Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 7
Dagmar Helgadóttir Fædd 15. júnl 1914 Dáin 10. októbcr 1980. Dauðinn kemur okkur ávallt á óvart og i opna skjöldu. Jafnvel þó að okkur gruni návist hans, lifir vonin um að hinn beiski bikar verði frá okkur tekinn, uns hið mikla kall kveður við. begar mér barst andlátsfregn vin- og nágrannakonu minnar til fjarlægrar strandar, urðu mér þessi sannindi ljós. Ég hafði kvatt hana áður en ég fór og þá lét hún i ljós þá ósk að baráttan við hinn orfiða og kvalafulla sjúkdóm færi að taka enda. Hún gerði sér vel 1 jóst að hverju dró °g tók þvi með þviliku æðruleysi að það hlaut að vskja undrun og aðdáun þeirra sem til hennar komu. Þetta var rikur Þáttur i fari hennar, en ekki siður hitt hversu henni var annt um allt sem fagurt var og þurfti á umhirðu og nærgætni að halda. Þessir eðlisþættir hennar komu hest fram i umhirðu og umhyggju fyrir fjölskyldu og heimili og ekki sist garðin- úna hennar, þar sem hún hlúði að hverjum sprota og hverju blómi svo að það gæti notið sólar og sumars Sem best. Þannig birtist lifsviðhorfið jafnt i þvi smáa sem hinu stóra. Henni var annt um hvert það blóm sem á vegi hennar varð. Hún kom þráfaldlega til min til að lita á blómin og geffc góð og nærfærin ráð um meðferð þeirra og umhirðu. Ég veit ekki til þess að hún hafi lagt stund á það sem kallað er fagrar listir, en hæfileikar sona hennar bera þess vott að eitthvert sækja þeir list- gáfu sina og fegurðarskyn, en slikar náðargáfur fengu ekki notið sin vegna óbliðra vaxtarskilyrða sem löngum hafa verið hlutskipti islensks alþýðufólks. Kynni okkar hófust þegar við urðum ná- grannar hérna i Hamrahliðinni. Blómin i garðinum hennar urðu til þess að færa okkur nær hvor annarri og treysta vináttu, okkar sem óx i áranna rás likt og trén og runnarnir sem hún fór varfærnum hönd- um um. Nú standa þeir laufvana og verða að þola frost og hriðar vetrarins og aldrei framar mun hin nærfærna hönd hirða um vöxt þeirra og hlúa að þeim. Hið sama á við um eiginmannog syni, vini og alla þá sem kynntust henni. Eftir lifir minningin um mikilhæfa húsfreyju og móður og við hin getum tekið okkur i munn orð skálds- ins sem kvað: ,,Þá eik i stormi hrynur háa hamra þvi beltin skýra frá en þá fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má: en angan horfin innir fyrst urtabyggðin hvörs hefir misst.” B.Th. Drifa Garðarsdóttir. O Magnús Stefánsson öllum þorra bænda á mörgum sviðum. Kona hans Jónia var hinn mesti kven- k°stur, tápmikil og framsækin og manni sinum samhent um flesta hluti. Heimili Þoirra á Mýrum var viðfrægt fyrir gest- risni og myndarskap.” Magnús missti móður sina er hann var «u ára gamall. Foreldrar hans höfðu þá e>gnast 10 börn i nit ján ára sambúð er öll komust upp nema yngsta barnið, sem dó úokkurra vikna gamalt. Af þeim lifa 5 i bag. Arið 1921 kvæntist Stefán íaðir hans Seinni konu sinni Ingifinnu Jónsdóttur, kennara frá Vaði og eignuðust þau 5 börn, Sern öll eru á lifi. 1 þessum stóra systkina- "ápi ólst Magnús upp við margvisleg störf ÞVl faðir hans stóð alltaf i stórfram- 'wæmdum við byggingar og ræktun og oórnin tóku þátt i þeirri vinnu jafnóðum °g þau komust á legg. Arið 1927 hdf Magnús nám i Samvinnu- skólanum og Utskrifaðist þaðan 1929, en Þá utn vorið ræður hann sig til Kaupfélags ttóraðsbúa á Reyðarfirði. Vann hann þar Jú a. við að keyra vörur til bænda uppi á óraði og eignaðist þar marga vini enda '/ar hann mjög greiðvikinn og ábyggi- egur, bess geta a{) Magnús mun hafa orðið fyrstur til aö aka bil frá Reyðarfiröi ú Reykjavikur áður en vegur var kominn ^ lr Möðrudalsöræfi. Áriö 1938 flytur Magnús til Reykjavikur 'slendingaþættir og ler fljótlega að vinna hjá KRON, var uíp tima Utibússtjóri þess i Hafnarfirði. Hann starfaði siðan um nokkurt skeið hjá Mjólkursamsölunni unz hann réöi sig til skrifstofustarfa hjá ATVR, þar sem hann starfaði siðan, meöan aldur leyfði, aö undanskildu árinu 1955 er hann dvaldi við störf í Kanada ásamt konu sinni og dóttur. MagnUs kvæntist árið 1945 eftirlifandi konu sinni Lovísu Guðlaugsdóttur ættaðri frá Siglufirði, mestu myndarkonu. Lovisa lærði kjólasaum i Reykjavik og siðan Kaupmannahöfn og hafði um nokkurra ára skeið rekið saumastofu og kjóla- verslun i Reykjavik. Þau eignuðust eina dóttur Sigrúnu, sem reyndist þeim mikil uppspretta gleði og ánægju, enda hvers manns hugljUfi sem henni kynnist. Siðast- liðin ár hefur Sigrún starfað á vegum utanrikisþjónustunnar, fyrst 2 ár i Moskvu en er nú hjá fastanefnd tslands hjá Sameinuðu Þjóðunum i New York. MagnUs unni sveitinni af alhug. Arið 1969 keypti hann land og byggði með eigin höndum sumarbUstað að S-Reykjum i Grimsnesi og átti hann þar ótaldar ánægjustundir með fjölskyldu sinni við ræktun matjurta og gróðursetningu trjá- plantna. MagnUs var mikill félags- og samvinnu- maður. Hann var glaðvær og alúðlegur i viðmóti og þvi vinamargur. Hjónaband hans var farsæit og naut hann ástrikis konu sinnar og dóttur i daglegu lifi og sjálfur var hann umhyggjusamur og ljúf- ur heimilisfaðir. Þau hjónin bjuggu sér fallegt og friðsælt heimili, sem alltaf var jafn ánægjulegtheim að sækja, enda gest- kvæmt hjá þeim. Fjölskylda min vottar eiginkonu og dóttur Magnúsar innilega hluttekningu og samúð. Blessuð sé minning hans. Þórarinn Stefánsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.