Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 1
72. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Birgir ísl. Gunnarsson í ræðu í fyrrakvöld: Sundrungin 1 vinstri stjóm er Reykvfldngum viðvörun 6. ferð Kissingers til r Israels á 10 dögum Jerúsalem, 10. maí, AP— NTB. UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna, Henry Kissinger, kom til Jerúsalem í dag frá Egypta- landi og hóf þegar viðræður við Goldu Meir forsætisráðherra isra- els og aðra ráðamenn þarlenda, með það fyrir augum að fá þá til enn frekari tilslakana við kröfum Sýrlendinga. Haft er eftir blöðum í Kairo, að Kissinger hafi beðið Anwar Sadat forseta Egyptalands að leggja sér lið í samningaum- leitunum um brottflutning herj- anna f Golanhæðum og eftir bandarískum embættismönnum er haft, að Sadat hafi haft sam- band við Sýrlandsstjórn um mál- ið. Varaforsætisráðherra israls, Yigal Allon, hefur látið í ljós bjartsýni um, að samkomulag ná- ist milli deiluaðila, en lét þó svo um mælt, að hann fengi ekki séð hvernig ísraelar ættu að geta gengiðlengra til undanláts. Kissinger heldur til Damaskus á sunnudag og er þá væntanlega orðin kunn endanleg afstaða isra- elsstjórnar. Hann er sagður gera sér vonir um, að ísraelar fáist til að láta af höndum a.m.k. hálfa borgina Quneitra í Golanhæðum og fallast á, að hluti Hermonfjalls verði settur undir stjórn liðs Sam- einuðu þjóðanna. Sömuleiðis að þeir fáist til að leyfa takmörk- uðum fjölda sýrlenzkra bænda að snúa aftur til þorpa sinna og sveita. Haft er eftir fylgdarmönnum Kissingers, að líkurnar til sam- komulags milli ísraels og Sýr- lands megi teljast 50:50, en vænt- anlega verði niðurstöðurnar af viðleitni ráðherrans ljósar á þriðjudaginn kemur. För Kissingers til Israels í dag er hin sjötta á tfu daga ferð hans um Austurlönd nær. Ferðin hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til f upphafi, og hernaðar- átökin f Golanhæðum, sem nú hafa staðið yfir í um það bil tvo mánuði, hafa verið hörð síðustu daga. Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjóri flutti ræðu á geysifjölmennum fundi sjálfstæðisfélaganna f Reykja- vfk f fyrrakvöld. I ræðu sinni lagði borgarstjóri m.a. áherzlu á eftirfarandi: % Með tilstyrk Framsóknarflokksins og kommúnista hefur Olafur Jóhannesson framið stjórnmálalegt ofbeldisverk, sem vart á sér hliðstæðu f stjórnmáiasögu landsins. ,4fann styðst ef til vi 11 við lög, en þetta eru lög, sem fáir kunna og enn færri skilja,“ sagði borgarstjóri. „tslenski fáninn, sem jafnan blaktir við hún á Alþingishúsinu, þegar þing er að störfum, hefur nú verið dreginn niður fyrst um sinn, en framsóknarmenn og kommúnistar haf a tekið sér vald til að stjórna landinu með tilskipunum og bráðabirgðalögum.“ % Þessi ofbeldisverk eru framin fyrst og fremst til þess að að gera Sjáifstæðisflokknum erfitt fyrir og reyna með bolabrögðum að fella meirihluta sjálfstæðismanna f Reykjavfk og koma glundroðaöflun- um til valda, sagði Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri. „En slfkum brögðum hefur verið beitt áður, þegar liðið hefur að borgarstjórnarkosningum f Reykjavfk ogre.vnslan hefursýnt. að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur þá ávallt reynzt sterkastur. Þegar beita hefur átt brögðum hefur flokkurinn sameinazt og reynzt sterkur, þegar á slfkt hefur reynt," sagði borgarstjóri ennfremur. 0 Birgir tsl. Gunnarsson sagði f ræðu sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði góða málefnastöðu og hefði tryggt Reykjavfk samhentan og styrkan meirihluta. Á hinn veginn stendur borgarbúum til boða vinstra lið, fulltrúar þeirra flokka, sem nú hafa splundrazt f samstarfi f rfkisstjórninni og þar sem hver höndin hefur verið upp á móti annarri allt stjórnarsamstarfið. „Sundrungin f vinstri stjórninni er næg áminning til borgarbúa um að kjósa ekki yfir sig slfkt lið f borgarstjórn," sagði Birgir fsl. Gunnarsson. Hér fer á eftir frásögn af ræðu borgarstjóra: NU eru aðeins um tvær vikur til borgarstjórnarkosninga. Þetta hefur hingað til verið næsta einkennileg kosningabarátta og veldur þar mestu dagblaðaleysið. Enn vantar alla kosninga- stemmningu og ég vil leyfa mér að vara við hinni miklu og að mörgu leyti óraunsæu bjartsýni, sem maður verður viða var. Ég vil minna á, að kosningar á íslandi hafa aldrei unnizt á bjartsýni heldur í harðri baráttu. Eitthvað á þessa leið fórust Birgir Isleifi Gunnarssyni borgar- stjóra orð á afar fjölmennum fundi sjálfstæðisfélaganna í Súlnasal Hótel Sögu f fyrrakvöld. I upphafi máls síns vék borgar- stjóri að sfðustu atburðum á þjóð- málasviðinu og vitnaði til orða Skapta lögsögumanns, þegar umsagnar hans var leitað í sam- bandi við málrekstur á Alþingi út af Njálsbrennu: „Þetta eru að vísu lög, þótt fáir kunni.“ „Þetta tilsvar hefur mér flogið í hug nú síðustu klukkutíma, þegar Framhald á bls. 18 Ófögur sjálfslýsing t ritstjórnargrein Tímans f gær, er lýst því ástandi, sem skapazt hefur á tæplega þriggja ára valdaferli vinstri stjórnar f mesta góðæri sögunnar. Þar er sagt, að við óbreyttar aðstæður þyrfti að fella gengi krónunnar um helming. Fyrir dyrum sé „stöðvun margra atvinnugreina og atvinnuleysi“, og „stórkost- leg verðbólga og kjararýrnun fyrir launafólk". Þetta er hin óhugnanlegasta lýsing, sem nokkru sinni hefur verið gefin á horfumf fslenzk- um efnahagsmálum. Hún birt- ist f ritstjórnargrein aðalmál- gagns rfkisstjórnarinnar, Tím- ans.og samt er hún sönn. Þessar tvær framaTigreindu meginástæður íafa leitt til slikra verðhækkana hér innan lands, að fyrirsjáanlegt var, að kaupgjald myndi hækka um 15-17% um næstu mánaðamót samkvæmt kaupgjaldsvisitölunni. Þetta var miklu meira en atvinnulifið gat borið, til við- jbótar þeim kauphækkunum, sem orðið hafa undanfarið. Afleiðingin hlaut að verða stöðvun margra atyinnugreina og atvinnuleysi, likt og tvarð hér á siðasta kjörtimabili viðreisnar- 'stjórnarinnar. Ef ekkert annað hefði verið að gert, hefði orðið að mæta þessu með stórfelldu gengisfalli, likt og gert var á siðasta kjörtima- bili viðreisnarstjórnarinnar, þegar dollarinn hækkaði á einu ári úr 43 krónum i 88 krónur. Slikri gengisfellingu myndu fylgja stórkostleg l verðbólga og kjararýrnun fyrir launafólk, einr og raunin varð lika á áðurnefndu kjörtimabili. Til þess að koma i veg fyrir slika öfugþróun. * ^arzmár^jly

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.