Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 19 Atta félög af 18 inn- an BSRB hafa gengið frá sérsamningum ÁTTA aðildarfélög af 18 innan BSRB hafa gengið frá sérsamn- ingum sínum við rfkið. Samningar annarra félaga eru vfðast hvar langt komnir, og verð- ur Ifklega lokið fyrir 15. maf n.k. en þá rennur út frestur, sem veittur var til samninganna sam- kvæmt lögum. Ef samningar takast ekki hjá einhverjum aðildarfélögum BSRB fyrir þann tfma, fara þeir fyrir Kjaradóm. Sérsamningar félaga bæjar- starfsmanna víðs vegar um land eru allir ófrágengnir, en frestur til að ljúka þeim er til 1. júnf n.k. Guðjón B. Baldvinsson hjá BSRB sagði í samtali við Mbl. í gær, að sérkröfur félaganna hefðu legið fyrir 31. janúar sl. Öeðlilegur dráttur hefði orðið á því, að ríkið hæfi viðræður við félögin um kröfurnar, og væri mikil óánægja ríkjandi innan BSRB vegna þess. Upphaflega átti samningum að verða lokið fyrir 1. maí, en veittur var 15 daga viðbótarfrestur. Samkvæmt upplýsingum Guðjóns hafa eftirtalin félög gengið frá samningum um sér- kröfur. Samband íslenzkra barna- kennara, Landssamband framhaldsskólakennara, Póst- mannafélag íslands, Tollvarða- félag Islands, Hjúkrunarfélag tslands, Landssamband lögreglu- manna, Félag flugumferðarstarfs- manna og Starfsmannafélag Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Af þeim félögum, sem ekki hafa enn gengið frá samningum eru stærst Starfsmannafélag ríkisstofnana, Félag íslenzkra símamanna og starfsmannafélög útvarps og sjón- varps. Bjóst Guðjón við þvi, að samningar tækjust hjá flestum ef ekki öllum þessara félaga fyrir 15. maí. Samningarnir um sérkröfurnar hafa verið mjög mismunandi hjá einstökum félögum, en víðast hefur þó verið samið um hækkun starfsmanna um tvo launaflokka. Þrjár stéttir hafa verið með að- gerðir til að leggja áherzlu á kröf- ur sfnar. Hjúkrunarfólk sendi spítulunum uppsagnarbréf i stór- um stil, og sömuleiðis sjúkraliðar. Samningum er lokið við hjúkrunarfólk, og dregur það væntanlega uppsagnirnar til baka, en ennþá er ósamið við sjúkraliða. Þá gripu símamenn til þess ráðs, að mæta ekki til vinnu í þrjá daga. Er ennþá ósamið við þá. Oli J. Olason látinn Óli J. Ólason, stórkaupmaður i Reykjavik, er látinn og hefur jarðarförin farið fram. Óli var einn af athafnamönnum borgar- innar, formaður Skókaupmanna- félagsins í mörg ár og fulltrúi i Verzlunarráði Islands. Hann stofnaði Skóbúð Reykjavíkur ásamt bræðrum sínum og rak hana fram til 1954, seinni árin einn. Hann rak líka umboðs- verzlun aðallega með skófatnað. Síðan 1940 rak hann fyrirtækið Th. Benjamínsson & Co. Óli var einn af stofnendum Loftleiða og f stjórn þess fyrstu 10 árin. Einnig var hann einn af stofnendum Tryggingar og var þar formaður. Óli J. Ólason var Snæfellingur fæddur á Stakkhamri i Mikla- holtshreppi 16. sept. 1901 og vann ávallt mörg störf í þágu Snæfell- inga. Einnig að laxveiðimálum og í þágu Rauða kross íslands, þar sem hann var lengi í stjórn og formaður Reykjavfkurdeildar- innar var hann um árabil. Merkjasala SVFI á lokadag Idag er lokadagurinn. Frá öndverðu starfi Slysavarnafélags tslands hefur lokadagurinn verið merkjasöludagur félagsins og í dag mun tslendingum gefast kostur á að styrkja það nauðsynjastarf, sem SVFt hefur unnið með þeim ágætum er alþjóð eru kunnug. 1 dag ðskar SVFt eftir stuðningi almennings og enginn veit, hvort hann þarf ekki aðstoð félagsins á morgun. SVFt hvetur foreldra til þess að leyfa börnum sínum að selja merki félagsins. Meðfylgjandi mynd er tekin af félögum f einni björgunarsveita SVFt. Einar Jónsson. — Mynd eftir málverki eftir Johannes Nielstn. Aldarafmœli Einars Jónssonar Aldarafmæli Einars Jónsson- ar myndhöggvara er f dag. Hann var fæddur 11. maf 1874, en lézt árið 1954. I tilefni afmælisins hefur sr. Jón Auðuns, sem er forstöðu- maður Listasafns Einars Jónssonar, skrifað grein, sem birtast mun í Lesbók Morgun- blaðsins innan tfðar. Fylgja henni margar myndir af lista- verkum Einars. Listasafn Einars Jónssonar verður opið í dag og á sunnudag kl. 1,30 — 6 e.h. en annars er safnið daglega opið frá kl. 1,30 — 4 e.h. Verðbólgan búin að eyðileggja náms- lánin segir Stúdentaráð Háskólans Stúdentaráð Háskóla tslands hef- ur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem vakin er athygli á þeirri kjararýrnun, sem verðbólgan hef- ur leitt yfir stúdenta á þessum vetri. Námslán 1973—4miðist við vísitöluútreikninga og spár frá þvf í júní 1973, en síðan hefi verðhækkanir farið langt fram úr þeim áætlunum. Síðan segir, að þegar 4% sölu- skattshækkun hafi bætzt við, hafi orðið ljóst, að sá grundvöllur, sem námslán og þar með afkoma stúd- enta sé miðuð við, sé fjarri raun- veruleikanum. Hins vegar komi lækkun tekjuskatts engan veginn stúdentum til góða, þar sem þeir greiði yfirleitt ekki tekjuskatt. Síðast í yfirlýsingu stúdenta- ráðs segir, að það krefjist þess, að námsmönnum verði þegar í stað bætt sú kjararýrnun, sem þeir hafi orðið fyrir. Listamanna- þing 1974 LISTAMANNAÞING 1974 var háð í Reykjavík 27. apríl sJ. Um- ræðuefni þingsins var: „Frelsi listamannsins gagnvart þjóð- félagsvaldinu". Frummælendur voru: Matthfas Johannessen, skáld, Hjörleifur Sigurðsson, list- málari, Ólafur Haukur Símonar- son, rithöfundur, Thor Vilhjálms- son, rithöfundur og Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt. — Þing- haldari var kjörinn Svavar Guðnason, iistmálari. Á þinginu var samþykkt álykt- un, þar sem harðlega var mót- mælt skoóanakúgun sovézkra stjórnvalda gagnvart þarlendum listamönnum, sem kæmi m.a. fram i þvi að flytja Soltsjenitsyn nauðúgan úr landi og meina hon- um að birta verk sín fyrir þjóð sinni. Þá var þeirri áskorun beint til ríkisstjórnar Islands,að hún hlut- aðist til um að endurskoðaðar yrðu reglur og lög um lista- og menningarstofnanir á Lslandi með það fyrir augum, að útilokuð yrðu flokkspólitfsk áhrif á starf semi þeirra. — Loks var sam- þykkt ályktun þar sem því var lýst yfir, að óþolandi væri, að er- lendurher væri áíslenzkri grund. Talar í Garðakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 12. maf, fer fram guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 2 e.h. Við þá at- höfn mun Hulda Jensdóttir, for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur, flytja ræðu og nokkrir nemendur úr Tónlistar- skóla Garðahrepps leika á hljóð- færi. Sama dag efnir Kvenfélag Garðahrepps til kaffisölu í Sam- komuhúsinu á Gai'ðaholti til ágóða fyrir kirkju og söfnuð. Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Dalasýslu FORSETI íslands skipaði þann 7. maf, að tillögu dómsmálaráð- herra, Pétur Þorsteinsson, full- trúa sýslumanns og bæjarfógeta í Hafnarfirði, til að vera sýslumað- ur í Dalasýslu frá 15. maf aðtelja. Aðrir umsækjendur um emb- ættið voru: Eggert Óskarsson, héraðsdómslögmaður, Guðlaugur Einarsson, hæstaréttarlögmaður, Þorfinnur Egilsson, héraðsdóms- lögmaður, og Þorkell Gfslason, héraðsdómslögmaður. Reykj anesk jördæ mi KJÖRDÆMISRAÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi er boðað til fundar n.k. mánu- dagskvöld kl. 20.30 í Félagsheim- ili Seltirninga. A fundinum verð- ur kosin kjörnefnd og umræður fara fram um undirbúning kosn- inga og stjórnmálaviðhorfið. Mæðradagur í Kópavogi SJÖUNDI aðalfundur Kvenfé- lagasambands Kópavogs var hald- inn 4. maf sJ. I sambandinu eru þrjú kvenfélög, Freyja, félag framsóknarkvenna, Kvenfélag Kópavogs og Sjálfstæðiskvenna- félagið Edda. Á vegum sambands- ins starfa þrjár nefndir, Orlofs- nefnd, Mæðrastyrksnefnd og nefnd er rekur fótsnyrtistofu fyr- ir aldraða í Kópavogi. Aðalfundurinn samþykkti að senda öllum frambjóðendum til bæjarstjórnarkosninga í Kópa- vogi bréf um byggingamál aldr- aðra. Ennfremur ályktaði fundurinn að efla bæri samstarf foreldra og kennara við skóla staðarins, að efla bæri fræðslu í sömu skólum um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra vimugjafa, efla bæri um ferðarfræðslu og skorað var á bæjaryfirvöld að athuga vel með göngubrautir að skólum bæjarins, með öryggi skólabarna í huga. Aðalfundurinn lagði ennfremur til við bæjaryfirvöld í Kópavogi, að lögð yrði aukin áherzla á verndun og merkingu sögustaða í bæjarlandinu svo og náttúru- vernd. Aðalfundur Kvenfélagasam- bands Kópavogs fagnaði þeim áfanga, sem nú mun nást á hausti komandi, er skólaeldhús verður tekið í notkun við skyldustigið í skólum bæjarins. Að loknum aðalfundi var kvöld- vaka með fræðandi og skemmt- andi efni, svo sem erindi, er frú Hulda Stefánsdóttir fyrrv. skóla- stjóri hélt um íslenzkan heimilis- iðnað, ennfremur sýndi hún marga fallega hluti, sem unnir hafa verið úr íslenzku efni. Álfa- sögur voru lesnar og ung stúlka, Margrét Pálmadóttir, söng ein- söng með undirleik Guðmundar Jónssonar píanóleikara. Sýndur var skautbúningur Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegra- nesi, en hún stofnaði fyrsta kven- félagið á íslandi. Að sfðustu skoð- uðu gestir sýningu er bar yfir- skriftina „Amma mín átti það, amma min sagði það, amma min gerði það.“ En þar höfðu konur safnað saman ýmsum gömlum ættargripum, bushlutum, margs konar heimilisiðnaði og gömlum bókum. Kaffiveitingar voru framborn- ar, og fólk skémmti sér við fjölda- söng. í stjórn Kvenfélagasambands Kópavogs eru, Stefanía M. Péturs- dóttir formaður, Vilhelmina Þor- valdsdóttir varaformaður, Jónina Júliusdóttir ritari og Sólveig Run- ólfsdöttir gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Jóhanna Guðmunds- dóttir og Jóhanna Valdemarsdótt- ir. N.k. sunnudag halda Kópavogs- konur mæðradaginn hátíðlegan. Fjölskyldumessa verður í Kópa- vogskirkju og munu konur taka þátt í messugjörðinni. Hátíðakaffi verður selt í íélagsheimilinu og þar sýnir hin ágæta listakona Sól- veig Eggerz Pétursdóttir vatns- litamjTidir og önnur iistaverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.