Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 43

Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 43
HIN MIKLU MISTÖK BANDARÍKJANNA 41 að aðskilja lýðræðisríkin og ráða niðurlögum eins og eins í einu og kúga þau síðan til að fylgja sér í ofsókninni gegn því næsta. Þannig tókst Þjóðverjum, sem fyrir fimm árum voru vopnlaus- ir og umkringdir, að brjóta á bak aftur áhrifavald Þjóða- bandalagsins, rjúfa bandalag Rússa og Frakka, ná ítalíu undir áhrifavald sitt, leysa Tjekkoslóvakíu sundur, ein- angra Pólland, gera bandalag við Japan og ala á þeirri trú Bandaríkjanna, að það sem færi fram handan við Atlantshafið væri þeim algerlega óviðkom- andi — allt án þess að einu ein- asta skoti væri hleypt af í yfir- lýstri styrjöld. Það var þessi markvissa, pólitíska sóknaraðferð, sem lagði grundvöllinn að hernaðar- sigrum Þjóðverja. Og það er hin þröngsýna, aðgerðarlausa ntanríkisstefna Bandaríkjanna, sem er nú á góðum vegi með að skapa þeim sömu aðstöðu og Þjóðverjar höfðu fyrir fimm árum. Hernaðaraðferð sú, sem ein- angrunarsinnar hafa knúð fram hér í Bandaríkjunum, er byggð á þeirri skoðun, að hægt sé að reisa varnarhring í kringum Bandaríkin, og að í skjóli þeirr- ar verndar, sem úthöfin tvö veita okkur, séum við öruggir gegn hvers konar árás. Þess vegna hefir okkur verið talin trú um, í fyrsta lagi, að við hefðum ekki þörf fyrir neina bandamenn, og í öðru lagi, að það skipti engu máli, hve marg- ar þjóðir bindist samtökum gegn okkur. Þetta er falskenning. Jafnvel einangrunarsinnar sjá nú, að til þess að hægt sé að verja Banda- ríkin, þurfum við að gera banda- lag við Kanada og Brazilíu. En hvers vegna þeir eru á móti því að hafa Bretland með í þessu bandalagi, mun enginn herfræð- ingur nokkru sinni geta skýrt. Því að ef við þörfnumst Kanada og Brazilíu — sem engan flota eiga — til þess að verja Ame- ríku gegn árásum handan yfir höfin, væri Bretlands vissulega ekki síður þörf til að sjá um, að slík árás gæti aldrei komizt í framkvæmd. Einangrunarsinnar segjast vera á móti því að gera banda- lög við aðrar þjóðir. En í raun og veru hafa þeir komið því til leiðar, að við höfum gert banda- lög aðeins við veikari þjóðir, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.