Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 2
Aldarminning Hjónin Magnús Magnússon Sigríður Hróbj artsdóttir Hinn 4. febriiar 1981 eru 100 ár liðin frá fæðingu Magnúsar Magnússonar, er lengi bjó að Hvítingavegi 10 i Vestmannaeyjum og viðar. Hann var fæddur að Norður- Búðarhólshjáleigu í Landeyjum. Foreldr- ar hans voru Magnús Magnússon bóndi að Norður-Búðarhólshjáleigu Magnússonar bónda þar og kona hans Jórunn Sigurðar- dóttir frá Kúfhóli í Landeyjum. Þau eignuðust saman þrjú börn sem öll náðu háum aldri og varð það hlutskipti þeirra allra að flytjast til Vestmannaeyja og ilendast þar. Systur hans voru: Guðrún sem i fjölda ára var starfandi á heimilinu að Svalbarða i Vestmannaeyjum. Hún giftist aldrei. Guðný siðari kona hins mikia gáfumanns Högna Sigurðssonar i Vatnsdal. Magnús ólst upp hjá föður sin- um og móður meðan hún lifði en hennar nautskammt, þvi hún lést frá börnunum kornungum. Stjúpur tvær gengu honum i móðurstað. Sú fyrri var Jóhanna Magnús- dóttir, ættuð frá Þorlákshöfn, en einnig hún andaðist frá barnahópnum ungum. Af hennar börnum náöi aðeins eitt barn há- um aldri, Kristin er bjó að Vallnatúni undir Eyjafjöllum, en fluttist siðar að Skógum. Sfðari stjúpa hans var Guðriður Pétursdóttir ættuð undan Eyjafjöllum. Hún kom inn á heimilið með tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Þórunni og Valgerði Gestsdætur. Þórunn bjó I fjölda ára á Eyrarbakka, en Valgerður bjó fyrst I Landeyjum og fluttist siðar til Vest- mannaeyja. Guðriður og Magnús eldri eignuðust saman eina dóttur Jórunni að nafni sem enn er á lifi og dvelst á elli heimilinu Lundi á Hellu. í mörg ár vann hún á sjúkraskýlinu á Stórólfshvoli en flutti siðar að Hellu og bjó þar. Sonurinn Magnús sem hér skal þó ræít um, ólst þvi hin siðari ár með föður sinum og fyrr- nefndri stjúpu. Vann hann að heimili þeirra þar til er hann giftist árið 1906. Þá urðu þáttaskil i llfi hans. Kona hans var Sigrfður Hróbjartsdóttir Péturssonar.frá Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Hróbjartur var bróöir Guöríðar stjúpu Magnúsar. Oddur frá Heiði var einnig bróðir þeirra. Sigriður var fædd 4. april 1882 að Eystra- Raufarfelli og var hún 5. barnið i rööinni af 12 börnum þeirra hjóna, Sólveigar Pálsdóttur og Hróbjartar Péturssonar. Flest börn þeirra náðu fullorðinsaldri. Hefur það verið ærið verkefni þessara hjóna að fæða og klæða þennan hóp. Þar var marga munna að metta og af þeim sökum má segja að Sigriður hafi vart slit- ið barnsskónum heima á bernskuheimili sinu. Um fjögurra ára aldur fer hún i fóstur til hjónanna að Selkoti Gróu og Tómasar er þar bjuggu. A þvi heimili var hún til 18 ára aldurs. Gekk hún þar að hverskonar vinnu eins og þá var tltt og vann bæði vel og dyggilega enda var hún afburða dug- leg. Sú kynslóð sem þá var að alast upp þekkti þvi ekki annað en skyldurækni og samviskusemi. Ungu hjónin hófu búskap að Norður- Búðarhólshjáleigu og bjuggu þar i fimm ár, alltþar tilþeim hugkvæmdist að leita á nýjar slóðir. Mjög var þá i tisku að fara til Vesturheims eins og alkunna er. Ef til yill var þetta ekki bara tiskufyrirbæri heldur einnig að neyðin knúði oft á um einhverjar úrbætur. Menn sáu þar f hill- ingum ,,gull og græna skóga”. Var þvi ekki óeðlilegt að fátækt fólk sem ekki sá fram á annað en strit og þrældóm langaði að freista gæfunnar og hasla sér völl á nýjum stað. Þannig var það með þessi ungu hjón . Þau seldu allt sitt og héldu af landi brott með þrjú ung börn, tvfbura á þriöja ári og ársgamalt barn. Þaö hefur þurft kjark og dug til að taka sig upp, halda af stað út I óvissuna snauð af öllu sem til þurfti nema kjarki og bjartsýni. Já, meira að segja málakunnáttan ekki annað en litil vasabók. Okkur nútimafólki finnst alveg fráleitt að leggja 1 svo mikið fyrirtæki sem flutning milli heimsálfa án þess að ráða yfir undirstöðuþekkingu á þeim tengilið sem málið hlýtur að vera. Liklega hefur ástandið 1 þessum efnum verið nokkuð likt hjá stórum hluta inn- flytjenda. Þau voru ákveðin að gefast ekki upp og yfirstiga alla erfiðleika. En ekki fór nú allt samkvæmt fyrirfram geröri áætlun. Til Englands komst fjöl- skyldan og fyrst fór þar fram læknis- skoðun sem gilda átti áður en inn i nýja landið kæmi. Ekki hefur islenska heil- brigðisþjónustan verið hátt skrifuð á er- lendum vettvangi á þeim tima fyrst hún mátti ekki hafa þessa þjónustu á hendi. Þar kváðust læknar finna smitandi sjúk- dóma i augum Magnúsar sem meinaði honum að halda ferðinni áfram. Aldrei bar á neinum augnsjúkdómi hjá honum hvorki fyrr né siðar, að þvl er hann taldi• Með fyrstu ferð héldu þau heimleiðis og kom skiptið til Austfjarðahafna. Magnús átti móðurbróðir á Norðfirði er Vigfús hét Sigurðsson og bjó á Hóli. Á hans ág®ta heimili voru þau það sumar og stundaði Magnús ýmiskonar vinnu en einkum þó smiðar sem hann gerði aö stórum hluta að ævistarfi sinu. Var æ siðan mikil vinátta milli þessara tveggja hjóna. Þegar haust- aði fóru Magnús og Sigriður til Reykja- vfkur og voru þar um tveggja ára skeið. Árið 1913 fluttust þau til Vestmannaeyja og áttu þar heima æ siðan. Þar stundaði hann allskyns vinnu allt frá húsbygginS' um til sjómennsku þegar svo bar undir- Hann smiðaði sér Ibúðarhús meðan hann bjó i kaupst aðnum, seldi það og keypti sér litinn skika sem að mestu voru óræktar- móar og tókst honum með dugnaði og eljú samfara annarri vinnu að breyta þeim 1 Islendingaþættif 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.