Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 29 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 6 Christer Wijk, sem sennilega hefur ekki viljað annað frekar en vera kyrr á staðnum og fylgjast sjálfur með rannsókninni, háði örstutta stund baráttu við sig. Svo sagði hann: — Ég skal sjá um hana. Ég ek henni heim til min. Ég man ekkert frá þeirri ferð né heldur hvað tók við. En klukk- an tíu morguninn eftir vaknaði ég i breiðu og þægilegu rúmi heima hjá Christer og ég fann, að liðan mín var allt önnur og betri en kvöldið áður, þegar ég hafði verið móðursjúkt taugabúnt. Christer kom brosandi inn með volgt franskbrauð og kaffi og ég brosti sakbitin til hans: — Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir setið hér í allan morgun og beðið eftir því að ég rumskaði? í staðinn fyrir að vera á skrifstofunni þinni eða í ibúð- inni minni. .. eða einhvers staðar annars staðar, þar sem eitthvað er um að vera. Christer dró pipu upp úr pússi sínu og brosti hlýlega við mér: — Það er ekki á hverri nóttu, sem ég hef svona fallegan nætur- gest hjá mér... Auðvitað er líka vert að hafa í huga, að það er hægt að nota símann verulega sér til gagns. Nú veit ég heilmikið, sem ég vissi ekkert um í gær- kvöldi. — Til dæmis hvað? — Að maðurinn þinn er i Kaup- mannahöfn. Eg hætti að tyggja brauðið og sagði í efasemdartón: — Nei? Andlit Christers var alvörugef- ið, þegar hann leit á mig. — Éfe hringdi til háskólans og mér var sagt að tala við Holmer nokkur prófessor. Hann sagði mér tafarlaust að Bure dósent hefði farið á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og hann hélt að hann ætlaði að búa á Hótel Angleterre. Hann sagði að Einar hefði ætlað að fara héðan með lestinni klukkan hálf tólf á sunnudagskvöldið. Ég lagði kaffibollann ógætilega frá mér. — Það er eitthvað fleira sem þér liggur á hjarta.. . Hvað er það? — Lögreglan telur, að um morð sé að ræða, sagði Christer lágt. — Það hafa fundist blettir á hálsi konunnar og það bendir til að einhver hafi reynt að kyrkja hana eða að minnsta kosti tekið hana kverkataki, svo að hún missti meðvitund, áður en hún drukkn- aði. . . Það er ekki með fullu vitað, hvernig dauðann bar að höndum, en þeir telja, að hún hafi verið dáin í alltaf þrjátíu klukkustund- ir áður en læknirinn fékk likið til skoðunar. Hann telur þvf að morðið hafi verið framið á sunnu- dagskvöld milli klukkan átta og ellefu. . . 3. kafli Ég settist upp í rúminu. Hvern- ig svo sem háttað var trúnaði eig- inmanns míns gagnvart mér var það eitt að álasa hann fyrir hjú- skaparbrot eða að hafa framið viðbjóðslegt morð. — Christer Wiijk! Horfðu í aug- un á mér! Segðu mér ekki, að þú grunir Einar um að hafa kyrkt konuna með eigin hendi og Gjörið svo vel og fáið tesopa og tvíbökur síðan drekkt henni i baðkarinu okkar, því að haldirðu það, þá treysti ég ekki lengur skynsemi þinni og dómsgreind um tima og ei lífð! Christer andvarpaði og reis upp. Hann horfði niður til min og augnaráð hans var í senn stríðnis- legt og áhyggjufullt. — Ég þekki Einar sennilega bet- ur en þig — og ef það er mögu- leiki, þá þykir mig lika ivið vænna um hann heldur en um þig. Svo að það er engin smáræðis væntumþykja, sem ég ver til hans. Ég hef ekki sagt, að ég gruni hann, hvorki um eitt né neitt, en ég vildi gefa mikið fyrir að fá að vita, hvert er hlautverk hans í þessum harmleik. % hef pantað samtal við Hótel Angle- terre og þegar.. . — Heyrðu Christer, greip ég fram i fyrir honum. — Ef það er nú Einar, sem hefur drekkt kon- unni og siðan horfið með lestinni á sunnudagskvöld, hver tók þá bréfið mitt á mánudaginn og lagði það á skrifborðið í gærmorgun? Hann kinkaði samsinnandi kolli — E!g hef hugleitt það lika. En til að byrja með þá vitum við ekki nákvæmlega, hvort bréfið kom með morgunpóstinum á mánudaginn. Það gæti hafa kom- ið á laugardaginn. — Ef svo er, sagði ég glaðlega. — Þá sýnir það, að Einar hefur farið á föstudaginn. Þú getur varla trúað því í alvöru að hann hefði látið bréf frá mér liggja óopnað i hálfan annan sólarhring, þó svo hann hefði verið uþptek- inn við að skipuleggja mórð? Nei, reyndu að halda Einari utan við þetta, annars lendirðu á villigöt- um. .. Við vorum trufluð, þegar sim- inn hringdi og Christer hraðaði sér inn I vinnuherbergið. Ég tindi á mig fötin og snyrti mig. Gráa ferðadragtin mfn var hálf lúðuleg eins og sjálf ég, en ég var þó sólbrún og heldur vel útlítandi að öðru leyti. Ég var útsofin og full löngunar til að berjast og ég fann að trú min á eigimanni minum og sakleysi hans var bjargföst. Christer hafði lokið samtali sínu við Kaupmannahöfn, þegar ég kom inn. Han var hálf armæðu- fullur á svip. — Hr. Bure dósent var farinn af hótelinu, sagði hann. — Eng- inn vissi hvert hann hafði farið. Kannski hafði hann farið upp í háskólann og reynt verður að ná sambandi við hann þar. Þó er alveg eins líklegt að hann sé ein- hvers staðar annars staðar og kemur íklega til greina að hann sé alls ekki í Kaupmannahöfn. Hvernig fara svona ráðstefnur fram? Annars er ekki fyrir hvítan mann að skilja þessa dönsku, að minnsta kosti ekki í gegnum síma.. . Og einmitt, þegar ég ætl aði að spyrja, hvort þeir hefðu einhverja hugmynd um, hvenær hann hefði komið til Kaupmanna hafnar var sambandið slitið. — Segðu mér nú Christer, sagði ég til að dreifa huga hans um sinn. — Hafið þið enga hugmynd um, hver konan var? — Nei, við höfum ekki fundið neitt, ekki neitt sem skiptir máli Ahlgren sérfræðingur okkar telur að hún hafi verið 23—25 ára göm- ul. Hún var vel vaxin, en dálitið feitlagin. Mjög góðar og heilar tennur. Hún var ekki með neina skartgripi i fórum sfnum, en fatn- aður hennar var allur af vönduð- ustu gerð. Eina taskan hennar virðist hafa verið nýleg hand- taska úr svinsleðri. Við höfum hvorki mynd af henni né fingra- för hennar í safni okkar. Dyra- vörðurinn i Skillingsgrand hafði ekki hugmynd um hana og hann vissi heldur ekki að Einar væri í burtu. .. Nágrannarnir höfðu vitaskuld hvorki heyrt né séð nokkurn skapaðan hlut... þeir gera það aldrei þegar þeir ættu að gera það. . . Christer gekk um gólf og var heldur leiður á svip og ég hugsaði ósjálfrátt um, að einmitt svona stofa væri alveg við hæfi Christ- ers Wiijk. Stór, traust eikarhús- gögn og þægilegir og sterklegir hægindastólar... — Þú minnir mig á veðhlaupa- hest, rétt áður en skotið ríður af, sagði ég. — Reyndu nú að vera rólegur! Þetta skánar, þegar þér fer að miða eitthvað í rannsókn- inni. — Það er einmitt það, sem veld- ur mér áhyggjum, sagði hann. — Ég hef enga minnstu hugmynd um, hvar ég á að byrja, svo að eitthvað geti farið að gerast. Með- an við höfum ekki nokkra hug- mynd um hver stúlkan var þá getum við ekki afrekað miklu. Við hljótum að álykta sem svo, að hún hafi eitthvað verið kunnug Ein- ari, hvernig sem þeim kynnum var farið — hún bjó ekki bara í íbúðinni hans, hún hafði einnig lykla að henni og nafni á hótelinu hans var í töskunni hennar. En Einar er í Kaupmannahöfn eða Hróarskeldu, eða einhvers staðar. Enginn veit HVAR hann er niður- kominn. — Eg er að bræða með mér, hvort ég hef ekki einhvern tíma séð hana, sagði ég hugsandi. — Sú hugsun hvarflaði að mér strax, en þá var ég orðin alltof hrædd til að „Haelið” eftir Nínu Björk í sænska sjónvarpinu SJÖNVARPSLEIKRIT Nínu Bjarkar Arnadóttur ,JIælið“ var fyrir nokkru sýnt í sænska sjón- varpinu og mun norska sjónvarp- ið sýna það í lok maf. Mbl. hafa borizt nokkrar úrklippur um leik- ritiðúr sænskum blöðum. Dagens Nyheter segir: „Hælið“ heitir íslenzkt sjónvarpsleik- rit eftir Ninu Björk Arna- dóttur. Fyrri helmingur þess sýnir okkur gömlu Söguna um fangann, sem sleppt var úr haldi, fær enga vinnu, missir móðinn og lætur tilleiðast að taka þátt i nýjum afbrotum og hafnar þar með f fangelsinu aftur. Um þetta höfum við heyrt og lesið ótal sinnum, en hér var dregin upp af þvi kyrrlát og manneskjuleg rnynd." Er sfðan efnisþráður leiksins rakinn all- itarlega og farið lofsamlegum orðum. Vármlands Folkblad segir, að leikritið sé nánast f fréttastíl og hafi á köflum verið yfir því nokk- ur byrjendabragur. Aftur á móti hafi það kannski einmitt þess vegna verkað sannferðuglega á áhorfandann. Hælið var sýnt í islenzka sjón- varpinu i fyrra, en hafði áður verið sýnt f Lindarbæ ásamt öðr- um einþáttungi eftir skáldkon- una. VELVAKAIMOI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Eftir dúk og disk AR og dagur er nú síðan Velvak- andi blandaði siðast geði við les- endur sína, en verkfallið stóð i tæpar sjö vikur, og er það lengsta blaðaverkfall í manna minnum. Eins og oft vill verða um verk- föll varð þetta til hinnar mestu óþurftar fyrir alla, sem hlut áttu að máli, en sennilega þó mest almenning í landinu, sem hefur ekki haft aðstöðu til að fylgjast nema mjög óljóst með þvi, sem hefur verið á döfinni í þjóðmálum að undanförnu og þess vegna haft takmarkaða möguleika á þvf að mynda sér skoðanir á þvi, sem raunverulega hefur verið að ger- ast. Meðan flestir höfðu áhyggjur af þessu ástandi voru Þó til þeir menn, sem litu þetta verkfall hýru auga, töldu það sér til hags- bóta og hefðu sjálfsagt helzt vilj- að, að það stæði fram yfir 30. júni svo að valdhafar gætu komið fram vilja sínum truflunarlitið. Vald- hafarnir hafa nú misnotað vald sitt til að „losa sig við Alþingi", eins og Ölafur Jóhannesson orð- aði það á Alþingi í fyrradag, þannig að nú situr við völd ríkis- stjórn á Islandi, sem í raun er ekki annað en einræðisstjórn. Þetta gerist um leið og menn fara fjálgum orðum um þjóðareiningu á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar og kosti og dásemdir þess, að við skulum búa við lýðræðislegt þjóð- skipulag. Valdhafarnir hafa þó enn sem komið er ekki vald yfir hugum fólksins í landinu, og þvf munu þeir verða að hlíta þeim dómi, sem felldur verður í þeim tvennum kosningum, sem fram- undan eru. Þessu langa verkfalli er nú lok- ið, hjólin hafa tekið að snúast að nýju, og enda þótt þjóðin hafi nú verið svipt Alþingi þá munu nú- verandi valdhafar ekki fá stund- legan frið til að stunda iðju sína, heldur fær almenningur nú tæki- færi til að fylgjast með hverju fótmáli þeirra, enda hefur sjaldan verið jafnbrýnt og nú, að menn hafi vettvang til að koma skoðun- um sínum á framfæri og fylgjast með framvindu mála. % Sumarkoma Það er gamall og góður islenzk- ur siður að óska gleðilegs sumars, en það er þá víst ekki seinna vænna. Þessa dagana skín sól í heiði og setur alla undir einn hatt hvort sem þeir eru réttiátir eða ranglát- ir. Þegar vel vorar eins og nú er i mörg horn að líta og undanfarið hafa menn verið að bjástra við garðrækt og dytta að umhverfi sínu. í fyrra gekk yfir málningaröld mikil og lá við, að samkeppni væri um það hverjir máluðu hús sín skrautlegast. Fyrst í stað virtist svo sem málningargleði þessi gengi aðallega út yfir gömul timburhús, en nú hafa margir komið auga á það, að sviplausir steinkumbaldar fá nýtt og ánægjulegra yfirbragð þegar roð- ið hefur verið á þá litskrúðugri .málningu. En það er fleira, sem prýðir umhverfið, og enn hefur mann- skepnunni ekki tekizt að slá skap- arann út að þessu leyti. Engin málning er svo falleg, að hún yfir- gnæfi litina f náttúrunni, enda kappkosta flestir að hafa gróður í kringum sig, og bera garðar borgarbúa þessu vitni. % Grænkandi borg Borgaryfirvöld hér í Reykjavík hafa ákveðið að leggja aukna áherzlu á að gera borgina að gróð- urreit, ef svo mað að orði komast, enda er það víst, að maðurinn nærist ekki á brauði einu saman, heldur er nauðsynlegt að hann fái einnig andlega næringu. Sú nær- ing fæst ekki sizt úr hinu daglega umhverfi, sem maðurinn hrærist i, og er gleðilegt til þess að vita, að mönnum vex nú skilningur á þvi hversu mikilvægt er að þeir lifi i sátt við náttúruna — fái hana til að vinna með sér í stað þess að ganga stöðugt á þær auðlindir sem nærtækastar eru og ausa úr þeim, án þess að láta nokkuð í staðinn. Þetta hljóta allir að vera sam- mála um, og því er kostulegt, að sú stefna, sem borgaryfirvöld hafa nú markað, virðist ekki eiga sérstakan hljómgrunn meðal hluta þeirrar borgarstjörnar, sem enn sit-ur. Þannig megum við ekki láta úr- tölusemi nokkurrra nöldurseggja hafa áhrif á þessi mál eða önnur, sem til bóta horfa, heldur vera samtaka um að bæta okkar ytra umhverfi þannig, að það bæti það, sem býr innra með okkur. — Rak á haf út Framhald af bls. 13 öllu hræddum. Var hann sérstak- lega hræddur við tvo seli sem fylgdu honum eftir af forvitni. Þeir gerðust ekki nærgöngulir við Kenneth að sögn hans sjálfs. Kenneth litli var að sögn lögregl- unnar kominn nokkra kílómetra á haf út þegar hann náðist, og mátti því ekki tæpara standa. Kenneth átti 10 ára afmæli 28. apríl. Honum varð ekki meint af volkinu, og var hinn hressasti þegar Mbl. r.áði tali af honum daginn eftir atburðinn. Þó var auðheyrt, að hann skammaðist sfn fyrir að hafa óhlýðnast móður sinni. Móðir hans bað Mbl. að lokum að koma þakklæti á fram- færi við alla þá sem stuðluðu að einstæðri björgun drengsins, og þá sérstaklega lögreglunni og skipverjunum áötri og Hafborgu. — A-þýzki flotinn Framhald af bls. 21 stjórnvöld höfðu aldrei sett nein skilyrði við leyfisveitinguna, þess efnis, að austur-þýzku togararnir mættu ekki vera á veiðum við Island. Verksmiðjuskipið Junge Welt kom I fyrri ferð sína til Reykja- víkur 15. april, og setti þá á land 81 skipverja og tók 80 í staðinn, sem komið höfðu sama dag til Keflavíkurflugvallar með austur- þýzkri flugvél af Iljutsyn-gerð. Sama verksmiðjuskip kom svo aftur 30. apríl sem fyrr segir, og setti þá á land 78 skipverja og tók jafnmarga um borð. Junge Welt lá á ytri höfninni í Reykjavik, og sá dráttarbáturinn Magni um að flytja skipverja til og frá borði. Karlmenn voru í miklum meiri- hluta í hópnum, en einnig voru innan um nokkrar stúlkur. Junge Welt er sem fyrr segir liðlega 10,000 lestir að stærð og 141 metri að lengd. Skipið er út- búið til togveiða, en stundar ekki sjálft þær veiðar, heldur tekur við afla 6—8 minni togara og full- virinur hann. Togararnir skilja togpoka sína eftir við skut skips- ins, og sfðan er aflinn dreginn um borð, og togararnir halda rakleitt á veiðar aftur. Með þessu móti verður afkastageta þeirra geysi- mikil, því togararnir þurfa ekki að halda til hafnar með afla sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.