Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 8
75 ára Zophónías Stefánsson bóndi og hreppstjóri Mýrum í Skriðdal Zóphónias Stefánsson hreppstjóri Mýr- um varð sjötiu og fimm ára þann 28/11 siðastliðinn. Hann er fæddur á Viöilæk i Skriðdal 28/11 1905. Fluttist með foreldr- um sinum tveggja ára gamall að Mýrum i sömu sveit og hefur átt þar heima sfðan. Foreldrar hans voru þau merku hjón Stefán Þdrarinsson og Jónina Einars- dóttir. Stefán var bófræöingur frá Eiðum. Hann hóf biískap um aldamót. Varð hann brátt mikill framámaður i bUskap. Hvatti bændur til að slétta tUnin og stækka. sami stórhugur var i honum með bygg- ingu steinhUss sem hann hóf byggingu á 1916, sem var ibUðarhús og einnig fyrir hey og alla gripi. Þetta stóra hUs stendur enn og er notað fyrir hey og gripi. Hefur verið endurbætt. Stefán var mikill félagsmálamaður. Hann átti sæti I hreppsnefnd uns hann gaf ekki kost á sér lengur. Hreppstjóri var hann til dauðadags, sýslunefndarmaöur lengi og átti sæti i stjórn bUnaðarfélags Skriðdæla. Mörgum fleiri störfum gegndi Stefán,var sæmdur riddarakrossi hinnar lslensku Fálkaoröu. Stefán lést 1951. Þau Stefán og Jónina eignuðust 9 börn sem komust til fullorðinsára, sjö synir og tvær dætur. ErunU þrjú látin. Zóphónias missti móður sina 12 ára gamall. ólst upp með föður sinum og siðari konu hans, Ingifinnu Jónsdóttur. Zóphóni'as á fimm hálfsystkini. Allur þessi stórisystkinahópur er greindar fólk, vel menntað og hefur gegnt margvisleg- um störfum i þjóðfélaginu. Zóphóni'as stundaði nám i Alþýðuskól- anum á Laugum I tvo vetur. Eftir það var hann barnakennari hér i sveitinni og viöar, en vann heima á sumrin. Hann fór lika á nokkrar vertiöar til Vestmanna- eyja. Arið 1936stofnaöi Zóphónias nýbýli i landi Mýrar, sem hlaut nafnið BrUn. Sama ár byggðihann IbUöarhUs, og næstu ár gripahUs, heyhlöðu og votheys- geymslu. Samhliða hóf hann mikiar rækt- unarframkvæmdir, vélvæddi, fyrst meö hestaverkfærum og siðar vélknunum. Hafðialltaf næghey og alla gripi kópalda. Zópónias er með allra duglegustu mönnum sem ég þekki. Alltaf sama kappið, að hvaða verki sem hann gekk, hvort heldur hann var að vinna við sitt bU, eða að hjálpa nágrönnunum. Zóphónias er félagslyndur og tillögu- góður. Hann gekk ungur I ungmannafélag Skriðdæla, sem starfaði þá af miklum á- huga. Tók hann virkan þátt i þeim félags- skap um langt árabil, og var i stjórn þess. Sfðan hldöust á hann margskonar störf fyrir sveitina. Hann átti sæti i hrepps- nefnd um langt árabil, uns hann gaf ekki kost á sér lengur. Hreppstjóri varð hann eftir föður sinn og er það enn. Hann var lengi i stjórn bdnaðarfélagsins og formað- ur, deildarstjóri Skriðdalsdeildar K.H.B. og formaður sóknarnefndar. Mörgum fleiri störfum hefur hann gengt þó ekki verði talin hér. öllum störfum gegndi hann af áhuga og alUð. Zóphóni'as hefur alltaf verið samvinnu- maður og framsóknarmaður. Hefur framsóknarflokkurinn átt þar traustan stuðningsmann. Við Zóphónias höfum verið nágrannar, svo að segja alla okkar bUskapartið, sem eru rösk 40 ár. Betri nágranna er vart hægt að hugsa sér. Alltaf sama glaða og ljUfmannlega viðmótið, og greiðasemin alveg einstök. Maður var varla bUinn að bera upp erindið, er hann var kominn með svarið: Já, það er alveg sjálfsagt. Svona svör og viðmót gleymast aldrei. 1 afréttar göngum smalaði hann venju- lega lengsta og erfiðasta stykkið, og varð manna glaðastur er komið var á áfanga- stað að kveldi. Kona Zóphóniasar er Ingibjörg Einars- dóttir frá Geitadal. Eiga þau fjögur upp- komin börn. Hafa þau hjón nU látið jörð og bU til tveggja barna sinna og tengda - sonar fyrir nokkrum árum. Þó Zóphónias sé hættur bUskap hefur hann ekki sest i helgan stein. Hann gegnir ýmsum opinberum störfum, og tekur hendi til við heimilisstörfin eftir þvi sem þörf krefur. Við hjóninóskum Zóphóniasi, eiginkonu hans og fjölskyldu hjartanlega til ham- ingju á þessum merku timamótum. Stefán Bjarnason, Flögu- Magnús Stefánsson MagnUs Stefánsson, Týsgötu 3, Reykjavik, andaðist á Borgarspitalnum. þ. 14. jan. sl. 73ja ára að aldri. Útför hans var gerð f rá Dómkirkjunni 22. sama mán- aöar að viðstöddu fjölmenni. Sr. Óskar J. Þorláksson jarðsöng. MagnUs var fæddur aö Viðilæk I Skriö- dal, Suður-MUlasýslu, 19. marz 1907 en þá 8 um vorið fluttist hann með foreldrum sin- um að Mýrum I sömu sveit. Faðir hans var Stefán hreppstjóri Þorarinsson, Sveinsonar bónda á Randversstöðum I Breiðdal, en Þórarinn var bróðir Bjarna i Viðfirði, föður doktor Björns. — Móðir hans var Jónina Salný Einarsdóttir, öla- sonar pósts, sem var bróðir Jóns á Útnyröingsstööum, föður Þorsteins M- Skólastjóra og bókaUtgefenda. Um f°r' eldra MagnUsar reit Friðrik Jónsson a Þorvaldsstöðum svo i búnaðarritið Frey 1952. „Stefán var um langt árabil vinsæll forystumaöur i málefnum sveitar sinnar, viðsýnn umbótamaður og langt á undan Framhald ó 7. si&u. Islendingaþeettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.