Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 Frá hinum fjölmenna fundi sjálfstæðisfélaganna f fyrrakvöld. ISLENZK VERK A TÓNLISTARHÁTIÐ — Sundrungin FYamhald af bls. 1 sá fáheyrði atburður hefur gerzt, að minníhluti Alþingis hefur sent meirihlutann heim og rofið þing frá og með deginum í dag, svipt alþingismenn því umboði, sem þeir fengu í almennum þingkosn- ingum fyrir þremur árum, og gert landið þinglaust í næstu tvo mán- uðí. Með því að tefla á yztu nöf í túlkun laga og stjórnarskrár hef- ur forsætisráðherra með tilstyrk Framsóknarflokksins og kommúnista framið stjórnmála- legt ofbeldisverk, sem vart á sinn líka i stjórnmálasögu landsins. Hann styðst ef til vill við Iög, en þetta eru lög, sem fáir kunna og enn færri skilja, eins og nú er málum háttað. Það þarf virðingar- leysi fyrir lýðræðiskennd og rétt- arvitund almennings til að beita þeim aðferðum, sem framsóknar- menn og kommúnistar hafa nú beitt Alþingi íslendinga. Islenzki fáninn, sem jafnan blaktir við hún á Alþingishúsinu, þegar þing er að störfum, hefur nú verið dreginn niður fyrst um sinn, en framsóknarmenn og kommúnist- ar tekið sér vald til að stjórna landinu með tilskipunum og bráðabirgðalögum," sagði Birgir Isleifur. Bolabrögð „Það er enginn vafi á því, að þessi ákvörðun Framsóknar- flokksins og kommúnista er fyrst og fremst gerð til að gera okkur erfitt fyrir í kosningabaráttunni til borgarstjórnar. Þetta er til- raun með bolabrögðum til að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík og fá stjórnartauminn glundroðaöflunum í hendur. En slíkum brögðum hefur áður verið beitt, þegar liðið hefur að borgar- stjórnarkosningum i Reykjavik, og reynslan hefur sýnt, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þá ávallt reynzt sterkastur. Þegar beita hefur átt brögðum hefur flokkur- inn sameinazt og reynzt sterkur, þegar á slíkt hefur reynt." I þessu sambandi minnti borgarstjóri á það, að 1958, þegar vinstri stjórn sat að völdum, var kosið til borgarstjórnar og þá voru gerðar á Alþingi fyrir til- stilli vinstri stjórnar sérstakar breytingar á kosningalögum, sem höfðu það eitt að markmiði að lama starfsemi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna i Reykjavík, að lama allt undirbúningsstarf sjálf- stæðismanna fyrir þær kosningar. Sjálfstæðismenn hefðu þá brugð- izt hart og skjótt við og unnið einn sinn stærsta sigur í borgarstjórn. Ennfremur minnti Birgir Isleifur á, að 1970 eða fyrir fjórum árum var gerð tilrauntil aðkoma Sjálf stæðisflokknum á kné i borgar- stjórn með sérstökum hætti. Nokkrum dögum eftir að samn- ingar verkalýðsfélaganna runnu út, hefði verið skellt á allsherjar- verkfalli fyrirvaralítið. Það voru önnur vinnubrögð en viðhöfð væru, er vinstri stjórn sæti að völdum, þvi að í vetur hefðu mán- uðir liðið án þess verkfall væri hafið, þrátt fyrir að samningar væru löngu runnir út. Árið 1970 hefði þyi annað verið upp á ten- ingnum. Þá hefði verkalýðshreyf- ingunni verið att út í pólitiskt verkfall til að knésetja sjálf- stæðismenn i Reykjavik. Sterk málefnastaða Síðan sagði borgarstjóri: „Ég sagði áðan, að ég óttaðist að hin sterka málefnastaða okkar í borgarstjórn hyrfi í skuggann fyr- ir landsmálum. Ég sagði það vegna þess, að ég trúi því, að ef borgarbúar kynna sér af alúð borgarmálin komist þeir að raun um, að samhent og styrk stjórn sjálfstæðismanna hefur haldið vel á málum og framfarir f borginni slfkar, I að i raun sætir það undrun. Hvað hið liðna snertir getum við bent á mörg mál, ég skal ekki hafa langa upptalningu hér, en minni þó á, að Reykjavík hefur á tiltölulega stuttum tíma skipt um svip með hinum miklu gatnagerð- arframkvæmdum, sem unnið hef- ur verið að í Reykjavík og gert það að verkum, að nú getum við gengið að fullu frá öllum götum í borginni jafnóðum og ný hverfi byggjast. Ég minni á, að við höf- um, sjálfstæðismenn, haft for- göngu um að leggja hitaveitu í hvert hús í borginni og með því haft forgöngu um virkjun þessara miklu verðmætu auðlinda, sem búa í iðrum jarðar, og við sjáum það nú, þegar ýmis héruð úti á landi búa við orkuskort, hversu mikil framsýni það var að virkja^ þessa orku.“ Borgarstjóri minnti ennfremur á, að sjálfstæðismenn hefðu lagt grundvöll að framtiðarskipulagi borgarinnar með samþykkt aðal- skipulags Reykjavíkur á sínum tíma. Þeir hefðu einnig gjörbreytt stefnunni í félagsmálum, tekið þar upp mannúðarstefnu, sem fyrst og fremst miðaði að því að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Byggðar hefðu verið dagvistunar- stofnanir í svo rikum mæli á síð- ustu fjórum árum, að árið 1970 áttu 14% barna kost á dagvistun, en nú eiga 25% barna á forskóla- stigi kost á dvöl á dagvistunar- heimili. Unnið hefði verið að upp- byggingu heilbrigðisþjónustunn- ar í Reykjavík, sérstaklega með byggingu Borgarspítalans á sín- um tíma og nú með endurhæfing- ardeild Borgarspítalans við Grensásveg, sem væri örugglega hin bezta sinnar tegundar hér á landi. Þá hefðu verið teknar upp nýjungar i skólamálum borgar- innar, ekki aðeins í hinu innra starfi þeirra, heldur hefðu skóla- byggingar verið meiri en áður voru dæmi um. Borgarstjóri kvaðst hér aðeins hafa stiklað á stóru, en bætti við, að ekki væri aðeins horft til for- tiðarinnar heldur einnig fram á veginn og sjálfstæðismenn I borg- arstjórn hefðu sett fram raunhæf- ar tillögur í mörgum málum, sem borgina snerta. Minnti hann þar á áætlunina um umhverfi- og úti- vist, sem borgarstjórn hefur sam- þykkt, og hann kvaðst vonast til að ætti eftir að gjörbreyta útliti borgarinnar á tiltölulega stuttum tima. Sett hefði verið fram stefna i málefnum aldraðra til að bæta úr þeim mikla skorti á vistrými aldraðs fólks, sem þarfnaðist hjúkrunar. Þá væri stefnt að end- urskoðun skipulags eldri borgar- hverfa, svo að þau nýttust sem bezt, þó að gert væri ráð fyrir að láta elztu hverfin halda sem mest sínum gamla andblæ. Jafnframt væri stefnt að uppbyggingu nýrra borgarhverfa utan skipulags og kvaðst borgarstjóri gera ráð fyrir, að taka þyrfti þessi byggingar- svæði í notkun innan 4—5 ára. Eins væri stefnt að áframhald- andi, byggingu dagvistunarheim- ila á borgarsvæðinu. Sundrung í vinstra lidi Borgarstjóri sagði ennfremur, að sjálfstæðismenn teldu sig ekki aðeins hafa góða málefnastöðu heldur gætu þeir og bent á sam- hentan og styrkan meirihluta i borgarstjórn. Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins væru sjálf- stæðir einstaklingar, sem hefðu skiptar skoðanir á ýmsum málum, en i öllum helztu málum, er borg- ina vörðuðu, kæmu þeir fram sem einn maður. Hins vegar stæðu borgarbúum til boða vinstri lið, fulltrúar þeirra flokka, sem nú hefðu sprungið i ríkisstjórn og þar sem hver höndin hefði verið upp á móti annarri allt stjórn arsamstarfið. Taldi borgarstjóri sundrungina i vinstri stjórninni næga áminningu til borgarbúa til að kjósa ekki yfir sig slíkt lið í borgarstjórn. Greindi hann jafn- framt frá ýmsum tilburðum vinstri minnihlutans í borgar- stjórn til að koma sér m.a. saman um borgarstjóraefni og málefni, en þessar tilraunir hefðu allar runnið út í sandinn vegna inn- byrðis miskliðar. Birgir Isleifur sagði, að borgarbúdr ættu eflaust eftir að heyra það frá fulltrúum vinstri flokkanna, að þeim hefði tekizt að ná samkomulagi um ákveðnar sameiginlegar tillögur I borgarmálefnum, en minnti á í þvi sambandi, að það hefði ekki tekið vinstri stjórnina nema 10 daga að setja saman fallega orðað- an málefnasamning og allir vissu, hvernig framkvæmdin hefði orð- ið. Borgarstjóri lauk máli sínu með þvi að vitna til gamallar þjóðsögu, þar sem segir frá kerlingu einni, sem var að klifra niður stiga, en hrasaði og féll niður stigann. I fallinu heyrðu menn þó kerlu tuldra: „Ég ætlaði niður hvort sem er,“ og er það síðan haft að orðtæki. „Vinstri stjórnin er fallin," sagði borgarstjóri, „og nú er að fylgja því falli eftir. Á kosninga- nóttina væri mér sama, þótt ég heyrði fleiri tuldra i fallinu: Ég ætlaði niður hvort sem er.“ — Urræði Olafs Framhald af bls. 32 væntanlegar aðgerðir og efni frumvarpsins, sem ráðherrann segir, að ekki verði lögfest með bráðabirgðalögum: □ Almenn verðstöðvun til 1. des. n.k. Q Fýrirsjáanleg hækkun kaup- gjaldsvísitölu 1. júní n.k. komi ekki öl útborgunar með þeirri undantekningu, að einhver verðlagsuppbót verði greidd á grunnlaun, sem eru lægri en 36 þúsund krónurog verði hún ákveðiri sem föst krónutala, en ekki hlutfall af launum. Q Almennt fiskverð skal vera ó- breytt. Q Kjarabætur, sem samið var um í sfðustu kjarasamningum og eru umfram 20%, verði af- numdar til 1. des. og á sérstök dómnefnd að fjalla um það. Q Leggja skal sérstakan skýldu- sparnað á alla þá, sem á árinu 1973 höfðu yfir 400 þúsund í skattgjaldstekjur og ekki voru orðnir 66 ára hinn 1. janúar sl. Skal þessi skyldusparnaður nema 4% af því, sem umfram er, og leggjast inn á sérstakan reikning hjá rfkissjóði. Endur- greiða má fé þetta með vöxtum á árunum 1976—1978, en heimilt er að það standi á inn- stæðureikningi til ársins 1989. Þetta eru nokkur af þeim ákvæðum, sem eru í því efnahags- málafrv. Ólafs Jóhannessonar, er leiddi til þess að stjórnarsam- starfið rofnaði. FIMM fslenzk tónverk verða flutt á norrænni tónlistarhátfð, sem haldin verður f Kaupmannahöfn dagana 3.—8. október f haust. Þá mun Atli Heimir Sveinsson sitja f dómnefnd sem fulltrúi íslands. Hátfðin kallast „Norrænir músik- dagar“, og verða þar flutt verk eftir tónskáld frá öllum Norður- löndunum, auk verka eftir pólsk tónskáld, sem verða með sem gestir. Islenzku verkin, sem flutt Gíslarnir drepnir Genova, 10. maí NTB. FJÖRIR menn voru drepnir og tuttugu særðust, þegar ítalska lögreglan gerði áhlaup á Alessndria-fangelsið fyrir norðan Genova í kvöld til þess að koma í veg fyrir flóttatilraun þriggja fanga, er höfðu haldið fjórum starfsmönnum fangelsinsins sem gíslum frá því í gærkveldi. Höfðu þeir þegar drepið einn gíslanna, fangelsislækninn, til áretúngar kröfu sinni um að fá að fara frjálsir ferða sinna úr fangelsinu. Hinir gíslarnir þrír — tveir fangaverðir og félagsráðgjafi — voru drepnir i átökunum, þegar lögreglan réðist til inngöngu f fangelsið. Einnig féll forsprakki uppreisnarmannanna, Cesaro Concu, fangi, er hafði verið dæmdur fyrir að kyrkja konu sína. — ASI mótmælir Framhald af bls. 32 kvæmda, þ.e. áður en vinnslu- stöðvar landbúnaðarins höfðu greittkrónu í hækkuðu kaupi. Nú er svo komið, að átt hefur sér stað stórfelld hækkun fram- færslukostnaðar og mun fram- fræsluvísitalan 1. maí verða a.m.k. 19% hærri en 1. febrúar. Ljóst er, að með slíkri þróun er kaupmætti láglauna stefnt í beinan voða, auk þess sem hún leiðir fyrr eða síðar til samdráttar og atvinnuleysis. Verkalýðshreyfingin mótmælir harðlega öllum aðdróttunum um, að rammasamningar ASÍ við vinnuveitendur eigi sök á þessari alvarlegu þróun. Stefna sam- takanna, sem mörkuð var fyrir gerð kjarasamninganna, er óbreytt, sú að tryggja ber fyrst og fremst kaupbætur hinum lág- launuðu til handa. Engum er ljósara en verkalýðs- hreyfingunni, í hvern vanda af- komu láglaunafólks er stefnt með framhaldi þeirrar þróunar, sem að framan er rakin. Eigi að siður hljóta samtökin að mótmæla því, að gripið sé til þeirra óyndis- úrræða að freista þess að leysa þennan vanda með ihlutun lög- gjafavaldsins í frjálsa kjara- samninga stéttarfélaga. Sam- bandsstjórnin mótmælir því hugsanlegri íhlutun kjara- samninga stéttarfélaga bæði varðandi kaupgjaldsákvæði samninganna og ákvæði þeirra um tryggingu launa. Jafnframt mótmælir fundurinn áformum um bindingu á ráð- stöfunarfé almennra lífeyrissjóða umfram frjálsa samninga. Þá mótmælir fundurinn sérstaklega hugmyndum um bindingu ráð- stöfunarfjár atvinnuleysis- tryggingasjóðs, sem er þegar mjög fjárhagslega aðþrengdur vegna lögbindinga á ráðstöfunar- tekjum. Það er álit fundarins, að þann vanda, sem við blasir nú í efna- hagsmálum þjóðarinnar — og stefnir afkomu og atvinnuöryggi launafólks í hættu — beri að leysa í fullu samráði við verka- lýðssamtökin og að samnings- bundnum kjörum verði ekki breytt nema á grundvelli samningsréttar launþega og at- vinnurekenda. verða, eru Sonorities III eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, hljómsveitarverk eftir Leif Þórar- insson, Cantata II eftir Jónas Tómasson, Elegy eftir Hafliða Hallgrímsson og Tengslæftir Atla Heimi Sveinsson. Verk Magnúsar Blöndals Jó- hannssonar er elektróniskt, verk þeirra Leifs og Atla Heimis eru hljómveitarverk og verk þeirra Jónasar og Hafliða eru kammer- verk. Myndlist skólanema Menntamálaráðuneytið hyggst efna tíl sýninga innanlands og utan á myndlist íslenzkra nem- enda á forskóla- og skyldunáms- stigi. Hefur ráóuneytið ritað skólastjórnum, teiknikennurum og nemendum forskóla- og skyldunámsskóla þetta efni og farið fram á, að teiknikennar- ar hvers skóla velji allt að 20 myndir hver frá sínum skóla, hvort heldur teikningar, litaðar eða svarthvítar, málaðar myndir eða grafik. Ráðuneytið hefur skipað dóm- nefnd til þess að velja úr myndum þeim, sem berast frá skólunum, og eiga sæti f nefndinni Kjartan Guðjónsson listmálari, formaður, Hjörleifur Sigurðsson listmálari og Katrín Pálsdóttir teiknikenn- ari. Stefnt er að því, að sýningar á myndunum hefjist vorið 1975. Gerð verður sýningarskrá meó nöfnum mynda og höfunda. —„Uppákoma” Framhald af bls. 32 hafi minnti hann fólk á, hvað kos- ið væri um, annars vegar áfram- haldandi trausta stjórn Sjálf- stæðisflokksins, og hins vegar sundrungarstjórn f jögurra vinstri flokka. Sagði Davíð, að atburðir síðustu daga sönnuðu áþreifan- lega þá sundrungu, sem rikjandi væri í þeim herbúðum. „Til þess eru vitin að varast þau,“ sagði Davíð. Síðan minntist hann stutt- lega á ýmis borgarmálefni, og í lok fundarins svaraði hann nokkr- um fyrirspurnum af ýmsu tagi, svo sem um friðun húsa, menn- ingarmál, gangstéttir við Birki- mel og fleira. I lok fundarins tók Guðni Jóns- sor, til máls að nýju og hvatti alla viðstadda til að stuðla að stórsigri Sjálfstæðisflokksins i komandi kosningum. Sagði Guðni, að kjör- orðið væri: „Davíð Oddsson skal í borgarstjórn”. Félagar úr Heimdalli áttu hug- myndina að fundi þessum, og hef- ur að sögn þeirra lengi staðið til að halda slfkan fund. Er i bígerð að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tali á fleiri fundum fram að kosn- ingum, „rabbfundum meðal fólks- ins“ eins og aðstandendur vildu nefna þetta nýstárlega fundar- form. — Kappræður Framhald af bls. 2 bandi, að hljóðvarp og sjónvarp eru kjörinn vettvangur til slíks, og hafa reyndar allir flokkar sam- einazt um óskir til sjónvarps um aukinn tfma fram þvf, sem fyrir- hugað var. Cg tei þvf ekki unnt að verða við erindi yðar um kappræðufund þ. 18. maf n.k. Ég viP'að lokum leiðrétta þann misskiining, sem fram kemur f bréfi yðar, að hverfisfundir þeir, sem ég hef efnt til, séu boðaðir f embættisnafni. Fundir þessir eru boðaðir f mfnu nafni persónuiega og á þeim ber ég og stuðnings- menn mfnir einir ábyrgð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.