Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 DMCBÖK 1 dag er laugardagurinn 11. maí, sem er 131. dagur ársins 1974. Lokadagur- inn. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 09.28, síðdegisflóð kl. 21.51. Sólarupprás er f Reykjavfk kl. 04.27, sólarlag kl. 22.23. A Akureyri rfs sól kl. 03.55 og sezt kl. 22.25. Heimild: Islandsalmanakið). Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mar.nanna börn; á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman. (62. Davfðssálmur 10.). ÁniVIAO HEILLA 80 ára er f dag, 11. maí, Guð- björn Þórarinsson, Langeyri Hafnarfirði. Hann dvelst að heim- ili dóttur sinnar að Ölduslóð 19 á afmælisdaginn. 31. janúar gaf séra Halldór Gröndal saman í hjónaband í Safnaðarheimili Grensássóknar Mörtu S. Hreggviðsdóttur og Svavar G. Jónsson. Heimili þeirra er að Heiðargerði 53, Reykjavík. ( Stúdíó Guðm.). Systrabrúðkaup 19. janúar gaf séra Garðar Þorsteinsson saman í hjónaband í Hafnar- fjarðarkirkju Önnu Pálsdóttur og Inga Tómasson. Heimili þeirra er að Suðurvangi 14, Hafnarfirði. Ennfremur Jónínu Steineyju Páls- dóttur og Helga Ivarsson. Heimili þeirra er að Sléttahrauni 34, (Stúdíó Guðm.). 26. janúar gaf séra Ölafur Skúlason saman í hjónaband i Bústaðakirkju Hafdísi Jónsteinsdóttur og Ólaf Örn Jónsson. Heimili þeirra er að Efstahjalla 3, Kópavogi. (Ljósm. Árni P. Jóhannss.). INJVIR BDRGARAR Á Fæðingarheimili Reykjavík- ur fæddist: Eddu Þorvarðsdóttur og Hálf- dáni Henrýssyni, Vesturbergi 100, Reykjavík, sonur 21. marz kl. 18.25. Hann vó 17 merkur og var 55 sm að lengd. Þorbjörgu Asgrfmsdóttur óg Helga Gunnarssyni, Hraunbæ 140, Reykjavík, dóttir 22. marz kl. 00.35. Hún vó 13 merkur og var 49 sm aðlengd. Maríu Lárusdóttur og Birgi Símonarsyni, Álfhólsvegi 41, Kópavogi, sonur 24. marz kl. 06.30. Hann vó 17V$ mörk og var 55 sm að lengd. Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur og Hilmari Skúlasyni, Sigluvogi 16, Reykjavík, sonur 24. marz kl. 18.00. Hann vó 1514 mörk og var 52smaðlengd. Karólfnu Eiríksdóttur og Þor- steini Hannessyni, Sporðagrunni 4, Reykjavík, dóttir 24. marz kl. 04.25. Hún vó tæpar 12 merkur og var 49 sm aðlengd. Sigrúnu Gunnlaugsdóttur og Karli Jóhanni Herbertssyni, Grensásvegi 54, Reykjavík, sonur 24. marz kl. 03.30. Hann vó 17‘A mörk og var 54 sm að lengd. Öldu Sveinsdóttur og Jóni Inga Ragnarssyni, Þinghólsbraut 4, Kópavogi, dóttir 23. marz kl. 06.30. Hún vó 13 merkur og var 50 sm aðlengd. Lilju Aðalsteinsdóttur og Einari Þórarinssyni, Hólsgötu 9, Neskaupstað, sonur 23. marz kl. 19.25. Ilann vó 16 merkur og var 54 sm að lengd. Heiðrúnu Guðleifsdóttur og Jónasi Magnúsi Guðmundssyni, Hlíðarhvammi 9, Kópavogi, sonur 24. marz kl. 17.35. Hann vó rúmar 13 merkur og var 49 sm að lengd. |KRDSSGÁTA Lárétt: 1. skrafar 6. blaut 8. smeykur 11. eiga heima 12. rupl 13. ósamstæðir 15. þverslá 16. af- komanda 18. fróðleiksfúsi. Lóðrétt: 2. óska 3. verkfæri 4. keyrir 5. meiri hlutinn 7. réð við 9. vesæl 10. lík 14. hól 16. sam- hljóðra 17. atviksorð. Lausn á sfðustu krossgátu. Lárétt: 1. narta 6. afa 7. ræsa 9. TU 10. krassar 12. AA 13. taug 14. pul 15. impra. Lóðrétt: 1. nasa 2. áfastur 3. rá 4. saurga 5. arkaði 8. æra 9. tau 11. sála 14. PP. | SÁ NÆSTBESTl Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra kom fram f sjónvarpi nýlega og spurði fréttamaður hann þá, hvort samstaða væri inn- an rfkisstjórnarinnar um úrbæt- ur í efnahagsmálum. Ólafur Jó- hannesson svaraði: „Það er samkomulag innan rfkisstjórnarinnar um, að eitt- hvað verði að gera.“ Pennavinir tsland Drífa Skúladóttir, Snæfellsási 1, Hellissandi. Vill skrifast á við krakka á aldr- inum 12—14 ára. Hefur áhuga á íþróttum og popptónlist. Guðrún Lilja Kristófersdóttir, Bólum 4, Patreksfirði. Hefur áhuga á kvikmyndum, ferðalögum, bréfaskriftum o.m.fl. Vill skrifast á við krakka á aldr- inum 14—16 ára. Bandaríkin Germaine Danner Rt. 1 Box 392 E, Shingle Springs, Cal. 95682, U.S.A. Hún safnar frímerkjum, er 48 ára húsmóðir og langar til að skrifast á við Islendinga. Trfnidad Sherry Mohammed 35, Satar Street, Aranguez, San-Juan, Trinidad, West-Indies. Er 15 ára, hefur áhuga á íþrótt- um og útilífi ýmiss konar; einnig bréfaskriftum og ferðalögum. Svíþjóð Karin Törneman Fridhemsgatan 5 S-77700 Smedjebacken, Sverige. Hún er 15 ára, hefur áhuga á teikningu, poppi, hasarblöðum og strákum. Vill skrifast á við krakka á aldrinum 15—17 ára. Utankjörstaðakosning Utakjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Laufásvegi 47. Símar: 26627, 22489, 17807, 26404. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúðum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnu- daga kl. 14—18. Hraunhellar und- ir Grindaskörðum Undir Grindaskörðum eru nokkrir hraunhellar og er myndin hér að ofan frá einum þeirra. Nokkru austar eru Kristjánsdalir og þar eru fieiri hellar, sem aldrei hafa verið sýndir almcnningi. t þessum hellum eru dropasteinar og fallegar hraunmyndanir. Einar Ólafsson hefur manna mest kannað þessa hella og ætlar nú í fyrsta sinn að sýna þá í Ferðafélagsferð, sem farin verður í fyrramálið. Brottferð verður kl. 9.30 frá B.S.l. Nauðsynlegt er, að fólk hafi með sér góð Ijós. Eftir hádegi sama dag verður svo lagt upp í aðra ferð. Þeirri, ferð er heitið um Lönguhlíðar og íGrindaskörð og verður lagt af stað kl. 13. í Grindaskörðum sameinast svo báðir hóparnir og verða samferða niður í Kaldársel. ást er . . . ...að sjá á honum sœlusvipinn, þegar þú kemur inn í herbergið. TM Req. U.S. Pat. Off —All rights reserved ú' 1974 by los Angeles Times I BRIPC3E Eftirfarandi spil er frá leik milli Austurríkis og Spánar f Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. — H. A-K-D-9 T. Á-K-9-8-4-3 L. G-8-7 Vestur Austur S. Á-K-9-3 S. D-10 H. 10-5A-3 H. G-8-6-2 T. D-10-5 T. G-7-6-2 L. 4-3 L. K-10-9 Suður S. G-8-7-6-5-4-2 H. 7 T. — L. A-D-6-5-2 Við annað borðið sátu austur- rísku spilararnir N—S og sögðu þannig: Suður Norður P 21 31 3 h 3 s 4 t 4 s 61 Vestur lét út spaða ás, trompað var f borði, næst voru teknir slagir á ás, kóng og drottningu í hjarta og 2 spöðum kastað heima. Enn var hjarta látið út, trompað heima, spaði látinn út, trompað í borði, slagir teknir á ás og kóng f tfgli og spaða kastað heima. Enn var tigull látinn út, trompað heima, spaði látinn út, trompað með gosanum, en austur trompaði yfir með laufa kóngi. Austur lét nú út tígul, sagnhafi trompaði með laufa 6 og var heppinn, þvi vestur gat ekki trompað yfir og þar með var spilið unnið. Við hitt borðið sátu spilararnir frá Spáni N—S og þar varð loka- sögnin 3 grönd, en sú lokasögn lítur alls ekki vel út eftir spilum suðurs. Sagnhafi fékk þó 9 slagi, vann spilið og austurriska sveitin græddi samtals 11 stig á spilinu. GEIMC3IO CENCISSKRANING Nr. 83 - 7. meí 1974. Elninc Kl. 12. 00 Kaup Sala 1 лndaríkj*dolUr 88,70 89, 10 1 Sterllngspund 215,40 216,60 1 Kanadadollsr 92. 15 92,65 100 Danskar krónur 1508,00 1516,50 * 100 Norakar krónur 1664,40 1673,80 • 100 Saenskar krónur 2077,35 2089,05 • 100 Finnsk mörk 2415, 55 2429.15 * 100 FVansklr írankar 1814,75 1824,95 * 100 Belg. frankar 235.45 236,75 • 100 Svlssn. frankar 3041, 20 3058,30 * 100 Gylllnl 3436,70 3456,10 ♦ 100 V. - Þý*k mörk 3629.10 3649,60 • 14, 14 14,22 • 100 Austurr. Sch. 488,00 490.80 • 100 Escudos 364,30 366,40 • 100 Pesetnr 153,95 154,85 • 100 Yei. 31,73 31.91 100 Rclkningskrónur- Vörusklptalönd 99. 86 100,14 1 ReikningsdolUr- Vöruskiptalönd 88,70 89. 10 0 Breyting írá eÍBuetu ekrénlngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.