Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 38
[ ]Ostur er veislukostur, fullur af kalki og afskaplega góður fyrir beinin. Það getur verið glæsileg gjöf að gefa sælkerakörfu fulla af ostum og öðru góðgæti sem bragðast vel með þeim. Hvað get ég haft á borðum sem er allt í senn; hollt, gott og fljótlegt? Þeirri spurningu er svarað í nýrri bók Stefaníu Valdísar Stefánsdóttur, lektors í heimilisfræðum, Eldað í dags- ins önn, sem JPV gefur út. „Bókin er ætluð til hversdagsnota. Mig langar með henni að koma til móts við unga fólkið og auðvitað alla þá sem skilja mikilvægi þess að borða holla fæðu,“ segir Stefanía Valdís þegar hún er spurð út í tilurð bókarinnar Eldað í dags- ins önn. Bókin hefur að geyma uppskriftir að fljótlegum, ódýrum og hollum heimilisréttum, ásamt lystaukandi myndum eftir mynd- listarmanninn Jón Reykdal. Aftan við hverja uppskrift er tilgreint næringarinnihald eins skammts og hvergi er hvikað frá markmið- um Manneldisráðs og Lýðheilsu- stöðvar. Uppskriftunum í Eldað í dags- ins önn er skipt í tíu hluta, kjöt- rétti, kjúklingarétti, fiskrétti, grænmetisrétti, meðlæti, salöt, súpur og grauta, eftirrétti, kökur og kaffibrauð og brauð. Þar er líka yfirlit yfir gullnar vinnureglur í eldhúsi og einföld leiðsögn við matargerð og bakstur enda er höf- undurinn lektor í heimilisfræðum við Kennaraháskóla Íslands. Stef- anía vill halda í matarhefðir þjóð- arinnar en leggur áherslu á að draga úr sykur- og fitunotkun. „Ég hef gríðarlegan áhuga á mataræði samfélagslega séð og hef áhyggj- ur af því að þjóðin er alltaf að þyngjast. Ég verð líka áþreifan- lega vör við að unga fólkið kann minna og minna til verka í eldhús- inu því það lærir ekki af foreldr- um eins og áður,“ segir hún og bætir við: „Þessi bók á að vera mótvægi við skyndibitann, einföld lausn í hversdeginum og hjálp þeirra sem vilja borða hollt en hafa lítinn tíma. Hún ætti líka að gagnast skólasamfélaginu við heimilisfræðikennslu.“ Stefanía tekur fram að nemendur hennar á síðasta skólaári hafi borið hitann og þungann af matargerðinni fyrir myndatökur í bókinni og hrósar þeim í hástert. Sú nýjung fylgir bókinni að á vefslóðinni www.stefaniavaldis. com verður innan skamms hægt að sækja forritið Matseðill vik- unnar sem gerir lesendum kleift að skoða réttina í bókinni og prenta út innkaupalista með hrá- efninu sem í þá þarf. „Forritið einfaldar innkaupin hjá þeim sem fara inn í matvöruverslun að loknum vinnudegi og vita ekki hvað þeir eiga að kaupa,“ segir Stefanía brosandi. gun@frettabladid.is Einföld lausn í eldhúsinu Stefanía með bókina góðu, Eldað í dagsins önn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úr bókinni Eldað í dagsins önn 4 væn stykki vel útvatnaður saltfiskur 1 msk. matarolía 1 dl kaffirjómi ½-1 msk. sítrónusafi 2 hvítlauksrif 1 ½ msk. kapers (eða eftir smekk) 6 svartar ólífur 2 msk. rifinn parmesanostur 1 vorlaukur til skrauts Hitið ofninn í 200 gráður. Sjóð- ið saltfiskstykkin í mesta lagi í 3 mínútur. Hreinsið roðið af fiskinum og raðið stykkjunum í smurt eldfast mót. Blandið saman olíunni, rjóm- anum og sítrónusafanum og hellið yfir fiskinn. Saxið hvít- laukinn og kapersið, sneiðið svörtu ólíf- urnar og stráið þessu yfir fiskinn. Rífið parmesanostinn og dreif- ið yfir réttinn. Bakið í 17 mínút- ur. Skreytið með vorlauk sem hefur verið skorinn langsum í fíngerðar ræmur. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjón- um, nýbökuðu brauði og græn- metissalati. Einn skammtur 336 kkal.; 44 g prótein; 5 g mettuð fita; 11 g ómettuð fita; 1 g kolvetni, þar af 0 g sykur; 0 g trefjar. Hvernig færð þú barnið þitt til að borða ferskan fisk daglega? Svarið er Skólabiti 25 gr. Skólabiti samsvarar 125 gr. af ferskum roðlausum fiskflökum. Inniheldur prótín, vítamín og bætiefni. Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land N Æ R I N G O G H O L L U S T A S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! Verð kr. 53.974 Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.