Fréttablaðið - 10.12.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 10.12.2005, Síða 4
4 10. desember 2005 LAUGARDAGUR 20% afsláttur af öllum teppum til jóla Hafnarstræti 19 Sími 551 1122 BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sem nú gegn- ir formennskunni í Evrópusam- bandinu, ráðfærði sig við leiðtoga hinna ESB-ríkjanna í gær um þau mál sem til stendur að útkljá á leiðtogafundi í næstu viku. Mjög er þrýst á Blair að endurskoða tillögu Breta að fjárhagsáætlun sambandsins fyrir tímabilið 2007- 2013, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklum niðurskurði í útgjöldum sambandsins, þar með talið í styrki til fátækustu ríkj- anna innan þess. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti sagði á fimmtudag að tillagan væri algerlega óviðunandi. Við- líka óánægju gætti meðal margra annarra ESB-leiðtoga. - aa Blair undirbýr leiðtogafund: Fjárlagadeila enn í hnút ÓSAMMÁLA BLAIR Hollenski forsætisráð- herrann Jan Peter Balkenende kveður Blair fyrir utan Downing-stræti 10 á fimmtu- dagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÓLLAND, AP Pólland var aðalmið- stöð leynifangelsa CIA í Evrópu, þar sem meintir hryðjuverka- menn voru hafðir í haldi á laun. Þetta fullyrti talsmaður Mann- réttindavaktarinnar (Human Rights Watch) í gær. Talsmenn pólskra stjórnvalda halda hins vegar fast við að hafa hvergi komið við sögu. Marc Garlasco, reyndur hern- aðarmálasérfræðingur Mann- réttindavaktarinnar, tjáði pólska dagblaðinu Gazeta Wyborcza að samtökin hefðu undir höndum gögn sem staðfestu það sem þau segðu um hlut Póllands í málinu. Gögnin sýndu einnig að Rúmenía hefði þjónað sem eins konar skiptistöð fyrir leynilega fanga- flutninga CIA. „Í Póllandi voru aðalyfir- heyrslustöðvarnar og Rúmenía var meira eins og skiptistöð,“ hefur blaðið eftir Garlasco. „Þetta er það sem heimildarmenn okkar innan CIA tjá okkur og það sem við lesum út úr gögnum sem við höfum komist yfir.“ Fyrr í vikunni fullyrti Aleks- ander Kwasniewski, fráfarandi Póllandsforseti, að það væru „engin slík fangelsi eða fangar á pólskri grundu“. Áður hafði hann sagt að svo hefði aldrei verið. - aa Mannréttindavaktin um meint leynifangelsi CIA í Evrópu: Pólland helsta miðstöðin ALEKSANDER KWASNIEWSKI Fráfarandi Póllandsforseti segir engin leynifangelsi í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 9.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur USD 64,02 64,32 Sterlingspund GBP 111,97 112,51 Evra EUR 74,43 75,85 Dönsk króna DKK 10,12 10,18 Norsk króna NOK 9,52 9,57 Sænsk króna SEK 8,017 8,063 Japanskt jen JPY 0,5338 0,537 SDR 91,21 92,75 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,55 SVÍÞJÓÐ Laila Freivalds, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, er sögð íhuga alvarlega að segja af sér embætti. Hún þótti standa sig illa eftir flóð- bylgjuna í Indlandshafi í fyrra og var harðlega gagnrýnd í úttekt sænsku ríkisstjórnarinnar. Freivalds gagnrýndi nýlega ferðaskrifstofur fyrir að hafa losað sig undan ábyrgð á ferðamönnun- um. Á fréttavef DN kom fram að ferðaskrifstofurnar hefðu sagt upp samningum við þá að ráðum utan- ríkisráðuneytisins. Ef það hafði ekki gerst hefðu ferðamennirnir ekki verið fastir á flóðasvæðunum og komist heim fyrir brottfarardag samkvæmt flugmiða. - ghs Utanríkisráðherra Svíþjóðar: Freivalds gæti stigið úr stóli BAUGSMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur öðru sinni sett Sigurð Tómas Magnússon sérstakan saksóknara í Baugs- málinu með það fyrir augum að taka af allan vafa um formlega stöðu hans til að fara með þann hluta málsins sem enn er rekin fyrir dómstólum. Með formlegum bréfaskriftum í vikunni skilaði Sigurður umboði sínu til ríkislögreglustjóra. Eftir það var ferlið endurtekið með formlegum hætti; Bogi Nilsson ríkissaksóknari tók við málinu á nýjan leik, sagði sig síðan frá því sökum vanhæfis og dómsmála- ráðherra skipaði Sigurð Tómas á nýja leik með bréfi dagsettu 8. desember. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gerðu verjendur sakborninga kröfu um að ákæruliðirnir átta, sem til meðferðar eru, yrðu felld- ir niður þar eð vafi hefði leikið á því að Sigurður Tómas hefði verið rétt skipaður saksóknari í málinu þegar það var tekið fyrir í nóvem- ber síðastliðnum. Líta bæri svo á að enginn hefði mætt fyrir hönd ákæruvaldsins í réttinum og um ítrekaða útivist svonefnda hefði verið að ræða. Verjendur telja einnig að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sé vanhæfur til þess að skipa saksóknara í málinu og krefj- ast úrskurðar réttarins um hæfi hans. Loks telja verjendur að óheim- ilt sé að flytja rekstur málsins milli embætta í miðjum klíðum og vísa til þess að Ríkislögreglu- stjóri hafi verið búinn að gefa út ákærur þegar málið var flutt milli embætta. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, mótmælti því að ákærandi hefði í raun ekki verið til staðar í málflutningi í nóvember og útilokað væri að komast að því að ákærandi hafi ekki verið viðstaddur meðferð málsins oftar en einu sinni. Sagði hann það réttarfarslega afskræm- ingu að telja engan bæran til þess að taka stöðu ákæranda í málinu. Sækjandi og verjendurnir hafa áður lýst því að nauðsynlegt sé að skera úr um hæfi dómsmálaráð- herra til þess að setja saksóknara í Baugsmálinu. Búast má við að héraðsdómur dæmi í málinu strax eftir helgi. johannh@frettabladid.is SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SETTUR SAKSÓKNARI Sigurður segir það réttarfars- lega afskræmingu að telja engan bæran til þess að taka stöðu ákæranda í málinu. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Í GÆR Sigurður Tómas saksóknari og Gestur Jónsson, verjandi í Baugsmáli, ræðast við. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. Krefjast niðurfell- ingar Baugsmálsins Sigurður Tómas Magnússon hefur verið settur saksóknari í Baugsmálinu öðru sinni. Verjendur í málinu telja engu að síður að hann hafi ekki verið gildur sak- sóknari í málinu á fyrra stigi og krefjast niðurfellingar þess. Keyrt á konu í Hafnarfirði Bíl var ekið á fullorðna konu á bílaplaninu við Samkaup í Hafnarfirði í gær. Konan, sem býr í þjónustuíbúðum aldraðra á Miðvangi, var á gangi eftir bílaplaninu þegar bílnum var ekið á hana. Konan hlaut minniháttar áverka. Hálka á höfuðborgarsvæðinu Þrjú minniháttar umferðaróhöpp urðu í Hafnarfirði í gær. Ökumaður slasaðist lít- illega í einum árekstranna. Aðrir sluppu ómeiddir en skemmdir urðu á bílunum. Þá urðu engin slys á fólki í þriggja bíla árekstri á Miklubraut síðdegis í gær. LÖGREGLUFRÉTTIR Mótmæli aldraðra og öryrkja: Sagt í göngunni Haraldur Ólafsson „Við erum að bera yfirvöldum þau skilaboð að við viljum betri kjör. Við búum við mjög slæm kjör. Yfirvöld verða því að hækka launin okkar öryrkja. Við höfum dregist aftur úr og erum örugglega fimmtán árum á eftir öðrum í þessum efnum. Svo verður það bara að koma í ljós hvort þeir hlusta á okkur.“ Guðni Ágústsson „Við í ríkisstjórninni hlustum á fólkið hér eins og annars staðar. Það kom einnig vel fram í máli forsætisráð- herra á Alþingi í dag. Við viljum líka bæta kjör allra Íslendinga og þá eru öryrkjar og eldri borgarar engin undantekning. Við þurfum auðvitað að bæta kjör þeirra sem minnst hafa, það er okkar verkefni.“ Guðbjörg Ásmundsdóttir „Við viljum segja yfir- völdum að þetta dugi ekki svona lengur, við verðum að fá mann- sæmandi kjör eins og aðrir. Á þetta að vera eitt samfélag? Eða eiga einhverjir að vera útundan? Gangan gekk vel, við erum fjölmennur hópur og það getur ekki annað verið en yfirvöld taki þessi sterku skilaboð okkar alvarlega.“ Axel B. Björnsson „Ríkisstjórnin er búin að hafa af okkur öryrkjum og eldri borgurum yfir 40 milljarða síðan 1995 og við viljum bara fá þessa peninga til baka. Við viljum betri kjör fyrir aldraða og öryrkja, við eigum það bara skilið. Svo verður það bara að koma í ljós hvort þeir eru menn til að hlusta á okkur og gangast við þessu eða hvort þeir eru bara skræfur. Ef þeir hlusta ekki á okkur er bara spurning hvað gerist um næstu kosningar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.