Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 5 gleymst í sögu eins og Eyrbyggjasögu, sem segir frá svo sönnum minningum, vegna þess að hún þurfti að vera langbesta sagan sem nokkru sinni hafði verið skrifuð? Ja, sagði sonurinn. Þú sérð það kannski ekki, en hinn duldi sannleikur um styrkinn er þarna enn. Hann er ósýnilegur þar til kemur að honum. Það kann að vera, sagði gamli maðurinn. Nú þegar ég man það, maður getur ómögu- lega séð allan styrk sænsku berserkjanna skýrt og greinilega vegna þess að þar stend- ur: „Þeir gengu berserksgang ok váru þá eigi í mannligu eðli, er þeir váru reiðir, ok fóru galnir sem hundar og óttuðust hvárki eld né járn, en hversdagliga váru þeir eigi illir viðureignar …“ Heldurðu að allir Svíar séu svona? spurði gamli maðurinn. Ég veit það ekki, sagði sonurinn. Ég þekki þá ekki. En kannski kemstu að því einhvern dag- inn, sagði gamli maðurinn. Þá sagði sonurinn: Hugsanlega. Við sjáum hvað setur. Ekki ég, sagði gamli maðurinn. Þá verð ég orðinn ósýnilegur en sýnilega dauður. 3. Maður situr við borð Maður situr við borð. Hann er greinilega ekki gamall. Hann virðist frekar ungur. Fyrir framan hann er ritvinnsluvél. Hann hreyfir fingurna. Hann hreyfir hugsanir sín- ar. Hann er að gera það sem við köllum að skrifa. Þessi maður þykist vita að lífið er ferli sem gerist milli fæðingar og dauða, dálítið eins og vín er eitthvað á milli vínberja og ediks. Og á meðan hann skrifar þetta finnst honum að bókmenntir gætu verið eitthvað á milli raunveruleika og óraunveruleika. Hann þykist líka vita að líkt og maðurinn reynir ólíkar tilfinningar þegar hann er lifandi og hreifur við víndrykkju, þá verður maður al- mennt vitrari af því að kyngja orðum. „Þegar ég skrifa þá er ég að hluta ósýni- legur,“ hugsar hann. „Ég er ekki fyllilega til en ég veit að það er augljóst að enginn nema ég skrifa það sem ég skrifa.“ Síðan fer hann að efast: „Þetta er kannski ekki ég sem heild. Ekki mælanlegur hluti minn. En þetta er sjálfs- ævisaga mín. Allt sem maðurinn gerir er sjálfsævisaga hans. Sjálfsævisagan er ekki einungis gerðir okkar heldur líka það sem við hugsum, það sem við viljum, skoðanir okkar, fagurfræðileg nálgun á lífinu en um- fram allt er það sá samanburður sem við gerum. Allt byggist á samanburði.“ Og hann heldur áfram að hugsa: „Ég hef alltaf skrifað eins og ég væri að sumu leyti til. Í lífinu sjálfu hef ég á ein- hvern hátt látið eins og ég sé bara til sem eitthvað. Ég hef reynt að lifa í samræmi við hugmyndir mínar, reynt að vera þeim trúr. Ég trúi að til sé dularfull ytri hefnd og líka að þessi sama hefnd sé okkur öllum eðl- islæg. Það er eitthvað í tilveru okkar, í sið- ferði okkar sem leitar hefnda við ákveðnar aðstæður. Þetta siðferði er innra með okk- ur. Maður verður að vera varkár, eins og gengið sé á þunnum ís, siðferði alheimsins getur leitt til tortímingar. Það verða enda- lokin. Alger endalok eru eitthvað sem skáld- sagnahöfundurinn reynir að forðast. Hann vill ekki að verk hans hafi enda. Engan endahnút. Hann vill heldur ekki leggja fram lausnir. Hann vill ekki falla í kramið. Væri hann Jesús Kristur segði hann hinum trúuðu að fara sína leið, ekki hans og láta hann einan. Hljómur rithöfundarins er hans eigin. Hann hefur engan áhuga á að vera bergmál í hellum annarra. Hann vill ekki að lesendur finni sjálfa sig eða öðlist skilning þegar þeir lesa verk hans. Bókmenntir eru ekki skrifaðar til að skiljast. Það er eins og með vínið, eitthvað á milli vínberja og ediks, efni sem virkjar hugann.“ Þessi maður sem situr við borðið vill að verk hans hafi tilvist af óvenjulegri tilvist en ekki að þau kveiki ákafa eða alsælu. Það má vera að hann gráti þegar hann skrifar en ekki tárum, ekki vegna sorgar, heldur losar sig við raka. Hann er ósýnilegur á þann mælikvarða að hann er harður. Hann hugs- ar: „Ef maður ætlar að skapa verður maður að veita mótstöðu, hafa líkamlegan styrk. Þó list sé af andlegum meiði er hún gerð úr þess konar holdi sem verður andstæða holds: hold sem verður að beinum.“ Síðan hættir hann og byrjar aftur: „Ég hef þekkt listamenn sem hafa keppt að því að verða mikils metnir. Þeir hafa gert málamiðlanir, verið opnir fyrir vilja ann- arra: foreldra, stjórnmálaflokka, hugmynda- fræði, tísku. Ég hef séð þá rísa, falla og hverfa, verja sjálfa sig og leita hjálpar. Þeir hafa breyst í afvegaleidd börn. Og ég hef fyllst samúð og reynt að sýna þeim það ósýnilega í því sýnilega. Þar er leyndarmál listarinnar, á milli þessa tveggja. Það eina sem skiptir raunverulega máli í listinni er að vita þetta. Að vita ekki nákvæmlega hvað maður gerir en frjóvgast af þversögnum sem leiða til opnunar. Í huga okkar eru tvær gerðir mótsagna. Önnur leiðir til full- vissu og stöðnunar. Hin er þversögn sköp- unar sem leiðir ekki til valds. Hin veldur því sem við köllum stöðnun.“ Leyndardómurinn liggur á milli þess að skrifa bók og gefa hana út. „Sýn mín gæti verið byggð á þeirri stað- reynd að ég fæddist ekki til neins,“ hugsar hann. „Í lífi mínu hefur ekkert verið „sjálf- sagt“. Og þess vegna er allt velkomið. Og ef ég verð aldrei nokkurn tíma álitinn skáld- sagnahöfundur, vegna ólæsilegra verka minna, þá er það allt í lagi. Þannig var ég frjálsari. Ég gat gert það sem ég vildi með listina. Ég veit að maður er ekki annað en eitt lítið dæmi um þetta eitthvað sem á sér tilveru milli fæðingar og dauða. Og ef það sem ég skrifa er einskis virði, þá er það allt í lagi. Það var þess virði að reyna.“ Þannig hugsar hann. Dag nokkurn berst manninum við borðið bréf, alveg upp úr þurru. Hann opnar það fyrst tveimur dögum síðar. Hann sér að hann hefur fengið verðlaun. Þetta kemur honum á óvart og honum finnst það skrítið. Hann veit að með þessu bréfi verður ein- hver hluti hans sýnilegur og líklegast munu margir segja: Ég vissi að þetta myndi gerast. Ég vissi það alveg frá upphafi. Svo man hann ljóðlínu frá skáldinu Aud- en: „Loks er leyndarmálið afhjúpað …“ Allt í lagi, segir hann. Og bætir svo við með virðingu: Ó já … leyndarmálið er afhjúpað … það er ekkert við því að gera. Þessa sögu las höfundur er hann tók við Norrænu bókmenntaverðlaununum hjá Sænsku akademíunni síðastliðinn miðviku- dag, 14. apríl, í Stokkhólmi. Höfundur er rithöfundur. En okkur gæti grun- að að við hræðumst ekki einungis hið sýnilega heldur miklu fremur hið ósýnilega, þetta óljósa vald sem eitt sinn var eignað illum öndum eða hefndarþyrstum álfum. Vegna þekkingar okkar og vísinda nú- tímans teljum við að við séum aldrei nægilega varin gegn því ósýnilega. Hætt- an er jafnvel of mikil fyrir hin valdamiklu Bandaríki. Jafnvel gervitungl, farsímar, njósnakerfi, mynda- vélar eða háþróuð tækni koma að litlu gagni. Og Guð kemur ekki lengur til aðstoðar. B andarískir unglingar hamast við að gera hitt og hata sjálfa sig og hver annan fyrir vikið. Þetta mun vera lærdómurinn sem draga má af nýrri skáldsögu rithöfundarins Marty Beck- erman, Generation S.L.U.T. Þessi bókartitill er illþýðanleg- ur á íslensku. Skammstöfunin stendur fyrir „sexually liberated urban teens“, eða „borg- artáningar sem eru frjálslyndir í kynferðismál- um“, en saman mynda stafirnir í skammstöf- uninni orð sem íslenskir unglingar hafa yfirleitt ekki fyrir að þýða, en það mætti snara því sem „dræsa“. Þá kemur út titillinn Dræsukyn- slóðin. Viðtal við Becker- man, sem er 21 árs og hefur nú sent frá sér tvær bækur, birtist nýlega í veftímaritinu Salon (salon.com) og vakti allharkaleg við- brögð lesenda, sem sendu tímaritinu ófáar línur og þótti flestum lítið koma til höfund- arins og þess hve mik- ið væri látið með þessa bók hans. „Marty Beckerman hljómar eins og flest 21 árs gamalt fólk: Sjálf- hverfur montrass,“ skrifar Andrew nokkur Michaud, sem heldur áfram: „Ég get ekki ímyndað mér að það sé mikið varið í þessa bók hans.“ Um hvað er svo þessi umtalaða bók? Af um- sögnum um hana og viðtalinu við höfundinn virðist mega ráða að þarna sé á ferðinni saga um framhaldsskólanemendur í Ancorage í Alaska (þar sem höfundurinn ólst upp) og er þetta skólafólk aðallega í því að sofa saman, fyrirlíta sjálft sig og fara um það sem safarík- ustum og dónalegustum orðum. Eitthvað mun vera minnst á hópnauðgun. Sumt af þessu mun vera skáldskapur, annað réttar tilvitnanir í raunverulega unglinga, eins og til dæmis Jon- athan R., sem mun hafa sagt við Beckerman: „Ég hef ekkert á móti því að hafa mök við fullar stelpur ... ef hún segir já, þá segir hún já. Og ef hún er of full til að segja nei ... Ja, þá er hún eig- inlega að segja já.“ Það er ekki nýtt að ungir rithöfundar slái í gegn í Bandaríkjunum með safaríkum lýsing- um á ólifnaði jafnaldra sinna. Rifja má upp bækur á borð við Bright Lights, Big City, eftir Jay McInerney, sem kom út á níunda áratugn- um og sagði sögu ungs manns sem langaði að verða rithöfundur en eyddi tíma sínum aðal- lega í að drekka og sniffa kókaín. Less Than Zero eftir Bret Easton Ellis (sem seinna náði aftur að hneyksla sér til frægðar með Americ- an Psycho) reri á svipuð mið. Báðar þessar bækur urðu að fremur gleymanlegum kvik- myndum, og báðar virðast bækurnar fallnar í gleymsku. En hvað er það við þessa tegund bóka sem hneykslar? Er það meint skírskotun þeirra til raunveruleikans? Það er að segja, hneykslast lesendur af því að þeir halda að bækurnar séu rétt lýsing á lífi ungs fólks? Ef svo er má draga í efa að hneykslanin sé á rökum reist. Rebecca Kahn, 22 ára suður-afrískur blaðamaður sem kveðst hafa ferðast víða um Bandaríkin, skrifar Salon: „Illkvittin og grunnhyggin viðhorf Beckermans [í viðtalinu] reittu mig til reiði. Hann gerir ekki annað en að staðfesta það sem mér finnst vera helsta vandamál margra bandarískra unglinga. Þeir hafa alist upp full- komlega sjálfhverfir, finnst þeir eiga heimt- ingu á öllu og því megi þeir slá um sig með ljót- um, illkvittnum og klunnalegum orðum og halda að þar með séu þeir snjallir, sniðugir og skarpskyggnir. Þetta gera ekki hæfileikaríkir sagnamenn; og snjallir háðsádeiluhöfundar og samfélagsrýnar gera þetta ekki heldur.“ Af viðtalinu við Beckerman má ráða, að hann álíti sig vera að túlka – ef ekki beinlínis lýsa – veruleika ungu kyn- slóðarinnar í Banda- ríkjunum nú á dögum (kynslóðar sem er kennd við bókstafinn y). Hann segir að kyn- slóð sín hafi verið alin upp af fólki sem telji siðferði vera afstætt, og þar af leiðandi búi y-kynslóðin ekki að neinum siðferðisgild- um. Út af fyrir sig má segja að þessi ályktun Beckermans beri kannski ekki vott um að hann sé gæddur snarpri rökhugsun, og að hann rugli þarna saman afstæðishyggju og tómhyggju, en það verður ekki af honum skafið að ummælin eru sterk. Orðin eru safa- rík. Þetta er drama- tískt hjá honum. Við hverju er enda að búast? Drengurinn er rithöfundur. Eins og hann segir, það var það sem hann hafði alltaf langað til að verða. En reyndar ekki bara rithöfundur. Nánar tiltekið var draumur hans að verða 21 árs gamall rit- höfundur. Og næsta verkefnið hjá honum er að reyna að komast til Bagdad til að afla efnis í „bók um það hvers vegna þjóðir fara í stríð“. Hann á bágt með að skilja hvers vegna for- eldrar hans eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd. Beckerman er líklega ágætur rithöfundur, og að minnsta kosti er hann duglegur – ekki all- ir sem geta státað af tveim útgefnum bókum aðeins 21 árs að aldri. En hann kemst ekki sér- lega vel frá þessu viðtali í Salon, og lesandinn fær á tilfinninguna að þótt þarna fari eflaust duglegur orðasmiður sé þetta hvorki snarpur hugsuður né sérlega skilningsríkur náungi. Ef til vill hefur Beckerman sjálfum sýnst það þegar viðtalið birtist, því að hann sá ástæðu til að svara fyrir sig. „Fréttamaður Salon, Reb- ecca Traister, hefur gefið alranga mynd af mér – jafnvel mætti ganga svo langt að segja að hún hafi blekkt mig,“ segir Beckerman í bréfi sem hann sendi Salon. Traister hafi sagt við sig í símann að henni hafi líkað bókin vel og fundist hún vel skrifuð. Beckerman kvaðst hafa lagt áherslu á, að í bókinni væri hann ekki að veitast að konum eða mæla gegn kynlífi. En viti menn! Þegar viðtalið birtist var ekki orð um að blaðamanninum hafi þótt bókin vel skrifuð, bara að hún væri „upphrópanir“ um krakka „að gera hitt“. En það sé ekki meg- inboðskapur bókarinnar, heldur að kynslóðina sem kennd er við ypsílon skorti tilfinningalega kjölfestu og siðferðisgildi. Þetta birtist síðan í innihaldslausu kynlífi. Um þá ásökun að hann sé sjálfhverfur mont- rass segir Beckerman: „Ja, Ayn Rand sagði að „ego“ væri mikilvægasta orð enskrar tungu, ekki satt?“ HAMAST VIÐ AÐ GERA HITT Ólifnaður á bandarískum unglingum er rétt eina ferðina orðinn ungum rithöfundi efni í berorða bók, ef marka má viðtal sem KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON rakst á í veftímaritinu Salon. kga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.