Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 46
Eitt það besta við að ferðast um hálendið fyrir marga er að komast úr símasambandi. Það er þó rétt að hafa í huga að þótt GSM-síminn sé dott- inn út er nauðsynlegt að hafa ein- hverja samskiptalíflínu til byggða. Eitt algengasta fjarskiptatæki í jeppum í dag er VHF-talstöðvar. Þær draga allt að 100-150 km í sjónlínu. Því til viðbótar eru endur- varpar á víð og dreif um landið svo þeir sem hafa aðgang að þeim rásum geta talað landshorna á milli. Í neyð er hægt að flakka á milli stöðva og athuga hvort einhver sé nálægur. Víða um land stunda áhugamenn það að hlusta á rásir og þeir geta komið hjálparbeiðni áleiðis. Um allt land er rás 16, skiparásin. hlustuð. Þó svo að hún sé ekki ætluð til dag- legra nota er gott fyrir ferðafólk að vita af henni í algjörri neyð. Til viðbótar við VHF-stöðina er svo eiginlega nauðsynlegt að vera með NMT-farsíma eða jafnvel gervihnattasíma. NMT-símar draga svipað og VHF-stöðvar í sjónlínu, 100-150 km. Til gamans má geta þess að við kjöraðstæður dregur GSM-sími 30 km. Dreifikerfi NMT- síma er víðfeðmt en þó eru staðir víðs vegar um landið þar sem þeir eru sambandslausir. Enn fremur stendur til að leggja kerfið niður innan nokkurra ára. Einn vænlegasti kosturinn á arftaka er gervihnatta- sími en rekstrarkostnaður þeirra og innkaupsverð hafa lækkað verulega á allra síðustu árum. Þeir símar eru alltaf í sambandi, alls staðar. Þessu til viðbótar má nefna tvær aðrar gerðir af talstððvum. CB- stöðvar eru skammdrægar, draga 3-10 km, og eru því ekki hentug- ar til að kalla á hjálp. Þær má hins vegar nota til samskipta innan hóps á ferðalagi. SSB-stððvar, oft kallað- ar Gufunesstöðvar, geta með réttu loftneti dregið yfir landið og jafnvel út fyrir það. Til þess þarf reyndar frekar stór loftnet. Enn eru áhuga- menn að hlusta SSB við og við og því óvitlaust að leyfa stöðvunum að vera í bílunum, frekar en að rífa þær úr. 12 Keyrum til fjalla og göngum þar um himneska náttúru landsins., Ferðamenn - velkomnir í skála Ferðafélagsins Farsíminn á sínum stað. Fjarskiptabúnaður í bílum getur verið ansi fyrirferðarmikill. Mestu máli skiptir að draga sem lengst við sem flestar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjarskiptatæki í jeppum Meginreglan er sú að betra sé að hafa of mörg tæki en of fá. Innan ferðahópsins er hægt að nota skammdrægar talstöðvar. Eigi að vera hægt að kalla á hjálp þarf langdrægari fjarskiptamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/JAK Í öllum breyttum bílum eiga að vera sjúkratöskur eða -kassar. Það er mikilvægt að fara reglulega yfir sjúkrabúnaðinn og fylla á það sem vantar. Meðal þess helsta sem ætti að vera í sjúkratöskunni er plástr- ar, sára- og teygjubindi og grisjur, heftiplástur, gerviskinn og verkja- lyf. Þessi einfaldi búnaður getur reynst mikilvægur þegar á reynir. Sumir búa sjúkratöskurnar sínar ríflega þannig að innihald þeirra komi að gagni við fleira en slys á fólki. Teygjubindi getur til dæmis haldið bilaðri hurð, hlera eða vélar- hlíf. Heftiplástur getur komið í stað límbands eða einangrunarbands og grisjur geta komið í stað þurrkklúta við allar hugsanlegar aðstæður. Það er að sjálfsögðu frumskil- yrði að ferðafólk kunni að fara með innihald sjúkratösku og því ekki úr vegi að sækja námskeið í skyndihjálp. ekki gleyma... Sjúkratöskunni Snorkel eða snorkpípa er fram- lenging á loftinntaki vélarinnar. Upprunalega er loftinntak flestra bíla í innanverðum frambrettum eða bakvið framljós. Lendi bíllinn í djúpu vatni tekur vélin því vatn inn á sig í stað lofts, stöðvast og getur skemmst illilega. Með því að framlengja loftinntakið, jafnvel upp á þak bílsins, er hægt að fara í mun dýpra vatn án þess að það hafi áhrif á vélina. til hvers er... Snorkel? ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.