Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 ^■FllÍÍMNM^ 20% HÆKKUN HJA PÓSTI OG SÍMA GJALDSKRAR fyrir póst- og símaþjónustu hækkuðu 1. aprfl sl. um 20% að meðaltali. En þar sem söluskattur er nú greiddur af sfmaþjónustu, veldur söluskatts- hækkunin þvf, að raunveruleg hækkun símagjalda er enn meiri. Afnotagjald sfma hækkar úr kr. 1280 á ársf jórðungi f kr. 1500, eða um 17,2%, en með söluskatts- hækkuninni nemur raunveruleg Steypa hækkar VERÐHÆKKUN á steypu, án sements, var heimiluð á fundi verðlagsnefndar 27. marz. Nemur hækkunin 25%. Áður hafði verið tilkynnt um verðhækkun á sementi frá Sementsverksmiðju ríkisins, en endanlegt verð steyp- unnar fer síðan eftir sements- magninu í henni. Klippingin dýrari 29% HÆKKUN á verðskrá rakarastofa var heimiluð a fundi verðlagsnefndar 27, marz. Kostar herraklippingin nú 280 kr„ en var á 217 kr. Upp- og útskipun- artaxtar hækka 26% HÆKKUN á upp- og útskipunartöxtum skipafélaganna var heimiluð á fundi verð- lagsnefndar 27. marz kl. hækkun afnotagjaldsins 21,3%. Gjald fyrir umframsfmtöl hækkar þó mun meira, eða um 30,3%, þegar tillit er tekið til söluskattshækkunarinnar. Hvert teljaraskref umframsfmtala kost- ar nú kr. 3.90, en áður kr. 3.10. Gjald fyrir sfmskeyti innan- lands hækkar úr kr. 4.40 fyrir hvert orð f kr. 5.30, sem með söluskattshækkun þýðir 24,7% hækkun. Stofngjald fyrir sfma, sem tengdur er við sjálfvirka kerfið, hækkar úr 8.500 kr. f 10 þús. kr., eða um 21,8%, þegar reiknað er með söluskatts- hækkuninni. Sem dæmi um breytingar á gjaldskrá fyrirpóstþjónustu má nefna, að burðargjald fyrir 20 gr bréf innanlands og til Norður- landa hækkar úr 13 kr. í 17 kr. (30,8%) og til annarra landa úr 15. kr. f 20 kr. (33,3%). Aftur á móti verður nú hætt að innheimta fluggjald fyrir bréf til Evrópu, þannig að burðargjald slíkra 1 -éfa verður í reynd óbreytt. ttkröfugjald hækkar úr 25 kr. í «k r. (20%), póstávfsanagjald úr 30 kr. í 37 kr. (23,3%),ábyrgðar- gjald úr 25 kr. í 30 kr. (20%) og gíróþjónustugjald úr 17. kr. i 20 kr. (17,6%). Þá er þess getið í frétt frá póst- og símamálastjórninni um þessar hækkanir, að tekin hefur verið upp smápakkaþjónusta innan- lands, en hún hefur hingað til verið bundin við útlönd. Burðar- gjald fyrir 100 gr smápakka er 20 kr„ en fyrir 1 kg smápakka 105 kr. Burðargjöld fyrir innrituð blöð og tfmarit breytast ekki. S.A.M. tapaði mál- inu fyrir Hæstarétti HÆSTIRETTUR hefur kveðið upp dóm f máli þvf, sem Sigurður A. Magnússon rithöfundur höfðaði gegn f jármálaráðherra og saksóknara rfkisins fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu 150 þús. kr. skaða- og miskabóta auk vaxta og málskostnaðar vegna þess atburð- ar, er lögreglan f Reykjavfk hand- tók hann og setti f fangageymslu f eina klukkustund að loknum fundi um Vfetnam f Tjarnarbúð þann 21. des. 1968. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar, að fjár- málaráðherra og saksóknari fyrir hönd rfkissjóðs skyldu sýknir vera af kröfum Sigurðar. Hins vegar skiluðu tveir dómarar Hæstaréttar, Armann Snævarr og Einar Arnalds, sératkvæði, þar sem þeir töldu Sigurð eiga rétt til bóta, sem hæfilegar þættu 20 þús. kr. Mál þetta kom nú öðru sinni fyrir Hæstarétt, en í fyrra skiptið hafði því verið vísað frá vegna formgalla og dómur undirréttar ómerktur. Sigurður höfðaði málið fyrst í júnf 1968 og krafðist þá 50 þús. kr. bóta, en hækkaði síðar kröfurnar í 75 þús. kr. Dómur féll i málinu síðla árs 1971 og var fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs þá sýknaður af kröfum Sigurðar. Sigurður áfrýjaði málinu síðan til Hæstaréttar, en Hæstiréttur vísaði þvf frá vegna þess form- galla, að það var ekki höfðað gegn fjármálaráðherra og saksóknara ríkisins f.h. ríkissjóðs, eins og lög kveða á um að gera skuli í slíkum málum. Sigurður höfðaði málið þá að nýju fyrir undirrétti, að þessum formgalla lagfærðum, og hækkaði bótakröfurnar jafnframt upp í 150 þús. kr. Undirréttur sýknaði stefndu af kröfum Sigurð- ar. Sigurður áfrýjaði þá til Hæsta- réttar og krafðist að auki máls- Bílatryggingarnar: 54% hækkun og sjálfs- ábyrgð í 12,000 kr. kostnaðar fyrir Hæstarétti, þótt málið væri gjafsóknarmál. Hæsti- réttur kvað upp þann dóm, að héraðsdómur skyldi vera óraskað- ur, málskostnaður skyldi falla niður fyrir Hæstarétti og áfrýjunarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði. Hafa því þrír dómarar af fimm fylgt þessari niðurstöðu, en tveir skiluðu sératkvæði, eins og fyrr var sagt. Töldu þeir mjög skorta skýrslur um það, í hvaða skyni Sigurður var sviptur frelsi jafn lengi og raun varð á. Væri ósannað, að þörf hafi verið á frelsissviptingu svo lengi. Því þætti Sigurður eiga rétt til bóta, en við ákvörðun þeirra bæri að taka tillit til framferðis hans, sem ekki hafi verið vítalaust. Þættu bæturnar hæfilega ákveðnar 20 þús. kr. DÓMSMALARAÐUNEYTIÐ hefur að tillögu Tryggingaeftir- litsins heimilað 54% hækkun á iðgjöldum lögboðinna ábyrgðar- trygginga bifreiða frá 1. marz s.l. Jafnframt mun sjállfsábyrgð hækka úr 7.500 krónum f 12.000 krónur, samhliða hækkun trygg- ingarupphæðar hvers ökutækis úr 3 milljónum f 6 milljónir króna. Tryggingafélögin höfðu farið fram á 86% hækkun iðgjalda. Við útreikninga Trygg- ingaeftirlitsins kom fram, að iðgjald bifreiðatrygginga hefur verið of lágt á undanförnum ár- um, þannig að endarnir hafa ekki náð saman hjá tryggingafélög- unum f þessarri tegund trygg- ingar. Mbl. fékk upplýsingar hjá Þor- geiri Lúðvíkssyni, fulltrúa i bif- reiðadeild Almennra trygginga, um hækkanir I einstökum flokk- um hjá fyrirtækinu. Miðað er við grunngjaid án bónusa, en bónus er hæstur 50% en fer neðst í mínus 60%. Grunngjald á trygg- ingu Volkswagen hækkar úr 9.000 krónum í 15.100 krónur. Cortina hækkar úr 11.700 í 18.000 krónur, amerískir fólksbflar úr 13.600 í 20.900 krónur, jeppar úr 13.100 í 20.200 krónur og fólks- og vöru- flutningabifreiðir úr 26.600 í 41.000 krónur. í fyrrgreindum út- reikningum er miðað við Reykja- víkursvæðið. Þá hafði Mbl. samband við Er- lend Lárusson hjá Tryggingaeftir- litinu. Hann sagði, að trygginga- félögin hefðu f sfðasta bréfi sínu farið fram á 86% hækkun iðgjalda, og þar tekið tillit til hækkunarliða, sem enn eru ókomnir fram. Tryggingaeftirlitið hefði hins vegar í útreikningum sínum aðeins tekið tillit til þeirra hækkunarliða, sem komnir eru fram, aðallega hækkun útseldrar vinnu og efnis. Þá sagði Erlendur, að lögboðin ábyrgðartrygging bif- reiða væri eina grein trygginga- LEIGUBILSTJORAR FENGU HÆKKUN A FUNDI verðlagsnefndar 27. marz sl. var heimiluð hækkun á töxtum leigubifreiða og að sögn Kristjáns Gíslasonar verðlags- stjóra í samtali við Mbl., er meðalhækkunin taiin nema 25—6%. Vegna fyrirhugaðrar breytingar yfir í nýja tegund gjaldmæla, þ.e. mæla sem sýna rétt ökugjald hverju sinni, var gerð grundvallarbreyting á töxtunum, t.d. er byrjunargjald nú hið sama að nóttu og degi. Hækkunin er misjöfn, verður meiri á styttri ferðum en löngum og meiri á dagvinnu en nætur- vinnu. Þá var einnig ákveðið, að heimila 5% álag ofan á þessa nýju taxta í verðjöfnunarskyni, með því skilyrði, að ekki verði heimiluð nein hækkun á töxtun- um fyrr en rekstrarkostnaður hefur aukizt um a.m.k. 10%. Kristján sagði, að þetta álag væri ekki hugsað sem kjarabót til bíl- stjóranna, heldur sem verðjöfnun yfir ákveðinn tíma, þannig að ekki þyrftu að verða eins örar breytingar á töxtunum og hingað til. Er tæknilegum erfiðleikum háð að gera mjög örar breytingar á gjaldmælunum, kostar bæði tíma og peninga, en með slíkri verðjöfnun er vonazt til að hægt verði að láta lengri tíma líða á milli breytinga en áður. Hækkun á áfengi og tóbaki AFENGI og tóbaksvörur hækkuðu f verði mánudaginn 25. marz. Afengið hækkaði um 4%, þ.e. um söluskattshækk- unina, og nemur hækkunin því nokkrum tugum króna á flösku. Tóbaksvörur hækkuðu hins vegar um 14—15%, þ.e. söluskattshækkunina og nær 10% að auki. Sú h'ækkun er að hluta vegna verðhækkana er- Iendis, hluti af henni er bein tekjuaukning ATVR og álagn- ing kaupmanna á tóbaksvörur var „lagfærð örlftið‘% að sögn Ragnars Jónssonar, skrifstofu- stjóra ATVR, f samtali við Mbl. Algengasta verð á vindl- ingapökkum er þvf lOO kr„ en var áður 87 kr. og sem dæmi um hækkun á vindlum má nefna, að 10 London Docks- vindlar f pakka kosta nú 145 kr„ en kostuðu áður 125 kr. starfseminnar, sem væri endur- skoðuð af opinberum endurskoð- endum. Af tölum fyrri ára mætti sjá, að iðgjöld hefðu þá verið of lágt reiknuð. Tryggingaeftirlitið er nú með til athugunar beiðni trygginga- félaganna um hækkun á öðrum liðum bifreiðatrygginga, svo sem húftryggingar (kaskótrygging). Hækkun á bíó- miðum, taxta vinnuvéla, vöru- bifreiða og hárgreiðslustofa VERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sfnum 10. aprfl að heimila hækkun á aðgöngumiðum kvik- myndahúsa, taxta vöruflutninga- bifreiða og taxta vinnuvéla. Þá heimilaði verðlagsnefnd hækkun á taxta hárgreiðslustofa á fundi 17. aprfl. Aðgöngumiðar kvikmyndahúsa hækka úr 135 krónum í 160 krón- ur, og nemur sú hækkun 18,5%. Taxti vöruflutningabifreiða hækkar um 30%, og taxti al- mennra vinnuvéla, svo sem skurð- grafa, hækkar einnig um 30%. Taxti hárgreiðslustofa hækkar um 20%. Gosdrykkir hækkuðu VERÐLAGSNEFND samþykkti á fundi sínum 27. marz hækkun á verði öls og gosdrykkja, sem er að jafnaði um 35%. Þannig hækkar lítil flaska af Coca Cola í 15 kr„ en var fyrir söluskattshækkunina á 11.50. Stór flaska hækkar í 19 kr. úr 14.50. Flaska af appelsfni hækkar í 17 kr. úr 12.50 og flaska af maltöli í 23 kr. úr 16.50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.