Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 48
14 Friðfinnur Freyr Guðmundsson segir bætt fjarskipti hafa fækkað leitum að týndu jeppafólki til muna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þó að hálendisferðalög séu umfram allt skemmtileg lífsreynsla getur farið svo að nauðsynlegt sé að kalla á hjálp. Þá er gott að vita af sjálf- boðaliðum í björgunarsveitum um allt land sem eru boðnir og búnir að bjarga ferðalöngum úr ógöngum. „Það fer svolítið eftir aðstæð- um hvort fólk eigi að kalla á hjálp strax eða halda áfram að reyna að bjarga sér sjálft,“ segir Friðfinnur Freyr Guðmundsson, sem sér um aðgerðamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Ef fólk er til dæmis fast í krapapytt og orðið blautt við að reyna að losa bílinn en ekkert gengur, þá á hiklaust að kalla á hjálp. Það tekur björgunarsveitir alltaf einhvern tíma að komast á staðinn. Bara það að bíða renn- blautur í köldum bíl í 3-4 tíma getur reynst hættulegt.“ Friðfinnur tekur líka fram að allir sem leggja í jeppaferðir eigi að skilja eftir leið- arlýsingu og ferðaáætlun, til dæmis hjá ættingja. „Skili fólk sér svo ekki á tilteknum tíma og ekki næst í það eiga ættingjarnir að biðja um aðstoð.“ Friðfinnur segir að leitum að jeppafólki hafi fækkað mikið á síðustu árum, ekki síst vegna þess að fólk sé nú með betri fjarskipta- búnað en áður. „Leitunum hefur fækkað en slysunum hefur fjölgað á móti. Það fara miklu fleiri á fjöll núorðið, ekki bara harður kjarni vel búinna jeppamanna heldur líka fólk sem hefur litla reynslu og þekkingu á slíkum ferðalögum,“ segir Friðfinnur. Þurfi að kalla á hjálp eru VHF- stöðvar hlustaðar víða um land og neyðarrás skipa, rás 16, er alltaf í hlustun. „NMT og gervihnattasímar eru líka mjög góð tæki til að kalla á hjálp. Björgunarsveitir eru farn- ar að kaupa gervihnattasíma til að hafa í sínum tækjum, þeir eru alls staðar í sambandi.“ Þó að björgun- arsvetir séu yfirleitt snöggar af stað frá því að beiðni um aðstoð berst, allt niður í fjórar mínútur, geta þær verið lengi á leiðinni ef færi og veður er vont. Því segir Frið- finnur nauðsynlegt að skipuleggja sig. „Fólk ætti ekki að vera feimið við að fara í útivistargallann þó að það bíði í bílnum. Ef bíllinn þarf að standa lengi er rétt að áætla hversu mikið eldsneyti er eftir og hversu mikið þarf til að komast til byggða eftir að bíllinn hefur verið losaður. Þá verður ljóst hvort bíllinn megi ganga eða hvort þurfi að drepa á honum á milli til að spara eldsneyti. Í raun ætti fólk alltaf að vera með búnað til að gista útivið, jafnvel þó aðeins sé verið að keyra á milli skála. Góður svefnpoki, hlífðar- og undirfatnaður gegna þar lykilhlut- verki,“ segir Friðfinnur. Í gegnum Neyðarlínuna 112 komu 250 beiðnir um aðstoð við jeppafólk á síðasta eina og hálfa ári. Friðfinnur segir að fyrstu mánuðir ársins, þegar reyndasta fólkið er á ferðinni, séu yfirleitt rólegir. Þegar sól taki að hækka og hinir minna reyndu fari af stað aukist þörf- in á aðstoð björgunarsveita. „Þeir sem hafa jeppamennsku að sér- stöku áhugamáli, eins og meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4, kunna yfirleitt að bjarga sér og búa sig rétt. Auð- vitað kemur þó fyrir hjá þeim eins og öðrum að þeir lenda í ógöngum. Kannski má segja að ef maður þurfi aðstoð sé hann ekki rétt búinn,“ segir Friðfinnur að lokum. Minna um leitir en meira um slys Björgunarsveitir geta komið strönduðum ferðalöngum til bjargar, þó aðeins ef hægt er að kalla eftir hjálp þeirra. Björgunarsveitir hafa mörg úrræði til að koma ferðalöngum til hjálpar. Ekkert þeirra kemur þó að gagni ef ekki er hægt að kalla á hjálp. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN SKAGFJÖRÐ MAGNÚSSON „Það eru margar mjög skemmti- legar jeppaleiðir hér í kring, mjög vinsælt er t.d. að fara í ferðir yfir Langjökul og koma síðan hingað og þá er einnig hægt að leggja af stað héðan á ýmsa staði. Það eru því mjög margir möguleikar sem opn- ast fyrir jeppafólkið hérna,“ segir Gunnar Þór Árnason, staðarhaldari á Hveravöllum. Hveravellir eru ein af mörgum náttúruperlum landsins, en svæðið liggur á milli Hofsjökuls og Langjökuls. „Á veturna er oftast nóg að gera um helgar en rólegra á virkum dögum,“ Gunnar segir að margir samverk- andi þættir á Hveravöllum dragi gesti að. Þarna eru frábærar aðstæð- ur, mikil fegurð og toppurinn er síðan náttúrlega heita laugin. Tveir skálar eru á staðnum og geta allt að sextíu manns gist þarna, góð aðstaða er til viðgerða á staðnum og hægt að nálgast allar nauðsynjar. „Þegar allra veðra er von nýtur jeppafólkið sín best, þetta er oft á tíðum mikil ævintýramennska sem fylgir þessu en sem betur fer eru menn yfirhöfuð mjög vel búnir,“ segir Gunnar, sem er ávallt viðbúinn ef fólk lendir í vandræðum. „Algengustu hnökrarnir sem koma fyrir eru að menn séu að rífa dekk eða keyra á grjót og þá getur færðin verið þannig að menn eru sólarhring að fara vegalengd sem alla jafna tekur tvær klukkustund- ir að fara,“ segir Gunnar, sem tekur vel á móti fólki þegar það kemur á Hveravelli. „Svo er alveg ómissandi eftir erfiða ferð að skella sér í laug- ina hérna, það jafnast ekkert á við það. Náttúrufegurðin hérna í kring er mikil og þegar skyggnið er gott er þetta algjör perla.“ Laugin alveg ómissandi Hveravellir njóta mikilla vinsælda meðal jeppafólks enda ýmsir möguleikar á skemmti- legum ferðaleiðum þar allt í kring. Þá er óhætt að segja að nánast allt sé til alls fyrir ferðalanginn, Hveravellir eru svo sannarlega náttúruperla. ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.