Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 Séð yfir hluta fundarmanna, fræðustóler Þorvaldur Guðmundsson formaður bankaráðs. Batnandi staða Verzlunarbankans: Innlán 1684 millj. kr. - útlán 1428 millj. kr. HEILDARINNLAN Verzlunar- banka tslands nðmu um sfðustu áramót 1684,8 millj. kr. og höfðu aukizt um 392,5 millj. kr. á árinu. (Jtlán bankans f lok sfðasta árs voru 1428 millj. kr. og höfðu auk- izt á árinu um 284 millj. kr. (Jr stofnlánadeild voru á árinu veitt ný lán að upphæð 50,5 millj. kr. og námu útistandandi lán stofn- lánadeildar bankans f árslok 171,8 millj. kr. — Staða Verzi- unarbankans gagnvart Seðla- bankanum batnaði verulega á árinu. Heildarinnstæður við Seðlabankann námu f árslok 352,5 millj. kr. og höfðu aukizt á árinu um 93 millj. kr. Jafnframt lækkuðu útistandandi lán hjá Seðlabankanum um 27,4 millj. kr., og námu þau f árslok 80,8 millj. kr. Þannig batnaði staðan f heiid gagnvart Seðlabankanum um 120,4 millj. kr. á árinu. Á árinu var ákveðin hækkun á hlutafé bankans úr 30 millj. kr. f 100 millj. kr. Hlutafjárauki að upphæð 70 millj. var boðinn út og neyttu hluthafar forkaupsréttar fyrir 63,9 millj. kr. Tekjuafgang- ur fyrir afskriftir nam 23,2 milij. kr., en var 9,7 millj. kr. árið á undan. Eigið fé bankans óx á árinu um 19,5 millj. kr. og nam f árslok ásamt nýjum hlutafjárlof- orðum 158,7 miilj. kr. Þetta kom meðal annars fram á aðalfundi Verzlunarbanka ts- lands, en fundurinn var haidinn f Kristalsal Hótel Loftleiða laugar- daginn 6. apríl sl. Fundarstjóri var Geir Hallgrfmsson alþingis- maður og fundarritarar þeir Gunnlaugur J. Briem verzlunar- maður og Jón I. Bjarnason rit- stjóri. Þorvaldur Guðmundsson for- maður bankaráðs gerði grein fyrir starfsemi bankans á sl. ári jafnframt því sem hann ræddi um þróun efnahagsmála. I ræðu hans kom fram, að gróska hefði verið í starfsemi bankans á árinu og var um mikla aukningu að ræða í rekstri allra deilda bankans. Þá gerði Höskuldur Ólafsson bankastjóri grein fyrir afkomu bankans og lagði fram endurskoð- aða reikninga. Höskuldur ræddi m.a. um frjálsa verzlun og sagði: „Stærsti hluti útlána bankans, eða 56%, var bundinn í lánum til verzlunar. Eru það í lok síðasta árs 800 millj. kr. Þetta fé er allt bundið í lánum til fyrirtækja og einstaklinga f einkarekstri, þ.e. þeirri atvinnustarfsemi, sem í daglegu tali er nefnd frjáls verzl- un. Heildarútlán innlánsstofnana landsins, bæði banka og spari- sjóða, til þessa reksturs voru um síðustu áramót 3433 millj. kr., og er hlutur Verzlunarbankans þannig 23,3% af þeirri upphæð. Þegar haft er í huga, hve lítill hluti heildarinnlána í innláns- stofnunum er í bankanum, eða 5,4%, sést bezt, hve þýðingar- mikið starf bankans er í þágu frjálsrar verzlunar. I þessu sam- bandi er rétt að undirstrika þá staðreynd, að það innlánsfé, sem lagt er inn hjá verzlunarbankan- um, kemur einkaverzluninni hlut- fallslega að meiri notum hjá okkar banka en nokkurri annarri innlánsstofnun. Það sanna þær tölur, sem hér voru nefndar. Enn- fremur má benda á, að vegna til- vistar Verzlunarbankans og öfl- VIKUNA 14.—20. apríl voru gerð- ir samningar við Pólverja um kaup á 18 þúsund lestum af loðnumjöli, og kaupa Póiverjar mjöltonnið á 6.50 dollara. Að þessum samningum fengnunt eru þó enn eftir f landinu a.m.k. 30 þúsund Iestir óseldar, en á sama tfma heldur fiskmjölsverðið áfram að falla. Svo sem menn rekur minni til kom hingað til lands um miðjan janúarmánuð sl. sendinefnd frá Póllandi til viðræðna um kaup á loðnumjöli og var þá jafnvel talað um, að þeir keyptu um 2/3 mjöl- framleiðslunnar i ár. Pólverjar buðu þá aðeins 7.50 dollara fyrir tonnið og á því strönduðu samn- ingarnir, þvi að við verðákvörðun á hráefnisverði til fiskimjölsverk- smiðjanna var jafnan lagt til grundvallar mun hærra söluverð mjöls eða sem svarar 9.50 doll- urum. Þar af leiðandi runnu þess- ar samningaumleitanir út í sand- inn, því að Pólverjar reyndust ugs starfs hans í þágu frjálsrar verzlunar, verða aðrir bankar að veita verzluninni eins góða þjón- ustu og þeir telja sér fært til þess að halda sinum hlut í samkeppn- inni. Á þann hátt kemur fram annað meginhlutskipti okkar. Óþarft er að eyða að þvi mörgum orðum hér, að ein af ástæðum þeim, sem lágu til stofnunar bankans, var að berjast á móti áratuga skilningsskorti, sem var á starfi verzlunarinnar hjá pen- ingastofnunum. Oft verðum við í Verzlunarbankanum enn i dag varir við þessar skoðanir og get- um leiðrétt þröngsýni og mis- skilning, sem menn hafa varðandi viðskiptalífið. Ég held, að ég geti fullyrt, að öflugur Verzlunar- banki sé eitthvert bezta ráðið til þess að treysta stöðu frjálsrar ófáanlegir til að gera hærra verð- tilboð. ,,Og þvi miður gerist það nú eins og oft vill verða hjá okkur á fallandi markaði; menn halda of lengi að sér höndum. Við erum ekki nógu stórir til að ráða markaðinum og því eigum við ekki annars kost en fylgjast með straumnum," sagða einn mjöl- sendandinn í samtali við Morgun- blaðið á dögunum. Hann sagði, að núverandi ástand hlyti að vera geigvænlegt fyrir fjölda fiskimjölsverksmiðja hér i landinu, sem litið voru bún- ar að selja fyrirfram, þegar verð- fallsins tók að gæta. Verksmiðj- urnar standa mjög mismunandi vel að vígi til að mæta verðfallinu. Fyrrgreindur mjölseljandi kvaðst t.d. hafa selt um helming fram- leiðslu einnar verksmiðjunnar fyrirfram á um 10 dollara hvert tonn og kvaðst álíta, að sú verk- smiðja kæmist nokkurn veginn klakklaust frá loðnuvertíðinni nú. Hins vegar kvaðst hann vita um Höskuldur Ölafsson bankastjóri gerir grein fyrir afkomu bankans. verzlunar í þjóðfélaginu. Af þeim sökum skulum við hyggja vel að stöðu bankans á hverjum tima, þvi að hún ræður meir en menn gera sér ljóst ýmsu um þróun mála hjá verzlunarstéttinni." A aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 9% arð af hlutafé. Við stjórnarkjör var Þorvaldur Guðmundsson forstjóri endur- kjörinn formaður bankaráðs til 2ja ára og með honum til sama tíma Pétur O. Nikulásson stór- kaupmaður og Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson stórkaupmaður. Fyrir voru í bankaráðinu þeir Guð- mundur H. Garðarsson viðskipta- fræðingur og Leifur Isleifsson kaupmaður. aðra verksmiðju, sem var með um 1800 tonna framleiðslu og aðeins 200—300 tonn seld. „Sá framleið- andi sagði við mig berum orðum í sambandi við Póllandssöluna: — Ég get alveg eins farið á hausinn með mjölið liggjandi í skemmu hjá mér og selja það Pólverjum og fara þannig á hausinn. Og ég veit um ýmsa, sem svipað er ástatt um, svo að erfiðleikarnir eru gífur- legir hjá þessum verksmiðjum." Astæðurnar fyrir núverandi verðfalli á fiskimjöli eru marg- þættar. Fyrst og fremst gætir nú mikils verðþrýstings frá mjöli úr soyabaunum, sem getur að nokkru leyti komið í stað fiski- mjöls, en nú um alllangt skeið hefur verið verðfall á þessu mjöli og áhrifa frá því gætir óhjá- kvæmilega í fiskimjölsverðinu á heimsmarkaði. Að auki kemur nú til veruleg framleiðsluaukning Perúmanna á fiskimjöli, ansjósu- veiðar þarlendra munu nú nema um 1 milljón tonna, en þessara veiða gætti sáralítið á mjölmark- Minni sókn í humarinn - Þess meiri í spærling Ljóst er, að sókn í fslenzka humarstofninn verður miklu minni f sumar en undanfarin ár. Er það meðal annars vegna þess, að sjávarútvegsráðuneytið hefur sett strangar reglur um humar- veiðarnar, bæði hvað hámarks- afla snertir svo og skipastærð. Hins vegar er gert ráð fyrir, að mörg þau skip, sem stundað hafa humarveiðar sfðastiiðin ár, snúi sér að spærlingsveiðum, en þó rfkir enn óvissa á þvf sviði, þar sem ekki er vitað, hve hátt verð verður greitt fyrir hvert kfló af spærlingi til bræðslu, en það mun ráða úrslitum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú sett sérstakar reglur um kom- andi humarvertíð. Segir þar, að humarveiðar skuli ekki hefjast fyrr en 25. maf n.k. Að ekki verði leyft að veiða meira en 2000 lestir af humri á vertíðinni og humar- veiðileyfi verði ekki veitt bátum, sem eru stærri en 100 brúttólest- ir. Auk þess gilda venjulegar reglur um lágmarksstærð humar- hala, gerð humarvörpu, skýrslu- gjöf um veiðarnar o.s.frv. Hefur ráðuneytið í hyggju að herða mjög eftirlit með því, að allar reglur humarveiðileyfa verði haldnar svo og eftirlit með þvi, að ekki verði um óeðlilega mikinn afla annan en humarafla að ræða hjá humarbátum. Ráðuneytið mælir sérstaklega með þvi, að fiskur sá, sem kemur með í humarafla, verði ísaður í kassa og ennfremur er mælt með þvi, að humarþvottavélar verði notaðar um borð i veiðiskipum. Askilur ráðuneytið sér rétt til þess að setja nánari reglur um þessi atriði ef þörf krefur. A humarvertíðinni í fyrra stunduðu um 140 skip veiðarnar í mismunandi langan tíma. Þá gátu allar stærðir skipa fengið leyfi til veiðanna, en eins og fyrr segir, fá nú ekki stærri skip en 100 brúttó- rúmlestir að stunda veiðarnar. Er því ljóst, að fjöldi veiðiskipa verð- ur aldrei yfir 100 að þessu sinni. aðinum í fyrra. Eins hefur rætzt úr loðnuveiði Norðmanna, svo að þeir munu nú vera búnir að fylla kvóta sinn, sem er um 7,6 millj- ónir hektólítra. Þrátt fyrir þetta getur framboð á fiskimjöli ekki talizt óeðlilega mikið heldur kemur hitt miklu frekar til, hversu eftirspurnin hefur minnkað. Mjölseljendur hér segja engan vafa leika á því, að hið gífurlega háa verð, sem var á fiskimjöli, hafi dregið úr neyzl- unni á því. Fóðurmjölsverk- smiðjur hafa snúið sér að notkun soyamjöls í ríkara mæli og þannig hefur markaðurinn dregizt sam- an, þvi að blöndunarstöðvar nota ekki fiskimjölið nema í algeru lágmarki. Reynslan sýnir einnig, að fiskimjölsverðið getur farið æði langt niður áður en fóður- mjölsverksmiðjurnar taka við sér og taka aftur að auka hlutdeild fiskimjölsins í blöndunni. Þess vegna óttast framleiðendur fiski- mjöls, að enn geti orðið verulegt verðfall á fiskimjöli. Pólverjar kaupa 1/3 loðnumjölsins: Greiða dollar minna á tonn en þeir buðu í janúar sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.