Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 34
34 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Aðför að ömmunni Ögmundur Jónasson hefur gagnrýnt harkalega nýtt frumvarp um breytt þingsköp Alþingis. Það sem einna mest fer fyrir brjóstið á honum er að í frumvarpinu er gert ráð fyrir takmörkun á ræðutíma þing- manna. Ögmundur sló á sínum tíma Hjörleifi Guttormssyni við hvað ræðulengd varðar. Hjörleifur var svo þrásetinn í púltinu að gaman- samir menn töluðu um „hjörl“ þegar ræðutími þingmanna var mældur. Síðan hafa menn af sömu gamanseminni talað um „ömmur“ í sama tilgangi. Skyldi einhvern undra að Ögmund- ur sitji ekki hljóðalaus meðan þessi aðför að ömmunni fer fram? Ekki bögga okkur með alþjóðastarfi Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir meiri þátttöku stjórnarandstöðu í alþjóðastarfi. Má skilja and- stöðu stjórnarandstöðunnar sem svo að hún hafi ekki áhuga á að taka frekari þátt í því starfi? Óminnisstæð afstaða Guðna Halldór Ásgríms- son var spurður út í bók Guðna Ágústssonar Af lífi og sál hér í Frétta- blaðinu. Halldór var spurður hvort rétt hefði verið að Guðna hefði verið lítið gefið um fjöl- miðlafrumvarpið. „Ekki minnist ég nú þess,“ svaraði Halldór. Eftir stendur spurningin hvort Guðni segi ósatt í bókinni eða hvort Halldór muni hreinlega ekki hvað Guðna þótti um málið. jse@frettabladid.is UMRÆÐAN Jafnréttismál Það liggur frumvarp fyrir Alþingi núna sem snýst um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna. Gagnvart þessu frum- varpi finnst mér að þau sem á Alþingi sitja, sem og við hin, þurfum að gera upp við okkur hvort við höfum raunverulegan áhuga á jafnrétti kynjanna. Við eigum nefnilega enn eftir að laga margt hjá okkur þótt jafnréttisbaráttan hafi á mörgum sviðum skilað góðum árangri. Kynbundinn launamunur viðgengst enn þá og það er skandall. Margar konur eru enn fórnar- lömb kynbundins ofbeldis, sem lamar þær. Staða jafnréttismála á vinnumarkaði er langt í frá nógu góð og á því tapar þjóðfélagið. Hlutunum verður ekki reddað á einu bretti með því einfaldlega að búa til lög um þá. Hvað varðar jafnréttismál kynjanna er það fyrst og fremst eitthvað í hausnum á okkur sem við þurfum að breyta. Hins vegar getur lagasetning hjálpað okkur í þeirri vegferð að breyta ómeðvituðum hugsunar- hætti. Beitt jafnréttislöggjöf sýnir að okkur er alvara í jafnréttismálum. Í frumvarpinu, sem varð til eftir starf þverpólitískrar nefndar undir forystu fyrrum hæstaréttardómara, felast ný tæki til að fylgja eftir því sem lögin kveða á um. Jafnréttisstofa fær til dæmis rýmri heimildir til upplýsingaöfl- unar og að setja á dagsektir sé lögunum ekki fylgt. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála verða bindandi. Umsækj- andi um starf getur krafist rökstuðnings atvinnurekanda fyrir ráðningu umsækj- anda af gagnstæðu kyni. Síðast en ekki síst er launafólki tryggður réttur til að skýra frá launum sínum ef það sjálft kýs, en þetta atriði er í stjórnarsáttmálanum. Þetta merkilega frumvarp varð til eftir mikla vinnu margs fólks. Það byggir á þeirri staðreynd að í löggjöfina í dag vantar tæki til að fylgja henni eftir. Það byggir á meðvitund um að jákvæðar breytingar í fortíðinni hafa orðið einmitt svona: Með samstilltu átaki og meðvitund um að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Ég vil ítreka að ef við höfum raunverulegan áhuga á jafnrétti kynjanna, þá verður þetta frumvarp að lögum án þess að tennurnar verði dregnar úr því. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viljum við nógu mikið? ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR Ánægjulegt var að heyra á dögunum, að Ísland sé í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna um vísitölu þroskaskilyrða (human development index). Í þeim mælikvarða er ekki aðeins reiknað með landsframleiðslu á mann, sem er algengasti mæli- kvarði á lífskjör, heldur líka menntun og heilsu íbúa. Sérstak- lega hljóta þessar fréttir að ylja þeim um hjartarætur, sem tóku hér völd fyrir 16 árum röskum, 30. apríl 1991, en þá var horfið frá ríkis afskiptastefnu fyrri tíðar. Eftir þau tímamót hjaðnaði verð - bólga vegna aðhalds í peningamál- um, halli á ríkissjóði breyttist í afgang vegna aðhalds í ríkisfjár- málum, hagkerfið var opnað með samningnum um Evrópska efna hagssvæðið, biðstofa forsætis- ráðherra tæmdist, af því að hætt var að ausa fé í illa rekin fyrir- tæki, hið hagkvæma kvótakerfi í sjávar útvegi var treyst með margvíslegri löggjöf, stór og lítil fyrirtæki ríkisins voru seld, en féð notað til að létta skuldum af ríkissjóði, og skattar voru lækkaðir stórlega á fyrirtæki og einstaklinga. Fátækir nutu góðs af Allir nutu góðs af, jafnt fátækir og ríkir. Í Evrópu er samkvæmt nýlegri skýrslu Evrópusambands- ins fátækt næstminnst á Íslandi. Það er aðeins í Svíþjóð, sem hlutfall fólks undir fátæktar- mörkum er lægra, en þar eð lífskjör eru lakari þar, eru kjör fátækra hér betri í krónum og kaupmætti (þótt auðvitað séu þau samkvæmt skilgreiningu aldrei öfundsverð). Ef marka má sömu skýrslu Evrópusambandsins, þá er tekjuskipting hér fremur jöfn, svipuð og annars staðar á Norðurlöndum. Enn segir í þessari skýrslu, að í Evrópu sé fátækt í elsta aldurshópnum minnst á Íslandi. Á Norður löndum eru samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu tölfræðinefndarinnar lífeyristekjur hæstar að meðaltali á Íslandi. Smám saman er tekið að muna um hina öflugu lífeyris- sjóði okkar. Barnabætur eru að vísu að meðaltali lægri á Íslandi en í Svíþjóð, en miklu hærri til láglaunafólks, því að við greiðum háar barnabætur til þess og lágar til hátekjufólks, en Svíar greiða hið sama með öllum börnum óháð efnahag og aðstöðu foreldra. Vegna tekjutengingar bóta er velferðaraðstoð hér einmitt markvissari. Þróunaraðstoð er aðstoð án þróunar Sumir segja við þessar góðu fréttir, að við eigum að láta fátækar þjóðir í suðri njóta auðlegðar okkar. Eigi náungi þinn engan kyrtil, en þú tvo, þá skaltu gefa honum annan þinna. Ég efast ekki um góðan hug þeirra, er svo mæla. En reynslan sýnir, að svokölluð þróunaraðstoð er gagnslaus. Hún er aðstoð án þróunar. Við veittum til dæmis Grænhöfðaeyjum verulega þróunaraðstoð árum saman. Hún breytti engu. Vegna stórfelldrar þróunaraðstoðar hefur Tansanía breyst í bónbjargaríki. Á sama tíma má sjá mörg dæmi um þróun án aðstoðar, og eru Austurálfu- tígrarnir fjórir frægastir, Suður- Kórea, Taívan, Hong Kong og Singapore. Sigurður Guðmunds- son landlæknir og kona hans, Sigríður Snæbjörnsdóttir, störfuðu í eitt ár í Malaví. Þau lýstu því í fróðlegu viðtali hér í Fréttablaðinu 4. nóvember, hvernig fé er sóað þar syðra í gagnslausa þróunaraðstoð. Besta ráðið er frjáls viðskipti Rétta ráðið er ekki að hækka framlög íslenska ríkisins til þróunaraðstoðar, heldur að berjast á alþjóðavettvangi fyrir frjálsum viðskiptum. Fátækar þjóðir í suðri munu njóta góðs af auðlegð Vesturlanda, ef þau fá að selja vöru sína óheftar á alþjóða- markaði í stað þess, að Evrópu- sambandið og aðrir aðilar reisi í kringum sig háa tollmúra. Þessar þjóðir þurfa líka að fá öflug fyrirtæki til að fjárfesta í arðbærum verkefnum (á vegum einkaaðila, ekki Alþjóðabankans, sem er ekkert annað en risavaxin byggðastofnun). Mestu varðar, að hinar fátæku þjóðir suðursins læri af reynslunni. Þær komast ekki í álnir, nema þær opni hag kerfið, afnemi höft, auðveldi rekstur einkafyrirtækja, haldi afskiptum af atvinnulífi í lág marki, verndi eignarréttinn og fari að öðru leyti að dæmi Austurálfutígranna eða vest- rænna þjóða, meðal annars Íslendinga. Verkefnið er ekki að gefa náunga okkur kyrtil, heldur að auðvelda honum að sauma sér kyrtla, ekki aðeins fyrir sjálfan sig, heldur líka til að selja á vestrænan markað. Gagnslaus aðstoð HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Þróunaraðstoð Ef marka má sömu skýrslu Evrópusambandsins, þá er tekjuskipting hér fremur jöfn, svipuð og annars staðar á Norðurlöndum. „Hér heldur á penna maður, sem leikur sér að tungunni. Hann er frábær sögumaður, fundvís á hið sérstaka og sérlega í röð atvika og í fari persóna … Dagstund á Fort Garry er skemmtileg bók. Þar er víða komið við og á óvæntum stöð- um, en alltaf forvitnilegum. Þessi bók skilur mikið eftir sig.“ Halldór Blöndal – Mbl., 24. nóv. 2007 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Haraldur Bessason Dagstund á Fort Garry A llir eru læsir á Íslandi.“ Einhvern veginn svona hljómar mýtan sem við höfum svo gaman af að fara með fyrir útlendinga. En á miðvikudag var PIRLS, alþjóðlega lestrar- og lesskilningsprófið, kynnt. Þar kemur fram að lestrar- og lesskilningsgeta níu til tíu ára íslenskra barna rétt nær meðaltali í samanburði við getu jafnaldra sinna í 39 öðrum löndum. Eins og nánast alls staðar annars staðar í þessum fjörutíu löndum er geta stúlkna í þessum efnum marktækt meiri en drengja. Þá niðurstöðu verður að setja í samhengi við þá þróun að stúlkur sækja sér frekar framhaldsmenntun eftir grunnskóla en drengir. Við því verður að bregðast. Fyrir þjóð sem er stolt af því á hátíðarstundum að vera bóka- þjóð hlýtur þetta að vera áhyggjuefni. Skilja börnin okkar kannski ekki það sem þau eru að lesa? Það er ekki bara lestur tíu ára barna sem ætti að hafa ein- hverjar áhyggjur af. Ef Íslendingar ætla að halda uppi ímynd- inni um lestrar- og bókmenntaþjóð þarf lestur til skemmtunar og unaðs að vera tekinn sem sjálfsagður hlutur. Áhugaleysi unglinga á lestri undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að unglingabókaklúbbur Eddu stóð ekki undir sér og var lagður niður, ólíkt barnabókaklúbbi og bókaklúbbi fyrir fullorðna. Þetta áhugaleysi er ekki unglingunum að kenna, heldur verður einnig að líta á vöruna sem er verið að reyna að bjóða þeim. Unglingar nenna ekki frekar en aðrir að lesa óáhugaverðar bækur. Nú er að skríða á fullorðinsárin kynslóð unglinga sem hefur haft úr litlu að moða þegar kemur að lestri góðra unglingabóka. Sérstaklega hefur útgáfa íslenskra unglingabóka sem gefa einhverja mynd af íslenskum veruleika verið lítil. Þó lítur það aðeins til betri vegar og eru þær nú fleiri í Bókatíðindum en áður. Það er því von til þess að unglingar finni að minnsta kosti eina bók fyrir þessi jól sem þeir hefðu áhuga á að lesa en undan- farin ár hefur það ekki alltaf verið svo gott. Sérstaklega hefur verið skortur á áhugaverðum bókum fyrir unglingsdrengi. Nýja hugsun hefur vantað í lesefni fyrir ungmenni. Ekki þarf einungis að huga að nýjum efnistökum, heldur einnig nýjum miðlum. Lítið er til á netinu af íslensku lesefni fyrir börn og unglinga. Að megninu til er þar að finna fréttir og fréttatengt efni annars vegar og blogg, sem unglingarnir skrifa sjálfir á mis- góðri íslensku, hins vegar. Úr þessu þarf að bæta ef við ætlum að lyfta okkur upp úr meðalmennskunni og á þann stall sem við segjumst á tyllidögum tilheyra; sem lestrar- og bókmenntaþjóð. Lestur og lesskilningur barna og unglinga: Langur vegur frá því að vera best SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Nú er að skríða á fullorðinsárin kynslóð unglinga sem hefur haft úr litlu að moða þegar kemur að lestri góðra unglingabóka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.