Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 38

Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 38
[ ] Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Náttúrulegar hágæða baðvörur Upplifðu lúxus spa stemningu í þínu eigin baðherbergi með baðvörum sem Kolbrún grasalæknir hefur skapað fyrir Íslenskar konur. Jólamatarstell geta verið mjög falleg og skemmtileg. Börnum finnst sérstaklega gaman að nota matarstell með einhverjum fallegum jólamyndum. Matarstellin þurfa ekki endilega að vera dýr því margar verslanir selja ódýr en smekkleg jólamatarstell. Stekkjastaur kemur til byggða annað kvöld og herma fregnir að hann sé þegar lagður af stað. Fyrsti jólasveinninn er nú væntanlegur til byggða aðfara- nótt mánudags. Börnum til mikillar mildi hafa jólasvein- arnir breytt háttalagi sínu frá því í gamla daga. Fram á nítjándu öld voru íslensku jólasveinarnir frekar til trafala en gleði. Margir trúðu því að jóla- sveinarnir væru mannaætur og þó svo að jólasveinarnir séu enn hrekkjóttir og uppátækjasamir tóku þeir heldur að mildast eftir miðja 19. öld. Á svipuðum tíma fóru einnig hugmyndir um útlit jólasveinanna að breytast. Þeir hætta að líta út eins og tröllvaxin illmenni og fá fallegan rauðan bún- ing og breitt bros í stíl við rauðar kinnar en þá ímynd má rekja til erlendra jólakarla, bæði danskra og þess jólasveins sem á rætur að rekja til heilags Nikulásar. Öldum saman voru jólasveinarn- ir mikil kvöl fyrir sveitafólkið. Stekkjastaur réðst á kindurnar á bæjunum, Askasleikir laumað- ist undir rúm í baðstofum og át úr öskum, Pottasleikir stundaði svipaða iðju, ekki var talið óhætt að ganga um gilin af ótta við Gilj- agaur og Hurðaskellir átti það til að vekja heilu sveitarfélögin með látunum í sér, (sem hann gerir nú enn). En um miðbik 19. aldar má segja að jólasveinarnir hafi verið sendir á hlýðninámskeið, kennd- ir mannasiðir og manngæska. Nýja ímynd mannanna af jóla- sveininum með gjafirnar lagð- ist vel í sveinana og tóku þeir breytingunni fegins hendi. Þó að sé eitthvað eftir af prakkaraeðli jólasveinanna getum við öll verið þakklát fyrir gjafirnar og gleðina sem þeir bera með sér. Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða annað kvöld og heitir hann Stekkjastaur. Því er gott að hafa skó í glugga. ■ Jólasveinarnir undirbúa komu sína til byggða Um miðja 19. öld voru jólasveinarnir sendir á námskeið þar sem þeim var kennt að vera vinir barnanna og lærðu nýja starfshætti. Jólasveinarnir hafa nú þann sið að gefa börnum gott í skóinn. Gömlu jólasveinarnir þóttu heldur ófrýni- legir og voru landanum til mikilla ama. ÍSLENSKU JÓLASVEINARNIR: Stekkjastaur Giljagaur Stúfur Þvörusleikir Pottasleikir Askasleikir Hurðaskellir Skyrgámur Bjúgnakrækir Gluggagægir Gáttaþefur Ketkrókur Kertasníkir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.