Fréttablaðið - 17.02.2006, Side 70

Fréttablaðið - 17.02.2006, Side 70
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR34 menning@frettabladid.is ! Á morgun verður hin árlega sýning Blaðaljós- myndarafélags Íslands, Myndir ársins 2005, opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni verða um 230 íslensk- ar blaðaljósmyndir frá síðastliðnu ári. Sýningunni er skipt í átta flokka: fréttamyndir, íþróttir, portrett, mynd- raðir, daglegt líf, landslag, tímaritamyndir og skop. Þar gefur að líta það besta sem íslensk blaðaljós- myndun hefur upp á að bjóða. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndirnar í hverjum flokki og einnig verða veitt verðlaun fyrir þjóðlegustu mynd ársins. Í dómnefndinni, sem hafði úr um það bil 200 þúsund ljósmyndum að velja, voru þeir Terje Bringe- dal, myndstjóri Verdens Gang í Noregi, Ari Sigvaldason, fréttamaður á RÚV, og Páll Steingríms- son kvikmyndagerðar- maður. Samhliða sýningunni kemur út bókin „Myndir ársins 2005“ og er það Edda Miðlun sem gefur hana út. Á neðri hæð safnsins verður Gunnar V. Andrés- son með sýningina „Í fjörutíu ár á blöðunum“. Gunnar hóf störf á Tíman- um árið 1966 og hefur síðan þá unnið í tengslum við ljósmyndun. Nú starfar hann sem ljósmyndari hjá útgáfufélaginu 365 fjölmiðlun. Hér má sjá ljósmynd sem Gunnar tók þegar breytt var úr vinstri yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Bestu blaðaljósmyndirnar Kl. 20.00 Mugison er gestur KaSa hóps- ins á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verður bæði splunkuný og gömul tónlist eftir þennan vinsæla tónlistar- mann. Á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt leikrit eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, Hungur, sem fjallar um matarfíkn og matarfælni. „Þetta er þriller um svelti og ofát,“ segir Guðmundur Ingi Þorvalds- son, sem er leikstjóri Hungurs. „Þetta er spennusálfræðitryllir og mjög sérstakt leikrit.“ Sýningin fjallar um lífsbar- áttu fjögurra einstaklinga í heimi þar sem útlitskröfurnar eru svo óraunhæfar að internetið er eini staðurinn þar sem hægt er að uppfylla þær. Hvað gerist þegar tveir anorexíusjúklingar mynda vináttutengsl, og þegar offitu- sjúklingur finnur sér loks maka sem elskar hvern einasta blett á henni? Fjórir leikarar taka þátt í verkinu, þau Helga Braga Jóns- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Ásta Sig- hvats Ólafsdóttir. „Helga Braga sýnir þarna á sér nýja hlið í mjög dramatísku hlutverki offitusjúk- lingsins,“ segir Guðmundur Ingi, en vill ekki fara nánar út í sögu- þráð verksins til þess að spilla ekki fyrir áhorfendum. Tónlistin í verkinu er eftir Axel Árnason og setur hún sterk- an svip á sýninguna, enda er hún all sérstæð. „Hann fékk bara að nota búkhljóð í tónlistina, þannig að hvert einasta hljóð sem heyr- ist er ekta búkhljóð. Til dæmis prump, rop og garnagaul,“ segir Guðmundur Ingi. Mikið er einnig lagt í sviðs- myndina, sem er eftir Þórar- in Blöndal. „Hann er búinn að smíða lítið hringsvið, eins konar spiladós sem snýst í kringum áhorfendur. Og svo er hann búinn að tjalda í kringum allt sviðið og varpar þar vídeóverkum sínum. Þar vakir yfir okkur guðinn Sjón- varp.“ Þótt leikritið fjalli um vanda- mál sem verið hefur mikið í frétt- um síðustu misseri, segir Guð- mundur Ingi víðs fjarri að þarna sé einhvers konar fræðslusýning á ferðinni. Þarna er einfaldlega verið að segja sögur af fólki sem tekst á við all sérstæð vandamál í lífi sínu. HUNGUR Helga Braga Jónsdóttir í hlutverki offitusjúklings. Spennutryllir um svelti og ofát Frumsýningu á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í Þjóðleikhúsinu verður frestað til 4. mars, en til stóð að frumsýningin yrði í næstu viku. Leikstjóri er Baltasar Kor- mákur en með titilhlutverkið fer Björn Hlynur Haraldsson. Pétur Gautur er vígslusýning Kassans, sem er nýtt svið í Þjóð- leikhúsinu. Pétur Gautur er eitt af meist- araverkum Henriks Ibsen, snilld- arlegur ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Í sýningu Þjóðleikhússins nú verður sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson hefur gert nýja þýðingu á verkinu, um lýsingu sér Páll Ragnarsson og Helga I. Stefánsdóttir gerir bún- inga. Leikmynd er í höndum Grét- ars Reynissonar og leikstjóri og höfundur leikgerðar er Baltasar Kormákur. Pétri Gaut seinkar BJÖRN HLYNUR HARALDSSON Leikur Pétur Gaut í leikstjórn Baltasar Kormáks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.