Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 51
17 Bíllinn þarf sínar olíur og vökva og í ferðahóp getur verið sniðugt að skiptast á með aukabirgðir. Einn getur til dæmis verið með gírolíu og bremsuvökva, sá næsti með kælivatn og sjálfskiptiolíu og sá þriðji með mótorolíu og rúðuvökva, sem skyldi ekki van- meta. Þótt takist að koma í veg fyrir bilun þar sem bíllinn missir vökva, er hann oft stopp þar til fyllt hefur verið á hann. Matarolían gleymist líka allt- of oft, en hún kemur að góðum notum þegar er komið að elda- mennskunni. Ekki gleyma... Olíum Gunnar hefur líklega farið víðar en flestir jeppamenn. Lengsti túrinn hans var 55.000 km og lá í gegnum fjórar heimsálfur: Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og Norður-Amer- íku. Þá hefur hann ekið samtals um 20.000 km á Grænlandsjökli og á fáa bletti eftir ókannaða á Íslandi. Líklega væri hægt að sækja ráð um nánast hvað sem er í reynslubanka Gunnars en að þessu sinni er það spottaleikfimin sem er til umræðu. „Til að byrja með er rétt að nefna að það verður alltaf fínna og jafn- ara átak með því að spila bíla upp en að kippa í þá með spotta. Seinni kosturinn verður þó oftar fyrir val- inu því hann er fljótlegri,“ segir Gunnar. „Góður teygjuspotti virkar lang- best en að sama skapi er hann hættulegastur. Ef hann slitnar getur hann skotist í bíla og menn og valdið töluverðu tjóni. Þess vegna ætti aldrei að nota trosn- aðan teygjuspotta. Hvort hann er ofinn eða vafinn er sennilega ekki höfuðatriði. Ég nota sjálfur vaf- inn spotta en ætla ekki að dæma um hvort þeir séu betri en ofnir. Það eru mjög misjafnar skoðanir á því. Aðalatriðið er að það sé mikil teygja í honum. Þá er höggið ekki eins mikið,“ segir Gunnar. Þegar kippt er í bíl með teygju- spotta segir Gunnar að teygjan í spottanum sé í raun notuð til að draga. „Maður keyrir á fullri ferð inn í spottann. Þegar hann neitar að teygjast meira kúplar maður frá og stígur á bremsuna. Síðan bíður maður og teygjan sér um vinnuna. Með þessari aðferð er hægt að losa upp stærra og þyngra farartæki en maður er sjálfur á.“ Gunnar ítrekar að það beri að fara að öllu með gát við slíkar til- færingar. „Það verður að notast við gríðarlega góðar festingar á bílunum. Það er góð regla að setja eitthvað á spottann, til dæmis úlpu eða teppi, þannig að ef hann slitnar þá dettur hann niður frekar en að skjótast eins og eldibrandur út í loftið. Umfram allt á ekki að standa á milli bíla sem eru með teygju- spotta á milli sín. Ef hann slitnar getur farið mjög illa.“ Gunnar segir margar fleiri aðferðir færar þegar kemur að því að losa bíla úr festum. „Ef menn eru einir á ferð er jafnvel hægt að nota drullutjakk til að draga. Þá er hann festur og spotti settur í hann úr bílnum. Tjakkurinn dregur svo bíl- inn áfram. Það er reyndar svo lítil færsla í tjakknum að það er ekki hægt að nota spotta með teygju í þessa aðferð,“ bætir Gunnar við. Teygjuspottinn bestur Það er ekki alveg sama hvernig bílar eru dregnir úr festum. Of mikil átök geta eyðilagt bíla og valdið slysum. Reynsluboltinn Gunnar Valdimarsson gefur lesendum góð ráð. Gunnar segir að þótt spilið henti oft betur grípi menn oftar til spottans, enda sé það fljót- legra. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Teygjuspotti er hentugastur til að draga bíla úr festum. Það borgar sig þó að standa hvergi nærri. Drullutjakkur er rúmlega metra langur tjakkur sem hægt er að nota til dæmis til að lyfta einu horni jeppa á meðan er verið að skipta um dekk eða setja möl eða snjó undir hjólið til að losna úr festu. Í stað þess að fara undir grind, hásingu eða bita undir bílnum eins og venjulegir tjakkar gera er algengast að sætið á tjakknum sé sett undir stuðara, dráttarkúlu eða jafnvel kastaragrind. Til hvers er... Drullu- tjakkur? ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { á fjöllum } ■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.