Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 2
LEIÐINL UM LÍFSLEIÐA þá trúlega á íslenzku kallast „Lífsleiði." Carl Johan Elm- quist skrifar eftirfarandi ritdóm um bó'kina í Politiken: Þegar skrifag er um skemmti- legt efni, er afsakanlegt, þó að rithöfundur leyfi sér einstöku sinnum að vera Iítið eitt þurr og leiðinlegur. En hafi hann valig sér leiðinlegt efni, er hann beinlinis skyldugur til að skrifa skemmtilega. Einmitt þannig gæti ég imyndað mér, að Mora- via hafi ályktað, þegar hann stakk pappírsörk í ritvélina og byrjaði á skáldsögu sinni, „La Noia“, sem á donsku hefur ver- ið nefnd „Lífsleiði". Efni sögunnar er áreiðanlega það leiðinlegasta, sem hægt er að hugsa sér, nefnilega leiðinn sjálfur, hinn hreinræktaði, þrá- láti leiði, sem telst til sálrænna sjúkdóma. Þess vegna hefur rit höfundur talið nauðsynlegt að krydda réttinn ærlega, og í kokkabók Moravia finnst aðeins ein tegund af kryddi, nefnilega kynlífsmyndir, sem svo oft hafa sýnt, hvert aðdráttarafl þær hafa fyrir almenning. Aðalpersónan í skáldsögunni, Dino, býr í listamannagötunni Via Margutta í Róm, þar sem (Framhald a 15 síðu > rnirnm Grófst undir flugvélabraki Alberto Moravia Margir kannast við ítalska rithöfundinn Alberto Mora- via, því að hann hefur verið nokkuð umdeildur fyrir rit- störf sín. Ekki hefur margt verka hans birzt í íslenzkri þýðingu, og er þeim, er þetta ritar, ekki kunnugt um önn- ur verk en „Dóttir Rómar" og „Hjónaband". Síðar nefnda skáldsagan birtist serh framhaldssaga í Mbl. Nýlega var þýdd á dönsku eftir Moravia skáldsagan „La Noia“, sem á dönsku hefur hlot ið heitið „Livslede“ og mundi Fyrsta sólarhringinn eftir að litla stúlkan var flutt á St. Bernard General Hospital fyrir utan New Orleans, bylti hún sér friðlaust fram og aftur í rúminu sínu og hróp- aði í sífellu: — Ég sé hana koma! Ég sé hana koma! Næstu ellefu sólarhringana lá hún þögul, næstum hreyf- ingarlaus, milli hvítra rekkju- voðanna. Það, sem hin 7 ára gamla Jan- ice Levror\ hafði „séð koma“, var C-119 flugvél, feiknstórt fer líki með 109 feta stórt vænghaf. Þag var 10. marz sl„ rétt eftir flugtak vélarinnar frá flugstöð- inni í Alvin Callender Field, að flugmaðurinn og fimm I manna áhöfn neyddist til að yfirgefa TÍMANUM hefur borizt eftirfar. andi bréf frá S. G.: Eift er það, sem vekur dálitla athygli umfram venju. Það er hversu oft heyrist flutt í útvarpi fréttlr um sparif járaukningu f bönk um landsins, sér í lagi Seðlabank- anum. Það er gott og blessað, að . i- menningi gefist kostur á að fylgj- ast með, hvað gerlst í opinberum málum, og ekki að lasta, ef hægt er að spara, sé það hægt að skað- lausu. En þetta kallar bara á meiri fréttlr. — Það þarf að skýra frá, hvers vegna þetta er hægt, og hvort þetta fær staðist, án þess að valda tjóni, á einn eða annan hátt, sé það, er fyrst hæg't að kalla það forsvaranlega meðferð á sparifé. Vlð verðum að vlta, hvernig fjár- ins er aflað, á hvern hátt. Það verður að sanna okkur það, að öllu sé þannig fyrir komið, að fullt réttlæti riki um skiptingu þjóð arteknanna, jafnframt því, að byrð- arnar komi réttlátlega niður á landsfólklð. Það er því full nauðsyn á, 'ð birta almenningi áfram á hlutlaus- an hátt, hvað gerlst með þjóð okk- ar. Einhllða frétt sem þessl, minnir ónettanlega á bóndann, sem fór jörð af jörð, á meðan stætt var, án þess að verja þar nokkru til fram- kvæmda og endaði svo i borginni með nokkrar krónur, eða þá sög- una gömlu, er bóndinn sýndi ná- granna sínum hálffullar hlöður, að loknum vetrl. — Sýna muntu mér einnig bú og fénað, kvað nágrann- inn, en þá kvað við annan tón, því að fólk var illa haldið — og fénað- ur gekk illa fram og féll að nokkru. Sem betur fer, þýðir ekki að ætla að slá rykl í augu fólks með svona. Það er yflrleitt of hyggið til þess að leggja algeran trúnað á skrumið — þó þess sé vænzt. Það vita allir, að það er blátt á- fram enginn vandi, að fylla bank- ana af fé, með aðgerðum núver- andi stjórnarvalda, aldrei hefur ver ið kafað dýpra í vasa almennings og börnin ekki undanskilin, þrátt fyrir góðæri og hin mestu afla- brögð, sem um getur í sögu þjóðar. innar, og sem einhvern tíma hefði dregið úr dýrtíð, þótt ekki verði þess vart nú. Það var vissulega öfugþróun, þeg ar hafin var ránsférðin í peninga- málunum af núverandi einvalds- stjórn, Víða úti á landsbyggðinni vant- aði peningastofnanir — sparlsjóði —. Það er erfltt og kostnaðarsamt fyrlr þá, sem reka þurfa peninga- viðskiptl, að þurfa að leita til banka langt í burtu, sem af hlýzt vaxtatap o. fl. fyrir utan það, að mörg krónan fer í súginn hjá yngra fólki, sem oft myndi frekar hafna þar, en ekki þýðir að brjóta upp á sliku nú, allir vissu hvernig gekk, að fá útibú Búnaðarbankans að Eg- ilsstöðum, jafn sjálfsagt og það var. Hér hafa ekki verið settar fram neinar tölur, nægir þar að vísa tll hinna glöggu og óhröktu talna þing manna Framsóknarflokksins á Al- þingi og þá ekkl siður merkra skrlfa, elns og Hermóðs Guðmunds- sonar, sem talar hreinskilnLlega til flokksbræðra sinna um mál bændanna af eigin reynslu — tel- ur að mig minnir, að þeir ættu ekki síður að geta sinnt málefnum þeirra en Framsóknarfl., sem hefði þótzt flokkur bændanna — hef ekki greln Hermóðs fyrir mér. en minnir andinn vera þessi. \ En svb raunalegt er það nú samt, að ekki er sýnllegt, að bændur eigi fulltrúa hjá núverandi stjórnar flokkum, hins vegar sátu þar áður fyrr nokkrir bændur — sem stungu við fótum, þá mikið lá vlð, en því er loklð. Þjóðina vantar dugandi menn með næga reynslu inn á Al- þingi íslendinga, menn, sem þekkja hvað það er að vinna. Stofnmenn núverandi stjórnarflokka þyrftu að hverfa að einhverju öðru starfi, við þeirra hæfi og yrði þá sjálf- sagt að gefa þeim eftir Jónas Har. alds, því að forskriftarlausir mættu þeir ekki verða. — S. G. véliua, sem hrapaði til jarðar á landareign Levron-fjölskyld- unnar í Kenilworth. Janice fannst í garðinum, meðvitundar laus, djúpt grafin undir brotum úr flugvélinni og húsinu. Faðir hennar, móðir og tveir bræður fundust látin í brakinu. Fyrir um það bil tveim vikum fór Janice fyrst að koma til með vitundar. Taugasérfræðingurinn, sem m.a. annaðist hana, til- kynnti, að hún mundi ná sér að fullu eftir skemmd þá, sem varð á heila hennar við slysið. Smám saman vann Janice litla hylli allra á sjúkrahúsinu meg framkomu sinni, hugrekki og dugnaði. Henni var leyft að borða ís og sætindi, jafnvel áð- ur en kjálkabrot hennar var gróið, og hún var farin að fara á stofugang meg læknunum. Hún var að vísu ekki orðin fullfær um að bera sig um, gat þó gengið ögn um í herberginu og hjólað um í hjólastól. Hún var jafnvel farin að taka því með gleði, þegar hún fékk kort frá fólki, sem vildi gleðja hana og sendi henni brúður og alls kon- ar leikföng, sem næstum fylltu sjúkraherbergið. — Við spiOum þessari indælu litlu stúlku, sagði ein hjúkrun- arkonan, en það er ómögulegt annað en gera allt fyrir hana. í síðuste viku var Janice litla flutt á Mercy Hospital í New Orleans. Hvers vegna? Af því að hættan var orðin of mikil á því að fólkig í nágrenninu, sem kom að heimsækja hana, segði henni frá því, að foreldrar henn ar og bræður hefðu dáið. Því að nú er það vandamálið, sem læknarnir eiga við að etja, hvenær og hvernig eigi að segja Janice frá því. Hún veit það ekki enn, að öll fjölskylda henn ar dó þegar í stað. Læknar telja, að í undirmeðvitund hennar leynist vitneskja um það, en náttúran hafi augljóslega læst minnið úti fyrir meðvitund henn ar. Þegar Janice verður útskrifuð af sjúkrahúsinu, fer hún til frænda síns í Lafayette, og áð- ur en það gerist, verður að segja henni allan sannleikann. Það ömurlega, en nauðsynlega verk- efni, mun falla í skaut nunnu einnar, sem kenndi henni á fyrstu skólaárum hennar. Þrjár vinnusltHHKr fyrir Bjarna Einstaklingar, félög, þjótSr og samfélög þjóða berjast fyrir almennum mannréttiiídum og mannsæmandi lífi fólks. Þótt orðin séu teygjanleg félast í þeiin fyrirheit um málfreísi, rit frelsi, kosningarétt og einka- rétt, enn fremur nægilega fæðu, fatnað og sæmilega við- unandi Iiúsnæði. En allt byggist þetta á arðbærri vinnu. Með hjálp vísinda, vélaafls, skipu- Iagningar og félagslegra fram- fara hefur tekizt að stytta vinnu tímann til muna, jafnhliða því að hækka launin svo mjög, að fólk getur notið menntunar, heilbrigðs lífs, skemmtana og jafnframt unnið að sérstökum hugðarefnum f tómstundum, á- samt því að vinpa fyrir daglegu brauði. Stóðumsi þá sam- jöfnuð Á okkar landi var 8 stunda vinnudagur lagður til grundvall ar í samningum um kaup og kjör fyrir mörgum árum. Átta stunda vinnudagur nægði fólki til álíka lífskjara hér á landi og í nágrannalöndunum þegar Iífs- kjörin voru bezt, frá 1956—59. Bjarni er góður þegar hann vandar sig Bjarni Benediktsson gladdi landslýð með því um áramót- in, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fegins hendi gripið þá til- lögu Alþýðubandalagsins að gera 8 stunda vinnu á dag nægi lega til mannsæmandi lífs á ís- landi. íhaldið greip tillöguna ekki aðeins fegins hendi, hcldur líka „bróðurhendi" frá stjómar andstöðunni. Svona var Bjami góður um áramótin. Og svona getur hann talað göfugmann- lega þegar hann vandar sig. En ef við lítum á verkin hans Bjarna og félaga hans (Alþýðu- flokkurinn auðvitað meðtalinn, bæði í orðum og gjörðum) — hverfa áramótagæði Bjarna og göfugmennskan dvín. Það er Bjarni Benediktsson og flokksbræður hans, sem hafa í raun og sannleika afnum ið 8 stunda vinnudag á íslandi, rænt fólkið þeim miklu mann- réttindum og sæmilegu lífs- kjörum, sem fólst í 8 stunda vinnudeginum. Enginn getur lifað af 8 stunda vinnu á dag síðan „viðreisnin" tók að verka. Lítum nánar á þetta og látum Hagstofu íslands tala. Hún segir: En svona er þetta Meðalfjölskyldan þarf, sam- kvæmt vísitölu framfærslukostn aðar, í janúar 1962, kr. 76.521,74 árslaun til að mæta nauðsynlcj ustu útgjöldum, auk fjölskyldu- bóta. En verkamannslaunin eru á ári um 54.500,00 krónur. — miðað við 8 stunda vinnu alla virka daga. Verkamanninn vant ar því um 22 þúsund krónur á ári. Það Iætur nærri að verkamað urinn þurfi að vinna 3 klukku- stundir og 12 mínútum betur dag hvern, umfram sína venju legu 8 tíma, til að bæta sér upp lífskjaraskerðinguna af völdum „viðreisnarinnar“, mið- að við sama kaup fyrir hverja vinnustund. Yfirstjórn í kjörklefa Þannig launar Bjarni Ben. og íhaldið fólkinu fyrir atkvæðin í síðustu kosningum. Og á þenu an hátt gjalda menn fyrir þá yfirsjón í kjörklefanum, að of (Framhald á 15 síðu). 2 TÍMINN, laugardaginn 7. aprfl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.