Fréttablaðið - 10.12.2005, Síða 31

Fréttablaðið - 10.12.2005, Síða 31
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR30 Mörg skáldin eru til sem yrkja mest fyrir sjálfan sig. Ljóðin enda ekki á síðum á milli laglegra bóka- kápa, heldur ofan í skúffum, þar sem fáir fá þeirra notið. Frétta- blaðið ætlar því næstu vikurnar að fá þessi skúffuskáld til að opna hirslur sínar og leyfa lesendum að njóta kveðskaparins með sér. Það skúffuskáld sem ætlar að opna skúffur sínar fyrir lesendur Fréttablaðsins er íþróttafrétta- maðurinn hagmælti Samúel Örn Erlingsson. „Ja, skúffuskáld. Reyndar hefur margt af því sem ég hef ort fengið sinn stað í skúffunni,“ segir Samúel Örn. „En það hefur nú oftast verið skrifað í bók, sent eða flutt fyrst. Þannig að ef það ætti að hengja skáldatitil á mig þá væri það helst að kalla mig tæki- færisskáld. Ég hreifst snemma af kveðskap og ljóðum. Byrjaði að lemja saman vísur um ferming- araldur og dundaði mér við það í menntaskóla að yrkja dróttkvæði og atómljóð, þó ég væri þá eins og nú hrifnastur af ferskeytlunni. Það hefur nú gengið í bylgjum í gegnum árin hversu mikið ég hef ort. Oft hef ég hrist eitthvað fram úr stílvopninu undir mikilli pressu af þessu eða hinu tilefninu. Stund- um hefur það líka alveg dottið niður þegar vinnan hefur þjarm- að að manni. Þá fer þetta eins og Egill Jónasson á Húsavík orti svo skemmtilega: Þó ég yrki stöku stöku, stöku sinni, því ég eigi sinni að sinni, sinni bara vinnu minni.“ Þegar Samúel var sextán ára var meira næði til að sinna andans efnum og þá orti hann þessa ástar- vísu: Elsku fulla flaskan mín frá þér vil ég taka innihaldið, valið vín, þig vel ég fyrir maka.“ Hálfum öðrum áratug síðar varð ég eiginlega að leiðrétta þessa hugsun, þó ekki væri nema fyrir konu mína,“ segir Samúel og kveður: Stjarna hæst á himni mínum hefur lit af gullnu tári, Ásta ber af bestu vínum og batnar meira á hverju ári.“ Þó að oft hafi skáldagyðjan þurft að víkja úr lífi Samúels Arnar í önnum vinnunnar hefur það þó líka gerst að hún hafi komið yfir hann einmitt þar. Meira að segja skömmu fyrir fréttir. „Vísurnar um rjúpnaskyttuna sem týndist í Bláfjöllum fyrir um 20 árum er á meðal þess sem hefur flögrað hvað víðast af því sem runnið er undan mínum rifjum. Það var heilmikið grín útaf því að einn kollegi minn gekk frá frétt um að skyttan væri enn ófundin nærri hálftíma fyrir fréttatíma og missti það út úr sér að hann vonaðist til þess að skytt- an fyndist ekki fyrir fréttir. Þá varð þessi frétt til sem reyndar var nú aldrei lesin í fréttatíma: Ein er á rjátli uppi langt til fjalla ákaflynd rjúpnaskyttan snjalla. Sér á flugi rjúpu rennilega, riffli lyftir, fretar alla vega. Dauður tekur fuglinn strax að falla, frækna skyttu hittir beint á skalla. Í dái liggur djarfa skyttan káta, drífið ykkur Hjálpasveitir skáta.“ Reyndar spyr skáldagyðjan ekki um stað eða stund og getur komið að mönnum við öll tækifæri. Einu sinni kom hún að Samúeli Erni á sundskýlunni en þá hafði hann líka eitthvað fyrir augum sem blés honum skáldaanda í brjóst. „Já, fagrar konur eru ævinlega örvandi yrkisefni,“ segir skúff- uskáldið. „Og þarna sem ég sat í heita pottinum sé ég fagra stúlku koma ískalda upp úr sundlaug- inni og ofan í heita pottinn. Þá var þetta til: Hún er pen og hún er prúð, með prinsessulegt litaraft. Girnileg með gæsahúð og gefur manni aukinn kraft.“ En síðan eru liðin nokkur ár og Fagrar konur eru alltaf örvandi yrkisefni SKÚFFUSKÁLDIÐ } SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.