Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 98
66 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI Kvennalið KR hefur vakið mikla athygli það sem af er í Iceland Express-deild kvenna en Vesturbæjarstúlkur eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar og hafa aðeins tapað tveimur leikjum og þeim báðum naumlega, gegn Haukum og Keflavík á útivelli. KR-ingar hafa unnið alla fjóra heimaleiki sína og þegar tapleik- irnir tveir eru skoðaðir sést að þeir gátu vel fallið þeirra megin. KR tapaði með þremur stigum á móti Haukum í fyrsta leik þegar liðið spilaði án hins frábæra bandaríska leikmanns síns Mon- ique Martin (37,7 stig í leik) og tapaði síðan með þremur stigum á móti toppliði Keflavíkur á útivelli í jöfnum og spennandi leik. KR-liðið er frábært frákastalið og það hefur skilað nýliðunum langt í vetur en KR-liðið hefur tekið 60,2 prósent frákasta í þeirra leikjum. Þetta er rúmum sjö pró- sentum hærra hlutfall en hjá Haukum sem eru í 2. sætinu. KR-liðið hefur tekið 57,9 fráköst að meðaltali í leik á móti aðeins 38,3 hjá mótherjum liðsins. KR- liðið hefur tekið 76,2 prósent frá- kasta undir sinni körfu og hefur einnig náð í 44,3 prósent frákasta í boði í sókninni. KR-liðið hefur unnið fráköstin í öllum átta leikjum sínum og tóku minnst 53,7 prósent frákasta í fyrsta leiknum á móti Íslands- og bikarmeisturum Hauka. KR-liðið á líka þrjá leikmenn inni á topp tíu listanum í fráköst- um. Monique Martin er efst í deildinni með 18,7 fráköst að með- altali en Sigrún Ámundadóttir er í 3. sæti og efst íslenskra leikmanna með 13,0 fráköst í leik. Hildur Sig- urðardóttir er síðan í 8. sætinu og efst bakvarða með 10,6 fráköst að meðaltali í leik. Helga Einarsdóttir (6,4 frák. á 21,6 mín.) og Sigurbjörg Þorsteins- dóttir (4,2 frák. á 16,5 mín.) eru einnig báðar að taka yfir 10 frá köst á hverjar 40 mínútur sem þær spila. - óój HLUTFALL FRÁKASTA: 1. KR 60,2% 2. Haukar 52,9% 3. Grindavík 52,3% 4. Keflavík 49,9% 5. Hamar 46,0% 6. Valur 43,8% 7. Fjölnir 43,5% LEIKIR KR OG HLUTFALL FRÁKASTA 71-74 tap fyrir Haukum 53,7% 84-60 sigur á Hamri 63,2% 90-71 sigur á Fjölni 70,1% 93-57 sigur á Val 64,1% 66-69 tap fyrir Keflavík 56,5% 83-75 sigur á Grindavík 58,7% 88-81 sigur á Haukum 56,3% 72-64 sigur á Hamri 64,2% Nýliðarnir úr Vesturbænum hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum í Iceland Express-deild kvenna: KR með yfirburði í fráköstum í deildinni TAKA FLEST FRÁKÖST Hildur Sigurðar- dóttir og félagar hennar í KR eru lang- besta frákastaliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR N1-deild karla í handbolta: Stjarnan-Haukar 25-28 (12-11) Mörk Stjörnunnar (skot): Ólafur Víðir Ólafsson 8/3 (12/3), Björgvin Hólmgeirsson 6 (15), Heimir Örn Árnason 5/1 (10/1), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (5), Volodymir Kysil 2 (2), Ragnar Helgason 1 (3), Björn Friðriksson 1 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 15/1 (31/4, 48%), Roland Valur Eradze 5 (17/2, 29%). Hraðaupphlaup: 3 (Björgvin, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 4 (Björn 2, Ragnar, Ólafur). Utan vallar: 6 mín. Mörk Hauka (skot): Andri Stefan 6 (10), Kári Kristjánsson 5 (5), Jón Karl Björnsson 5/5 (6/6), Arnar Jón Agnarsson 4 (14), Gunnar Berg Viktorsson 3 (6), Þröstur Þráinsson 2 (3), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (6). Varin skot: Magnús Sigmundsson 12 (32/2, 38%), Gísli Guðmundsson 4 (12/4, 33%). Hraðaupphlaup: 4 (Andri 2, Kári, Þröstur) Fiskuð víti: 6 (Kári 3, Sigurbergur 2, Freyr). Utan vallar: 6 mín. Afturelding-F ram 23-25 Mörk Aftureldingar (skot): Hilmar Stefánsson 5/3 (7/3), Hrafn Ingvarsson 5 (9), Magnús Einarsson 4 (6), Davíð Ágústsson 3 (3), Reynir Árnason 3 (6), Jóhann Jóhannsson 2 (3), Daníel Jónsson 1 (5). Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 25/1 (50/3, 50%). Hraðaupphlaup: 4 (Magnús 2, Davíð, Reynir). Fiskuð víti: 3 (Magnús 2, Hrafn). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Fram (skot): Hjörtur Hinriksson 6 (8), Hall dór Sigfússon 5/3 (7/3), Rúnar Kárason 4 (6), Stefán Baldvin Stefánsson 3 (7), Filip Kliszczyk 3 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 2 (7/1), Enar Ingi Hrafnsson 1 (2), Haraldur Þorvarðsson 1 (3). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (36/3, 36%), Magnús Gunnar Erlendsson 1 (1) 100%. Hraðaupphlaup: 5 (Hjörtur, Haraldur, Jóhann, Stefán). Fiskuð víti: 4 (Einar Ingi 3, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. STAÐAN Í DEILDINNI Haukar 12 8 3 1 340-291 19 HK 10 7 1 2 274-243 15 Fram 11 7 1 3 312-283 15 Stjarnan 11 6 1 4 328-299 13 Valur 9 4 2 3 231-217 10 Akureyri 11 2 2 7 287-307 6 Afturelding 11 2 2 7 273-289 6 ÍBV 11 1 0 10 274-390 2 ÚRSLITIN Í GÆR BADMINTON Systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn komust ekki í gegnum undankeppnina á Alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Welsh International 2007 sem fer fram í Cardiff. Magnús Ingi og Tinna eru samt ekki hætt keppni því þau taka saman þátt í tvenndarleik á þessu móti og þar byrja þau í aðal- keppninni. - óój Alþjóðlegt mót í Wales: Bæði úr leik FÓTBOLTI Íslendingaliðin unnu sína leiki í UEFA-bikarnum í gær og bæði Ólafur Örn Bjarnason og Ólafur Ingi Skúlason komu sínum liðum í 1-0. Brann vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb þar sem Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 45. mínútur. Ólafur Ingi Skúlason skoraði fyrsta mark Helsingborg í 3-0 sigri á Austria Vín en markið kom á 47. mínútu. Grétar Rafn Steinsson lék síðan allan leikinn með AZ sem vann 1-0 sigur á Larissa. Tottenham lenti 0-2 undir á heimavelli á móti danska liðin AaB en Dimitar Berbatov, Steed Malbranque og Darren Bent skoruðu allir í seinni hálfleik og tryggðu Spurs sigurinn. - óój Evróukeppni félagsliða: Báðir Ólafarnir á skotskónum MARKI FAGNAÐ Ólafur Ingi Skúlason kom sínu liði Helsingborg í 1-0. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI Það eru engin ný sann- indi í íslenskum handbolta að vörn vinni leiki og það sannaðist enn á ný í Garðabænum í gær. Þá spil- uðu Haukar góðan varnarleik gegn Stjörnunni í síðari hálfleik og það skilaði liðinu sanngjörnum sigri, 25-28. Varnarleikur Stjörn- unnar á sama tíma var í molum og ljóst að liðið saknar lykilmanna í vörninni sárlega. Haukar eru eftir leikinn með sex stigum meira en Stjarnan í deildinni. Fyrri hálfleikur í Mýrinni í gær fer nú ekki í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta. Sóknarleikur beggja liða var ákaflega slakur og í raun neyðarlegur á köflum. Í raun voru engir leikmenn að spila neitt sérstaklega vel fyrir utan markverði liðanna – Hlyn og Magnús – sem báðir vörðu ágæt- lega á köflum. Blessunarlega var leikurinn þó jafn allan hálfleikinn. Liðin skipt- ust á að halda forystunni og aldrei munaði meira en tveim mörkum á liðunum. Heimamenn fóru þó með eins marks forskot inn í hálfleik- inn, 12-11. Síðari hálfleikur var talsvert mikið betri. Haukar mættu mun grimmari til leiks og þéttu varnar- leikinn til muna, sem varð þess valdandi að liðið náði þriggja marka forskoti í fyrsta skipti í leiknum, 14-17. Stjarnan setti þá Roland í mark- ið fyrir Hlyn, sem hafði staðið sig vel, en það reyndist ekki góð ákvörðun. Roland varði nokkra bolta í upphafi og síðan ekki sög- una meir. Gunnar Berg Viktorsson kom á óvart með því að skora ágæt mörk á meðan Haukar héldu alltaf frumkvæðinu. Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt mark en Haukarnir höfðu þægilega þriggja marka forystu undir lokin og lönd- uðu verðskulduðum sigri. „Við erum í einhverri niður- sveiflu þessa dagana. Haukarnir vildu sigurinn meira en við og áttu sigurinn skilinn,“ sagði niðurlútur þjálfari Stjörnunnar, Kristján Halldórsson. „Við erum óöruggir, höfum ekki alveg trú á því sem við erum að gera og það endurspegl- ast í leik liðsins. Við höfum misst sjálfstraustið og þurfum að finna það aftur.” Kári Kristjánsson átti mjög fínan leik inni á línu Hauka sem og í vörninni. Hann var eðli málsins samkvæmt talsvert hressari en Kristján í leikslok. „Stjörnuna vantar besta varnar- mann deildarinnar sem er Patrek- ur Jóhannesson og það munar líka um Jón Heiðar í vörninni hjá þeim. Svo fannst mér líka vera andleysi í þeirra leik. Við byrjuðum hægt en það kom bullandi gredda í okkur í síðari hálfleik og við klárum þetta mjög sannfærandi að því mér fannst,“ sagði Kári brosmildur en hann var lengi frá og er að koma sterkur til baka eftir meiðslin. „Þetta var erfiður tími í meiðsl- unum og það vantar enn upp á úthaldið hjá mér. Mér fannst vörn- in góð hjá okkur í dag og er á því að við séum með bestu 6/0 vörnina á landinu í dag.“ - hbg / - tom Vörnin skilaði Haukaliðinu sigri Haukar gerðu góða ferð í Garðabæinn í gær þar sem þeir lögðu Stjörnuna, 25-28, í toppslag N1-deildar- innar. Góður varnarleikur Hauka í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. VEL TEKIÐ Á ÞVÍ Heimir Örn Árnason og félagar í Stjörnunni komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Haukanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR HANDBOLTI Fram vann Aftur- eldingu 23-25 í elleftu umferð N1- deildar karla í handbolta að Varmá í gærkvöldi, en fyrir leik- inn var búist við öruggum sigri Fram. Gestirnir í Fram byrjuðu leik- inn betur, en heimamenn í Aftur- eldingu voru samt ekki langt undan til að byrja með og eftir stundarfjórðung var staðan 5-6 Fram í vil. Þá kom hins vegar slæmur kafli hjá Aftureldingu og Fram skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni í 5-11. Framarar voru svo komnir í með helmings mun, 7-14, áður en Afturelding náði að laga stöðuna aðeins í lok hálfleiksins, en staðan var 10-15 þegar fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn komu gríðarlega grimmir til leiks í síðari hálfleik og söxuðu jafn og þétt á forskot gestanna og þegar seinni hálfleik- ur var rétt rúmlega hálfnaður var munurinn kominn niður í eitt mark, 19-20. Það ætlaði svo allt um koll að keyra að Varmá þegar Aftureld- ing jafnaði leikinn, 21-21, í fyrsta skipti síðan í upphafi leiks. Aftur- elding fékk svo kjörið tækifæri til að komast yfir en náði ekki að nýta það og Fram skoraði tvö í röð. Afturelding náði svo að minnka muninn í eitt mark, 23-24, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og spennan var gríðarleg. Það voru hins vegar Framarar sem áttu lokaorðið að þessu sinni og lokatölur urðu 23-25. Ferenc Buday, þjálfari Fram, var ánægður með sigur sinna manna. „Auðvitað hefðum við átt að vera búnir að gera út um leikinn miklu fyrr, miðað við hvernig fyrri hálf- leikurinn spilaðist. En ég er samt sáttur með sigurinn og stigin og ég hrósa Aftureldingu fyrir fínan leik og áhorfendunum fyrir góða stemmningu,“ sagði Buday. Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftur eldingar, var vonsvikinn í leikslok. „Því miður hafðist þetta ekki, en við sýndum það og sönn- uðum að við getum vel barist og mér fannst við eiga skilið að fá annað stigið. Það var margt mjög jákvætt í leik okkar miðað við síð- asta leik til dæmis og við verðum bara að halda áfram og reyna að draga lærdóm af þessu,“ sagði Bjarki. - óþ Afturelding veitti Fram harða keppni í N1-deild karla í handbolta í gærkvöldi: Framarar mörðu sigur í Mosfellsbæ VANN GÖMLU FÉLAGANA Einar Ingi Hrafnsson skoraði eitt mark gegn gömlu félögunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.