Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 6
 NNGFRETTIR 2/3 hluta tekna landbúnaðarsjóð anna á að taka af bændum sjálfum Við 1. umr. um stjórnar- frumvarpið um stofnlánadeild landbúnaðarins og launaskatt- inn á bændur í neðri deild, flutti Halldór E. Sigurðsson athyglisverða ræðu og gerði nokkurn samanburð á því, hvernig Framsóknarmenn hafa staðið að stofnlánasjóð- um landbúnaðarins og hvern- ig Sjálfstæðismenn hafa gert það, gera og hyggjast gera. Fer hér á eftir stuttur útdrátt ur úr ræðu Halldórs. Halldór sagði, að þegar stofn- lánasjóðirnir hefðu verið stofn aðir, hefði meginstefnan verið sú og markmiðið, að þjóðfélagið í heild aðstoðaði bændurna í upp byggingu landbúnaðarins. Þessi aðstoð var veitt í formi hag- kvæmra lánskjara, lána til langs tíma með lágum vöxtum. Vegna hinna lágu vaxta og langa láns- tíma var frá upphafi augljóst. og hefur ætíð verið augljóst, að sjóðirnir gátu ekki af eigin ram leik byggt sig upp, þar sem það fé, sem þeir urðu að taka að láni var með hærri vöxtum en á útlánum til bændanna. Það var skilningur löggjafans þá og hefur verið skilningur valdhafa allt fram til tíðar núverandi rík isstjórnar, að þjóðfélagið í heild ætti að greiða þann mismun, er á sjóðunum yrði af sameigin- legu fé sínu. x 0=10*72 l án xB=600lán Framsóknarflokkurinn fór með stjórn landbúnaðarmála á árunum 1934—1937. Á þeim ár um voru veitt úr byggingarsj. 68 lán að meðaltali á ári og lánsupphæðin var 270 þúsund krónur. Á árunum 1944—1946 fóru Sjálfstæðismcnn með yfirstj. landbúnaðarmála. Þá voru ekki veitt nema 33 lán að meðaltali á ári og lánsfjárhæðin var 132 þúsuno krónur. Úr ræktunarsjóði er sömu sögu að segja. 1934— 39 voru veitt að meðaltali 127 lán og lánsupphæð var 280 þús. kr., en á árunum 1944— 46 hins veg ar aðeins 10J/2 lán að meðaltali á ári og lánsupphæð 131 þús. krónur. Á árunum 1947—’58 fóru Framsóknarmenn óslitið með Iandbúnaðarmálin. Það er stór stígasta framfaratímabilið í sögu íslenzks landbúnaðar. Þá voru ekki lánuð út 10 lán á ári að meðaltali eins og í tíð Sjálf stæðismanna, nei; þá voru að meðaltali veitt 70 lán úr bygg ingasjóði og lánsfjárhæðin í heild nam 101 milljón króna, og úr ræktunarsjóði voru lán- uð hvorki meira né minna en 600 lán að meðaltali á ári á móti 10J/2 1944—46, og láns- fjárhæðin í heild var 236 millj ónir króna eða samtals úr þess um báðum sjóðum um 340 millj ónir.----Svo koma Sjálfstæð ismenn og segja að Framsókn- armenn þurfi að biðja afsök- gengi stöðugt og að jafnaði til ræktunarsjóðs, svo að Framsókn armenn skiluðu einnig varanleg um tekjustofnum til framtíðar- innar. x D= 260 þúsund x B=2 800 þúsund Framsóknarmenn óttast því ekki samanburð við stjórn Sjál'f stæðismanna á lánamálum land búnaðarins. Lánveitingar sjóð- anna voru á ári að meðaltali 28 milljónir króna, en að meðaltali hjá íhaldsstjórninni aðeins 260 þúsund. Núverandi landbúnaðarráðhr. hefur reynt að kenna Framsókn armönnum um gengistöp stofn- lánasjóðana, vegna þess að Framsóknarmenn útveguðu sjóð unum erlent lánsfé. Með gengis- fallinu 1960 hækkuðu skuldir sjóðanna um 65 milljónir og með HALLDÓR E. SIGURÐSSON ónir á þennan hátt á nokkrum árum. Ekki get ég þessa vegna þess, að ég hafi ekki talið nauð synlegt að veita þessum atvinnu vegi stuðning; ríkisvaldinu ber skylda til þess að sjá svo um, að atvinnuvegunum vegni vel, en það má ekki greiða úr fyrir einum með aðgerðum. sem í- þyngja öðrum. Því fremur er á- stæða til að minna á þetta sem það hefur verið ætlunin frá upp- hafi, að ríkisvaldið sæi um að jafna reksturshalla sjóðanna, vaxtamismuninn og önnur áföll. í tíð Framsóknarmanna var gert enn betur, því að sjóðirnir söfn- uðu þá höfuðstól upp á 100 millj ónir. Það er núverandi ríkis- stjórn, sem hefur eytt honum, vegna þess að hún hefur tekið efnahagsmálin þeim tökum, að hún lætur hlut l^ndbúnaðarins liggja eftir. Nú er um stefnuhvörf að ræða r \ Aour áttu búnaSarsjóðirnir að standa fyrir uppbyggingu landbúnaðar- ins. — Nú á landbúnaðurinn að standa fyrir uppbýggingu sjóðanna. - unar á afskiptum sínum af lánasjóðum landbúnaðarins. Uppbygging sjóðanna Um uppbyggingu sjóðanna er það að segja, að 1947, þegar Framsóknarmenn tóku við land- búnaðarmálum úr höndum Sjálf stæðismanna var höfuðstóll bygg ingasjóðs 6.7 milljónir, en í árs- lok 1958 var höfuðstóllinn orðinn 43.3 milljónir. í ársbyrjun 1947 átti ræktunarsjóður 4.4 milljón- ir, en í árslok 1958 var hann 61.7 milljónir. Höfuðstóll bygginga- sjóðs og ræktunarsjóðs nam sam tals 105 milljónum í árslok 1958, er Framsóknarmenn létu af völdum og hafði þá vaxið um 94 milljónir síðan 1947 Þetta er nú „gjaldþrotið". sem Framsókn armenn skildu sjóðina eftir í!!! Til viðbótar við hina stórkost legu eflingu sjóðanna, sem hér hefur verið greind, var ákveðið á stjórnartímabili Framsóknar- manna, að hluti af mótvirðissj. gengisfallinu 1961 um 26 milljón ir. Þessi töp eru sögð Framsókn armönnum að kenna, vegna þess að þeir hafi ekki tryggt þessi mál nógu vel. Ríkissjóður bar ábyrgð á þessum sjóðum pg hef ur alltaf átt sjóðina og á þá, eins og stendur í greinargerð þessa frumvarps. Fyrir hvera eru gengis- breytingar? — Og af hverju er verið að framkvæma gengisbreytingar á íslandi? Það er gert vegna at- vinnuveganna. Það er venjulega sett upp hér á Alþingi, er gengi ei fellt, að bátur þurfi svo og svo mikið gengisfall til að geta borið sig. Ef Alþingi ber skylda til að breyta gengi vegna sjávar útvegsins, þá ber því jöfn skylda til að sjá svo um, að einum af höfuðatvinnuvegum landsmanna sé ekki íþyngt um of með geng- islækkunum og það ætti því ekki að hafa verið nema einn þáttur- inn í aðgerðunum i efnahagsmál um að greiða gengistap stofn- lánasjóða landbúnaðarins. Geng istöp bankanna og ríkissjóðs voru færð á sérstakan reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Svo blæs landbúnaðarráðherra sig út hér á Alþingi og telur það sérstaka frekju, að þingmenn skuli láta sér detta í hug að landbúnaður sé látinn sitja við sama borð og aðrir atvinnuveg- ir, þegar gengisbreytingar eru gerðar í þágu atvinnuveganna. Er £afnræ3i med þeim? Fjármálaráðherra gaf hér á þingi skýrslu fyrir skömmu um ríkisábyrgðir, Hann gat þess, að ríkissjóður væri búinn að greiða ríkisábyrgðartöp vegna togara- útgerðarinnar um 94 milljónir á nokkrum árum og greiddi 25.8 milljónir á sl. ári og til togara, fiskiðjuvera og síldarverksmiðja hafa verið greiddar um 150 millj- hjá lahdbúnaðinum. Áður áttu •sjóðirnir að standa fyrir upp- byggingu landbúnaðarins um sveitir landsins, en nú er það landbúnaðurinn sem á að standa fyrir uppbyggingu sjóðanna. Tekj ur stofnlánadeildarinnar eiga að vera samkvæmt frumvarpinu og greinargerð þess samtals 933.4 milljónir fram til ársins 1975, en allt miðast þetta við það ár, svo maður gæti haldið, að ríkis- stjórnin hugsi sér að það ár sé þætti ríkisstjórnarinnar að fullu og öllu lokið. Þegar tekjurnar eru nánap sundurliðaðar og grafizt fyrir, hvaðan þetta fé á að koma, þá kemur í ljós, að frá bændunum í landinu eiga að l:oma með framleiðslusköttum og vöxtum 618.5 milljónir eða nærri tveir þriðju af því, sem þessir sjóðir eiga að fá til meðferðar. — Þannig á að byggja sjóði landbúnáðarins upp nú. Þar skiptir aldrei með, 123456123456 (Framh. á 4. síðu) Sýndarmennska stjórnarflokkanna í kornræktarmálunum Minnihluti fjárveitinga nefndar, þeir Karl Guðjóns son, Halldór Ásgrímsson, Hall dór E. Sigurðsson og Ingvar Gíslason, hafa lagt fram nefndarálit um tillögu ti) þingsályktunar um að innl. kornframleiðsla njóti sömu aðstöðu og innílutt korn á markaði, en innflutt korn er niðurgreitt eins og kunnugt er en innlent ekki. í nefndar álitinu segir meðal annars: 1 nefndaráliti á þingskjali 359, sem meiri hluti landbún aðarnefndar í efri deild gaf út um kornræktarfrumvarp, er sú deild haföi til meðferð ar, var mjög látið að því liggja. að vert væri að taka upp verðbætur á innlendu korni, og það áfopm raunar notaö sem röksemd fyrir því, al nefnt kornræktarfrumvarp þyrfti ekki að lögtaka. Um þetta efni fórust formanni landbúnaðarn. efri deildar háttv. 10. landskj þingm.. svo orð í framsöguræðu fyrir nefndaráliti: „Við víkjum einnig að því, að eins og nú hefur verið hag að . ein tvö ár niðurgreiðsl um á fóðurbæti eða erlendu korní til fóðurbætis, þá væri mjög eðlilegt, að kornyrkja innanlands nyti að minnsta kosti sams konai stuðnings i því formi.“ Þessi ummæli verða vart skilin á annan veg en sem meðmæli með, ef ekki fyrir- heit um, að efni þessarar þált. beri að framkvæma. þótt sú virðist ekki raunin eftir af- stöðu meirihluta fjárveitinga nefndar til þessa máls. Með sérstöku tilliti til þess að þetta er annað bingið, sem hefur þessa tillögu til með- ferðar, og rikisstjórnin hefur enn ekki hafið neinar fram kvæmdir til þeirrar áttar er tillagan miðar að. þrátt fyrir fyllstu lagaheimildir, sem í gildi eru, þá getur minni hl nefndarinnar ekki sætt sig við að vísa málinu frá þing inu Um fjárhagslega þýðingu samþykktar tillögunnar skal þetta tekið fram: Innlend kornframleiðsla er á síðasta ári talin hafa numið fast að 600 tonnum korns. Verðlag á hinum ýmsu korntegundum er að visu mis munandi, en ætla verður, að samþykkt tillögunnar mundi að meðaltali þýða 70 aura varðætur á hvert kg korns og heildaruppbót því verða ná !ægt 400 bús. kr., miðað við ársframleiðslu 961 Á fjár lögum fyrir yfirstandandi ár eru áætlaðar 300 milljónir kr til niðurgreiðslna og útflutn ingsuppbóta svo að samþykkt 'tillögunnar um aðstöðujöfn- un mnlendrar kornfram- leiðslu við innfiutning korns frá útlöndum mundi ekki setja fjárhag ríkisins úr skorðum, enda mun í áætlun- um um niðurgreiðslur hafa verið gert ráð fyrir þvi, að enn yrði, svo sem jafnan til þessa að flytja svo til allt korn til landsins frá útlönd- um og því gert ráð fyrir verð bótum á það allt. Innlenda framleiðslan spar ar auðvitað innflutninginn og gætu því komið verðbætur til hennar beint af þvi fé, sem ætlað hefur verið til niður- greiðslna á erlenda orninu, sem nú sparast. T í IVIIN N, laugardaginn 7. aprfl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.