Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 Fallegri litir Litfilmur „Uppákoma” við Glæsibæ Nýstárlegur fundur Davíðs Oddssonar „ÞAÐ má eiginlega kalla þetta uppákomu,“ sagði Davíð Oddsson laganemi, sem f gær stóð fyrir æði nýstárlegum fundi um borgar- málefni við verzlunarhúsið Glæsi- bæ, ásamtfélögum úr Heimdalli. Flestir þeirra, sem voru á leið til innkaupa, námu staðar til að hlusta á málflutning Davfðs, og á eftir var beint til hans nokkrum fyrirspurnum um borgarmálefni. Fundur þessi, sem fundarboó- endur vildu kalla rabbfund, hófst klukkan rúmlega sex, þegar ösin við verzlanir var sem mest. Fundarstjóri var Guðni Jónsson, og mælti hann nokkurorð í fund- arbyrjun. Davíðtók síðan tilmáls, en hann skipar 9. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins við komandi borgarstjórnarkosningar. í upp- Framhald á bls. 18 Arbæjarhverfi í dag: Fjórði hverfafundur borgarstjóra FJÓRÐI hverfafundur Birgis Is- leifs Gunnarssonar borgarstjóra verður haldinn í Félagsheimili Rafveitunnar f dag og hefst hann kl. 14.00 Fundurinn er fyrir íbúa Árbæjarhverfis. Um 20 þúsund lestir af loðnu- mjöli óseldar Á fundinum flytur Birgir Isleif- ur Gunnarsson borgarstjóri ræðu um borgarmál almennt og um sér- mál hverfisins. Að lokinni ræðu sinni mun borgarstjóri svara fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Bjarni Guðbrandsson pfpulagninga- meistari og fundarritarar, Ragn- heiður Eggertsdóttir bankagjald- keri og Skafti Harðarson nemi. Fundarhverfið er öll byggðin í Árbæjarhverfi, þ.e.a.s. öll byggð- in norðan Elliðaáa. % DAVlÐ Oddsson ávarpar hinn almenna kjósanda á förnum vegi við verzlanamiðstöðina f Glæsibæ f gær. Ljósm. Ól. K. Mag. ENN munu vera óseldar um 20 þúsund lestir af loðnumjöli f landinu og ekki vitað, h venær það magn selst. Af þessum sökum m.a. eiga nú margar bræðslnanna f miklum greiðsluerfiðleikum og sumum útgerðarmönnum hefur gengið illa að fá greitt fyrir iand- anirá loðnu á sl. loðnuvertfð. Um mánaðamótin marz-apríl voru seldar 17 þúsund lestir af loðnumjöli til Póllands eftir mik- ið samningaþóf við Pólverja. Verðið, sem fékkst fyrir hverja proteineiningu, var um 6.50 doll- arar og er þá miðað við útskipun- arkostnað, tryggingu og flutning. Fyrir nokkrum dögum voru síðan seld nokkur þúsund tonn af mjöli, sem fór mest á Þýzkalandsmark- að. Fyrir það mjöl fengust 5.85—6.00 dollarar pr. proteinein- ingu og er þá miðað við sif-verð. Að sögn Gunnars Pedersen hjá Bernhard Pedersen h.f. er ekki vitað, hvenær hægt verður að selja þau 20 þúsund tonn af mjöli, sem enn eru óseld í landinu. Sagði hann, að seljendur vonuð- ust efúr að verðið ætti eftir að hækka á ný, en um það væri erfitt að spá. Kauphækkunin að engu orðin: A.S.I. mótmælir íhlut- un í kjarasamninga S AMBANDSSTJÓRN Al- þýðusambands íslands sendi í gær frá sér ályktun vegna þeirra efnahagsráð- stafana, sem valdhafar hafa þegar birt opinber- lega og nefndar hafa verið „viðnám gegn verðbólgu“. í ályktuninni, sem sam- þykkt var samhljóða, segir m.a., að kauphækkunin, sem um var samið í síðustu heildarkjarasamningum í marzlok, sé þegar upp urin og að engu orðin í verð- bólgu. Fundurinn mót- mælti jafnframt hugsan- legri íhlutun í kjarasamn- inga stéttarfélaganna bæði varðandi kaupgjalds- ákvæði samninganna og á- kvæðin um verðtryggingu launa. Sambandsstjórnarfundur Alþýðusambands Islands haldinn föstudaginn 10. maí 1974 ályktar eftirfarandi: Frá því er samningar ASl við vinnuveitendur tóku gildi í lok febrúarmánaðar sfðastliðins hefur ný verðbólgualda risið f landinu með þeim alvarlegu af- leiðingum, að nú er svo komið að kauphækkun sú, sem um var samið þeim iægstlaunuðu til handa, er að engu orðin. Þessari neikvæðu þróun veldur, ásamt erlendum verðhækkunum, fyrst og fremst hið sjálfvirka verðlagskerfi, þar sem m.a. hverri hækkun launa er óðara velt út í „Urræði,, Olafs Jóhannessonar: Kauplækkun — vísitöluskerðing — skyldusparnaður — gengis„sig”(!) HINIR umboðslausu ráðherrar, sem nú sitja í stjórnarráðinu, hyggjast gera eftirfarandi ráð- stafanir f efnahagsmálum með bráðabirgðalögum að þvf er Lúð- vík Jósepsson upplýsir f viðtali við Þjóðviljann f gær: □ „Fresta" þeirri hækkun kaup- gjaldsvísitölu, sem á að koma til útborgunar hinn 1. júní n.k. og nemur 13—15% □ Setja á verðstöðvun með bráðabirgðalögum og stöðva með þeim hætti hækkun á bú- vörum, útseldri vinnuog þjón- ustu, sem ella mundi koma fram. Q Öbreytt fiskverð frá 1. júnf, en þá á það að koma til endur- skoðunar. □ Halda áfram niðurgreiðslum á olíuverði til fiskiskipa eftir 1. júnf n.k. Til viðbótar upplýsir forsætis- ráðherraz f viðtali við Tfmann f gær, að ríkisstjórnin hyggist □ láta gengið „sfga“ um t.d. 3%, en gengissig er nýyrði á geng- islækkun. „ÚRRÆÐI“ FORSÆTISRÁÐ- HERRA Forsætisráðherra segir í við- tali við Tímann, að frumvarp hans, sem enginn meirihluti var fyrir á hinu brottreka Al- þingi, verði ekki lögfest með bráðabirgðalögum, en helztu atriði þess fara hér á eftir og geta menn þá borið saman Framhald á bls. 18 verðlagið og verðbólgan þannig stigmögnuð. Ríkan þátt á hér einnig sú tilhögun, sem gildir um verðlagningu landbúnaðarafurða, svo sem skýrast kom í Ijós 1. marz sfðastliðinn, þegar afurðaverð var hækkað vegna kaupbreytinga, sem ekki voru komnar til fram- Framhald á bls. 18 Eyðing vísitölunnar í SJÓNVARPSÞÆTTI f gærkvöldi, þar sem fram komu forsætisráðherra og þrfr verkalýðsleiðtogar, skýrði forsætisráðherra frá því, að þær hugmyndir væru nú meðal valdhaf- anna, að koma í veg fyrir vísitöluhækkunina núna 1. júní með stórauknum nið- urgreiðslum, með því að taka bílkostnað úr vísitöl- unni og afnema hækkun vegna launaliðar bænda og það sem eftir kann að vera af vísitölunni með bráða- birgðalögum. Ráðherrann sagði, að ekki sé ætlunin að afnema kauphækkun um- fram 20%. Ráðstafanir þessar eiga að gilda til 1. ágúst næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.