Úrval - 01.06.1942, Side 11

Úrval - 01.06.1942, Side 11
LEYNDARDÖMUR ÞÝZKA HERSINS 9 Daginn eftir var hann orðinn liðþjálfi. Schmidt var fengin lítil deild til þjálfunar. Menn hans lærðu að fara yfir vígvöll og kasta handsprengjum að ímynduðum vélbyssuhreiðrum fljótar og ör- uggar heldur en deildir hinna iiðþjálfanna. Og eftir nokkrar vikur var Schmidt orðinn undir- foringi. Tveim mánuðum seinna var hann sendur á foringja- skóla. Ári síðar var hann orð- inn lautinant. Það var árið 1938. Síðast frétti ég af honum fyrir tæpu ári. Þá var hann nýlega orðinn major, 30 ára gamall, og hafði hlotið Járnkrossinn af fyrstu gráðu fyrir frábæra stjórn manna sinna í orustu. Hann var ekki sérlega heitur nazisti, og átti enga áhrifamenn fyrir vini. En hann hafði hern- aðarlega hæfileika. Öðru sinni var ég sjónarvott- ur að því heilan dag, þegar dóm- arar voru að dæma yfirforingja, sem hver á fætur öðrum sóttu með lið sitt fram gegn nokkrum bóndabæjum, sem stóðu í þyrp- ingu. All-öflugt ,,óvinalið“ hafð- ist við í þessum bæjum, búið vélbyssum. Hraði yfirforingjans og nákvæmni við að fylkja liði sínu, árásaraðferðin og stjórn hans á liðinu á meðan á áhlaup- inu stóð, réðu því, hvort hann hækkaði í tigninni um eina gráðu eða ekki. Daginn eftir sá ég yfirforingja í verkfræðinga- sveitum reynda við brúarbygg- ingar og foringja vélahersveita við árásir á vígi. Einn þeirra stýrði sveit sinni inn á svæði, þar sem augljóst var, jafnvel leikmanni eins og mér, að menn hans myndu verða brytjaðir niður. Ég sá, að dómarinn skrif- aði í einkunnarbók hans: ,,Óhæf- ur til forystu,“ Þrem árum áður en stríðið brauzt út var ég sjónarvottur að því, þegar herdeildarforingj- ar voru valdir handa vélaher- fylkinu í Miinchen. Riðlun hafði komizt á lið „óvinanna" og skip- un var gefin um að brjótast í gegn. Það er táknrænt, að þessi æfing, svo raunveruleg sem hún var, líktist í einu og öllu því, sem skeði í Frakklandi þrem árum síðar. Loftið var svart af flugvélum, og vei þeim yfirfor- ingja, sem skildi eftir skrið- dreka sína og vagna á opnu svæði og ekki dulbúna. Sam- stundis var þá sprengjuflugvél komin á vettvang og varpaði yfir þá pokum með lituðu mjöli. Fimmtán foringjaefni gengu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.