Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 1
SÖLUBÖRN B!a@ið aígreiff i Bankastræti 7 á laugardagskvöldum 82. tbl. — Laugardagur 7. april 1 árg. SÖLUBÖRN Afgreiöslan í Banka- sfræii 7 opnuð kl. 7 aila virka daga Untlir klaustri Seint í fyrrakvöld var síð- asta haftinu í nýju göngun- um undir St. Bernhardsskarð- ið rutt úr vegi, og þar með opnaðist nýr vegur milli Sviss og Ítalíu, og liggur hann beint gegnum fjallið. Þetta var ekki gert í neinum kyrrþey, heldur var athöfninni sjónvarpað um fjölmörg lönd. Göngin eru 5,8 metra breið og 5,828 km á lengd, og geta afgreitt 500 bíla umferð á klukkutíma. Hér eftir verður hægt að aka milli þessara tveggja landa allt árið, en var áður aðeins gerlegt fjóra mánuði, vegna snjóþyngsla á skarðinu hina átta mánuðina. Göngin liggja beint undir hinu fræga St. Bernhards klaustri, en í milli er þó 600 metra jarðlag. Myndin hér að neðan er tekin úr skarðinu Sviss megin. — Sjá baksíðu. Stúdentar kærlir fyrir svika bólu! Ákæruvaldið í Stokkhólmi hefur ákveðið að höfða mál gegn tveimur sænskum stúd- entum, sem stóðu fyrir mjög afdrifaríku gamni á stúdenta- garði nokkrum í Stokkhólmi í febrúar. Þeir höfðu tekið upp á því að setja upp tilkynningu á útidyr stúdentagarðsins, þar sem stóð, að einn stúdentinn þar væri orðinn veikur og allar líkur bentu til þess að hann væri með bólusótt. Skelfing breiddist út Uppátækið heppnaðist mjög vel. Ógurleg skelfing greip stúdentana á garðinum og heilbrigðiseftirlitið fékk nóg að gera við að róa þá. Þvottakonurnar neituðu að vinna á stúdentagarðinum og óhugnan- legur orðrómur fór að berast út með miklum hraða. r Jafnvel gamni takmörk sett Stúdentarnir tveir höfðu falsað stimpil heilbrigðiseftirlitsins á til- kynninguna. Ákæruvaldið hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að jafnvel stúdentagríni séu takmörk sett, og hefur kært þá fyrir skjala fölsun. Gleymdist að bjóða honum Fyrir skömmu birti Tíminn frétt þess efnis, að hugsanlegt væri að U Thant, framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækti ísland í Norður- landareisu sinni nú í vor. Frétt þessi byggðist á ummæl um skandínavískra blaða, þar sem sagt var að U Thant myndi heimsækja öll Norður lönd nema ísland. Nú er það hins vegar komið á daginn, að U Thant fer ekki þessa Norðurlandaferð að eigin frum- kvæði, heldur vegna þess að Dan mörk, Finnland, Svíþjóð og Nor- egur 'hafa boðið Tionum að koma. Þetta byggist á sænskri fréttatil- kynningu, sem Tímanum hefur bor izt, þar sem segir, að U Thant hafi þegið boð Svía og muni ganga íyrir konung og síðan minnast Dag Hammarskjölds. Skortir frumkvæði? Enn hefur ekki heyrzt að U Thant komi við hér á landi í Norð urlandareisunni. Virðist það ein- faldlega liggja í því, að þegar aðr ar Norðurlandastjórnir bjóða hon- um, aðhefst íslenzka stjórnin ekk- ert í málinu. Varla eru samhljóða boð allra hinna Norðurlandanna til viljun ein, heldur er hér um eins konar sameiginlegt boð að ræða. Spurningin er þá þessi? Hefur rík VESTMANNA- EYINGAR FÁ EINIR SÍLD Vestmannaeyjum í gær. Að undanförnu hefur nokk- ur síld borizt á land i Vest- mannaeyjum, einkum á þriðju dag og miðvikudag. Síldin veiddist þá við Þrídranga, og kom Víðir II með fullfermi báða dagana. Nú síðast hefur síldin veiðzt alveg heim við Eyjar. Einn heima bátur, Hringver, er á síldveiðum og nokkrir aðkomubátar hafa lagt (Framh. á 4. síðu) isstjórnina skort frumkvæði í mál inu? Hátt framlag Nýlega hefur verið samþykkt að ísland greiði hátt framlag til Sam einuðu þjóðanna. Og hér á landi hefur alltaf verið mikill skilning :ur á starfi S.þ., kannski óvíða meiri. Smáþjóð eins og við eigum okkur haldreipi í slíkum alþjóða- samtökum. Að þessu athuguðu verða að teljast nokkrar ástæður fyrir hendi til að bjóða U Thant heim hingað, einkum og sér í lagi, þegar hann á ferð um hin Norður- löndin fyrir höndum. Má vera að framkvæmdastjóran um finnist nokkur krókur að koma við á íslandi, en boðið ætti ekki að þurfa að -vanta. Liggur / NTB—MOSKVA, 6. april. — Krustjoff forsætisráðherra liggur nú þungt haldinn af inflúenzu og er það ástæðan fyrir því, að frest að hefur verið setningu Æðsta ráðsins. Það átti að koma saman í fyrsta sinn eftir marz-kosning- arnar 10. apríl, en var frestað tii 23. apiíl. — Fyrst er fresturim.* var tilkynntur, var ekkert sagt um ástæðurnar, og gaf það tiiefni til niargvíslegra hugleiðinga um stjórnmálaástandið 1 landinu. Nú hefur eins og fyrr segir komið á daginn, að ekki er annað að, en Krustjoff hefur ekki þolað lofts- Iagsbreytinguna frá vetri til vors. í Sunnudagsblaðinu er viðial við tvær dætur Stefáns Eiríkssonar mynd- skera, sem gera við og bæta fornar og frægar bækur, gera síðuslrtrur þeirra að heilum blaðsíðum, bæta ihn í bæði teikningum og texta, þar sem á vantar. Þannig hafa þær bjargað hundruðum verðmætra bóka frá al- gjörri eyðileggingu. — í blaðinu er einnig frásögn af hörmulegu sjóslysi, sem varð á Djúpavogi skömmu fyrir aidamótin, auk margskonar efnis annars innlends og erlends,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.