Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 32

Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 32
LAUGARDAGUR 10. desember 2005 nú er það hestamennska og úti- vera henni tengd sem helst koma stílvopninu af stað. Samúel tekst allur á loft þegar hann rifjar upp útreiðartúr þar sem útsýnið fékk svo á hann að hann gat ekki orða bundist. „Þetta var í dásamleg- um útreiðartúr, dýrðarveðri og mögnuðu útsýni í Þórsmörk í lok ágúst og þá varð þessi vísa til: Klárinn jökuls klýfur straum, kleifin trauðla sprottin. Magnar veður Merkurdraum, mikið er verk þitt Drottinn!“ En hverjir höfðu nú mest áhrif á skáldið Samúel Örn? „Hvað tæki- færisskáldskapinn áhrærir þá eru mér nú efstir í huga Bólu-Hjálmar og Káinn. Báðir afskaplega hnyttn- ir og beinskeyttir, Bólu-Hjálmar á sinn beiska hátt en Káinn frekar á broslegan. Ég fer nú ekkert út í það að telja upp öll þjóðskáldin sem ég hef gaman af því það yrði enginn hægðarleikur að stoppa mig af. En sá kveðskapur sem ég hef einna mesta dálæti á er frá Kristjáni Eldjárn fyrrum forseta. Kvæði hans eru mörg hver hreinasta snilld en kannski mis prenthæf,“ segir Samúel og skellir upp úr en eins og flestir vita gat Kristján verið nokkuð klúrið skáld þegar hann vildi það við hafa. ■ Laugardagurinn 10. des. Kl. 14:00 BT í Hafnarfirði Kl. 15:00 BT Smáralind Kl. 16:00 BT Skeifunni Kl. 17:00 BT Kringlunni 1.899 14.999 Lærðu á kassagítarinn!Frábær gítarpakki Fallegur Fender gítar, gítarstilli, strengir, gítarneglur og axlaról. Einnig fylgja tveir DVD kennsludiskar! Því hún, hún tendraði ljósið... Fender gæði! 1.8 FYLGIR 2.9 FYLGIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.