Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 5
biisett i'Keflavík og ég, sem þetta rita, bjó Þar einnig lengst af, en flutti hingaö til ^eykjavikur, fyrir nærfellt einum áratug. Þorkell andaðist 22. nóv. 1968, i Kefla- Vl'k. Kallið kom fyrirvaralaust, er hann Var aö störfum við timburstöflun, hjá Kaupfglagi Suðurnesja. Sem barn sinnar tiðar, fór hann sr>emma að vinna og var þvi vel við hæfi, a& hinn sistarfandi maður fengi að kveðja ‘ifið á þennan hátt. Fyrrverandi sveitungi hans, Sigmundur Sigurðsson i Syðra-Langholti, tekur svo til °rða í minningargrein um föður minn: "Hann ólst upp við þrotlausa vinnu bæði á sJó og landi og var allsstaðar mjög eftir sóttur, vegna frábærs dugnaðar og aðlað- andi framkomu. Þorkell var með hæstu ó’ónnum að vexti á sinni tið, samsvaraði fór vel og var hið mesta karlmenni. Hann ,‘ði mjög fastmótaðar skoðanir, var ó^Jög raunsær og skilningsgóður á samtið 'na- Hann var alvörumaður með Saemmtilega kimnigáfu, mjöghjálpfús og ó^iðlaöi oft hollum ráðum af hyggindum Slnum og lifsreynslu, þeim er til hans ieituðu. Það var 0ft pbiandin ánægja og lær- órnsríkt að ræða við Þorkel um landbún- aömn, og svo var það einnig i siðasta sinn, er við áttum tal saman. Það var lika eins °8 þróttur og hlýja stöfuðu út frá honum, e8 fólki leið betur i návist hans” Og enn- reniur segir Sigmundur m.a. um dugnað °rkels og hagleik: ,,Þó verður mér engst i minni axlarhár grjótgarður, hlað- 1111 i jaðrinum á öllu Alftárhrauni. Þar rnorgum og stórum hraunhellum gánlega samanraðað af manna ^ódum með járnkarl og sleggju að hjálp- rækjum.” Siðar I sömu grein, kemst Pj. r*n sv° að orði: ,,Heimili þeirra Alftár- þe-na Var til stórrar fyrirmyndar, vegna Vatrj'ar frábæru snyrtimennsku, sem þar r óæði uti og inni. Þar sást aldrei neitt is|endingaþættir rusl eða hroði á húsa- eöa bæjarhlöðum, hver hlutur var á sinum stað og jafnóðum lagfært það, sem aflaga fór.” Ég læt svo þessum linum lokið. Margt fallegt gæti ég sagt um foreldra mina, en ég vona að hugur minn til þeirra komi fram i kvæðinu.sem ég gat um i upphafi, og fer hér á eftir. Upp úr húmsins hafi hefjast myndir skýrar, glæðast lit og ljóma lautir, holt og mýrar. Vakir æ mér innra ómur, tregabundinn. Hér er gull mitt grafið i gamla berskulundinn. Þegar kyljan kalda, knúin afli þungu, þeytir fönn i fylgsni fuglanna er sungu, langar oft i leyni lltið blóm að vaka. Oskum þrungið andvarp á sér leið til baka. Geng ég týndar götur, götur ljóss og friðar, örskammt annars vegar áin hljóölát niðar. Tær og fersk án fossa, frjáls um kunnar leiðir. Yfir hennar upptök aldrað hraunið breiðir. Leikur dátt i lofti lagvis flugnasveimur. Tibrá yfir teigum, — töfrum slunginn heimur! Einhver ómæld gleði inn að hjarta þrýstir, þegar lágt i lyngmó lif I hreiðri tistir. Andar þeyrinn þýður, þerrar dögg af kjarri. Heilög jörð og helgi, heimsins glaumi fjarri! Flúrast laut i leyni, lukt I hraunið inni, þar sem björk og burkni bundú ævikynni. Fagra blóm. í fylling fagnandi þú teygar árdagssólarylinn unaðsþrungnar veigar! Njóttu h'fsins náðar, naumt er skammtaö gengi. Senn mun húmdökkt haustið hreyfa kalda strengi. Hljótt i muna minum minningarnar bærast, auðlegð æskustunda, — allt, sem mér var kærast. Hér er vitt til veggja, vart þó taldi sporin faðir minn I ferðum fjárhirðis á vorin. Árla reis og unni allifs gróðri smáum, lömbum jafnt sem litlum litilsvirtum stráum. Að veita lið og verma, var hans aðalsmerki. Með starfsins gullnu gleði gekk að hverju verki. Hugarstyrk og hrjúfa hönd, er gott að muna. Fannst mér, barni, fengur hjá föður minum una. Hversdagsmannsins mæta, minning geymist lengi, sem i hógværð hylur harma sina og gengi. Hlýtt var heima i ranni, við húsfreyjunnar loga. Ollum þreyttum athvarf undir friðarboga. Söngur hennar seiddi sólargeisla i bæinn. Kvæði og stökur kenndi kaldan vetrardaginn. Þá ég móður minnar mynd úr fjarlægð kalla, sé ég blóm og bjarkir bylgjast, risa og falla. Gengur hún um garöinn, gróðurmáttinn skilur. Orfoksrætur aumar aftur moldu hylur. Heimilið var hennar helgi griðastaður. Blys af gleði báru börn og eiginmaður. Samræmd heild I sefa sólskinsævi bjarta, þar sem allar æðar áttu sama hjarta. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.