsliðsþjálfari. Nefndin valdi 28 pilta til að taka þátt í landsliðsæfingum, og eru þrekæfingar fyrir nokkru hafnar, en þær hafa verið illa sóttar hingað til. Á fundi með piltunum, sem nýlega var háður í Beiðfirð- ngabúð, brýndi Bogi Þorsteinsson fyrir piltunum, að leggja sig bet- ur fram en þeir hafa gert hingað til, og virðist mikill áhugi hjá þeim, að taka æfingarnar nú al- varlegar en áður. Norðurlandakeppni Eins og áður hefur verið skýrt frá, er ákveðið, að fsland sendi lið á Norðurlandakeppnina í körfu knattleik, sem verður í Stokk- hólmi 2.-4. nóvember næstkom- andi. Þetta er hin svokallaða Polar-cup keppni sem nú er hald in í Stokkhólmi í tilefni af 15 ára afmæli sænska körfuknattleiks- sambandsins. Öll Norðurlöndin, nema Noregur, senda 'lið til keppn innar, og er þetta í fyrst.a sinn, sem ísland sendir þátttakendur. Á fundi hjá alþjóðakörfuknatt- leikssambandinu, sem Bogi Þor- steinsson sótti í Casablanka bah hann fram þá tillögu, að þesi keppni yrði notuð sem úrtökumót, (svæðamót) og það liðið sem sigrar kemst þá í Evrópukeppr.- ina, sem haldin verður í Póllandi 1963 í tilefni af 50 ára afmæli pólska körfuknattleikssambands- ins. Þessi tillaga Boga hlaut sam- þykki — og er því til mikils að vinna fyrir íslenzku piltana, því í Stokkhólmi verður ekki aðeins barist um meistaratitil Norður- landa heldur einnig þátttökurétt- I inn í Evrópukeppnina. Flenzan \ Árnes- hreppi Árneshreppi, 4. apríl. Flenzan hefur herjað hér á menn að undanförnu og margir legið veikir. Hafa af þessu skap- azt’ nokkrir erfiðleikar, en nú virðist fólk vera að ná sér aftur. Barnaskólinn að Finnbogastöð um hefur verið lokaður í nokkra daga. enda hafa flestir nemend ur skólans legið veikir í flenz- unni, en engin eftirköst hafa komið fram af völdum veikinn- ar enn sem komið er. Veður hefur verið heldur slæmt undanfarnar vikur, geng- ið á með norðan átt og éljum, og frostið hefur verið þetta frá 5 upp í 8 stig dag hvern. Um síð- ustu helgi slotaði veðrinu, en í gær gerði aftur norðanátt með hríð. Veðrið hefur verið þessu líkfc síðan um áramót, nema hvað dagana 16. til 24. marz hlýnaði' heldur og snjó leysti upp af tún-i um og allt þiðnaði. Fénaður allur hefur staðið inni síðan um áramót en yfirleitt hvergi orðið heylítið, og enda þótt nokkrir bændur gætu orðið uppiskroppa héldi þetta veðurfar lengi áfram enn, þá eru aðrir,( sem enn eru vel birgir og gætu hlaupið undir bagga ef illa færi. G. SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS Breyttar áætlanir M.s. Hekla Vegna mikils flutnings til Norð-Austurlainds, breytist næsta áætlunarferð þannig, að skipið fer héðan 12/4 alla leið til Akureyrar og snýr þar við. Viðkomur austur til Vopna- fjárðar samkv. áætlun, en síð- an áætlaðar sem hér greinir: 15/4 Þórshöfn, Raufarhöfn, 16/4 Kópasker, Húsavík, Akur- eyri, Húsavík, 17/4 Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopna- fjörður, Borgarfjörður, 18/4 Seyðisfjöiður, Norðfjörður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fá- skrúðsfjörður, 1/94 Stöðvar- fjörður, Breiðdalsvík, Djúpi- vogur, Vestmannaeyjar, 20/4 Reykjavík. Vörumóttaka til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- i fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- I fjarðar, Vopnafjarðar, Raufar- j hafnar og Húsavíkur þriðjudag- inn 10/4. Farmiðar óskast sótt- ir sama dag. 1 Niður fellur sérstök ferð til ísafjarðar 18/4. Herðubreið fer austur um land 9/4 til Kópaskers og væntanlega það- an beint til Reykjavíkur. ELPSPÝT0R ERU EKKI BARNALEIKFÖNC! HÚSEIGENDAFÉLAG REYKJAVÍKUR T f MIN N, laugardaginn 7. apríl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.