Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 8
8 10. desember 2005 LAUGARDAGUR ������������ �������������� �������������� ���������������� ��������������������������� ������������ �������� ��� ������������������������ ����� �������������� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ������������������������������� ���������� ������������ �������������� ������������������ Bretti, skór, bindingar 20% pakkaafsláttur SAMGÖNGUR Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekkert í frumvarpi til laga um ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands sem skilyrði framlag til Sunda- brautar við svonefnda innri leið. Þetta kom fram í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að verja alls átta milljörðum af símafénu í fyrri áfanga Sundabrautar á árun- um 2007 til 2010. „Það stendur hvergi í þessu frumvarpi að þessi leið sé skil- yrt... Það hafa hins vegar ákveðn- ir aðilar kosið að túlka það með þeim hætti – af hverju veit ég ekki – að það væri skilyrt í þessu frum- varpi að þessi leið yrði farin nán- ast óbreytt,“ sagði Halldór. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi R-listans, fór fram á það á dögunum að ríkið hyrfi frá því að skilyrða framlagið við innri leiðina. Forsætisráðherra sagði í umræðunum að upphæðin tæki mið af tillögu Vegagerðarinnar en hún væri bundin lögum um að velja ávallt hagkvæmustu leið. „Lesa má ýmislegt út úr því. Langtímasjónarmið geta ráðið ferð,“ sagði Halldór. Stjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu yfirlýsingu forsætisráð- herra og tóku undir það að fram- kvæmdirnar þyldu litla bið. - jh SUNDABRAUT Átta milljarðar af Símapen- ingum eru ekki skilyrtir við svonefnda innri leið. Sundabraut rædd á Alþingi í tengslum við ráðstöfun söluandvirðis Símans: Sundabrautarfé ekki skilyrt MENNTAMÁL Nær fimmta hverjum umsækjanda um skólavist í Háskól- anum á Akureyri var vísað frá í haust, 127 af 552 umsækjendum. Þetta kemur fram í svari mennta- málaráðherra við fyrirspurn Björg- vins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Kennaraháskólinn hafnaði 690 umsóknum af 1.071 í grunnnám og 124 af 324 í framhaldsnám. Háskóli Íslands hafnaði 48 umsóknum og alls fengu því um 1.000 umsækj- endur ekki skólavist. Björgvin telur að vegna fjár- skorts sé verið að reisa þröskulda, einkum fyrir fullorðið fólk, sem hefja vill nám á háskólastigi. - jh Takmarkanir í háskólunum: Hafna þúsund umsóknum VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir nýútkomin bók Bryndís-ar Jónu Magnúsdóttir? 2 Hver er hagnaður ríkissjóðs? 3 Með hverjum gat Atli Eðvaldsson ekki starfað innan Þróttar? SVÖRIN Á SIÐU 62 LÖGREGLUMÁL Tæplega 300 grömm af fíkniefnum, tvær byssur og tveir lifandi snákar fundust í íbúð á höfuðborgarsvæðinu í fyrra- kvöld, þegar öflug sveit lögreglu- manna gerði húsleit þar. Tveir menn um þrítugt hafa játað við yfirheyrslur að eiga efnin, byss- urnar og snákana og telst málið upplýst. Þeir báru að efnin hefðu þeir ætlað til eigin nota. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi reynd- ist megnið af fíkniefnunum vera hass, en talið er að hluti þeirra hafi verið amfetamín. Mennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Þeim var sleppt að því búnu. þeir voru einir í íbúðinni þegar þeir voru hand- teknir. Við húsleitina naut lögreglan í Kópavogi aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, fíkniefna- lögreglumanns frá lögreglunni í Hafnarfirði og fíkniefnaleitar- hunds frá Tollgæslunni. Byssurnar sem lögreglan fann í íbúðinni reyndust vera gasknúin skammbyssa og loftknúin skamm- byssa, ásamt skotfærum. Hinir handteknu vildu við yfir- heyrslur ekki tilgreina hvar þeir hefðu fengið snákana. Þeir sögðu aðeins að þeim hefðu áskotnast þeir. Ljóst er að dýrunum hefur verið smyglað til landsins, en mennirnir kváðust hafa átt þá í nokkur ár. Þeir voru aflífaðir síð- degis í gær af dýralækni á Keld- um. jss@frettabladid.is SNÁKARNIR Tveir rúmlega metra langir snákar lúrðu í sérstökum helli í búri sínu þegar ljósmyndari smellti af þeim mynd í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fundu eiturlyf, snáka og vopn Sveit lögreglumanna, auk fíkniefnaleitarhunds frá Tollgæslunni, fann mikið magn fíkniefna, tvær skammbyssur og tvo snáka við húsleit í fyrrakvöld. MENNTAMÁL Mikill munur er á milli áranna 2000 og 2004 þegar skoðað er hvort framhaldsskóla- nemendur hyggja á nám á háskólastigi. Mun fleiri nemar sem spurð- ir voru árið 2004 ætla í nám á háskólastigi en þeir sem spurðir voru árið 2000. Árið 2000 svöruðu rúm 33 prósent nema á höfuð- borgarsvæðinu að það væri mjög eða frekar líklegt að þeir ætluðu í frekara nám að framhaldsskóla loknum. Árið 2004 svöruðu tæp 64 prósent framhaldsskólanema að þeir teldu mjög eða frekar líklegt að þeir færu í háskólanám. Þetta kemur fram í rannsókninni „Ungt fólk 2004“ sem menntamálaráðu- neytið kynnti í gær. Í rannsókninni kemur meðal annars líka fram að þeir sem reykja daglega eru líklegri en þeir sem reykja ekki til að vera óánægðir með námsárangur sinn. Rannsóknarmiðstöðin Rann- sóknir og greining vann að rann- sókninni fyrir menntamálaráðu- neytið og hefur hún staðið frá árinu 1999. Í rannsókninni var ýmislegt kannað sem viðkemur menntun, menningu, tómstund- um, íþróttaiðkun og framtíðar- sýn íslenskra ungmenna í fram- haldsskólum landsins. - sk Niðurstaða rannsóknar um ungt fólk : Fleiri ætla í háskólanám FRAMHALDSSKÓLANEMAR Stórt hlutfall þeirra hyggur á háskólanám að framhalds- skóla loknum. Klæðnaður nemanna á myndinni ku ekki vera hefðbundinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.