Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 10.12.2005, Qupperneq 16
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri KB banka, er meðal þeirra sem stefna hraðbyri að því að komast í hóp 100 áhrifamestu manna á evrópskum fjár- málamarkaði. Tíma- ritið Financial News setti Hreiðar Má í 22. sætið yfir rísandi stjórnur á fjármála- markaði Evrópu. Tímaritið heldur lista yfir hundrað áhrifamestu menn í fjármálaheimin- um í Evrópu, en listi hinna rísandi stjarna er listi yfir fólk undir fertugu sem líklegt er til að verma aðal- listann í framtíðinni. Hreiðar Már hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lengi í eldlínu viðskiptanna. Hann byrjaði hjá Kaupþingi meðan hann var enn í námi. Kaupþing þrosk- aði hratt sitt fólk og meðal þeirra sem þar stigu sín fyrstu skref hjá Kaupþingi má nefna Bjarna Ármannsson, for- stjóra Íslandsbanka, og Þórð Má Jóhann- esson, forstjóra Straums - Burðaráss sem báðir eru á fer- tugsaldri. Hreiðar Már er alinn upp í Stykk- ishólmi og vann í fiski eins og flest- ir jafnaldrar hans úti á landi. Hann er ekki af efnafólki en viðskiptaáhugi lét snemma á sér kræla. Hann þótti snemma sýna viðskiptavit og á unlingsárum var hann lunkinn í að kaupa og selja bíla, án efa með einhverjum hagnaði. Hann var vinsæll í hópi jafn- aldra sinna og skar sig ekki mikið úr. Hann átti létt með nám en er frekar maður athafna en að vera líklegur til þess að velja akademíuna sem vettvang sinn. Tveir skólabræðra hans í Stykk- ishólmi gerðust hins vegar lang- skólamenn á sviði hagvísinda, doktorarnir Jón Þór Sturluson, hagfræðingur hjá Rannsóknar- setri verslunarinnar, og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greining- ardeildar KB banka. Hreiðar Már þótti kunna sig vel og hafa góða framkomu. Til er saga af því þegar hann var ásamt félögum hans í eðlisfræðitíma í Stykkishólmi. Þá helltist niður eldfimur vökvi svo að kviknaði í. Þeir félagar hlupu niður á kenn- arastofu, þar sem Hreiðar Már stillti sér upp og spurði kurteis- lega: „Gætum við fengið eins og eitt slökkvitæki?“ Á háskólaárunum var Hreiðar Már í Stúdentaráði fyrir Vöku. Þar voru með honum núver- andi kollegar hans, þeir Bjarni Á r m a n n s s o n , forstjóri Íslands- banka, og Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbank- ans. Hreiðar Már hefur ákveðnar skoðanir og fara sjálfsagt fæstir í grafgötur um að hann er maður einkaframtaksins. Undir hans stjórn hefur KB banki farið fremstur í samkeppni við Íbúðalánasjóð og ekki farið leynt að KB banka mönn- um þykir sá sjóð- ur til óþurftar í núverandi mynd. Hreiðar Már er léttur í framkomu og stundum nokk- uð strákslegur. Bak við þennan léttleika leynist hins vegar harður samningamaður sem hvikar ekki frá því að verja hagsmuni bank- ans. Hreiðar Már og Sigurður Ein- arsson, núverandi stjórnarformað- ur bankans, hafa unnið náið saman á undanförnum árum. Þeir vinna vel saman og einn af lyklunum að velgengni bankans hefur verið hversu samstíga þeir eru. Meirihluti þeirra sem nú eru í for- ystu KB banka eru félagar sem hafa unnið saman frá þvi að Kaupþing var lítið og djarft verðbréfafyr- irtæki. Þessi hópur þótti á sinni tíð djarfur í ákvörðunum og var ekki vel séður meðal hinna dannaðri og eldri í árdaga markaðarins. Kaupþing keypti á sínum tíma hlut í Eimskipafélaginu af mikl- um móð og ógnaði með því valda- jafnvægi í viðskiptalífinu. Ráð- andi aðilar þar vörðust með því að láta félagið kaupa bréf til að verjast. Hagnaðist Kaupþing vel á gjörningnum, ýmsum til mik- illar armæðu. Kaupþing reyndi líka á sínum tíma að komast yfir Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins með því að safna kennitölum. Sú ráðstöfun kom þeim í ónáð hjá valdamiklum mönnum í stjórn- mála- og viðskiptalífinu. Enda þótt Kaupþing hafi grætt peninga á slíkum leik- fimiæfingum liggur velgengnin fremur í skýrri stefnu bankans og öflugum stuðningi við þau fyrirtæki sem Kaupþing valdi að styðja í uppbyggingu og útrás. Stjórnendur bankans og Hreið- ar Már meðtalinn hafa þroskast með aukinni stærð bankans og þeirri ábyrgð sem henni fylgir. KB banki lýtur í dag stjórn hóps undir forystu Hreiðars Más sem er í senn ungur að árum og með mikla reynslu. Sem stjórnandi þykir Hreiðar Már afar vinnusamur og fljótur að átta sig. Hann er með yfir- burðaþekkingu á reikningshaldi, fljótur að greina ársreikninga og ótrúlega minnugur á tölur. Hann þykir góður í að deila ábyrgð og hefur það einkennt bankann að stjórnendum sviða bankans er treyst fyrir ábyrgðinni og eru bakkaðir upp af forystu bank- ans. ■ MAÐUR VIKUNNAR Strákslegur og kurteis harðjaxl HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON, FORSTJÓRI KB BANKA ���������������������������� ��������������������������� ������������������ H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag Sonurinn skírður Hektor Bergmann Bls. 28 Bls. 30-31 Friðrik Ómar Var feitur og lagður í einelti KATLA MARGRÉT STELPA Í PANIK Á NARÍUNUM DAGBLAÐIÐ VÍSIR 283. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 Helgarblað Elíza eyðirjólunum í London Gáfu jólagjafir sínar í þróunar- hjálp UNNUR STEINS Ingvi Rafn er með Garðar Gunnlaugs og Ásdís Rán Neitar að lifa í lyginni Bls. 37 Bls. 4 Bls. 32-33 Ólétt að Unni Birnu í Miss World alnæmi Unnur Steinsson er ásamt eiginmanni sínum Ás-geiri Ásgeirssyni stödd í borginni Sanya í Kína, þarsem hún styður við bakið á Unni Birnu dóttursinni, sem stígur á svið í Miss World-keppninni.Unnur segir okkur allt af létta í Helgarblaði DV. Bls58 Bls53 Stóð við bakið á dóttur sinni í Kína ásamt nýja eiginmanninum ? UNNUR STEINS ÓLÉTT AÐ UNNI BIRNU Í MISS WORLD helgar augl 9.12.2005 21:00 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.