Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 10.12.2005, Qupperneq 46
[ ]Utanlandsferðir geta verið skemmtilegar jólagjafir. Fæstir hafa efni á því að gefa margar utanlandsferðir en það er kannski hægt að gefa ein-hverjum einum sem manni þykir mjög vænt um utanlandsferð í jólagjöf. Ferðaskrifstofan Trans Atlant- ic hefur verið starfandi í rúmt ár. Ferðaskrifstofan flýgur meðal annars frá Egilsstöðum og Akureyri á áfangastaði víða um heim. Ferðaskrifstofan flýgur í sam- vinnu við erlend flugfélög til dæmis með Estonian Air, Dubrov- nik Airline og Air Vilnius. Flest- ar ferðirnar eru settar upp sem pakkaferðir og sér ferðaskrif- stofan fyrir fararstjóra. Pakka- ferðirnar eru í ódýari kantinum miðað við það verð sem ferðalang- ar þekkja. Margir kjósa að kaupa allan pakkann en einnig er hægt að kaupa eingöngu flugfarið. Trans Atlantic bjóða um pásk- ana upp á ferðir til Pétursborgar í Rússlandi og til miðaldaborgar- innar Tallinn í Eistlandi. Flogið er bæði frá Keflavík og Akur- eyri til Tallinn og farið með rútu til Pétursborgar. Þeir sem eru áhugasamir um þessar ferðir ættu samt að hafa hraðar hendur þar sem selst hratt í þessa ferð. Einnig er flogið til Vilníus í Lit- háen gegnum Kaupmannahöfn. Vilníus hefur yfir sér sjarma sem margir þekkja frá bæði Prag og Tallinn. Flogið er til beggja borga allt árið. Næsta sumar verður flogið frá Akureyri, Egilstöðum og Kefla- vík til Split í Króatíu og gist við Adríahafið. Ferðin stendur yfir í tíu daga. Einnig hefst sala, í enda maí, á tveggja vikna ferðum til Suður-Ameríku, Mexíkó, Belíss og Gvatemala. Gist verður á fjög- urra til fimm stjörnu hótelum þar sem allt er innifalið. Gist verður í bænum Playa Del Carmen sem er 60 kílómetra suður af Cancun og í nánda við Gvatemala og Maya- rústirnar sem margir kannast við úr Survivor-þáttunum. Margir nýta líka tækifærið og skjótast til Kúbu. Trans Atlantic mun einnig bjóða upp á þriggja landa ævin- týraferðir til Mexíkó, Belíss og Guatemala og verður sú fyrsta farin í lok maí. Spennandi áfangastaðir víða um heim á lægra verði Trans Atlantic flýgur til Kaupmannahafnar og áfram til Vilníus allan ársins hring. Einnig er boðið upp á ferðir til ýmissa borga í Evrópu. Kafað við strendur Mexíkó. Strendur Belíss í Suður-Ameríku. Trans Atlantic býður upp á þriggja landa ævintýraferðir til Gvatemala, Belíss og Mexíkó í Suður-Ameríku. Úrslitamót heimsmeistara- keppninnar í ísklifri verður haldið í mars næstkomandi. Íslenski Alpaklúbburinn vekur athygli á því á heimasíðu sinni að úrslit í heimsmeistaramóti ísklif- ursmanna fer fram í Hemesdal í Noregi dagana 3. til 5. mars á næsta ári. Hemesdal, sem er á milli Oslóar og Björgvinjar, býður upp á stórkostlegar klifurleiðir með stuttum aðkomum og er svæð- ið að sögn kunnugra glæsilegasta skíðasvæði Norðmanna. Fyrir þá sem vilja fylgjast með mótinu hafa kost á að fljúga með Flugleiðum til Oslóar. Rútur ganga frá Osló- arflugvelli til Hemelsdal föstu- daga og sunnudaga. Hemesdal er einnig mikil útivistarparadís og því ætti sannur áhugamaður um ferskt loft og vetraríþróttir ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Nánari upplýsingar má fá hjá íslenska Alpaklúbbnum eða á www.hemesdal.com. Heimsmeistaramótið í ísklifri verður haldið í útivistarparadís Norðmanna fyrstu helgina í mars. MYND ÚR SAFNI Ísklifur í Noregi Á MORGUN STENDUR FERÐAFÉLAG ÍSLANDS FYRIR AÐVENTUFERÐ UM MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. Lagt verður af stað klukkan 17 á morgun frá styttu Jóns Sigurðs- sonar við Austurvöll. Gengið verður um miðbæ Reykjavíkur með leiðsögumanni, Ólafi Erni Haralds- syni forseta Ferðafélagsins, og verða göngumenn fræddir um sögu, byggingar og menningu Reykjavíkur. Litið verður inn í Alþingishúsið og komið við í þingsalnum, þar sem saga Alþingis Íslendinga og byggingarinnar verður kynnt. Því næst tekur Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur á móti hópnum í Dómkirkjunni og býður í kynnisferð um kirkjuna. Á kirkjuloft- inu verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Þátttakan í aðventugöngunni er öllum opin. Aðventuferð um miðbæinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.