Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 18
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur > Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Akureyri 2002 Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við 24,1% 13,9% 8,7% Sj ál fs tæ ði sf lo kk ur Li st i f ól ks in s Sa m fy lk in g Fr an só kn ar fl ok ku r Vi ns tr i g ræ ni r 35,6% 17,8% B D L S U Frambjóðendur í próf- kjöri Framsóknarflokks- ins á Akureyri REGLUR PRÓFKJÖRSINS Allir flokksbundnir framsóknarmenn á Akureyri og í Hrísey, með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum þann 27. maí næstkomandi, hafa rétt til að kjósa í prófkjörinu. Þeim sem ekki eru skráðir í Framsóknarflokkinn nægir að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við framboð flokks- ins til að öðlast kosningarétt í prófkjörinu, að því gefnu að þeir hafi verið skráðir til heimilis á Akureyri 1. desember síðastlið- inn og munu hafa náð 18 ára aldri á kjör- dag í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kosning á Akureyri fer fram á Hólabraut 13 á milli klukkan 10.00 og 20.00 en kosning í Hrísey fer fram í Brekku á milli klukkan 14.00 og 16.30. Kjósendur skulu merkja við sex frambjóðendur og skipa þeim í sæti með tölustöfunum 1 til 6. Jakob Björnsson hefur átt sæti í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin sextán ár en hefur nú ákveðið að draga sig í hlé frá bæjarmálunum. Hann hefur verið oddviti framsóknarmanna í þrennum undangengnum sveitarstjórn- arkosningum og er formaður bæjarráðs á yfirstandandi kjörtíma- bili. Frá 1994 til 1998 var hann bæjarstjóri á Akureyri en þá átti Framsóknarflokkurinn í meirihlutasamstarfi við Alþýðu- flokk. Framsóknarflokkurinn hlaut fimm bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 1994 en Alþýðuflokkurinn einn. Framsóknarflokkurinn er nú með þrjá bæjarfulltrúa en Jakob bindur vonir við að þeim fjölgi í kosningunum í vor. „Flokkurinn er í vörn á landsvísu en framsóknar- menn á Akureyri hafa unnið gott starf. Ég trúi ekki öðru en að við verðum metin að verðleikum og náum góðri kosningu.“ Jakob telur að kosningabarátta þeirra sem þátt taka í prófkjörinu hafi verið drengileg og komi ekki til með að skilja eftir nein sár. „Það er mikið af góðu fólki í framboði og ég vona að flokkurinn beri gæfu til að stilla upp sigurstranglegum lista,“ segir Jakob. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda nú meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar og er Jakob mjög ánægður með samstarfið. „Við gerðum ítarlegan málefnasamning í upphafi kjörtímabilsins og hann hefur haldið mjög vel. Samstarfið hefur byggst á gagnkvæmu trausti og ég hef ekkert undan því að kvarta,“ segir Jakob. Atvinnumálin munu brenna heitast á bæjarstjórn Akureyr- ar á næsta kjörtímabili, að mati Jakobs. „Bæjarstjórnin og fyrirtækin verða að koma sameiginlega að eflingu atvinnu- lífsins en mikilvægt er að auka fjölbreytni á vinnumarkaðn- um. Atvinnulífið og bæjarstjórn verða í samvinnu að stuðla að bættri afkomu bæjarbúa með öllum tiltækum ráðum.“ Framsóknarflokkurinn á Akureyri hefur ekki haldið opið prófkjör svo lengi sem elstu framsóknarmenn að norðan ber minni til. „Ég hef rætt þetta að undanförnu við þá sem vel til þekkja og það man enginn eftir opnu prófkjöri hjá flokknum. Okkur hefur hins vegar komið saman um að vísir að prófkjöri hafi verið haldinn fyrir 20 árum en í undanförnum kosningum hefur verið stillt upp á listann með öðrum hætti,“ segir Jakob. FORINGINN: JAKOB BJÖRNSSON Fer sáttur frá borði Nítján frambjóðendur, þrettán karlar og sex konur, gefa kost á sér í opnu próf- kjöri Framsóknarflokksins á Akureyri. Prófkjörið fer fram á morgun og verður kosið um sex efstu sæti framboðslistans. Leiðtogi framsóknarmanna á Ak- ureyri til tólf ára, Jakob Björnsson, tekur ekki þátt í prófkjörinu og sækjast fimm einstaklingar eftir að taka við forystuhlutverk- inu. Þar á meðal eru tveir sitjandi bæjarfulltrúar flokksins. Ljóst er að mikil endurnýjun verð- ur á framboðslista Framsóknar- flokksins á Akureyri en sextán af þeim nítján sem þátt taka í próf- kjörinu voru ekki á framboðslista flokksins í síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Gerður Jónsdóttir skipaði annað sæti listans í kosn- ingunum 2002 og Jóhannes Gunn- ar Bjarnason þriðja sæti. Gerður og Jóhannes vilja bæði taka við oddvitastöðunni af Jakobi Björns- syni og hafa þau sett stefnuna á fyrsta eða annað sæti í próf- kjörinu. Ingimar Eydal aðstoð- arslökkviliðsstjóri var í sjöunda sæti en hann býður sig nú fram í fimmta til sjötta sæti. Aðrir þátt- takendur í prófkjörinu áttu ekki sæti á framboðslistanum í síðustu kosningum. Elvar Árni Lund, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, býður sig eingöngu fram í fyrsta sæti. Erla Þrándardóttir, kennari og verk- efnastjóri við Háskólann á Akur- eyri, og Sigfús Ólafur Helgason sölufulltrúi bjóða sig bæði fram í fyrsta til þriðja sæti. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur eru í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Í sveitar- stjórnarkosningunum 2002 hlaut Framsóknarflokkurinn 24,1 pró- sent greiddra atkvæða og þrjá menn kjörna í bæjarstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35,6 prósent og fjóra bæjarfulltrúa. kk@frettabladid.is Að megni til nýtt fólk Helstu baráttumál Erlu eru tengd þekk- ingariðnaði, skipulagsmálum og einfaldari stjórnsýslu. „Forsenda þess að þekkingariðnað- urinn nái að dafna er öflug samvinna atvinnulífs og menntastofnana. Blómstri þekkingariðnaðurinn mun áhugaverðum störfum fjölga sem aftur mun laða fólk til bæjarins,“ segir Erla. Hún segir samgöngu- og skipulagsmál eiga ríkan þátt í lífsgæðum almennings. „Ég er fylgjandi auknu samráði við bæj- arbúa þegar kemur að ákvörðunartökum er lúta að skipulagi byggðar og nýtingu lands. Bæta þarf göngu- og hjólreiðastíga, bæði innan bæjarins og í nágrenni hans, og auka lóðaframboð undir einbýlishús.“ Erla segir þróun stjórnsýslunnar þurfa að fela í sér innbyggð- an sveigjanleika sem nýti bestu tæknilausnir hverju sinni og mæti þar með betur kröfum samfélagsins. Erla Þrándardóttir sækist eftir 1.-3. sæti: Samvinna atvinnu og skóla ERLA ÞRÁNDARDÓTTIR Gerður Jónsdóttir er einn þriggja bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins. „Bæjarfulltrúa- starfið er mjög mikilvægt í mínum huga og ég kaus að líta á það sem fullt starf. Ég hef aflað mér mikilvægrar reynslu á kjörtímabilinu sem ég tel að geti nýst mér vel til að leiða flokkinn til farsælla verka,“ segir Gerður. Efst á blaði hjá Gerði eru atvinnu- og fjölskyldumálin. „Við þurfum að fá stóriðju á Norðurland en eigum einnig að byggja undir atvinnulífið almennt. Ég vil efla Háskólann á Akureyri og auka straum ferðamanna til bæjarins en ferðaþjónustan getur orðið stóriðja á Akureyri.“ Gerður hefur setið í mörgum nefndum á vegum bæjarins, einkum er lúta að málefnum fjölskyldnanna. „Ég hef unnið mikið fyrir börn sem ekki falla að hefðbundnu skólakerfi. Ég vil að bærinn bjóði upp á gjaldfrían leikskóla í náinni framtíð og vil koma á fjölmenningarhátíð og virkja þann auð sem býr í fólki af erlendum uppruna,“ segir Gerður. Gerður Jónsdóttir sækist eftir 1.-2. sæti: Fjölskyldan í brennidepli GERÐUR JÓNSDÓTTIR Jóhannes Gunnar Bjarnason var kjörinn bæjarfulltrúi í síðustu kosningum og hefur síðan komið að öllum málaflokkum er snerta stjórn bæjarins. Hann telur að sú reynsla verði honum dýrmætt veganesti komi hann til með að leiða lista framsókn- armanna næstu fjögur árin. „Við höfum á undanförnum árum unnið að bættum hag þeirra sem eldri eru. Ég vil ljúka því verki á næsta kjörtímabili og um leið bæta búsetuskilyrði fatlaðra,“ segir Jóhannes. Hann segir spennandi tíma framundan á Akureyri og mörg stór verkefni sem bíði úrlausna. „Ég vil efla þjónustu bæjarins enn frekar þannig að hún verði öðrum sveitarfélögum til eftir- breytni.“ Jóhannes hefur áratuga reynslu sem knattspyrnu- og handknattleiksþjálfari hjá KA og sem bæjarfulltrúi hefur hann beitt sér í forvörnum af ýmsum toga. „Æskan er okkar framtíð og ef við hlúum ekki að henni þá er framtíð okkar foreldranna ekki björt,“ segir Jóhannes. Jóhannes Bjarnason sækist eftir 1.-2. sæti: Æskan er okkar framtíð JÓHANNES GUNN- AR BJARNASON Sigfús Ólafur Helgason segir stöðu atvinnumála á Akureyri óviðunandi og brýnt að leysa þann vanda til frambúðar. „Það eru allt of margir Akureyringar án atvinnu. Við eigum að taka höndum saman við ríkisvaldið til að sporna gegn atvinnuleysinu og bæjaryfirvöld eiga að byggja undir ferðaþjónustuna í bænum. Ríki og bær eiga í sameiningu að stuðla að eflingu Háskólans á Akureyri.“ Sigfús segir mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í málefnum aldraðra og vill að sorpmálin í Eyjafirði verði leyst í eitt skipti fyrir öll. „Núverandi ástand er ekki sæmandi jafn fallegu héraði og Eyjafjörður er og ég mun beita mér fyrir úrbótum.“ Íþróttir og forvarnir eru ofarlega í huga Sigfúsar og hann vill að bæjaryfirvöld stuðli að aukinni hreyfingu og útivist. „ Íþróttir og forvarnir eru óaðskiljanleg í mínum huga,“ segir Sigfús. Sigfús Helgason sækist eftir 1.-3. sæti: Tekið verði á atvinnuleysi SIGFÚS ÓLAFUR HELGASON 1. sæti: Elvar Árni Lund 1.-2. sæti: Gerður Jónsdóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason 1.-3. sæti: Erla Þrándardóttir Sigfús Ólafur Helgason 2.-3. sæti: Stefán Jónsson 2.-4. sæti: Guðlaug Kristinsdóttir 3.-5. sæti: Geir Hólmarsson Þorsteinn Pétursson 3.-6. sæti: Örlygur Þór Helgason 4.-6. sæti: Erlingur Kristjánsson Jón Vigfús Guðjónsson María Ingadóttir Páll Gauti Pálsson 5.-6. sæti: Eiður Stefánsson Ingimar Eydal Sóley Magnúsdóttir 6. sæti: Alex Björn Stefánsson Petrea Ósk Sigurðardóttir Elvar Árni Lund, sveitarstjóri Öxarfjarðar- hrepps, er eini frambjóðandinn í prófkjörinu sem ekki er búsettur á Akureyri. Hann hefur þó þar sitt lögheimili. Hann telur þó ekki að það þurfi að setja stein í götu hans í prófkjörinu og segist tilbúinn að kafa ofan í bæjar- málin á Akureyri á skömmum tíma, nái hann fyrsta sæti á lista Framsókn- arflokksins. Elvar segist búa að góðri reynslu og þekkingu sem sveitarstjóri sem nýst geti honum vel sem oddviti fram- sóknarmanna á Akureyri. Hann telur að mikilvægasta verkefni næstu bæjarstjórnar á Akureyri verði að efla atvinnulífið í bænum. „Það þarf að fjölga störfum í bænum en til að það nái fram að ganga er nauðsyn- legt að bæta samgöngur og treysta tengsl á milli ríkisins og sveitarfélags- ins,” segir Elvar. Meðal nauðsynlegra samgöngubóta segir Elvar að ráðast þurfi í gerð Vaðlaheiðarganga til að bæta samgöngur til austurs. Þá þurfi að lengja flugbrautina til að auka möguleika á millilandaflugi. Einnig nefnir hann gerð hálendisvegar. „Bær- inn þarf einnig að koma í auknum mæli að málefnum Háskólans á Akur- eyri Þá er framboð byggingarlóða á Akureyri ekki nægjanlegt og þar er þarft verk að vinna,“ segir Elvar Árni. Elvar Árni Lund vill 1. sæti: Mikilvægast að efla atvinnulífið ELVAR ÁRNI LUND JÓN ÞÓR ÓLAFSSON OG BRENDA HUGÐUST OPNA SAMAN VEITINGASTAÐ „Þau geisluðu af hamingju,“ segir móðir unnustu Jóns Þórs ÆTLUÐU AÐ GIFTA SIG Í SUMAR 2x15- 16.2.2006 21:13 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.