Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 6
Sólveig Árnadóttir f. 20.11 1918 d' 28-*l 1980. Sólveig Arnadóttir lést á Landsspital- anum aðfaranótt, 28. nóv. 1980, eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm s.l. þrjú ár. Hún var fædd i Reykjavik, 20. nóvember 1918. Foreldrar hennar voru Arni Jónsson, járnsteypumeistari af Vik- ingslækjarætt, f. á Eyrarbakka og Soffia Magnea Jóhannesdóttir, eiginkona hans af Deildartunguætt, f. á Skriðufelli i Gnúpverjahreppi Arnessýslu. Arni lést að kvöldi 65 ára hjúskaparafmælis þeirra þ. 9. mai 1979 91 árs aö aldri en Soffia Magn ea lést þ. 4. júni s.l. 84 ára. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap i Reykjavik. Veiga, eins og við kölluðum hana daglega var næstelst 7 systkina en þau voru: Ólafur búsettur i Reykjavik — Margrét f. 1928 dáin 1929 — Jón f. 1931 bú- settur í Kanada — Jóhannes f. 1932 dáinn 1971 — Margrét f. 1934 búsett i Reykjavik og Orn f. 1938 búsettur i Kanada. Veiga giftist ekki og eignaðist engin börn. Hún bjó með foreldrum sinum á meðan þau lifðu og reyndist þeim eins vel og hægt er að hugsa sér. Hún varð fyrir þvi áfalli að veikjast af brjósthimnubólgu innan við tvftugs aldur og var að dvelja til læknismeðferðar á Landsspit ala og Vifilsstaöaspitala um nokkurn tlma. Veiga hefur alla tið verið trúföst og lifsglöð og veit að það heiur hjálpað henni Likt og ljúfur draumur liðu bersku árin. Oft þó hallir hryndu, hurfu í brosi tárin. Með leik og starfi lærðist að leysa nokkurn vanda, fást við þrautir flestar fullorðinna handa. Man ég aldna ömmu, eina á rúmi sfnu sitja við að semja sokk úr bandi finu. Lúin bæði og lotin, frá lífsferöinni ströngu. •Eftir þrældóms ævi, að enda sína göngu. Þegar börö og bæir byrgðust hrfðarmuggu, átti amma vísu um ofurlitla duggu. Kveikti ljós á lampa, lagði á eldinn brenni. að sigrast á þessum hættulega sjúkdómi sem brjósthimmnubólga var i þá daga. Þá veit ég að umönnun hennar elskulegu móður eftir spitalavistina heíur hjálpað henni og kannski ráðið úrslitum um, að hún næöi heilsunni aftur. Það er áreiðan- lega mikil lifsreynsla aö veikjast alvar- lega á þvi aldursskeiði og veit enginn Margar geymdi minjar mótað hrukkum enni. Orhratt áfram þjóta óteljandi myndir brosglit bjartra daga, brek og drýgðar syndir. Mótun mannlifsþátta, merlar gengin saga. Treguð árin týndu, til sfn hug minn draga. Hylur höfug moldin horfna vini, dána. Yfir mætri minning muna dreg ég fána. Vaki sól og vermist vaxtarsprotar nýir. Gefist enn sem áður auðnudagar hlýir. Lóa Þorkelsdóttir. nema sá sem reynir, hvaða spor liggja eftir. Eftir að Veiga náði heilsunni aftur þá gerði hún saumaskap að ævistarfi sinu og vann á saumstofu undirfatagerðarinnar Artemis á meðan henni entust kraftar, eða hátt I 40 ár. Veiga vann öll sin störf af frábærri vandvirkni og samviskusemi og veit ég að vinnuveitendur hennar kunnu vel að meta hennar góðu eiginleika, þvi á milli hennar og þeirra var mikil vinátta og trúnaðartraust. Veiga hafði mikið yndi af hannyrðum og lestri góðra bóka. Hún hafði mikla ánægju af söng og góðri tónlist og lét hún oft eftir sér að sækja tónleikahald. Ennfremur var hún gefin íyrir ferðalög og var svo lánsöm að geta veitt sér það. Veiga flikaði ekki tilfinningum sinum og var i eðli sinu nægjusöm og ákaflega þakklát þeim sem eitthvaðgerðu fyrir hana. Hún var ákveð- in i skoðunum og sagði sina meiningu þegar hún taldi það við eiga. Veiga lét sér annt um fjölskyldu sina og vinafólk og voru ófá spor hennar til þess að gera þeim gott. Á milli hennar og Mar- grétar systur hennar var ætið mikill kær- leikur. Þegar Margrét giftist og stofnaði sitt eigið heimili, var eldri systirin ætið boðin og búin til að létta undir með henni. F'yrir þetta og margt margt fleira stönd- um við hjónin og börn okkar i óendanlega mikilli þakkarskuld við hana. Hún bar inn á heimilið hlýju og gleði sem okkur er mikils virði. Okkar fyrsta barnabarn var skirt i höfuöiö á ömmusystur sinni og voru þ®r nöfnur i miklu dálæti hvor hjá annarri. Skarðernú fyrir skildi minnar kærumág- konu. Það sæti verður vandfyllt, en minn- ingin um góða konu lifir. „Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt”. Útför Sólveigar fer fram frá Frikirkj- unni i Reykjavik i dag, föstudag, 5. des. 1980, kl. 13:30. Blessuö sé minning hennar. GIsli Guðmundsson. 6 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.