Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 26
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Skeifan 4 S. 588 1818 Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hælt sér af því að hafa lækkað skatta. Stefán Ólafsson heldur því hins vegar fram, að þetta sé aðeins brella. Skattar á láglauna- fólk hafi hækkað. Almenningur klórar sér í kollinum. Fjölmiðla- fólk, sem hefur raunar fæst haft fyrir því að kynna sér málið út í hörgul, hefur hins vegar flýtt sér að fella úrskurð Stefáni í vil: Skattalækkanir ríkisstjórnarinn- ar voru brella. Hér ætla ég að andmæla þessu. Brella Stefáns er sama eðlis og ýmis fyrri upphlaup hans. Stefán Ólafsson vakti fyrst á sér athygli í sjónvarpsþætti með Milton Friedman föstudagskvöld- ið 31. ágúst 1984. Stefán spurði, hvort Friedman þætti ekki ein- kennilegt, að selt væri inn á fyrir- lestur hans í Háskóla Íslands. Fyr- irlestrar erlendra fræðiskörunga hefðu jafnan áður verið ókeypis, svo að allir gætu sótt þá óháð efna- hag. Friedman svaraði að bragði, að hugtakið „ókeypis“ væri hér fráleitt. Fyrirlestrar væru ekki ókeypis. Far og uppihald fyrirles- arans kostaði sitt, samkomusalinn þyrfti að leigja, auglýsa fundinn og svo framvegis. Velja mætti um tvo kosti. Annar væri að láta þá, sem sæktu fyrirlesturinn, greiða fyrir hann. Hinn væri að láta þá, sem ekki sæktu fyrirlesturinn, greiða fyrir hann. Sér fyndist fyrri kosturinn eðlilegri. Stefán vakti líka mikla athygli fyrir þingkosningarnar 2003. Þá var eitt aðalkosningamál Samfylkingarinnar, að fátækt á Íslandi hefði aukist í miðri vel- meguninni. Á sama tíma hélt Stefán fyrirlestra um, að fátækt hefði hér aukist. Þegar að var gáð, var fátæktarhugtakið Stef- áns óvenjulegt. Hann miðaði við ójafna tekjuskiptingu. Flest skilj- um við fátækt sem skort. Það er, þegar móður vantar fyrir mat handa barni sínu. En Stefán skilur fátækt sem hlutfall, samanburð. Það er, þegar einn maður fær að vísu áfram 100 þúsund krónur í mánaðartekjur, en annar maður, sem hafði áður fengið 500 þús- und krónur, hlýtur nú 750 þúsund krónur. Þá hefur fátækt aukist í skilningi Stefáns. En við sjáum að bragði, að þessi hugtakanotkun hefur fráleitar afleiðingar. Samkvæmt þessu yrði tekjuskipting jafnari, hefði Björgólfur Guðmundsson flust úr landi. Þá hefði fátækt minnk- að eftir skilningi Stefáns! En við vitum öll, að ekkert er eins líklegt til að auka fátækt og að hrekja ríkustu menn landsins burt. Þessi hugtakanotkun Stefáns var vill- andi, sérstaklega í því andrúms- lofti, sem jafnan er skömmu fyrir kosningar. Skattahækkunarbrella Stefáns er svipaðs eðlis. Hann horfir fram hjá mikilvægustu staðreyndunum. Stefán viðurkennir, að ríkið hefur lækkað tekjuskatt á einstaklinga. Það hefur raunar líka lækkað tekjuskatt á fyrirtæki og erfða- skatt og fellt niður aðstöðugjald og eignaskatt. En Stefán segir, að skattbyrðin á lægstu laun hafi aukist, vegna þess að persónuaf- slátturinn, sem allir njóta, hefur ekki aukist jafnhratt og laun. Gallinn við málflutning Stefáns er sá, að hann gerir ekki skýr- an greinarmun á skattheimtu og skatttekjum. Skattheimta breytist til dæmis, þegar skattur er lækk- aður úr 50% í 30%. Skatttekjur breytast hins vegar eftir öðrum lögmálum: Það getur til dæmis verið, að 30% af stórri upphæð sé miklu meira en 50% af lítilli, svo að skatttekjur aukist við lækkun skattheimtu. (Það gerðist raunar, þegar ríkið lækkaði skatttekjur á fyrirtæki úr 50% í 30% í byrjun tíunda áratugs.) Hér á Íslandi hafa tekjur margra vegna almennra framfara hækkað umfram persónuafslátt- inn, svo að þeir greiða tekjuskatt, en greiddu hann ekki áður. Skatt- stofninn hefur með öðrum orðum breikkað. Skattheimtan hefur ekki aukist, en skatttekjur ríkisins hafa aukist. En þetta er ánægju- legt. Þetta merkir ekkert annað en það, að fleiri eru aflögufærir en áður og geta greitt tekjuskatt. Það er líka eðlilegt að hækka persónuafsláttinn hægt: Hann á ekki að miðast við, hversu hratt almennar tekjur hækka, heldur við hvað þarf til að komast af. Stefán ætti að fagna því, að fleiri eru aflögufærir en áður. Það er æskilegt, að sem flestir séu sjálfstæðir borgarar. Hitt er annað mál, að það á að halda áfram að lækka skatta. ■ Skattahækkunarbrella Stefáns Ólafssonar Í DAG SKATTAR HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hér á Íslandi hafa tekjur margra vegna almennra fram- fara hækkað umfram persónu- afsláttinn, svo að þeir greiða tekjuskatt, en greiddu hann ekki áður. Skattstofninn hefur með öðrum orðum breikkað. Skattheimtan hefur ekki aukist, en skatttekjur ríkisins hafa aukist. Allt virðist benda til þess að það sé ekki spurning um hvort fuglar komi hingað til lands með fuglaflensu, heldur hvenær slíkt gerist. Stöðugt berast fréttir um að fundist hafi fugls- hræ norðar og norðar í Evrópu, nú síðast í Norður-Þýskalandi og Danmörku. Þar er að vísu ekki búið að staðfesta að um fuglaflensu sé að ræða í öllum tilfellum í þeim dauðu fuglum sem þar hafa fund- ist, því þeir geta allt eins hafa drepist í vetrarhörkunum sem verið hafa á þessum slóðum að undanförnu. Það er mjög mikilvægt að stöðugt og gott upplýsingaflæði sé til almennings í tilfellum sem þessum. Þar er annars veg- ar um það að ræða að séð verði til þess að einhver stofnun hafi yfirsýn yfir hvað sé að gerast í þessum efnum. Stjórnvöld hér hafa brugðist við yfirvofandi hættu vegna fugla- flensunnar og eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og dóms- málaráðuneyti þar í fararbroddi. Þetta mál snýst ekki aðeins um að tryggja fjármagn til sýnatöku og rannsókna á alifuglum heldur er málið miklu víðtækara. Í samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar eru nú fulltrúar 22 stofnana og samtaka, og má búast við að frekar fjölgi en fækki í nefndinni, því skæður fuglaflensufaraldur getur snert alla þætti þjóðlífsins ef svo má segja. Það er mjög mikilvægt að stöðugt og gott upplýsingaflæði sé til almennings í tilfellum sem þessum. Þar er annars vegar um að ræða að séð verði til þess að einhver stofnun hafi yfirsýn yfir hvað sé að gerast í þessum efnum, og geti miðlað þeim upplýsingum til fjölmiðla jafnt og þétt. Þá er mikilvægt að fjölmiðlar hafi beinan aðgang að lykilmönnum í þessum efnum svo sem smitsjúkdóma- lækni og yfirdýralækni, sem að undanförnu hafa verið í sviðsljós- inu varðandi fuglaflensuna. Við aðstæður sem nú hafa skapast vegna hinnar hröðu útbreiðslu fuglaflensunnar er alltaf hætta á að óþarfa ótti skapist meðal fólks, og því er upplýsingagjöfin mjög mikilvæg. Enn sem komið er ligg- ur ekki fyrir með afgerandi hætti hvernig flensan berst til manna, en þó er vitað með vissu að þeir sem handfjatla sýktan fiðurfénað eru í mestri hættu að smitast. Þegar farfuglarnir fara að koma til landsins kemur upp nýr flöt- ur á málinu hvað okkur varðar, sérstaklega ef staðfest verður að fuglaflensan hafi komið upp í Bretlandi. Á yfirlitskorti í Frétta- blaðinu í gær eru sýndar helstu leiðir nokkurra tegunda farfugla hingað til lands. Stærstur hluti þeirra kemur frá Bretlandseyjum, þar á meðal meirihluti þeirra álfta og gæsa sem hingað koma. Fuglaflensan getur því sett strik í reikninginn hvað varðar gæsa- veiðar hér í haust. Í ellefu Evrópulöndum hafa nú verið staðfest fuglaflensutilvik og búast má við því að þeim fjölgi á næstunni. Miklir spádómar ganga nú víða um lönd um dauðsföll og fjárhagstjón af hugsanlegum far- aldri í mönnum, en vonandi rætast þær spár ekki, því slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það er því mikilvægt að ekkert verði sparað, hvorki fjármunir né mannafl, til að verjast þessari pest, sem nú hefur geisað í marga mánuði í fjarlægum löndum. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Viðbrögð vegna hættu á heimsfaraldri. Fuglaflensan færist nær Þingmenn rannsakaðir Árni Magnússon félagsmálaráðherra fylgdi úr hlaði skýrslu um sveitarstjórnar- mál á Alþingi í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem félagsmálaráðherra lagði fram slíkt plagg á þingi og lofuðu þingmenn framtakið. Eitt hnutu nokkrir þingmenn þó um þegar leið á ræðuna og Árni fjallaði enn á ný um stækkun og sameiningu sveitar- félaga, sem hann kvað hafa verið stefnu stjórnvalda lengi vel. Árni sagði sem svo, að hugsanlega væru aðrar leiðir færar og menn yrðu að vera reiðubúnir til að velta þeim upp. „Þessi skýrsla sem við ræðum hér í dag er eitt innlegg í þá umræðu. Auk hennar hef ég ákveðið að kanna viðhorf sveitarstjórnarmanna og alþingismanna til sveitarstjórnarmála með sérstakri rannsókn sem unnin verður á næstunni í samstarfi við Viðskiptahá- skólann á Bifröst,“ sagði Árni félagsmála- ráðherra. Samskipti við frostmark Ónefndur stjórnarþingmaður gekk úr þingsalnum og sagði við blaðamann að nú væri kuldinn í samskiptum ráðherra og þingmanna orðinn slíkur að ráðherrum væri nauðugur einn kostur að ráða sérfræðinga við háskóla upp í sveit til þess að komast að því hver viðhorf og vilji þingmanna væri. Fleiri þingmenn blönduðu sér í þessar umræður og þótti þróunin á ýmsan hátt afleit og veltu fyrir sér hve þrúgandi þögnin yrði þegar Árni gengi hjá að lokinni umræðunni. Einn stakk upp á að ekki væri nægjan- legt að fela prófessorum á Bifröst að kanna vilja þingmanna. Ekki væri víst að þeir næðu trúnaði þingmanna og kæmu á skoðanaskiptum milli þeirra og ráðherranna. Þarna væri því komið verkefni fyrir nýja greiningardeild hjá ríkislögreglustjóra sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt til að stofnuð verði. Hún ein hefði heimild til að beita aðferðum leyniþjónustu við öflun upplýsinga þannig að lítið bæri á. Þannig gætu ráðherrar fengið mikilvægar upplýsingar um viðhorf og vilja þingmanna án þess endilega að þeir hefðu hugboð um að búið væri að afla þeirra og koma þeim á framfæri. Þetta drægi einnig úr þörfinni fyrir venjuleg samskipti ráðherra og þingmanna í þinghúsinu og sparaði tíma og peninga. johannh@frettabladid.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.